Fréttablaðið - 02.01.2008, Qupperneq 34
30 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
10.September nk.
Ungbarnasund
Námskeiðið hefst 5. f brúa nk. í Árbæjarlaug.
Sunddeild Ármanns
Barnasund
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst laugardaginn 15. janúar nk.
í Árbæjarskóla
Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00
í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122
i ið hefst 12 janúar nk. í Árbæjarlaug.
Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00
í síma 866 0122 Eygló. eyglo@sjukratjalfun.is
Stella 557-6618. stella.gunnarsdottir@reykjavik.is
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst laugardaginn 12. janúar nk.
í Árb jarskóla
> DÝRIR LEGGIR
„Þetta er fáránlegt. Erfða-
fræðilega séð ættu fótleggirn-
ir á mér að vera risavaxnir. Ég
get ekki hugsað um þetta, ég
verð bara rugluð,“ segir söng-
konan Rihanna um þá stað-
reynd að fyrirtækið Gillette
tryggði fótleggi hennar
fyrir eina milljón dollara,
vegna auglýsinga her-
ferðar fyrir rakvörur.“
Vel fór á með Paris Hilton og Kevin
Federline í Las Vegas um áramótahelg-
ina, en þau sóttu sömu skemmtistaði
bæði á laugardags- og sunnudags-
kvöldi. Bæði Paris og K-Fed voru
stödd í Vegas til að vera gestgjaf-
ar hvort fyrir sitt áramótapartí-
ið. Sjónarvottar sögðu Paris hafa
hlegið og grínast með Federline
á skemmtistaðnum LAX á
laugardagskvöldi, en hún og
Britney, fyrrverandi
eiginkona hans, hafa verið
ágætis vinkonur á liðnu
ári.
„Kevin og Paris skemmtu sér vel.
Hann var alltaf að hrópa nafnið hennar
og kyssti hana á kinnina og hvíslaði
einhverju í eyrað á henni. Það leit út
fyrir að þau væru mjög vinaleg
hvort við annað,“ segir einn gesta á
skemmtistaðnum. Annar lét þau
ummæli falla að Britney myndi
verða brjáluð, en hún ku ekki
vera hrifin af því að vinir
hennar umgangist Federline.
Hjónin fyrrverandi heyja
nú hatramma baráttu um
forræði yfir sonum
sínum tveimur, eins og
margir vita.
Synirnir vörðu
jólunum í félagsskap
föður síns, fyrrverandi
kærustu hans og barna
þeirra, Kori og Kaleb. Lögmaður
Federline sagði í viðtali við People að
jólin hefðu verið afar ánægju-
leg fyrir alla. „Kevin var
með öll börnin sín og þetta
var ein, stór, hamingjusöm
fjölskylda. Hann var mjög
ánægður, og
börnin voru
ánægð,“
sagði hann.
Paris og K-Fed saman í Vegas
MEÐ K-FED Í VEGAS Svo vel
fór á með Paris Hilton og Kevin
Federline um síðustu helgi að eftir
því var tekið.
MEÐ BÖRNIN UM JÓLIN
K-fed var gestgjafi í ára-
mótapartíi í Vegas, eftir
að hafa varið jólunum
með börnum sínum
fjórum.
Viðburðafyrirtækið Jón
Jónsson flytur inn hina
heimsþekktu rokkstjörnu
Tommy Lee nú í mánuð-
inum. Hann kemur fram í
Burn-partíi Nasa í nýjum
og dansvænni búningi, þar
sem hann treður upp ásamt
plötsnúðnum Dj Aero.
Rokkstjarnan Tommy Lee er
væntanlegur til landsins í lok
mánaðar, þegar hann treður upp á
Nasa á tónleikum á vegum
viðburðafyrirtækisins Jóns Jóns-
sonar. Þetta staðfesti Margeir
Ingólfsson, einn aðstandenda Jóns
Jónssonar, í viðtali við Fréttablað-
ið. Með Lee í för verður plötusnúð-
urinn Dj Aero, en saman mynda
þeir plötusnúðatvíeyki. „Þetta er
Tommy í svolítið nýjum búningi.
Hann er að pródúsera elektrón-
íska músík núna, og þeir Aero
verða með trommur og syntha og
ýmislegt. Þetta verður mjög líf-
legt og flott, miðað við það sem ég
hef séð,“ segir Margeir. Tommy
Lee er fyrsta alþjóðlega stjarnan
sem kemur hingað á vegum Jóns
Jónssonar, enda er fyrirtækið
nýstofnað. Það stóð hins vegar
fyrir lokatónleikum Gus Gus nú
rétt fyrir áramót.
Margir hér á landi þekkja
Tommy Lee sem einn af stofnend-
um rokksveitarinnar Mötley Crue,
aðrir sem fyrrverandi eiginmann
Pamelu Anderson, og enn aðrir úr
þáttunum Rockstar: Supernova,
þar sem Magni nokkur Ásgeirsson
komst í návígi við rokkarann.
Færri hafa séð hann í elektrón-
ískum ham, en Margeir segist
búast við því að miðar í Burn-
partíið seljist hratt upp, miðað við
þau viðbrögð sem hann
hefur fengið. „Hann er
náttúrulega alþjóðleg
súperstjarna og er dug-
legur að koma sér á for-
síðurnar,“ segir hann og
hlær við.
Tónleikar Lees og
Aeros, ef svo mætti
kalla, fara fram
25. janúar næst-
komandi, og hefst miðasala nú á
föstudag. Tvíeykið mun dveljast
hér á landi í nokkra daga. „Þeir
hlakka mjög mikið til að koma, og
verða nógu lengi til að geta farið á
djammið. Þeir hafa víst heyrt
sögur af þeim fögru fljóðum sem
ganga hér um bæinn,“ segir
Margeir og kímir.
Miða er hægt að nálgast á miði.
is, frá og með föstudegi.
sunna@frettabladid.is
Tommy Lee á leið til Íslands
FLYTUR TOMMY INN
Margeir Ingólfsson og aðrir
aðstandendur hins nýstofn-
aða viðburðafyrirtækis
Jóns Jónssonar flytja
rokkstjörnuna hingað
Britney Spears er sögð kenna
sjálfri sér um að litla systir henn-
ar, Jamie Lynn, sé orðin ólétt
aðeins sextán ára að aldri. Söng-
konan mun hafa sagt vinum
sínum að hún hafi reynt að
vara hana við. „Ég hef gert
ýmislegt misgáfulegt, og hef
ekki verið góð fyrirmynd. Ég
varaði hana við, ég gerði það
í alvöru. Hún virtist ætla að
fara að ráðum mínum,“
sagði söngkonan, sem sjálf
upplifði ýmislegt á síðasta
ári. Botninum var náð
þegar hún missti forræð-
ið yfir sonum sínum
tveimur, Sean Preston
og Jayden James.
Hún kveðst hafa orðið
fyrir vonbrigðum með litlu
systur. „Ég sagði henni
aftur og aftur að leyfa sér
að vera barn og leyfa fullorðins-
hlutum eins og kynlífi
og drykkju og öllu þessu
að bíða. Ég bara trúi
því ekki að hún sé
ólétt. Hún er allt of
ung til að verða
móðir. Hún ætti að
vera að skemmta
sér, ekki eignast
barn,“ segir söng-
konan.
Áfellist sjálfa sig
BRITNEY AÐ
KENNA Britney
segist kenna
sjálfri sér um
að sextán ára
gömul systir
hennar, Jamie
Lynn, sé
barns hafandi.
Tímaritið People greindi frá því á
dögunum að Heroes-stjörnurnar
Hayden Panettiere og Milo
Ventimiglia séu par. Þrá-
látur orðrómur þess efnis
hefur verið uppi síðustu
mánuði, en frásögn People
þykir vera til marks um að
hann sé sannur, þó að
parið hafi ekki enn
staðfest sambandið.
„Mamma Haydens
elskar Milo. Henni
finnst hann svo
sætur,“ segir fjöl-
skylduvinur við tímaritið. Venti-
miglia hefur víst hitt alla í fjöl-
skyldu Panettiere í New York í
desember. „Hann hitti meira að
segja afa hennar og ömmu.
Hann smellpassar í
fjölskylduna,“ segir
heim ildarmaðurinn,
sem bætir því við að
parinu líði afar vel
saman. „Þau eru
mjög ástúðleg hvort
við annað,“ segir
hann. „Þau eru ekki
hrædd við að sýna
ást sína í kringum
fjölskyldu og vini.“
Milo og Hayden
hittust við tökur á
þáttaröðinni Heroes.
Hún er átján ára
gömul, en Milo þrí-
tugur.
Fjölskylda Hayden
dáir kærastann
ÁSTÚÐLEG HVORT VIÐ
ANNAÐ Milo og Hayden
eru óhrædd við að
sýna ást sína innan um
fjölskyldu og vini, en hann
hitti fjölskyldu hennar í
desember.
Jennifer Lopez, sem á von á sínu
fyrsta barni ásamt eiginmannin-
um Marc Anthony, segist hafa
verið í „tilfinningalegu rusli“ á
meðgöngunni. Hormónasveifl-
urnar hafa ekki farið vel í söng-
konuna, sem segist eiga í mestu
vandræðum með að halda aftur af
tárum sem vilja brjótast fram við
hvert tækifæri.
„Ég fer að gráta yfir öllu sem er
hjartnæmt, jafnvel kjánalegri
auglýsingu. Allt um feður lætur
mig fara að gráta, sem er kannski
út af sambandi mínu við föður
minn. Í hvert skipti sem ég sé eitt-
hvað um pabba með litlu stelpuna
sína, og ef ég er of þreytt, fer ég af
stað,“ segir Lopez.
Erfingi Lopez og Anthony er
væntanlegur í heiminn í vor. Eftir
að hafa haldið þunguninni leyndri
í lengstu lög tilkynnti söngkonan
um væntanlega fjölgun í byrjun
nóvember. Margir telja að Lopez
beri tvíbura undir belti, en það
hefur ekki verið staðfest enn.
Í rusli á meðgöngu
GRÆTUR YFIR ÖLLU Jennifer Lopez seg-
ist hafa verið í „tilfinningalegu rusli“ á
meðgöngunni, og kveðst gráta yfir öllu.
NORDICPHOTOS/GETTY
Í NÝJUM BÚNINGI Tommy Lee og DJ Aero spila á Nasa 25. janúar næstkomandi.
Aðdáendur Mötley Crue geta búist við að sjá stjörnuna í nýjum búningi.