Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 40

Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 40
20 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Umferðarmál Þær gleðilegu fréttir hafa verið sagðar í fjölmiðlum að dregið hafi úr slysum á þjóð- vegunum og á árinu 2007 hafi banaslysum fækkað verulega. Þessar fregnir eru vissulega jákvæðar því ökutækjum hefur fjölgað mikið, umferðin hefur aukist hröðum skrefum og flutningar á vegum einnig. Það var mat ríkisstjórnarinn- ar á síðasta kjörtímabili að eðli- legt væri að tengja saman stjórn- sýslu umferðaröryggismála og vegamálin innan samgönguráðu- neytisins. Þegar samgönguráðuneytið tók við umferðaröryggismálum 1. janúar 2004 af ráðuneyti dóms- mála var ákveðið að breyta um taktinn í vinnu við umferðar- öryggisáætlun og tengja hana samgönguáætlun. Á vettvangi dómsmálaráðuneytis, Umferð- arráðs og Umferðarstofu hafði verið unnið mikið starf árum saman sem auðveldaði þá breyt- ingu sem gerð var og skapaði skilyrði til þess að taka umferð- armálin nýjum tökum á vett- vangi samgönguráðuneytisins. Var þessi breyting gerð í góðu samstarfi ráðuneytanna og við Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra vorum sammála um þessa breyttu skipan. Breytingar mótaðar á nýjum for- sendum Ég tók þá ákvörðun að láta móta breytingarnar á öllum sviðum sem tengdust umferðaröryggis- málum. Þar var um að ræða vinnu Umferðarstofu, Umferð- arráðs, Vegagerðar, Rannsókn- arnefndar umferðarslysa og ráðuneytisins sjálfs. Til þess að ná þeim markmiðum sem sett voru var ráðinn verkfræðingur til starfa í samgönguráðuneyt- inu sem hafði það verkefni að móta nýja umferðaröryggis- áætlun sem væri tengd sam- gönguáætlun eins og fyrr segir og hefði tekjur frá henni. Jafn- framt var lögfræðingum ráðu- neytisins falið að vinna að breyt- ingum á reglugerðum og undirbúa breytingar á löggjöf er snerti þennan mikilvæga mála- flokk í samstarfi við Umferðar- stofu, Vegagerð og lögregluna. Fræðilegar forsendur vinnu við nýja umferðaröryggisáætlun tengdust mati á kostnaði við slysin og kostnaði við þær aðgerðir sem nauðsynlegt var að grípa til svo komið væri í veg fyrir slys í umferðinni. Til þess að ná tilgreindum markmiðum var m.a. unnið að eftirfarandi aðgerðum er allar höfðu það markmið að draga úr slysum í umferðinni: 1. Rannsóknir umferðarslysa endurskipulagðar og efldar með nýrri löggjöf um Rannsóknarnefndina. Voru hafðar til hliðsjónar þær miklu breytingar sem gerðar voru á vettvangi flugöryggismála og rann- sóknum flugslysa og höfðu gefist vel. 2. Umferðarlögum og reglu- gerðum var breytt til að auka ábyrgð ökumanna. 3. Umferðaröryggisáætlun unnin og forgangsröðun gerð miðað við áætlaðan ábata hverrar aðgerðar. 4. Umferðaröryggisáætlun felld inn í samgönguáætlun og tekjur af umferðinni nýttar til framkvæmda og kostnaðar við aukið umferð- areftirlit. 5. Samningar um stóraukið umferðareftirlit gerðir milli Vegagerðar, Umferð- arstofu og Ríkislög- reglustjóra. Má segja að þeir samningar hafi markað tímamót og skapað lögreglu og Vegagerð nýja viðspyrnu til árang- ursríkra aðgerða. 6. Settar upp myndavél- ar við þjóðvegina til þess að auka eftirlit með hraðakstri og margvíslegur búnaður lögreglu kostaður af útgjaldaramma samgöngu- ráðuneytis. 7. Eftirlit Vegagerðar og lögreglu aukið með fólks- og vöruflutningum á þjóðveg- unum og settar strangar reglur um meðferð farms flutningavagna. 8. Lagarammi um eftirlit með hvíldartíma ökumanna tryggður í samræmi við evrópskar reglur sem höfðu ekki verið að virka vegna skorts á lagaheimildum. 9. Heimildir settar í lög til þess að auðvelda lögreglu eftirlit með ólöglegri fíkniefnanotk- un ökumanna. 10. Hertar reglur um gerð og búnað ökutækja. 11. Lögum og reglugerðum breytt og viðurlög aukin vegna ofsaaksturs á þjóð- vegum og vegna endurtek- inna brota á umferðarlögum. 12. Tekið upp samstarf við FÍB um skoðun á gerð og ástandi vega frá sjónarhorni öryggisþátta svo sem frágangi vegriða og umhverfi vega. 13. Auknir fjármunir veittir til vegagerðar, jarðgangagerð- ar, vetrarþjónustu, upplýs- inga um færð og ástand vega og almennrar þjónustu á vegakerfinu í þágu umferð- aröryggis. Aðgerðir skila árangri Allar þessar aðgerðir á vett- vangi lögreglu, Umferðarstofu, Vegagerðar og samgönguráðu- neytis eru að skila árangri. Það bendir allt til þess að breytt skipulag umferðaröryggismála og skipuleg vinnubrögð við eft- irlit sé að skila sér. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að ég taldi nauðsynlegt að minna á það hversu umferðaröryggismálin eru mikilvæg og einnig vil ég minna á að ekki voru þessar aðgerðir allar sem nú eru að skila árangri taldar nauðsynleg- ar eða skynsamlegar þegar til þeirra var stofnað. Varð undir- ritaður að verjast harkalega bæði á Alþingi og í fjölmiðlum til þess að ná fram þessum nauð- synlegu breytingum. Það er ástæða til þess að þakka öllum sem koma að umferðaröryggis- málum fyrir árangurinn. Það hefur tekist að hægja á umferð- inni og ökumenn sýna aukna ábyrgð í umferðinni. Með skipu- legu starfi og samstilltum aðgerðum hefur tekist að fækka slysum sem engu að síður eru of mörg. Auknu öryggi í umferð- inni ber að fagna og við eigum að sameinast um allar þær aðgerðir sem geta leitt til færri slysa. Til þess að frekari árang- ur náist þarf þjóðarátak. Þess er vert að geta að Suðurnesja- menn með Steinþór Jónsson, athafnamann og bæjarfulltrúa, í broddi fylkingar hafa sýnt mikið og þakkarvert frumkvæði í umferðaröryggismálum. Ég hvet áhugafólk um aukið umferðaröryggi í öllum lands- hlutum til að kynna sér starf þeirra undir merkjum „Sam- stöðu“. Höfundur er forseti Alþingis. STURLA BÖÐVARSSON Aukið öryggi í umferðinni þjóðarnauðsyn Vegið að íslensku lýðræði UMRÆÐAN Forsetakosningar Stöð2 segist hafa átt viðtal við mig um komandi forsetakosningar. Ég hef ekki rætt um forsetakosningar við fréttamenn undanfarið ár og vísa slíkum uppspuna til föðurhúsanna! Ég vil ítreka fyrri athugasemdir um lágkúrulega aðför að íslensku lýðræði sem aftur er hafin hjá stuðningsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar með svipuð- um hætti og 2004. Hræðsluáróður um stórýktan kostnað við forsetakosningar er aftur í fréttum. Reynt er að hræða gegn mótframboð- um. 2004 skoruðu stuðningsmenn Ólafs á mig í fjöl- miðlum að hætta við framboð, annars yrði, vegna kostnaðar sveitarfélagsins, að hætta við ferðalag grunnskólabarna á Ísafirði, fæðingar- bæ Ólafs Ragnars. Nú er fyrrum oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavíkur Norður dreginn fram á skjáinn til að hræða þjóðina með að slíkt mótframboð væri misnotkun á lýðræðinu. Áður en ég ræði komandi forsetakosningar óska ég eftir svörum Þórunnar Guðmundsdóttur oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík við eftirfar- andi spurningum: 1. Er það lýðræði að einstaklingur setjist í forsetastól með stuðningi minnihluta þjóðar og sitji þar í áskrift án kosninga til eilífðarnóns? Í flestum lýðræðisríkjum er tekið fyrir svona misnotkun á lýðræðinu. 2. Er yfirhöfuð þörf á forsetakosningum á Íslandi? Mætti nota rafrænar kosningar til að draga úr kostnaði eða eftirlátum við tækniþróun- ina og lýðræðið háværum skellinöðrum bloggs og ljósvakamiðla? 3. Er eðlilegt í lýðræðisríki að starfsmenn yfirkjörstjórnar sem hafa með höndum opinbert eftirlit og framkvæmd kosninga beri á torg persónulegar skoðanir sínar á einstökum framboðum? Samræmist slíkt lögum og reglum um óhlutdrægar kosningar? 4. Var eðlilegt af dómsmálaráðuneytinu að hafna beiðni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um að fylgjast með forseta- kosningum á Íslandi eftir að fram voru komnar alvarlegar kvartanir um aðdraganda kosninganna árið 2004? 5. Var eðlilegt af dómsmálaráðu- neytinu að halda framboði Ástþórs Magnússonar í fjársvelti fleiri mánuði með því að neita afgreiðslu happdrættisleyfis fyrr en nokkrum dögum fyrir kosningar, en slík synjun eða tafir á afgreiðslu fjáröflunarleyf- is til stjórnmálasamtaka eða forseta- framboða var einsdæmi í sögu ráðuneytisins og gerði fjáröflunar- verkefnið að engu. 6. Var það eðlilegt 2004 að RÚV, fjölmiðill í opinberri eigu, lokaði fyrir málefnalega umræðu þar til kvöldið fyrir kjördag? 7. Var eðlilegt 2004 af yfirstjórn RÚV að ritskoða viðtal við heimsfrægan fræðimann Dr. Dietrich Fischer og klippa burt allar tilvitnanir þessa merka fræðimanns um að Ástþór sem forseti Íslands gæti valdið straumhvörfum í friðarmálum heims. Prófessorinn var svo hneykslaður er hann frétti þetta að hann skrifaði RÚV og líkti við það sem gerðist í Júgóslavíu undir einræðisherranum Slobodan Milosevic. Eru slík vinnubrögð eðlileg í íslensku lýðræði? 8. Var það eðlilegt 2004 að Baugsmiðlarnir Stöð2 og fleiri neituðu algerlega að ræða við einn virtasta sérfræðing heims í friðarmálum, Dr. Johan Galtung, höfund handbóka Sameinuðu þjóðanna um friðarsamninga, er hann kom sérstaklega til Íslands að kynna hugmyndir um hlutverk smáríkja í friðarumleitunum og hvernig forseti Íslands gæti orðið leiðandi afl á þessum vettvangi? 9. Var það eðlilegt 2004 að umboðsmaður framboðs sitjandi forseta væri jafnframt framkvæmdastjóri stærstu fjölmiðla landsins og þeir væru notaðir til að birta ítrekaðar ærumeið- ingar, svívirðingar og ósannindi um mótfram- bjóðanda en á sama tíma lokað að mestu fyrir birtingu málefnalegs efnis um baráttumál framboðsins? Höfundur er formaður samtakanna Friður 2000. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar 2008 og 2009 FERÐAÞJÓNUSTA Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu á viðkomandi svæðum. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, einstaklingar og fyrirtæki og er hámarksstyrkur til hvers verkefnis 8 milljónir kr. Verkefnin verði unnin á árunum 2008-2009 og verður styrkurinn greiddur í tvennu lagi, helmingur hvort ár. Seinni greiðslan er háð árangursmælingu í samræmi við ákvæði í umsókn, en hver umsækjandi gerir tillögu að árangursmælikvarða fyrir viðkomandi verkefni. Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna á sköpun nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til. Ekki er um að ræða styrki til menntunar eða rannsókna. Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem hægt er að nálgast á vefsíðum Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is) og Ferðamálastofu (www. ferdamalastofa.is) Umsóknum skal skila til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða Ferðamálastofu, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík fyrir 5. febrúar 2008. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.