Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 43
MIÐVIKUDAGUR 9. janúar 2008 23 Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Jón Gíslason Hraunbæ 42, Reykjavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 1. janúar. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi, föstudaginn 11. janúar, kl. 13.00. Ingunn Jónsdóttir Eggert Bergsson Bergdís I. Eggertsdóttir Grettir Sigurðarson Pálína S. Eggertsdóttir Nikulás K. Jónsson Sonja Eggertsdóttir Hlynur Eggertsson systkinabörn og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæri, Helgi S. Jóhannsson skipstjóri, sem lést 25. desember af slysförum, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.00. Kristín S. Þórhallsdóttir Soffía Helgadóttir Reynir Kristjánsson Þórhallur Helgason Pálína Hildur Ísaksdóttir Elva Rut Helgadóttir Sunna Björg Helgadóttir Geir Birgisson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Ásmundsson Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður að Bústaðavegi 83, lést á heimili sínu, Sóltúni, föstudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Ásmundur Magnússon Auður Magnúsdóttir Halldór Kristiansen Stefanía Júlíusdóttir Sigurður Jónsson Magnús Ásmundsson Hrefna Ásmundsdóttir Einar Halldórsson Davíð Einarsson Gabríel Aron og Mikael Máni Sigurðarsynir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Friðþjófur Hraundal fv. rafmagnseftirlitsmaður, Gljúfraseli 13, áður Kársnesbraut 78, Kópavogi, sem lést 1. janúar sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 11.00. Guðmundur Antonsson Sigríður Kristjánsdóttir Ómar Friðþjófsson Sigurbjörg Þórmundsdóttir Friðþjófur Friðþjófsson Hrafnhildur I. Halldórsdóttir Berglind Friðþjófsdóttir Stefán Högnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, ömmu og lang- ömmu okkar, Ingibjargar Svövu Guðjónsdóttur Skálagerði 9. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný G. Kristjánsdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við veikindi, and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Lárusar Gunnólfssonar skipstjóra, Tröllateigi 20, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu LSH fyrir einstaka nærgætni og fagmennsku í sínu starfi. Guðríður Bjarnadóttir Gunnólfur Lárusson Unnur Lilja Elíasdóttir Örnólfur Lárusson Linda S. Aðalbjörnsdóttir Bjarnólfur Lárusson Þóra Björg Clausen afabörn og langafabarn. Ástkæra mamma, tengdamamma, amma og langamma, Jóhanna Eiríksdóttir Sólvallagötu 72, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sjómannadagsins, Hrafnistu í Reykjavík. Jón Boði Björnsson Hrefna Ragnarsdóttir Sigurður Gíslason Sif Ólafsdóttir börn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Guðmundur Gíslason frá Seyðisfirði, Fífuhjalla 11, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Hjallakirkju fimmtudag- inn 10. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Alzheimerfélagið njóta þess. Jónhildur Friðriksdóttir Guðrún Valdís Guðmundsdóttir Valdimar Örn Karlsson Friðrik Guðmundsson Guðný Árnadóttir Valur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Eyjólfur Jónsson Rauðagerði 22, Reykjavík, lést á heimili sínu í Adelaide í Ástralíu þann 29. nóv- ember sl. Minningarathöfn verður í Bústaðakirkju föstudaginn 11. janúar nk. kl. 13.00. Blóm vinsamleg- ast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans er bent á Líknar- og hjálparsjóð Landssambands lögreglumanna. Mary Pilgrim Berglind Eyjólfsdóttir Kolbeinn R. Kristjánsson Katrín Dagmar Jónsdóttir Eyjólfur Jónsson AFMÆLI Joey Lauren Adams leikkona 40 ára. Joely Ri- chardson leikkona er 43 ára. Baltasar Samper listmálari 70 ára. Sean Lennon tónlistar- maður 33 ára. Nýtt björgunarskip var vígt í Grindavík síðastliðinn sunnudag og var það séra Elínborg Gísla- dóttir sem vígði nýja skipið sem fékk nafnið Oddur V. Gíslason. Þetta er því fjórða skipið sem ber nafn sr. Odds V. Gíslasonar. Nýja skipið er af sömu gerð og það gamla en þó nokkuð öðruvísi, tíu árum yngra og smíðað úr stáli. Ákveðið var að velja þennan bát vegna þess að hann gegndi áður hlutverki æfingabáts hjá konung- legu bresku sjóbjörgunarsamtök- unum RNLI og var því einstak- lega vel við haldið. Nýi Oddur er útbúinn með nýj- ustu og fullkomnustu siglinga- tækjum og sjúkrabúnaði sem völ er á og er hann í raun eins og fljótandi sjúkrabíll að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélagið Landsbjörg. Báturinn er meðal annars útbúinn súrefnisþjöppu sem gerir súrefn- iskúta óþarfa við súrefnisgjafir í sjúkraflutningum, en súrefnis- þjappan var gjöf frá K-MATT ehf. í Reykjanesbæ. Einnig er í bátn- um Flir-hitamyndavél sem gerir leit og siglingu mun auðveldari við erfiðar aðstæður. Fjöldi fólks var viðstatt vígsl- una og fagnaði þessum tímamót- um hjá björgunarsveitinni Þor- birni sem fram fór á flotbryggj- unni þar sem Oddur V. Gíslason liggur vanalega. Björgunarsveit- in Þorbjörn í Grindavík fagnaði einnig á dögunum öðrum merk- um áfanga þegar sveitin fagnaði sextíu ára afmæli en frá upphafi hefur sveitin bjargað 232 mönn- um úr sjávarháska. Sjá nánari upplýsingar. www.grindavik.is Nýtt björgunarskip vígt í Grindavík VÍGSLA VIÐ FLOTBRYGGJUNA Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er það fjórða sem ber þetta nafn. Báturinn er í raun fljótandi sjúkra- bíll og er meðal annars útbúinn súrefnisþjöppu Sjóvá og FÍB hafa gert með sér samkomulag um að FÍB- Aðstoð veiti þeim viðskipta- vinum Sjóvár sem eru í Stofni, aðstoð ef bifreið- ar þeirra bila eða hefta för þeirra á einhvern hátt. Í til- efni 90 ára afmælis Sjóvár í ár verður þjónustan ókeypis út árið 2008. Með þessu sam- komulagi bætast enn fleiri viðskiptavinir við þjónustu FÍB-Aðstoðar og stefnt er að því að stækka þjónustu- svæðið enn frekar að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Reykja- nesbær mun bætast við í upphafi árs en þjónustan er nú þegar í boði á öllu höfuð- borgarsvæðinu, Akureyri og Selfossi. Samkvæmt athugunum Sjóvár hafa viðskiptavin- ir félagsins mikinn áhuga á því að félagið bjóði þeim að- stoð ef bifreiðar þeirra bila í umferðinni. Með þessari nýju þjónustu fetar Sjóvá í svipaða átt og erlend trygg- ingafélög sem hafa í aukn- um mæli boðið þessa þjón- ustu fyrir sína viðskipta- vini. Eftirfarandi aðstoð fæst: Rafmagn, ef bíllinn er straumlaus; bensín, ef bíll- inn er bensínlaus, þá fæst aðstoð og brúsi með fimm lítrum af bensíni eða olíu til að komast á næstu bens- ínstöð; dekk, ef springur og dekkjaskipti eru vanda- mál, til dæmis ef vantar tjakk eða felgulykil kemur Aðstoðin til hjálpar við að skipta; verkstæði og ef eitt- hvað er að sem ekki er hægt að kippa í lag á staðnum, er hringt á dráttarbíl eða verk- stæði að ósk viðskiptavinar. FÍB stækkar þjónustusvæði AÐSTOÐ Í NEYÐ Sjóvá býður nú viðskiptavinum upp á vegþjón- ustu í samstarfi við FÍB og er hún ókeypis út árið 2008 vegna 90 ára afmæli Sjóvár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.