Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 12
12 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Össur er alltaf mjög rökfastur í sínu máli og ég held að ég sé allavega sammála honum um orkumálagæj- ann,“ segir Magni R. Magnússon, fyrrverandi kaupmaður, um umdeild- ar skipanir Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra í embætti orku- málastjóra og ferðamálastjóra. Hann tekur síður afstöðu til skipunarinnar í síðarnefnda embættið. Magni tekur fram að hvorki sé hann flokks-, skóla- né stúkubróðir Öss- urar þótt hann kunni oft á tíðum að meta málflutning hans. „Það er ljótt ef kona fær embætti bara af því að hún er kona eða karl af því að hann er karl. Jafnréttisum- ræðan er stundum aðeins of hávær,“ segir Magni sem telur rétt og eðlilegt að deilt sé um veigamikil mál. „Það má deila um allt, þess vegna eru margir flokkar og mörg blöð.“ SJÓNARHÓLL UMDEILDAR SKIPANIR ÖSSURAR Það má deila um allt MAGNI R. MAGNÚSSON, FYRRVERANDI KAUPMAÐUR. „Ég er framhaldsskólakennari við Flensborg- ar skóla í Hafnarfirði þannig að nú er að fara af stað aftur ný önn og maður hittir nýja og frábæra nemendur. Ég kenni fjölmiðla- fræði og fjölmiðlatækni þannig að ég vinn með nemendum sem eru að stjórna græjum fyrir sjónvarp og útvarp. Það er heilmikið að gerast við að keyra það í gang. Síðan er stjórnsýslan að vakna aftur eftir dvala yfir hátíðirnar. Í þessari viku eru allar nefndir og ráð að fara af stað og í næstu viku bæjarstjórn. Þar fyrir utan þá er ég líka upptekin af því að vera ólétt þannig að það er verið að púsla öllu saman með því, fara á blaðamannafundi, nefndafundi og í mæðraskoð- un,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. „Andinn bæði hjá nemendum og starfs- fólki er mjög góður eftir jólafríið, ég er á því að fólk hafi verið búið að fá nóg af fríi. Það var ágætt að fá hlé en svo er kominn tími til að klára skólaárið því það er öfugsnúið miðað við árið annars. En nemendur og kennarar koma vel undan jólum og eru í góðu standi til að takast á við það sem þarf að takast á við. Þetta er tæplega 800 nemenda skóli þannig að starfs- mennirnir eru um 90 talsins. Þetta er stór og mikill skóli og mikið fjör.“ Í stjórnkerfinu eru mörg spenn- andi mál alltaf í gangi, að mati Guðrúnar Ágústu. „Það síðasta sem við gerðum áður en við fórum í jólafrí var að afgreiða fjárhagsáætlun. Þar voru ýmsar tillögur samþykktar áfram til meðferðar í nefndum og ráðum sem verður spennandi að fylgjast með hvað verður um, til dæmis um gjaldfrjálsan leikskóla fyrir fimm ára börn og átta stunda viðveru og gjaldfrjálsan grunnskóla, þar með talinn heilsdagsskóla og mat. Síðan veit maður ekki hvað verður úr niðurstöðunni endanlega en þetta verður sett í ferli í starfshóp. Það er líka búið að ákveða að fá fagfólk til að skoða hvort hægt sé að gera sérstakt verkefni um námserfiðleika stúlkna en það er efni sem ekki er rætt mikið um,“ segir hún og bætir við að gjarnan sé talað um námserfiðleika stráka sem vandamál en „hvað um stelpur sem eiga í erfiðleikum?“ spyr hún. Þá er í vinnslu skipulag á umhverfisvænu hverfi sem á að byggja og verða sjálfbært. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, BÆJARFULLTRÚI Í HAFNARFIRÐI: Umhverfisvænt hverfi í bígerð Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! 50MB frítt myndasvæði! Búðu til myndaalbúm á síðunni þinni! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Menn leita ýmissa ráða þegar verkir og meiðsl gera vart við sig. Á nuddstofu Jia Chang Wen er fólk fótum troðið og stungið. Einn nuddþeginn segir þetta hafa reynst allra meina bót. „Það er alveg óviðjafnanlegt að koma hingað,“ segir Guðmundur Helgi Þorsteinsson þegar blaða- maður hitti á hann á Kínversku nuddstofunni á Skólavörðustíg. Guðmundur var þó ekki í sérlega góðri aðstöðu til að ræða málin þar sem hann lá á bekk með andlit- ið ofan í gati meðan Liu Zhang Dou traðkaði á baki hans. „Það er alveg með ólíkindum, ég hef komið hing- að með mikinn verk í mjóhrygg en þá hafa þeir nuddað hann niður í rasskinnar og svo burt.“ Að því kveðnu segir Liu Zhang honum að snúa sér við. „Ég hef nýtt mér þetta frá því 1992,“ segir Guð- mundur þegar hann er kominn á bakið. „Ég kynntist eigandanum Jia Chang Wen í gegnum blakið þegar hann var að þjálfa og þegar upp komu meiðsl sá ég eins og aðrir hvernig hann lappaði upp á menn. Og ég hef alltaf verið afar neikvæður gagnvart öllum mögu- legum pillum sem settar eru í menn þegar eitthvað kemur upp á. Þær lina kannski sársauka en vinna ekki á sjálfu vandamálinu en hér hef ég komið inn með bakið í klemmu en farið út eins og nýsleginn túskildingur.“ Jia Chang kom hingað til lands árið 1986 til að þjálfa kvenna- landsliðið í blaki sem og karlalið Víkings. Fljótlega fóru fjölmargir íþróttamenn að leita til hans þegar meiðsl og verkir komu upp enda spurðist fljótt út að hann hefði komið köppum í lag með undra- verðum hætti. „Mér var því eigin- lega ýtt út í þetta,“ segir nuddar- inn. Hann beitir ekki aðeins höndum og fótum því einn- ig notar hann nálarstungu- aðferð og fljótlega kom blaða- maður auga á stóra flösku sem ekki sést á hverjum bæ. „Þetta er snákur, ginseng-rót og fleiri jurtir í hvít- víni,“ segir hann og tekur flösk- una af hill- unni. „Þetta er gott til að setja á bólgur því þetta slær á spennuna í vöðvum.“ Jia Chang hefur numið þessi fræði frá unga aldri enda störfuðu foreldrar hans við nátt- úrulækningar svo blaðamaður ákveður að malda ekki í móinn þó að læknirinn í hans sveit væri ekki vanur að bregðast við bólgum með snáki eða hvítvíni. jse@frettabladid.is Troðið á og stungið í kvillana TROÐIÐ Á GUÐMUNDI Guðmundur leitaði í nuddið vegna verkja í mjóhrygg sem voru nuddaðir í burtu. JIA CHANG WEN Kom hingað til lands til að þjálfa kvennalandsliðið í blaki og karlalið Víkings. FRÉTTABLAÐIÐ / AUÐUNN SNÁKUR OG GINSENG- RÓT Gott við bólgum segir Jia Chang. Engin sannfæring „Í Samfylkingunni er sann- færing ekki til, bara sjónar- spil, hvort sem það fer fram í Egyptalandi eða annars staðar.“ STYRMIR GUNNARSSON, RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSINS, ÚTSKÝRIR RITSTJÓRNARSTEFNU BLAÐSINS Í LEIÐARA. Morgunblaðið, 8. janúar Það er spurning „Þetta er allt meira og minna rangt. Ég veit ekki af hverju fólk hefur svona mikinn áhuga á mér og mínum stað.“ ÁSGEIR ÞÓR DAVÍÐSSON, EIGANDI NEKTARDANSSTAÐARINS GOLD- FINGER, UM UMMÆLI FYRRVERANDI NEKTARDANSARA Í VIKUNNI. Fréttablaðið, 8. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.