Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 1

Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 13. janúar 2008 — 12. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Hægviðri og harðnandi frost. Snjókoma eða él á austanverðu landinu en fremur bjart vestan til. VEÐUR 4     Hollusta Fallegar myndir, uppskriftir og ráð um heilsurétti af ýmsum toga eru meðal efnis í sérblaði um mat. FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Matur Mótmæla niðurrifi Flytjendur á borð við múm, Benna Hemm Hemm og Bogomil Font spila á tónleik- um gegn niðurrifi gamalla húsa í miðbænum FÓLK 28 FÓLK Teitur Jónasson, ljósmyndari á danska dagblaðinu Nyheds- avisen, er í hópi sautján ljósmynd- ara sem tilnefndir eru til dönsku blaðaljósmyndaraverðlaunanna. Alls sendu um 140 ljósmyndar- ar inn bestu myndir sínar frá síðasta ári. Verðlaunin verða afhent 7. mars næstkomandi. „Ég verð að viðurkenna að ég veit minnst um þetta sjálfur. Ég sendi bara inn myndir af því að allir hinir gerðu það,“ segir Teitur sem sendi 25 myndir inn í keppnina. Margar þeirra eru frá götuóeirðum sem geisuðu í Kaupmannahöfn á síðasta ári, meðal annars vegna niðurrifs Ungdómshússins. Auk þess sendi Teitur inn myndir frá heimsmeist- aramótinu í klettadýfingum sem haldið var í Mexíkó. - hdm/ sjá síðu 38 Teitur Jónasson: Tilnefndur til danskra ljós- myndaverðlauna Erfitt að venjast athyglinni JÖRUNDUR RAGNARSSON Á LANGAN LISTA YFIR AFREKIN Í LEIKLISTINNI ÞÓTT AÐEINS SÉ RÚMT ÁR SÍÐAN HANN ÚTSKRIFAÐIST. 12 Matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ] Janúar 2008 HEILSA MEÐ HRISTINGI TE ER EKKI ÞAÐ SAMA OG TE ENGIFER, BRAGÐMIKIL HEILSUBÓT HINDBERJASKYRTERTA FYRIR TÍU MANNS Fiskur – alvöru skyndibiti Nanna Rögnvaldardóttir skrifar Freistandisælkerasamlokur Að hætti Marentzu Poulsen Huggun hungri gegn Biti milli mála er besta mál HOLLIR & GÓÐIR Spelt-lasagne með kókosmjólk, grænmetisbaka og Chili-kjúklingur. Aðalréttir Minnið oft eina heimildin Miðstöð munnlegrar sögu fékk styrk frá Menningarsjóði Hlað- varpans. TÍMAMÓT 10 TEITUR JÓNASSON HEILBRIGÐISMÁL Aðhald í áfengis- neyslu Íslendinga, svo sem hátt verð og takmarkað aðgengi, hefur skilað þeim árangri að heildar- neysla áfengra drykkja hér á landi er sú lægsta sem þekkist meðal vestrænna þjóða, jafnvel þótt veruleg aukning hafi orðið á sein- ustu árum. Þetta segir Bjarni Þjóð- leifsson, meltingarlæknir Land- spítalans. Í grein í síðasta hefti Læknablaðsins bendir Bjarni á hve ávinningur af lítilli drykkju þjóðarinnar sé mikill. Hér séu heil- brigðisvandamál tengd mikilli áfengisdrykkju fátíðari en annars staðar á Vesturlöndum. Sem dæmi er tíðni skorpulifrar þrisvar til sex sinnum minni á Íslandi en í nágrannalöndum þar sem áfengis- neyslan er meiri. „Mér finnst tilslökun á áfengis- sölu stofna þessum ágæta árangri í voða,“ segir Bjarni, um frumvarp sem gerir ráð fyrir að afnema einokunarsölu ríkisins á áfengi og Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur lýst stuðn- ingi sínum við. Það vekur athygli að þótt drykkja hafi aukist um 110 pró- sent hér á landi frá árinu 1980 til 2005, eða úr þremur lítrum í 6,4, hefur tíðni skorpulifrar lækkað um fjórðung. Meginskýringuna á því telur Bjarni vera öfluga grein- ingu og meðferð á áfengissýki sem veitt er hjá SÁÁ, Geðdeild Land- spítalans og AA-samtökunum. Og þrátt fyrir þessa auknu heildar- neyslu áfengra drykkja er neysla Íslendinga samt sú lægsta í Evr- ópu. Enn fremur breyttust drykkju- siðir Íslendinga þegar bjórbann- inu var aflétt árið 1989 þannig að hlutdeild sterkra drykkja í heild- arneyslu dróst mjög saman, eða úr 77 prósentum í um 20 prósent. Minna áfengir drykkir eins og bjór og léttvín eru ekki eins skaðlegir lifrinni og þeir sterku. Bjarni segir jafnframt að áfeng- istengdum vandamálum hafi ekki fjölgað, þrátt fyrir að neyslan hafi aukist verulega eftir að bjórinn var leyfður og vísar í athuganir Hildigunnar Ólafsdóttur afbrota- fræðings. Könnun hennar sýndi að tíðni áfengistengdra vandamála svo sem ofbeldisbrota, ölvunaraksturs og slysa dróst saman á árunum 1990 til 2003 þótt áfengisdrykkjan hefði aukist um nær helming á þessum tíma frá því sem áður var. Það er því sýnt að áfengisstefna Íslendinga hefur verið árangurs- rík að mati Bjarna. - kdk Íslendingar drekka minnst Evrópuþjóða Ávinningur af aðhaldi í áfengisneyslu hér á landi er afar mikill ef marka má rannsóknir. Kannanir benda til þess að hér séu heilbrigðis- og félagsleg vanda- mál tengd áfengisneyslu mun fátíðari en annars staðar á Vesturlöndum. LONDON, AP Bretinn John Lowe, sem er 88 ára og á ellefu barna- börn, heyr frumraun sína í dag í ballettsýningunni „The Stone Flower“ eftir Rússann Sergei Prokofiev í bænum Ely á Eng- landi. Lowe byrjaði að læra dans fyrir níu árum, þegar hann var 79 ára, eftir að dóttir hans gerðist atvinnudansari. „Það er ekkert kvenlegt við þetta. Maður verður að vera í ótrúlega góðu formi til að geta dansað,“ sagði Lowe, sem æfir daglega. „Þetta er yndisleg tilfinning. Mig langaði alltaf til að læra að dansa og það er aldrei of seint að byrja.“ - fb Breti með öðruvísi áhugamál: 88 ára afi í ballettsýningu Vill fulla Laugardalshöll Alfreð Gíslason von- ast eftir góðum stuðningi áhorf- enda í dag. ÍÞRÓTTIR 30 SKIPULAGSMÁL „Nefndin ætlar að hittast strax eftir helgi og mér þykir líklegt að í kjölfarið verði farið fram á skyndifriðun húsanna,“ segir Nikulás Úlfar Másson, formaður Húsafriðunarnefndar. Húsafriðunarnefnd hefur farið fram á að húsin við Laugaveg 4 og 6 verði friðuð en Kaupangur, eigandi lóðarinnar, hefur frest til 24. janúar til að senda nefndinni athugasemdir. Á meðan er unnið í húsunum og í gær voru þar verkamenn frá Minjavernd að störfum við að rífa viðbyggingar. Samkvæmt samningi sem Reykjavíkurborg gerði við Kaupang hefur borgin tveggja vikna frest til að fjarlægja húsin af lóðinni. Húsin ættu því að víkja áður en ráðherra berst erindi um friðun. „Þeir hafa vissulega heimild til að rífa þessar viðbyggingar enda verða þær eflaust rifnar hvort sem ákveðið verður að friða húsin eður ei. Okkur þykir hins vegar undarlegt að ekki sé beðið eftir því að beiðnin berist ráðherra,“ segir Nikulás. Hann segir það þó ekki skaða húsin þótt viðbyggingarnar verði fjarlægðar. Fyrr í mánuðinum ákvað húsafriðunarnefnd að beita ekki skyndifriðun. Nikulás segir að forsendur séu breyttar nú þar sem farið hafi verið fram á friðun. - þo Unnið er við niðurrif á Laugavegi meðan beðið er eftir ákvörðun um friðun: Skyndifriðun líklega beitt VIÐBYGGINGARNAR RIFNAR Vegfarendur ráku upp stór augu í gær því svo virtist sem byrjað væri að rífa húsin við Laugaveg 4 og 6. Þarna voru á ferðinni starfsmenn Minjaverndar sem unnu að því að fjarlægja viðbyggingar frá húsunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.