Fréttablaðið - 09.01.2008, Side 2
2 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
SAMGÖNGUR Framhalds- og
háskólanemar í Reykjavík sem
byrjuðu í skóla eftir áramót hafa
margir lent í erfiðleikum með að
nálgast strætókort. Hætt hefur
verið við að dreifa kortunum í
gegnum nemendafélög skólanna,
og þurfa þeir sem vilja strætókort
nú að sækja það hjá Strætó bs.
Baldvin Sigurðsson, nemandi
við Iðnskólann í Reykjavík sem
byrjaði nú eftir áramót, segist
hafa lent í sannkallaðri hringekju
þegar hann ætlaði að verða sér úti
um kort. „Ég fór fyrst til nem-
endafélagsins sem sagðist ekki
dreifa kortunum lengur og vísaði
mér á Strætó. Þeir sögðu nei og
vísuðu mér á Reykjavíkurborg,
sem vísaði mér aftur á Strætó. Þá
fékk ég loksins samband við mann
sem ætlaði að redda þessu fyrir
mig, en það tekur viku,“ segir
hann. „Ég var heilan dag að send-
ast á milli staða út af þessu.“
Einar Kristjánsson, sviðsstjóri
þjónustusviðs Strætó, segir að
hætt hafi verið að dreifa kortun-
um í gegnum nemendafélög skól-
anna vegna þess að sum félögin
hafi ekki ráðið við það. Kort hafi
komist í rangar hendur og nokkuð
um misnotkun vegna þess.
Til þess að fá strætókort þurfi
nemendur nú að senda póst á
skolakort@straeto.is með nafni,
kennitölu og skóla. Síðan sé kortið
sótt á skrifstofu Strætó í Mjódd
eftir viku bið í mesta lagi. - sþs
Hætt við að dreifa strætókortum í gegnum nemendafélög vegna misnotkunar:
Dreifing kortanna í höndum Strætó
STRÆTISVAGNAR Nemendafélög skóla
réðu sum hver ekki við að dreifa
strætókortunum á ábyrgan hátt, segir
sviðsstjóri þjónustusviðs Strætó. Því var
hætt að dreifa kortunum á þann hátt.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Þórarinn, verða menn full
Vogaðir um jólin?
„Jú mér sýnist það sjálfum og einnig
benda upplýsingar bankanna um
yfirdrátt landans til þess.“
Mikið annríki er á sjúkrahúsinu Vogi eftir
hátíðirnar en nú þegar bíða um þrjú
hundruð manns eftir meðferðarplássi
þar. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, segir að alltaf séu miklar annir á
sjúkrahúsinu eftir jólin.
ÞÓRARINN TYRFINGSSON, YFIRLÆKN-
IR Á VOGI
DÓMSMÁL Fjárfestingabankinn
Saga Capital hefur höfðað mál
gegn Dögg Pálsdóttur, hæstarétt-
arlögmanni og varaþingmanni
Sjálfstæðisflokksins, vegna
deilna um kaup á hlutabréfum í
SPRON hf. Aðalmeðferð í málinu
hefst í dag.
Auk Daggar hefur bankinn
stefnt syni hennar, Páli Ágústi
Ólafssyni, og fyrirtækinu
Insolidum ehf.
Jóhannes Karl Sveinsson,
lögmaður Daggar, vildi ekkert tjá
sig um málið við Fréttablaðið í
gær, frekar en Dögg, en staðfesti
þó að um væri að ræða ágreining
um hvort samningur sem tengdist
hlutabréfakaupum væri gildur.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er um að ræða viðskipti
fyrir hundruð milljóna króna. - mh
Saga Capital:
Í mál gegn
varaþingmanni
TAÍLAND, AP Eiginkona Thaksin
Shinawatra, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Taílands, var handtek-
in í gær vegna spillingarákæra
þegar hún sneri aftur til Taí-
lands. Thaksin var bolað frá
völdum í september 2006 í
kjölfar ásakana um víðtæka
spillingu.
Réttað verður yfir Pojamarn
Shinawatra 23. janúar. Verði
hjónin bæði sakfelld fyrir allar
ákærur gætu þau átt yfir höfði
sér allt að 28 ára fangelsi.
Flokkar sem styðja Thaksin
sigruðu í kosningum í desember
og vinna nú að myndun meiri-
hluta. - sdg
Kona forsætisráðherra Taílands:
Handtekin
vegna spillingar
DÓMSTÓLAR „Rökstuðningurinn
endurspeglar bara sjónarmið ráð-
herrans,“ segir Pétur Dam Leifs-
son lögmaður. Hann var annar
þeirra sem óskuðu eftir rökstuðn-
ingi ráðherra vegna ráðningar
Þorsteins Davíðssonar í stöðu hér-
aðsdómara.
Árni Mathiesen, settur dóms-
málaráðherra í málinu, skilaði
rökstuðningi sínum í gær. Sam-
kvæmt rökstuðningnum öðlaðist
Þorsteinn reynslu af öllum hliðum
lögfræði sem aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra á árunum 2003
til 2007. Einnig kemur þar fram að
hann hafi gegnt veigamiklum
nefndarstörfum á vegum hins
opinbera, hafi gegnt forystustörf-
um í félagsmálum frá unglingsár-
um og sitji nú í dómnefnd Bók-
menntaverðlauna Tómasar
Guðmundssonar. Þá kemur fram
að fjölbreytt reynsla hans og þekk-
ing, ekki síst sem aðstoðarmaður
ráðherra, geri það að verkum að
Þorsteinn sé hæfastur umsækj-
enda um embætti héraðsdómara.
„Ég tel eftir sem áður mikil-
vægt að það reyni á það hvort sú
aðferðafræði sem ráðherrann
hefur viðhaft í þessu máli geti tal-
ist réttmæt með hliðsjón af öllu
því sem liggur fyrir í málinu,“
segir Pétur jafnframt. Hann seg-
ist reikna með því að taka sér
góðan tíma til að íhuga næstu
skref. - þeb
Umsækjendur um héraðsdómarastöðu fengu rökstuðning í gær:
Efast um réttmæti aðferða
ÁRNI MATHIESEN Sendi umsækjendun-
um tveimur sem þess óskuðu rökstuðn-
ing sinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FANGELSISMÁL „Ég kann mjög vel
við mig á Litla-Hrauni,“ segir
Margrét Frímannsdóttir,
fyrrverandi þingmaður, en hún
hefur verið ráðin forstöðumaður
fangelsins á
Litla-Hrauni
í leyfi
Kristjáns
Stefánsson-
ar. Margrét
tekur
formlega við
starfinu 1.
febrúar en
Kristján
ráðgerir að
vera í leyfi í
eitt ár.
Margrét er fyrsta konan til að
gegna stöðu forstöðumanns í
sögu fangelsisins. Sjálf er hún
dóttir fangavarðar og hefur hún
því lengi haft innsýn í lífið á
Litla-Hrauni. Þar að auki hefur
hún starfað sem ráðgjafi í
fangelsinu frá því í nóvember á
nýliðnu ári. - kdk
Forstöðumaður Litla-Hrauns:
Margrét stýrir
Litla-Hrauni
MARGRÉT
FRÍMANNSDÓTTIR
VIÐSKIPTI „Gnúpur er ekki
gjaldþrota, ekki að fara í gjald-
þrot og við erum ekki að slíta
félaginu,“ segir Kristinn Björns-
son, stjórnarformaður Gnúps
fjárfestingarfé-
lags og næst
stærsti eigand-
inn. Hann vill að
öðru leyti ekki
tjá sig um stöðu
Gnúps, sem sé
fjárfestingarfé-
lag í einkaeigu.
Miklar
sögusagnir hafa
gengið um að
eigið fé félagsins
sé uppurið. Um mánaðamótin
ágúst og september var eigið fé
félagsins um 45 milljarðar króna.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur það fé að miklu
leyti tapast vegna þróunar á
mörkuðum. Svipað er komið fyrir
öðrum fjárfestum, sem voru
stórir í FL Group, eins og Hannesi
Smárasyni, Þorsteini M. Jónssyni
og Magnúsi Ármann. - bg
Erfiðleikar vegna lækkana:
Gnúpur ekki á
leið í gjaldþrot
KRISTINN
BJÖRNSSON
FRAKKLAND, AP Nú er það opinbert.
Nicolas Sarkozy Frakklandsfor-
seti segir að full alvara sé í
sambandi hans við ítölsku
fyrirsætuna/söngkonuna Cörlu
Bruni. Hann gaf á blaðamanna-
fundi í París í skyn að brúðkaups-
áform væru í uppsiglingu.
„Það gæti vel gerst að þið
heyrðuð fyrst af því eftir að það
er um garð gengið,“ sagði
Sarkozy beðinn að bregðast við
fullyrðingu í dagblaði um helgina
um að brúðkaup væri fyrirhugað
í febrúar.
Sarkozy skildi við eiginkonu
sína, Ceciliu, fyrir þremur
mánuðum og á síðustu vikum
hafa þau Bruni sést sæl saman
við hin ýmsu tækifæri. - aa
Nicolas Sarkozy:
Ást forsetans
opinberuð
LÖGREGLUFRÉTTIR
Fékk járn í gegnum lærið
Maður slasaðist í fyrradag á Seyð-
isfirði er hann hrasaði með þeim
afleiðingum að steypustyrktarjárn
stakkst í gegnum lærið á honum.
Maðurinn var við störf í stöðvarhúsinu
við Fjarðarsel þegar slysið varð. Hann
var fluttur á sjúkrahúsið í bænum þar
sem gert var að sáum hans.
VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan lækkaði
um 1,18 prósent í gær, fjórða
daginn í röð en það jafngildir því
að vísitalan hafi fallið um 10,5
prósent frá áramótum.
Vísitalan stendur í 5.653 stigum
og hefur ekki verið lægri síðan
um miðjan ágúst í hittifyrra.
Gengi bréfa í öllum bönkum og
fjármálafyrirtækjum hér hefur
lækkað um 13 til 53 prósent í
yfirstandandi dýfu síðastliðna
tólf mánuði. Gengi bréfa Lands-
bankans hafa hækkað um tæp
fjórtán prósent á sama tíma.
Athygli vekur að heildarvið-
skipti dagsins námu rétt rúmum
4,9 milljörðum króna, sem er
rúmlega helmingi minni velta en
á meðaldegi. - jab
Enn lækkar Úrvalsvísitalan:
Engin hækkun
í rúmt ár
LÖGREGLUMÁL Eldur kviknaði í
stigagangi í Jórufelli 4 í Breiðholti
um hádegisbil í gær. Að sögn rann-
sóknarlögreglu virðist sem kveikt
hafi verið í rusli á jarðhæð húss-
ins.
Jórufell 4 er í eigu Félagsbú-
staða hf. Öryggismyndavélar eru í
stigaganginum þar sem eldurinn
kom upp, en klippt var á snúrur
þeirra fyrir þremur dögum.
Starfsmaður Félagsbústaða kom
myndavélunum aftur í gang í
fyrradag en þegar bruninn kom
upp í gær hafði á nýjan leik verið
klippt á snúrurnar.
Fjöldi íbúa var í húsinu þegar
eldurinn kviknaði en vel gekk að
koma þeim út. „Við tókum nokkra
niður af svölum með stiga og aðra
með körfubíl. Svo voru fjórir tekn-
ir í gegnum stigaganginn með þar
til gerðum björgunarmaska,“
segir Jón Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri. Slökkviliðið
aðstoðaði alls tólf manns við að
komast út úr húsinu. Tvær konur
voru fluttar á slysadeild vegna
gruns um reykeitrun.
Jón Viðar segir það hafa hjálpað
slökkviliðsmönnum að íbúarnir
hafi verið yfirvegaðir og inni í
íbúðum sínum. „Það er grundvall-
arregla þegar eldur kemur upp í
fjölbýlishúsum að fólk haldi sig í
íbúðunum og geri vart við sig á
einhvern máta.“
Eldurinn var kveiktur í rusla-
hrúgu á jarðhæð, en íbúi í húsinu
hafði hringt í félagsþjónustuna í
Breiðholti og kvartað undan
ruslinu stuttu áður en eldsins varð
vart. Að sögn íbúa hafa deilur
staðið yfir vegna ruslsins, sem allt
er frá einni íbúð, um nokkurt
skeið.
Íbúar í húsum Félagsbústaða
hafa ekki aðgang að ruslageymsl-
um, heldur sér starfsmaður frá
Félagsbústöðum um að tæma
geymslur. Nokkur óánægja hefur
verið meðal íbúa vegna þessa. Að
sögn Sigurðar Kr. Friðrikssonar,
framkvæmdastjóra Félagsbú-
staða, var geymslunum meðal
annars læst til þess að koma í veg
fyrir íkveikjur. Þar hafi áður verið
komið fyrir miklu magni af rusli
sem ekki hafi átt heima í geymsl-
unni. Hann segist þó telja útilokað
að íbúar hússins hafi haft nokkuð
með brunann að gera, annað en
það að þeir hafi ekki átt að setja
rusl sitt í stigaganginn.
thorunn@frettabladid.is
Klippt á myndavélar
áður en kveikt var í
Kveikt var í rusli í stigagangi í Breiðholti í gærdag. Tólf manns voru aðstoðaðir
við að komast út úr íbúðum sínum vegna mikils reyks. Öryggismyndavélar eru í
húsinu en klippt hafði verið á snúrur þeirra í tvígang fyrir íkveikjuna.
ÍBÚUM BJARGAÐ ÚT Slökkviliðsmenn hjálpuðu tólf manns út úr húsinu. Íbúum á
fjórðu hæð var komið niður með hjálp körfubíls, en íbúar á þriðju hæð fylgdust með
gangi mála á meðan þeir biðu eftir því að komast út. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ÚR KAUPHÖLLINNI Úrvalsvísitalan hefur
lækkað um 10,5 prósent frá áramótum.
SPURNING DAGSINS