Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 32
9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● nýir bílar
Ford Motor Company hóf í sumar samstarf við bandaríska orkufyr-
irtækið Southern California Edison um þróun tengiltvinnbíla, til að
skoða möguleika á að gera þá raunhæfari kost fyrir almenning en
nú þekkist.
Forsvarsmenn Ford telja markað fyrir þess konar bíla, með hlið-
sjón af hækkandi orkuverði. Með tengiltvinnbílum telja þeir jafn-
framt að auka megi nýtingu á bandaríska raforkukerfinu til muna.
Ford hefur þegar afhent Southern California Edison slíkan bíl til
notkunar en hann verður í prófunum næstu mánuði.
Bílnum er stungið í samband við hefðbundna heimilisinnstungu
til að hlaða rafhlöðu hans, sem tekur rétt um sex klukkustundir.
Að sögn Sue Cischke, aðstoðarframkvæmdastjóra Sustain ability,
Environment and Safety Engineering hjá Ford, er þróun tengil-
tvinnbíla þáttur í ráðagerð fyrirtækisins um sjálfbærni, sem felur
í sér aðgerðir til að þróa vetni sem orkugjafa við hlið hefðbundins
eldsneytis.
Cischke sagði jafnframt við það að tækifæri að áhugi á tengil-
tvinnbílum hefði aukist mikið í Bandaríkjunum undanfarna mán-
uði.
Afhending Ford á þessum fyrsta Ford Escape tengiltvinnbíl bæri
vitni um nýtt skref í þróun Ford Motor Company á þessari tækni.
Tækni sem væri enn fremur viðbót við núverandi orkumöguleika í
samgöngukerfinu í Bandaríkjunum.
Hinn nýi tengiltvinnbíll frá Ford Motor Company verður fyrst
eingöngu fáanlegur í Bandaríkjunum.
Nánari upplýsingar um bifreiðina má fá hjá Brimborg sem er
með umboð fyrir Ford á Íslandi. Sjá heimasíðuna www.brimborg.is
- rve
Tengiltvinnbíll frá Ford
Ford sendir frá sér tengiltvinnbíl, sem verður fyrst um sinn eingöngu fáanleg-
ur í Bandaríkjunum. Brimborg er með umboð fyrir Ford á Íslandi.
Nýr Subaru Forester verður kynntur á árinu, en með tilkomu
nýja bílsins hefur Subaru Forester fyrir alvöru blandað sér í sam-
keppni við jepplinga.
Subaru Forester hefur notið nokkurra vinsælda um árin, meðal
annars fyrir aksturseiginleika, gott aðgengi fyrir ökumann og far-
þega og góða veghæð, sem mörgum þykir taka öðru fram í sínum
flokki.
Með tilteknum breytingum á bílnum er verið að höfða til þeirra
sem rennt hafa hýru auga til jeppl inga, en hingað til þykir Subaru
Forester ekki hafa blandað sér að ráði í samkeppni við þess konar
bíla. Nú hefur orðið breyting þar á og verður nýja bifreiðin til að
mynda stærri og rúmbetri en eldri gerðir.
Nýjum Subaru Forester er að sögn talsmanna fyrirtækisins
ætlað að standa öðrum fremur í gæðum og frágangi og því hefur
mikil áhersla verði lögð á það við hönnun hans að allir þættir bíls-
ins endurspegli þessar kröfur. Er þá ekki einungis átt við lága bil-
anatíðni og góða endingu heldur einnig að öll umgengni við bílinn,
stjórntæki og takka sé með besta móti.
Nánari upplýsingar um Subaru Forester hjá Ingvari Helgasyni,
sjá www.ih.is. -rve
Blandar sér í slaginn
Nýr Subaru Forester er stærri og rúmbetri en eldri gerðir.
REYNSLUAKSTUR
Þeim sem standa frammi fyrir
vali á nýjum smábíl er vandi á
höndum. Framboðið er mikið
og þróunin hröð.
Smábílar eru í sókn af ýmsum
ástæðum. Þróun þeirra hefur
verið hröð og aksturseiginleikar
þessara bíla hafa aukist mikið og
einnig öryggi þeirra sem er ekki
síður mikilvægt. Fólk vill stöðugt
neyslugrennri bíla af umhverfis-
ástæðum og vegna hækkandi
bensínverðs. Smábíll er því ljóm-
andi valkostur fyrir þá sem hyggj-
ast nota bílinn að mestu innanbæj-
ar og leggja upp úr lipru og með-
færilegu ökutæki.
Nýr Mazda2 er endurhann-
aður frá grunni. Útlitið ger-
breytt og bíllinn er bæði léttari
og örlítið styttri en fyrirrennar-
inn sem er skemmtilega á skjön
við þá tilhneigingu bílaframleið-
enda að stækka alltaf bílana. Allt
yfirbragð Mazda2 er líka léttleik-
andi og sportlegt, bæði að utan og
innan.
Þau tæplega hundrað kíló sem
bíllinn missti milli kynslóða skila
sér vel í aksturseiginleikum.
Óhætt er að segja að 1,3 lítra vélin
í bílnum sem reynsluekið var hafi
nýst vel. Hún reyndist snörp og
svara ökumanni vel. Bíllinn er
líka vel þéttur þannig að veghljóð
og gnauð er í lágmarki.
Útblástur þessa bíls er 22 pró-
sentum minni en hjá fyrirrennar-
anum sem er í takti við vaxandi
kröfur neytenda um lágmarks-
mengun af völdum bíla.
Mazda2 er snaggaralegur og um
leið lipur bíll. Hann hefur alla þá
kosti sem smábíl má prýða; með-
færilegur með afbrigðum í borg-
arumferð, rúmbetri að innan en
ytra útlit gefur vísbendingu um og
tengi fyrir iPod er dæmi um þann
þægindabúnað sem er að finna í
bílnum.
Bíllinn fær góða einkunn hjá
Euro NCAP. Hann er með DSC-
stöðugleikakerfi og sex loftpúða,
svo dæmi séu tekin af öryggisbún-
aði.
Bílstjórasætið er vel stillanlegt
og hiti er í báðum framsætum.
Í þessum bíll er hitahnappurinn
staðsettur á hlið sætisins sjálfs,
hurðarmegin, sem kemur vel út
og dregur úr hnappafári í miðju
bílsins.
Innréttingin er að öðru leyti
skemmtileg. Útlitið hefur karakt-
er og allt yfirbragð bílsins vandað.
Mazda2 hefur enda hlotið heilmik-
ið lof erlendra bílablaðamanna og
var til dæmis valinn bíll ársins
2008 í Danmörku.
Miðað við allt hlýtur verðið á
Mazda2 að teljast nokkuð gott.
Þessi bíll ætti því að koma vel til
álita hjá þeim sem standa frammi
fyrir vali á smábíl.
Litavalið er ágætt og nú er kom-
inn tími til að gefa silfurgráu bíl-
unum smá frí og hressa upp á
götumyndina með litskúðugum og
fallegum bílum.
Mazda2 verður formlega frum-
sýndur hjá Brimborg um aðra
helgi. Bílinn má þó þegar sjá í sal
umboðsins.
steinunn@frettabladid.is
Snaggaralegur smábíll
Mazda2 er sportlegur útlits. Framrúðan er stór og mikið hallandi og hliðarlínan upp á við gefur bílnum sterkt svipmót og renni-
legt yfirbragð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hönnun bílsins að innan er skemmtileg.
Staðsetning gírstangarinnar er bæði
þægileg og kemur vel út útlitslega.
MAZDA2
Vél: 1,3 l, 86 hestöfl .
Skipting: Beinskiptur, 5 gíra.
Eyðsla bl. akstur: 5,4 l.
Útblástur: 129 g/km.
0-100 km/klst.: 12,9 sek. (?).
Þyngd: 1030.
Farangursrými: 250 l (787 séu
aftursæti felld).
PLÚS
Lipur og snarpur
Góð fj öðrun
Rúmgott farangursrými
MÍNUS
Útsýni um hliðarrúður að aftan
Skortur á geymsluhólfum
Verð: 1.690.000.
Umboð: Brimborg.
Farangursrýmið er
býsna rúmgott og
opnast vel.