Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 9. janúar 2008 19 UMRÆÐAN Dómsmál Tuttugasta desem-ber 2007 féll furðu- dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem laut að ærumeið- ingum. Ingveldur Ein- arsdóttir héraðsdóm- ari komst að þeirri merkilegu niðurstöðu að dæma orð sem aldrei féllu dauð og ómerk. Blaðamenn hafa fengið marga sérkennilega kveðj- una frá dómsölum á undanförnum mánuðum og árum, einkum á þeim forsendum að dómstólar hafa það alveg á hreinu hvað á erindi við almenning og hvað ekki, en líklega er hámarki vitleysunnar nú náð. Magnús Ragnarsson fyrrver- andi sjónvarpsstjóri Skjás eins höfðaði mál á hendur 365 en mála- tilbúnaður lögmanna hans, fyrst Sigríðar Rutar Júlíusdóttur og þá Finns Þórs Vilhjálmssonar, gekk út á að sýna fram á að til þess að gera ótengd fyrirbæri á borð við markaðssvið 365, DV og Frétta- blaðið hefðu með sér samantekin ráð til að rægja Magnús með öllum tiltækum ráðum. Viðamikið sams- æri. Því var fjórum ótengdum fréttum og pistlum dengt saman í eina körfu. Tvennt sem um Magn- ús hafði verið skrifað í DV og tvennt sem að honum sneri í Fréttablaðinu. Nú er rétt að nefna að tengsl milli Fréttablaðsins og DV hafa aldrei verið nein þó eign- arhald hafi að einhverju leyti verið á sömu hendi. Liður númer 3 og 4 eru raktir til skrifa minna í Fréttablaðið. Og þó það þyki ekki góð latína að málsaðili sem farið hefur halloka í dómsal tjái sig frekar – hann hljóti eðli málsins samkvæmt að vera sorrý, svekkt- ur og sár – þá fæ ég ekki orða bundist og hlýt að leitast við að koma ákveðnum sjónarmiðum á framfæri. Því þó þetta sé kannski umfram allt hlálegt þá er niður- staðan grafalvarleg. Og hreinlega hrollvekjandi á hvaða leið dóm- stólar eru þegar blaðamennska er annars vegar. Stór munur Þriðji liður ákæru Magnúsar snýst um smáfrétt þar sem greint er frá því að tiltekinn hópur manna á markaðsdeild 365 nefni Magnús sín á milli, í stráksskap, „Magga glæp“. Frá þessu var sagt til að varpa ljósi á mál sem þá hafði verið í deiglunni, kenningar sem uppi voru þess efnis að Stöð 2 og Skjár einn væru hugsanlega að sameinast. Og fylgdi með í kaup- unum að Magnús yrði sjónvarps- stjóri Stöðvar 2. Með því að greina frá þessu, í ef til vill full grallara- legri örfrétt, mátti leiða að líkum að ólíklegt væri að af því yrði. Nú getur verið fréttnæmt að tilteknar sögur eða ummæli séu uppi. Með því er þó á engan hátt verið að staðfesta slíkt. Það að segja að ein- hver hafi sagt eitthvað um ein- hvern er ekki það sama og að segja það eða staðfesta. Á því er stór munur. Svo dæmi sé nefnt: Engum hefði dottið í hug að telja frétta- manninn, sem sagði fyrstur frá því þegar Ólafur Ragnar Gríms- son þá þingmaður sagði Davíð Oddsson þá forsætisráðherra þjakaðan af skítlegu eðli, vera að halda því fram sjálfur. Né miðil- inn sem þetta kom fram í. Með öðrum orðum, hvorki blaðamaður Fréttablaðsins, né blaðið ef því er að skipta, hafa nokkru sinni kallað Magnús Ragnarsson „Magga glæp“. Meira að segja lá fyrir í dómsal Ingveldar að heimildir fyrir örfréttinni sem greindi frá umtalinu voru sannarlega til stað- ar. Auðvitað. En ummælin voru engu að síður eignuð Fréttablað- inu og það dæmt til að sitja uppi með dauð og ómerk ummæli blað- inu óviðkomandi. Ummæli sem aldrei féllu Fjórði liður ákærunnar er jafnvel enn fráleitari en sá fyrri. Snýst um fjölmiðlapistil sem ég skrifaði undir fyrirsögninni „Geðþekkur geðsjúklingur“ sem Magnús kaus að taka til sín. Pistillinn var fremur jákvæður og fjallaði um dagskrá Skjás eins. Ég greip til persónugervingar sem er elsta stílbragð í bókinni og má rekja allt til þess að Hómer fann upp epíkina í Ilí- onskviðu þegar hann skrifaði um hina rós- fingruðu morgung- yðju. Að mínu viti var þá að finna allt hið besta og jafnframt það versta sem finna má í sjónvarpi á dagskrá Skjás eins. Nefndi, að mig minnir, House og The Batchelor í því sambandi. Sagði þá eitthvað á þá leið að ef dagskráin væri einstaklingur væri sá, með fullri virðingu, líklega sjúkdómsgreindur geðklofa. En þetta væri geðþekkur geðsjúk- lingur því enginn er neyddur til að kaupa áskrift. Umbrotið gerir ráð fyrir myndskreytingu við hvern slíkan pistil og þarna var gripið til þess að hafa mynd af andliti Skjás eins – téðum Magnúsi sjónvarps- stjóra í staðinn fyrir lógó stöðvar- innar eða húsi. Rétt eins og ef blaðamaður skrifar um hugbúnað frá Microsoft mun hann líklega kjósa að birta með mynd af Bill Gates. Án þess að það hvarfli að nokkrum manni að greinin fjalli um persónuleika Gates. Í dómi sínum tekur Ingveldur sérstak- lega til þess hve myndin er stór. Nú er það einfaldlega þannig að eftir því sem pistillinn er knapp- ari í fyrirframgefið rýmið þeim mun stækkar myndin. Pistillinn kom persónu Magnúsar ekki hið minnsta við enda hann hvergi nefndur til sögunnar. Með öðrum orðum, hvorki ég, né blaðið ef því er að skipta, höfum nokkru sinni kallað Magnús „geðþekkan geð- sjúkling“. Það myndi einfaldlega aldrei hvarfla að mér. En ... ummæli sem aldrei féllu þóttu í dómsal Ingveldar móðgandi og meiðandi fyrir Magnús og dæmd dauð og ómerk. Mál þetta sýnir í raun að nú dugir hreinlega að menn sem til umfjöllunar eru móðgist svo dóm- arar dæmi fjölmiðla seka. Skiptir engu máli hvort rétt er með farið, það skiptir ekki máli þó merking sé slitin úr samhengi, menn eru dæmdir ekki samkvæmt merk- ingu orða heldur hvernig má hugs- anlega túlka þau, það skiptir ekki einu sinni máli þó móðgunin byggi á misskilningi – þeir hinir móðg uðu sem leggja mál sín í dóm munu njóta ítrasta skilnings dómara. Óútfylltur tékki. Þetta mál er ekki til að auka á virðingu fyrir dóm- stólum og ég bara trúi því ekki að almenningur vilji sjá fjölmiðla sem lúta forskrift frá dómstólum sem þessum. Höfundur er blaðamaður. JAKOB BJARNAR GRÉTARSSON Ég áfrýja Söng- leik- og dansnámskeið fyrir börn og unglinga! VORNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í FEBRÚAR Námskeiðin hefjast í febrúar. Kennt verður í Kópavogi og Grafarvogi í Snælands- og Foldaskóla eftir að venjulegum skólatíma líkur. Nú verður einnig kennt í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Skráningar á heimasíðunni www.tonvinnsluskoli.is eða í síma 534 9090 Sponsored Digidesign School Barna- og unglinganámskeið sem er undirbúningur að skemmtiþætti fyrir sjónvarp Þetta námskeið vakti mikla lukku hjá okkur á síðustu önn og verður afraksturinn í sjónvarpinu fljótlega á þessu ári. Nú hafa Tónvinnsluskóli Þorvaldar Bjarna og Dansskóli Birnu Björnsdóttur tekið höndum saman um framhald á þessu stórskemmtilega námskeiði. Nemendur fá að syngja, dansa og leika í mörgum mismunandi atriðum undir handleiðslu krafmikilla leiðbeinanda í 10 vikur. Þegar atriðin eru fullæfð er farið í myndver og gerður sjónvarps- þáttur upp úr afrakstrinum og allir fá að vera með. Birgitta Haukdal verður umsjónarmaður þáttarins. Birgitta Haukdal ATH: Nú er hægt að nota Frístundakortin til að greiða niður námskeið hjá Tónvinnsluskólanum* *Nánari upplýsingar á www.itr.is um möguleika Frístundakortsins 25.000 kr. niðurgreiðsla fyrir þá sem geta notað Frístundakort ÍTR*

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.