Fréttablaðið - 02.01.2008, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 2. janúar 2008 27
Danska uppboðshúsið Bruun
Rasmussen hefur frá því
fyrir jól ítrekað minnt á
stóruppboð sitt sem hald-
ið verður í mars. Þar er
megináhersla á verk CoBrA-
málaranna en þá verða
sextíu ár liðin frá upphafi
hreyfingarinnar.
Hefur uppboðshúsið safnað verk-
um til uppboðsins um nokkurt
skeið og verður þar meðal annarra
verka CoBrA-málara boðið til
kaups stórt verk eftir Asgert Jorn
sem prýddi vegg í húsi Roberts
Dahlman Olsen á Drageyri sem
Jorn málaði beint á vegginn 1964
sem afmælisgjöf til félaga síns.
Hefur miklu fé verið kostað til að
ná málverkinu af veggnum og hafa
pólskir forverðir unnið að því
verki um margra mánaða tíma
með ærnum tilkostnaði.
Þótt CoBrA teldist ekki starfa
nema um þriggja ára skeið frá
1948 til 1951 með óformlegu sam-
starfi listamanna frá Danmörku,
Hollandi, Belgíu, Bretlandi, Íslandi
og víðar að hafði hreyfingin gríðar-
leg áhrif og átti sér framhaldslíf
víða um álfuna: leitar uppboðs-
húsið eftir verkum eftir helstu
forkólfa hreyfingarinnar og sæk-
ist eftir verkum eftir Pierre Alech-
insky, Else Alfelt, Karel Appel,
Jean-Michel Atlan, Mogens Balle,
Ejler Bille, Eugène Brands, Con-
stant, Corneille, Christian Dotrem-
ont, Jacques Doucet, Sonju Ferlov
Mancoba, William Gear, Stephen
Gilbert, Svavar Guðnason, Karl
Otto Götz, Henry Heerup, C.O.
Hultén, Egil Jacobsen, Asger Jorn,
Lucebert, Tage Mellerup, Jan
Nieuwenhuys, Erik Ortvad, Carl-
Henning Pedersen, Reinhoud
d’Haese, Anton Rooskens, Shink-
ichi Tajiri, Erik Thommesen, Theo
Wolvecamp og Anders Österlin.
Að auki ætla þeir hjá Bruun að
leggja áherslu á verk listamanna
frá eyjunum í Norður-Atlantshafi
eins og þeir kalla Færeyjar og
Ísland, sem þeir segja að eigi æ
meiri áhuga að fagna um þessar
mundir og vitna þá einkum til hins
háa verðs sem fengist hefur fyrir
verk íslenskra málara á uppboðum
í Breiðgötu: Ásgríms Jónssonar,
Jóns Stefánssonar og Gunnlaugs
Blöndal auk Hvítasunnumorguns
Kjarvals sem nú hangir uppi í
Listasafni Reykjavíkur ásamt
öðrum verkum úr eigu Landsbank-
ans. Þeir vilja fá til uppboðsins
verk eftir Þórarin B. Þorláksson,
Guðmund Thorsteinsson, Júlíönu
Sveinsdóttur, Sigurjón Ólafsson,
Þorvald Skúlason, Svavar Guðna-
son og fleiri auk verka eftir Fær-
eyingana Joen Waagstein, William
Heinesen, Ruth Smith, Jóannis
Kristiansen, Jack Kampmann,
Hans Jákup Glerfoss, Steffan
Danielsen, Sven Havsten-Mikkel-
sen, Zacharias Heinesen, Thomas
Arge, Trónd Patursson, Amariel
Nordoy, Eydun av Reyni meðal
annarra.
Í þriðja lagi er óskað eftir verk-
um danskra samtímamálara. Þeir
sem vilja koma verkum sínum til
uppboðs ytra í mars er hollast að
hafa samband við starfsmenn
Bruun Rasmussen sem fyrst.
pbb@frettabladid.is
Marsuppboð í Höfn
Hinn árvissi gleðigjafi
í upphafi árs, Vínartón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, fara fram fjór-
um sinnum næstu þrjá
dagana; annað kvöld, á
föstudagskvöld og tvívegis
á laugardag. Efnisskráin
er að vanda hefðbundin,
enda vart hægt að bjóða
aðdáendum og fastagestum
þessara tónleika upp á ann-
að. Tónleikarnir hafa fyrir
margt löngu fest sig í sessi
sem einn af hápunktum
tónleikaársins.
Áherslan verður á vínarvalsa og
aðra lífsgleðitónlist af léttara
taginu frá Vínarborg og nágrenni.
Meðlimir hinnar afkastamiklu
Strauss-fjölskyldu fá að sjálf-
sögðu sitt pláss á efnisskránni,
ásamt óperettutónskáldunum
Lehár og Kálmann og fleirum.
Einsöngvari á tónleikunum er
Auður Gunnarsdóttir og stjórn-
andi er Erns Kovacic. Þess má til
gamans geta að í verkinu
Zigeuner weisen eftir Pablo Sara-
sate, sem leikið verður á tónleik-
unum, mun stjórnandinn sjálfur
munda fiðluna.
Á tónleikunum fá aðdáendur
valsatónlistar eitthvað fyrir sinn
snúð. Það kann að koma einhverj-
um á óvart að valsinn var á sínum
tíma hneykslunarhella betri borg-
ara í Vínarborg sakir meintrar
ósiðsemi, en blessunarlega hefur
hann löngu hrist af sér það orð og
hefur nú frekar á sér yfirbragð
saklausrar og fágaðrar skemmt-
unar og græskulausrar lífsgleði.
Um uppruna valsins er margt á
huldu, enda er hann aðeins einn
af mörgum sveitadönsum sem
nutu vinsælda í Þýskalandi,
Austurríki og Bæheimi á 18. öld.
Þessir þýsku dansar voru í þrí-
skiptum takti og þóttu óvenju
djarfir fyrir það hversu nánar
hreyfingar dansaranna gátu orðið
miðað við það sem áður þekktist.
Um aldamótin 1800 var valsinn
orðinn með vinsælustu dönsum
og um leið hafði hraðinn aukist
töluvert frá því sem áður var.
Ekki voru þó allir sáttir við
vinsældirnar, og valsinum var til
dæmis harðlega mótmælt af
heilsufarsástæðum þar sem hann
þótti svo hraður að varfærnari
mönnum þótti nóg um. Valsinn
var þó ekki síður umdeildur
vegna hinna ósiðlegu hreyfinga
sem honum fylgdu. Í sveitadöns-
um hélt herrann þétt um dömuna,
sem aðalsfólki þótti fráleitt enda
tíðkaðist ekki nema lítilsháttar
snerting handanna í flestum
hirðdönsum.
Ekki urðu þessi mótmæli þó til
að draga úr sívaxandi vinsældum
valsins, sem sló rækilega í gegn í
Vínarborg á fyrstu áratugum 19.
aldarinnar. Í Vínarborg voru
danssalir sem hvergi áttu sinn
líka, til dæmis Appollósalurinn,
sem gat rúmað sex þúsund
dansara. Á þessum tíma var það
Strauss-fjölskyldan sem óum-
deilanlega bar höfuð og herðar
yfir aðra þegar kom að valsagerð.
Þessara yfirburða fá svo tónleika-
gestir Vínartónleika Sinfóníunnar
að njóta.
Djarfir dansar í ársbyrjun
AUÐUR GUNNARSDÓTTIR Syngur með
Sinfóníuhljómsveit Íslands á Vínar-
tónleikum.
KRÍSUVÍK Ljósmynd Ellerts sýnir okkur fegurð fyrirhugaðs virkjunarsvæðis.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari
blaðsins Víkurfréttir, opnar sölu-
sýningu á ljósmyndum sínum í
Saltfisksetrinu í Grindavík á
laugardaginn næstkomandi. Á
sýningunni má sjá myndir sem
Ellert hefur tekið síðastliðin ár af
íslenskri náttúru og landslagi og
má því fara nærri um að þær séu
sumar ægifagrar líkt og viðfangs-
efnið.
Ellert hefur gert víðreist með
myndir sínar og sýnt þær víða um
heim undanfarin ár. Meðal annars
hafa myndir hans ratað á sýningar
í New York, Barcelona, Los Angel-
es og Sofíu. Haustið 2006 hélt hann
stóra einkasýningu í Narrows
Center for The Arts í Fall River í
Massachusetts. Þrátt fyrir vel-
gengni Ellerts erlendis höfum við
Íslendingar ekki farið varhluta af
verkum hans þar sem hann hefur
jafnframt sýnt víða hér heima.
Myndir hans hafa meðal annars
verið til sýnis á Eiðum, Skriðu-
klaustri, Café Milanó og nú síðast
á Ljósanótt í Byggðasafninu á
Vatnsnesi þar sem viðfangsefni
hans var brúðusafn Helgu
Ingólfs.
Myndir Ellerts hafa ennfremur
víða birst á prenti í útbreiddum
blöðum og tímaritum eins og Art
Business News, Direct Art og
menningarblaði Herald News.
Ellert hlaut í haust þrjár svo-
kallaðar „Honorable Mention“
viðurkenningar við veitingu Inter-
national Photography Awards
verðlaunanna 2007. Viðurkenning-
arnar hlaut hann fyrir náttúruljós-
myndun í flokki atvinnumanna.
Verðlaunamyndirnar verða á sýn-
ingunni í Grindavík auk fjölda
annarra ljósmynda sem hann
hefur tekið á göngu- og fjallaferð-
um sínum um Ísland, meðal annars
myndir af náttúruperlum á
Reykjanesskaga. - vþ
Landslag með
augum Ellerts
MYNDLIST Óskað er sérstaklega eftir íslenskum verkum til uppboðs í Kaupmanna-
höfn í mars.
Þjóðleikhúsið
um helgina
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Ívanov e. Anton Tsjekhov
Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur
fös. 4/1 & lau. 5/1 örfá sæti laus
Konan áður e. Roland Schimmelpfennig
lau. 5/1
Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson
sun. 6/1 kl. 14.00 uppselt
sun. 6/1 kl. 17.00 aukasýn.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
2. janúar
11. janúar
19. janúar
25. janúar