Fréttablaðið - 09.01.2008, Síða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Ármúla 42 · Sími 895 8966
Lærðu kínversku á
skemmtilegan hátt
Námskeið
byrjar
13. janúar
Sæmundur Kristjánsson matreiðslumeistari
naut hátíðanna í dýrindis jólakúlu ítölsku
Alpanna.
„Ég var svo lánsamur að vera í hópi 200 Íslendinga
sem Árni Sæmundsson smalaði saman í jólaskíðaferð
til fjallaþorpsins Santa Katarina í ítölsku Ölpunum,
en þar hefur skíðaferðamennska legið niðri um langa
hríð þar til nú að uppbygging er hafin aftur. Við vígð-
um þar spánnýtt hótel og áttum fjöllin ein, því enn er
staðurinn laus við massatúrisma en fullur af frið-
sæld, fámenni og fegurð,“ segir Sæmundur Kristj-
ánsson, eigandi veitingastaðanna Á næstu grösum,
sem í þessari ferð eyddi jólum fjarri Íslandsbyggð í
fyrsta sinn.
„Santa Katarina stendur í þjóðgarði þar sem fjall-
garðar, skóglendi og umhverfið allt er stórbrotið í
fegurð sinni. Flesta dagana var heiðskírt og sólríkt,
en þess á milli kyngdi niður hvítum jólasnjó þannig
að maður fékk á tilfinninguna að vera staddur í feg-
ursta jólakorti eða töfrandi jólakúlu,“ segir Sæmund-
ur og skellir upp úr, og bætir við að ekki hafi hvarflað
að honum að taka með sér íslenskan jólamat til
Ítalíu.
„Til hvers?“ spyr hann brosmildur. „Ítalir eru
þekktir fyrir sælkeramatseld og við nutum þess í
þeirra landi. Þótt ég sé matreiðslumaður reyni ég
alltaf að stilla mig í útlöndum og njóta þess sem er í
boði á hverjum stað, og þarna skorti ekkert upp á
hátíðleikann eða velgjörning í mat og drykk,“ segir
Sæmundur og rifjar upp aðfangadag í skíðabrekkun-
um.
„Þarna vorum við frúin og krakkarnir að skíða í
frábæru færi þegar klukkan sló fjögur og við sögðum
börnunum að nú væri aðfangadagur jóla. Þvílík for-
réttindi; ekkert stress, bara friður og kyrrð í fjall-
garðinum, og jólin að koma. Svo dóluðum við okkur
niður brekkurnar til að fara í jólabaðið og borða jóla-
matinn á hótelinu, og héldum síðar um kvöldið lítil jól
í okkar vistarverum þar sem við opnuðum fáeina
pakka og höfðum það notalegt saman,“ segir Sæmund-
ur sem er alveg til í að sleppa takinu á íslenskum
jólum aftur til að komast í slíka jóladýrð á ný.
„Það er dálítil fyrirhöfn að komast til Santa Katar-
ina, en hægt að fara styttri leið en við gerðum. Við
ókum frá Þýskalandi í gegnum Alpana í alls sjö tíma
og það var heldur langt fyrir börnin eftir flugferðina
að heiman, en algjörlega ógleymanlegur bíltúr sökum
náttúrufegurðar. Fjölskyldan var alsæl með ferðina
og þessar tvær vikur frá 22. desember til 5. janúar
liðu hratt við útivist, hreyfingu, lúxusfæði, góða hvíld
og samveru í undraverðu jólalandi. Ætli ég sé bara
nógu hollur fósturjörðinni að grípa ekki hangikjöts-
lærið með mér, en þarna var jólalegt fram úr hófi og
gott að vera laus við lætin heima síðustu dagana fyrir
jól og háannatíma matreiðslumanna í desember.“
thordis@frettabladid.is
Skíðað í jólakorti
BENSÍNIÐ SPARAÐ
Runólfur Ólafsson hjá Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda
kann ýmis ráð til að spara
eldsneyti. Hann ráðleggur
fólki meðal annars að
aka á löglegum
hraða.
BÍLAR 2
MISSTI AF FLUGI
Reynir Freyr Reynisson
lagðist í þriggja vikna
lestarferðalag um
Evrópu fyrir tveimur
árum, eftir að hafa misst
af flugi heim frá Róm.
FERÐIR 3
Sæmundur Kristjánsson er eigandi
veitingahússins Á Næstu grösum og
naut þess að láta stjana við sig í mat
og drykk í ítölsku Ölpunum yfir hátíð-
arnar á milli þess sem hann skíðaði í
púðursnjó ofan við fjallaþorpið Santa
Katarina.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
Laugavegi 51 • s: 552 2201