Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 30

Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 30
 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● nýir bílar REYNSLUAKSTUR Skoda Fabia Combi er smábíll með skott á við fjölskyldubíl. Bíllinn verður kynntur á Íslandi í mars. Bílaframleiðandinn Skoda hefur það sem marga aðra vantar: hækkandi sölutölur. Skoda Oktavía selst langmest en þar á eftir kemur hinn snaggara- legi Skoda Fabia sem fyrst var framleiddur árið 1999. Combi útgáfa Fabia var fyrst kynnt á Íslandi árið 2001 og tók við af gömlu Felicia útgáfunni og hefur bæði stutta og langa útgáfa bílsins átt mikl- um vinsældum að fagna hérlendis. Í mars verður frumsýnd hér á landi ný útgáfa Skoda Fabia Combi. Má segja að það hafi löngu verið tímabært enda hefur bíllinn lítið sem ekk- ert breyst frá upphafi. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á bílnum. Til dæmis var hann lengd- ur um 7 cm og hækkaður um 4 cm. Þá hefur skottið verið lækkað til að auðvelda hleðslu auk þess sem smærri breytingar hafa verið gerðar í útliti og eig- inleikum. Fabia Combi er nú 4,24 metrar að lengd. Þó það sé ekki langt miðað við marga bíla er nýting rým- isins hreint ótrúleg. Mottó bílaframleiðandans virðist vera að „hin sanna stærð komi að innan.“ Rúmar skottið 480 lítra og ef aftursætin eru lögð niður myndast pláss sem rúmar 1.460 lítra. Þetta er aukning um 54 eða 235 lítra frá fyrri útgáfu og þess má geta að rýmið er meira en í mörgum combi út- gáfum bifreiða í millistærðarflokki en Fabia Combi fellur í flokk með smábílum. Það er því ekki skrítið að í markaðssetningu bílsins sé miðað við að hann muni keppa bæði við bíla í smábílaflokki og milli- stærðarflokki. Þrátt fyrir mikið farangursrými er bíllinn þó annað og meira en flutningsbíll. Farþegar og bíl- stjóri eru einnig í fyrirrúmi. Innviði bílsins er allt hið prúðasta. Ekkert óþarfa prjál þó aukahlutir sem staðalbúnaður séu eins og áður nokkuð áber- andi í Fabia. Þá hafa nokkrar nýjar og sniðugar lausnir bæst við, eins og ný og handhæg farangurs- yfirbreiðsla, hankar fyrir innkaupapoka í skotti og sérstök hólf í hurðum fyrir landakort. Vinsældir Skoda Fabia hafa að stórum hluta byggst á góðum gæðum og fjölda aukahluta en verð- ið er einnig sanngjarnt miðað við aðra bíla af svipuð- um gæðastaðli. Þó er Fabia Combi ekki að öllu leyti sambærilegur öðrum bílum. Combi-útgáfan verð- ur yfirleitt um 100 þúsund krónum dýrari en minni gerðin og því hægt að áætla að verðið sé frá um 1,8 milljón króna. Í flestum gerðum annarra combi-bíla er hægt að fella niður aftursætin með einum takka. Í Fabia þarf fyrst að setja upp sætin og leggja síðan bakið niður til að fá nokkuð sléttan flöt. Slík handa- vinna er lítil borgun miðað við það sem fæst á móti, smábíll með fjölskyldubílseiginleika sem rúmar börn, farangur og hunda. solveig@frettabladid.is Hin sanna stærð kemur að innan Skottið er aðalmálið í markaðssetningu smábílsins enda tekur skottið 1.460 lítra þegar aftursætin eru sett niður. Þá hefur bíllinn einnig verið hannaður þannig að auðvelt er að hlaða hann. Skoda Fabia Combi er 4,24 metrar að lengd og flokkast sem smábíll. Hann er hins vegar í hörku samkeppni við fjölskyldubíla í stærðarflokknum fyrir ofan. „Ég sá það fyrst á visir.is“ Hellisheiði ófær vegna illviðris og hálku. Visir.is er öflug frétta- og upplýsingaveita í stöðugri sókn, sem leggur metnað sinn í að flytja fréttir líðandi stundar fljótt og örugglega til notenda. Fréttir, dægurmál, umræða, blogg og VefTV – allt er þetta aðgengilegt á einum stað í einfaldri umgjörð og með skýrri framsetningu. Notendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir heimsækja vísi. ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.