Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 18

Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 18
18 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins JÓN KRISTJÁNSSON Í DAG | Gagnrýni ráðherra svarað Í Fréttablaðinu birtist ítarlegt viðtal við þig, Þorgerður, laug- ardaginn 22.desember. Í viðtalinu fannst mér vera tónn í garð okkar framsóknarmanna, fyrrum samstarfsmanna, sem ég kann ekki við og get ekki annað en kallað af hliðarlínunni inn á völlinn, svo notuð sé samlíking úr íþróttunum. Ég kýs að hafa þetta í formi bréfs til þín, og vona að þú fyrirgefir mér það að sleppa titlum svo sem hæstvirt- ur menntamálaráðherra og ávarpa þig beint. Í fyrsta lagi kallar þú það populisma að hafa áhyggjur af kristilegu siðgæði í skólum, og þeim skilaboðum að fella það orðalag úr lögum um grunn- skóla. Kallar það mjálm í framsóknarmönnum. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá þér, að það voru ekki framsóknar- menn sem hófu þessa umræðu. Það var biskup Íslands sem reið á vaðið, og ef ég hef tekið rétt eftir fréttum átti hann tal við þig um málið. Varla ertu að saka hann um populisma. Hins vegar vil ég gera gott úr hlutunum, og ég tel víst að þér hafi fundist umræðan óþægileg og þess vegna sértu svona úfin í þessu máli. En svona er lífið. Það eru ekki alltaf jólin. Ósanngjörn gagnrýni Hitt atriðið sem ég rak augun í og mér finnst ósanngjarnt í garð okkar framsóknarmanna er að þú lætur að því liggja að við séum áhugalausir um mennta- og menningarmál og það sé búið að tala meira um þau mál á hálfu ári nú í þessari ríkisstjórn en á fjórum árum áður, fyrir ein- skæran áhuga Samfylkingarinn- ar. Þú undanskilur þó Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann. Um þetta er það að segja að ríkisstjórnarfundirnir eins og ég þekkti þá í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn voru ekki málfundir. Ráðherrar bera þar upp sín mál til afgreiðslu og eftir umræður eru þau afgreidd eða þeim frestað eftir atvikum. Ég minnist þess ekki að á formlegum fundum hafi verið eldhúsdagur um áhugamálin, þótt margt bæri á góma áður en gengið var til formlegheitanna. Það getur vel verið að Samfylk- ingarmenn séu málglaðir um hin ýmsu mál á ríkisstjórnarfundum en það segir ekkert um áhuga eða virkni fyrri ríkisstjórnar. Stuðningur Framsóknar Ég vil minna á það að stærsta málið sem þú barst fram á síðasta kjörtímabili og það fyrirferðarmesta var að breyta ríkisútvarpinu í hlutafélag. Við framsóknarmenn studdum þig í þessu máli, en okkur þótti það mjög erfitt pólitískt, og lítil hrifning af því í okkar flokki. Hins vegar töldum við að þetta myndi styrkja útvarpið og afstaða okkar var fullkomlega ærleg og málefnaleg í þessu stóra máli. Ég minnist ekki annars en að við höfum staðið við bakið á þér í öllum málum alltaf, bæði áður en Jón Sigurðs- son kom í ríkisstjórn og eftir það. Hins vegar þekkir þú það að ráðherrar sem fara með mikil útgjaldaráðuneyti fá ekki í gegn um ríkisstjórnina öll sín áhugamál, jafnvel þótt þau séu hin þörfustu. Þú þekkir veit ég nokkuð sem heitir rammafjárlög og stríðið við að troða inn í þann ramma sem hverju ráðuneyti er ákveðinn. Situr á góðu búi Sú ríkisstjórn sem nú situr virðist vera ósammála í mörgum stórum málum. Hins vegar situr hún í góðu búi fyrri ríkisstjórn- ar og getur leyft sér að ákveða rífleg ríkisútgjöld. Þau útgjöld fara til góðra og þarfra mála, og það er nú svo að um fæst þeirra er mikill ágreiningur. Hitt er svo gott að hafa í huga, ekki síst fyrir núverandi valdhafa að það skiptir mestu máli hvað gert er en ekki hvað mörg orð eru höfð um hlutina. Mér þykir miður að þurfa að skrifa þér bréf í þessum tón því við áttum ágætis samstarf innan ríkisstjórnar og utan. Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Þeir voru vanir að tala illa um okkur út í eitt og vafalaust gera þeir það enn þegar hlé verður á talinu um mennta- og menningarmálin. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Bréf til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur UMRÆÐAN Kjaramál Kjarasamningar kennara eru lausir næsta vor en nú þegar eru kennarar byrjaðir að segja upp starfi sínu vegna þeirra launa- kjara sem þeim er boðið upp á. Dæmi er um að sami bekkurinn hafi haft þrjá umsjónar- kennara frá því að skólastarf hófst í haust. Í sambandi við launamál kennara tala tölurnar sínu máli og þarf ekkert að fara í grafgötur með það að kennarar hafa verið skildir eftir í kjaraþróun. Einstök sveitarfélög skýla sér bak við Launanefnd sveitarfélaganna og viðhalda láglaunastefnu í skólum. Á einu mesta góðærisskeiði Íslandssögunnar frá 2005 til maí 2007 hafa laun kennara hækkað um 3% á ársgrund- velli meðan launavísitalan hefur hækkað um 9%. Á þessum sama tíma hefur kaupmáttur launa kennara rýrnað um 5,6%. Kennarar á Íslandi eru meðal lægst launuðu kennara innan OECD þannig að ekki er hægt að skella skuldinni af dýru mennta- kerfi á ofurlaun kennara. Skólastarf í dag er byggt upp af skólum með mikla starfsmannaveltu. Stjórnmálamenn sem hafa mikið um það að segja hvernig skólastarf er framkvæmt virðast ekki hafa áhyggjur af þessum þætti. Skamm- sýnin er látin ráða ferðinni og ekkert tillit er tekið til þeirrar staðreyndar að lítil reynsla og þekking byggist upp þegar starfsmannavelta er mikil. Skólakerfi þar sem kúvending verður á starfsmannahaldi á nokkurra ára fresti er ekki líklegt til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Ekki er litið á skólana sem þekkingarfyrirtæki þar sem haldið er í gott fólk á góðum launum og fríðindum heldur segir það góða fólk sem fyrir er upp störfum vegna bágra kjara. Í venjulegum fyrir- tækjarekstri er litið á góðan starfsmann sem fjárfestingu en í hinu almenna opinbera skólakerfi er litið á hann sem kostnað fyrir samfélagið. Væri ekki nær að borga kennurum mannsæm- andi laun í stað þess að eyða fjármunum skattborg- ara í að þjálfa upp nýja starfsmenn? Er mennta- kerfi þar sem reynsla tapast á örfáum árum kerfi sem við getum verið stolt af? Höfundur er stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur. Leyndarmál menntakerfisins ÓLAFUR ÖRN PÁLMARSSON Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Kjarninn og hismið Árni Mathiesen, settur dómsmálaráð- herra, hefur skilað rökstuðningi fyrir skipan Þorsteins Davíðssonar í emb- ætti héraðsdómara. Eins og kunnugt er skipaði Árni Þorstein dómara þótt matsnefnd hefði metið þrjá umsækj- endur hæfari. Í rökstuðningnum er margt talið til, bæði stórt og smátt. Meðal annars er það talið Þorsteini til tekna að hann hefur átt sæti í innflytj- endaráði og flóttamannaráði undan- farið hálft ár, hefur verið varamaður í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður vegna alþingiskosninga og að hann sitji í dómnefnd Bók- menntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Árni hrós- ar líka hæfileika Þorsteins til að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Gott að vinna fyrir Björn Það sem hins vegar reið baggamuninn er fjölbreytt reynsla Þorsteins og þekk- ing, ekki síst í starfi aðstoðar manns Björns Bjarnasonar um rúmlega fjögurra ára skeið. Þetta gerir Þorstein að hæfasta umsækjandanum að mati Árna. Hjá Birni hafi Þorsteinn fengið reynslu af stjórnun og skipulagningu starfa, þar hafi reynt á allar hliðar lögfræði, löggjafarstarf, stjórnun ráðuneytis og fjárreiður ríkissjóðs og starfið krafist samskipta við ótal aðila innlenda og erlenda. Árni virðist sem sagt meta það sem svo að umsækjendurna þrjá sem metnir voru hæfari hafi skort að hafa unnið fyrir Björn Bjarnason. Eða sambærilega reynslu. Lúðvík í baksturinn Bæjarstjórn Hafnarfjarðar blés til blaðamannafundar í gær þar sem kynntir voru viðburðir í tilefni af því að bærinn fagnar hundrað ára afmæli í ár. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, notaði tækifærið og skor- aði á Lúðvík Geirsson bæjarstjóra að baka köku fyrir bæjarbúa á afmælis- daginn í júní; Lúðvík væri jú bakari að mennt. Bæjar- stjórinn rifjaði upp að hann hefði skellt í köku á 95 ára afmæli Hafn- arfjarðar og kvaðst hafa engu gleymt. Þá er bara að setja upp svuntuna. bergsteinn@frettabladid.isÞ að sem ótvírætt er markverðast við fyrstu forkosning- arnar fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, í Iowa í síðustu viku og í New Hampshire í gær, er sá mikli meðbyr sem hinn ungi og framsækni þingmaður frá Illinois, Barack Obama, nýtur meðal flokksmanna sinna í Demókrataflokknum. Það er líka eftirtektarvert, að baráttan um forsetaframboðsút- nefningu Repúblikanaflokksins nýtur miklu minni athygli en bar- áttan meðal demókrata, sem skýrist væntanlega af því að fáir telja repúblikana eiga möguleika á að sigra í forsetakosningunum að þessu sinni, hversu rækilega sem frambjóðendur flokksins reyna að firra sig ábyrgð á klúðri og óvinsældum embættistíðar fráfarandi forseta, George W. Bush. Reyndar ber í þessu sambandi að hafa í huga, að sá frambjóð- andi repúblikana sem lengi hefur mælzt með mest fylgi á landsvísu, Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, kaus að hafa sig lítt í frammi bæði í Iowa og New Hampshire. Hann leggur áherzlu á að ná góðum árangri í Flórída, fyrsta fjölmenna ríkinu þar sem forkosningar fara fram í lok janúar, og í hrinunni miklu 5. febrúar, þegar kosið verður í yfir tuttugu ríkjum til viðbótar. Framgangur Obama er sögulegur. Forskot Hillary Clinton á aðra frambjóðendur demókrata hefur verið gríðarstórt fram til þessa, allt upp í nokkra tugi prósenta á landsvísu. Það hafa stjórnmála- skýrendur rakið til þess að flestir demókratar hafi álitið hana, með þá miklu reynslu og frægð sem hún býr að, sigurstranglegasta í kosningunum sjálfum. Það sem nú virðist vera að gerast er að þel- dökkur frambjóðandi sé að „taka framúr“ fyrsta kvenframbjóðand- anum sem á raunhæfa von um að verða kjörinn forseti. Í meðbyr Obama endurspeglast ríkur vilji kjósenda Demókrata- flokksins til að eitthvað alveg nýtt taki við eftir átta ár með Bush yngri í Hvíta húsinu. Í þessari nýjungagirni-stemningu stendur Hillary verr að vígi þar sem hún er jú sjálf hluti af arfleifð for- setatíðar eiginmanns síns. Það er nú þegar þannig að yngri kynslóð Bandaríkjamanna hefur aldrei lifað dag þar sem ekki var annað- hvort einhver úr Bush- eða Clinton-fjölskyldunni í Hvíta húsinu. Sumum þykir því tilhugsunin um jafnvel átta ár til viðbótar með annan fulltrúa Clinton-fjölskyldunnar á forsetastól vera hálfugg- vekjandi – þótt sá fulltrúi yrði fyrsti kvenforsetinn í sögu landsins. Aðalrök Hillary gegn Obama í kosningabaráttunni hafa verið reynsluleysi hans – hann á aðeins um þriggja ára feril að baki sem fulltrúi á Bandaríkjaþingi. Með því hefur hún í raun verið að segja að það sé nánast framhleypni af hans hálfu að sækjast eftir for- setaframboði nú; honum væri nær að bíða til næstu eða þarnæstu forsetakosninga – það er þegar hún hafi lokið sér af í Hvíta húsinu. Málefnaágreiningur er annars sáralítill milli þeirra tveggja. Í utanríkismálum hafa þau bæði lagt áherzlu á að bæta fyrir mistök Bush-stjórnarinnar, en óneitanlega nýtur reynsluboltinn þar meiri trúverðugleika en ungi maðurinn frá Illinois. Þar sem áhyggjur af efnahagsástandinu eru nú farnar að yfirgnæfa önnur mál í huga bandarískra kjósenda, þar á meðal Íraksstríðið óvinsæla, er þó ljóst að hvorki forkosningar né kosningarnar sjálfar munu frekar nú en endranær vinnast út á trúverðugleika í utanríkismálum. Óvænt tíðindi í forkosningum vestra: Obama virkjar breytingavonir AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.