Fréttablaðið - 09.01.2008, Side 42

Fréttablaðið - 09.01.2008, Side 42
22 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR IMELDA STAUNTON LEIKKONA ER 52 ÁRA. „Þú getur bara gert þitt besta. Það er það eina sem þú getur gert og ef það er ekki nógu gott, þá er það bara ekki nógu gott.“ Breska leikkonan Imelda Staunton er í miklu uppáhaldi hjá leikstjóranum Mike Leigh og hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir frammistöðu sína. MERKISATBURÐIR 1788 Connecticut varð fimmta ríki Bandaríkjanna. 1793 Jean-Pierre Blanchard fyrstur til að fljúga yfir Bandaríkin í loftbelg. 1799 Básendaflóðið á Íslandi. Talið vera einhver dýpsta lægð sem gengið hefur yfir landið á sögulegum tíma. 1935 Lög um aldurshámark op- inberra starfsmanna og embættismanna sett. 1982 Hús Íslensku óperunnar vígt, óperan Sígauna bar- óninn frumsýnd. 1986 Hafliði Hallgrímsson hlýt- ur tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt Poemi. Kristinn Óskarsson körfuknattleiks- dómari hefur sinnt dómgæslu í rúm- lega tuttugu ár og fyrir skömmu dæmdi hann þúsundasta leikinn fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. „Ég hef dæmt um 1.400 leiki á ferl- inum og hélt upp á þúsundasta leikinn, þegar á heildina er litið, fyrir um fjór- um til fimm árum. Þá pantaði ég pítsu með konunni og var svolítið grand á því,“ segir Kristinn brosandi, en í síð- ustu viku var hann heiðraður fyrir að dæma þúsundasta leikinn fyrir KKÍ. „Leikurinn var í sjálfu sér eins og hver annar leikur og þrátt fyrir að ég hafi þegar dæmt þúsund leiki í heild- ina var þetta góð tilfinning og gaman að þessum heiðri. Þetta er löng leið sem hefur tekið mig rúmlega tvo ára- tugi að fara og ég hef lagt mikið á mig og tekið margar beygjur á lífsleiðinni til að geta staðið í þessu,“ segir Krist- inn, sem er borinn og barnfæddur Keflvíkingur og alinn upp við mikla íþróttaiðkun. Þó var það hálfgerð til- viljun að hann hóf að sinna dómgæslu. „Ég var alltaf mikið í íþróttum, fyrst í fótbolta, handbolta og náttúrulega í körfu. Síðan gerist það að dómarar voru þrekprófaðir í fyrsta sinn árið 1988. Þá hættu margir af gömlu dóm- urunum sem voru ekki í formi og nán- ast allir sem vildu fengu möguleika á því að flauta. Ég fékk því óvænt tæki- færi og var farinn að dæma í efstu deild kvenna átján ára og í efstu deild karla nítján ára,“ minnist Kristinn sem segir þetta mjög sérstakt, því dómarar sem byrja í dag 24-25 ára teljist ungir. Til þess að vera góður dómari þarf brennandi áhuga á íþrótt- inni og auk þess nefnir Kristinn ýmsa kosti sem margir íþróttadómarar eiga sameiginlega. „Ég get nefnt stað- festu, ákveðni og sanngirni sem mikil- væga sameiginlega þætti meðal dóm- ara sem skara fram úr. Síðan finnst mér körfuboltadómarar sem ég þekki eiga það sameiginlegt að vera með mjög góðan húmor, en því miður fæst ekki alltaf tækifæri til að sýna það í þessu starfi,“ segir Kristinn hlæjandi og bætir við: „Það sem hefur hald- ið mér mest við efnið er félagsskap- ur starfsfélaganna. Við höldum mikið hópinn og aðrir körfuboltadómar- ar eru mínir bestu vinir. Þeir eru um allan heim og ég get alltaf hringt í ein- hvern þeirra þegar ég er á ferðalög- um,“ segir Kristinn, sem lýsir áhugan- um á starfinu sem brennandi ástríðu. „Ég hef svo gríðarlegan áhuga á þess- ari íþrótt að ég get eiginlega ekki alveg útskýrt það. Þegar maður er dómari tekur maður það mjög alvar- lega og í mínu samfélagi er ég fyrst og fremst körfuboltadómari og ég held að margir skilji ekki hvað maður leggur mikið á sig fyrir þetta,“ útskýr- ir Kristinn, sem fær mikinn stuðning heima fyrir. „Ég á náttúrulega stór- kostlega konu sem hefur sýnt mér bæði mikinn skilning og stuðning því tilfinningasveiflurnar í þessu starfi eru rosalegar. Ég er mjög heppinn því ég hef notið mikillar velgengni og það er gaman að gleðjast yfir því, en eðli starfsins er samt þannig að stundum lendir maður í miklu mótlæti og er að berjast við erfiðar og þungar tilfinn- ingar og þá er mjög mikilvægt að eiga góða að sem klappa manni og strjúka,“ segir Kristinn, sem er íþróttakennari að aðalstarfi. „Enginn körfuboltadómari á Íslandi sinnir því starfi eingöngu og þó við fáum greitt er þetta að mínu mati áhugamennska. Hins vegar mennt- aði ég mig sem íþróttakennara, meðal annars til að geta skilið íþróttamenn betur, og verið betri dómari,“ segir Kristinn, sem hefur einnig dæmt fjöl- marga leiki erlendis, ýmist í Evrópu- keppni félagsliða og landsliða sem alþjóðlegur FIBA-dómari og á Spáni þar sem hann var einn vetur við dóm- gæslu. „Ég hef dæmt erlendis í ellefu ár og þrátt fyrir að leikirnir séu alltaf skemmtilegir er þetta hætt að vera spennandi og er bara hörkuvinna. Margir sem dæma finnst störfin er- lendis vera ákveðin gulrót en það er öfugt hjá mér. Samskiptin sem ég á við fólkið hérna heima eru svo skemmti- leg að ég vil helst geta gefið erlendu gæsluna upp á bátinn og verið bara sem mest hérna heima,“ segir Krist- inn. rh@frettabladid.is KRISTINN ÓSKARSSON KÖRFUKNATTLEIKSDÓMARI: ÞÚSUNDASTI LEIKUR FYRIR KKÍ Brennandi áhugi nauðsynlegur BRENNANDI ÁSTRÍÐA Kristinn Óskarsson hefur sinnt dómgæslu í körfuknattleik í tuttugu ár, bæði hérlendis og um alla Evrópu. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS JÓNSSON Jóhanna af Örk sem útleggst á frönsku: Jeanne d’Arc og hefur einnig verið kölluð mærin frá Orléans. Jóhanna var frönsk sveitastúlka sem skyndilega hélt því fram að hún hefði fengið sýnir frá guði sem skip- uðu henni að vinna Frakkland undan enskum yfirráðum seint í Hundrað ára stríðinu. Henni tókst að sannfæra hinn ókrýnda Karl 7 um sannfæringu sína og því varð úr að hann sendi hana til borgarinnar Orléans þar sem hún aflétti umsátri englendinga á aðeins níu dögum. Þetta var aðeins upphaf- ið af sigurgöngu Jóhönnu sem var aðeins sautj- án ára þegar hún hóf þessa sigurgöngu. Fleiri sigrar á her Englendinga fylgdu í kjölfarið og að lokum leiddu þeir til þess að Karl 7 var krýnd- ur í Reims og Frakkar fengu endurnýjað sjálfstraust. Hún var tekin höndum af Englend- ingum nærri Compiègne og var dæmd fyrir villutrú af dómi undir enska landstjóranum Jó- hanni hertoga af Bedford sem lét brenna hana í Rúðuborg að- eins nítján ára. Tuttugu og fjór- um árum síðar veitti Kallixtus 3. páfi henni uppreisn æru og hún var tekin í dýrlinga tölu af Bene- dikt 15. þann 16. maí 1920. Hún vék aldrei frá trúarsannfær- ingu sinni sem hún hélt fast í fram til hinnar síð- ustu stundu. ÞETTA GERÐIST: 9.JANÚAR 1431 Réttarhöld yfir Jóhönnu af Örk timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Elfa Vilborg Björnsdóttir verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Björn Birgir Ingimundarsson Bjarnheiður Margrét Ingimundardóttir Björgvin Sigurðsson Þorgils Björn Björgvinsson og Margrét Björgvinsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, og mágur, Gísli Þór Agnarsson Skarðshlíð 23a, 603 Akureyri, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 2. janúar. Jarðarförin fer fram í Möðruvallaklausturskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.30. Starfsfólki Heimahlynningar er sérstaklega þökkuð hjúkrun og stuðningur í veikindum hans. Hrefna Þorbergsdóttir Eyrún Huld Gísladóttir og Bergvin Þór Gíslason Aðalsteinn Rúnar Agnarsson Ragnheiður Brynjólfsdóttir Þórir Páll Agnarsson J. Nicoleta Lacramiora Jórunn Kolbrún Agnarsdóttir Sigurgeir Pálsson Þórey Agnarsdóttir Árni Björnsson Ingi Stein Agnarsson Gissur Agnar Agnarsson Sigrún Sigfúsdóttir Elskuleg móðir mín, systir okkar og mág- kona, Guðríður Bjarney Ágústsdóttir frá Stíghúsi, Stokkseyri, lést laugardaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.00 Valborg Sonya Guðríðard. Hassan Guðbrandur Stígur Ágústsson Brynhildur Arthúrsdóttir Sigríður Inga Ágústsdóttir Dagrún Mjöll Ágústsdóttir Aron Hauksson Hólmfríður Hlíf Steinþórsdóttir Einar Páll Bjarnason Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir Logi Hjartarson Kristín Steinþórsdóttir Jason Steinþórsson Hrönn Sturlaugsdóttir Bróðir okkar, Sigurgeir Pétursson frá Gautlöndum, lést 4. janúar á líknardeildinni á Landakoti. Jarðað verður í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Pétursdóttir Ásta Pétursdóttir Rótarýklúbbur Borgarness hefur tekið upp þann sið að styrkja félagasamtök á jóla- fundum sínum. Að þessu sinni var það FSMA sem fékk peningagjöf. FSMA er félag aðstandenda og einstaklinga sem haldnir eru SMA sjúkdómnum á Ís- landi. Inga Björk Bjarnadóttir tók við styrknum fyrir skömmu fyrir hönd félagsins. www.skessuhorn.is Rótarý styrkir aðstandendur BORGARNES Rótarýklúbbur Borgarness styrkti FSMA, félag aðstand- enda og þeirra sem haldnir eru SMA-sjúkdómnum á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.