Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 4

Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 4
4 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Umsjónarmaður dagvistunar hjá Hveragerðisbæ fær ekki umbeðið þriggja mánaða leyfi á launum til að nema fótaaðgerðafræði. Málið vakti deilur á síðasta fundi bæjarráðs. Umsjónarmaðurinn vildi fá þriggja mánaða leyfi á launum og níu mánaða leyfi án launa en meirihluti bæjarráðs féllst aðeins á að veita launalaust leyfi til tólf mánaða. „Þjónusta fótaaðgerðafræðings er ekki hluti af lögbundinni þjónustu bæjarins og getur ekki um slíkt í starfslýsingu umsjónarmanns dagvistunar,“ sagði meirihlutinn gegn mótmælum minnihlutans sem taldi meirihlutann áður hafa samþykkt sambærileg erindi. - gar Umsjónarmaður í Hveragerði: Fer launalaus í fótsnyrtinámið LÖGREGLUMÁL Hópur rannsóknarlögreglumanna sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu hefur neitað að vinna eftir nýju bakvaktafyr- irkomulagi sem þeim hefur verið kynnt. Mikill hiti var í mönnum á fundi þar sem málið var rætt í fyrradag, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Þær breytingar á fyrirkomulagi bakvakta sem kynntar voru 28. desember síðastliðinn eru liður í sparnaði sem lagður er á rannsóknardeildirnar. Með því á að spara ellefu milljónir króna. Um 99,5 prósent af rekstrarkostnaði deildanna eru launakostnaður. Sparnaðurinn er liður í því að halda embættinu innan ramma fjárlaga. Enn stendur yfir frestur sem rannsóknarlög- reglumenn hafa til að koma athugasemdum og tillögum á framfæri um nýja kerfið, sem á að taka gildi um miðjan febrúar. Rannsóknarlögreglumenn sem Fréttablaðið ræddi við segja að það sé verið að lengja vinnu- tímann á kostnað samveru með fjölskyldunni og nú komi það niður á fleiri mönnum en áður þar sem fjölgað hafi verið á vöktunum. Þeir bæta því við að með nýja fyrirkomulaginu sé að auki verið að borga þeim minna og krefja þá um meiri vinnu. Því sé „gríðarleg óánægja“ hjá rannsóknarlög- reglumönnum með þessa „einhliða ákvörðun yfirstjórnarinnar“. „Ég held að það sé alveg ljóst að verði þessum breytingum komið á þá mun einhver hluti þessara manna yfirgefa starf sitt,“ segir Steinar Adolfs- son, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Þangað hafa rannsókn- arlögreglumenn leitað með sitt mál og hefur sambandið óskað eftir fundi með Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra. „Tillögur að breyttu fyrirkomulagi hafa verið kynntar og það hefur verið óskað eftir viðbrögðum, athugasemdum og tillögum frá rannsóknarlögreglumönnum,“ segir lögreglustjóri. „Ýmsar hugmyndir hafa komið frá mörgum þeirra sem verða allar skoðaðar og reynt að vinna þetta í eins góðri sátt við starfsmenn og mögulegt er.“ jss@frettabladid.is LÖGREGLAN Viðvera rannsóknarlögreglumanna á lögreglustöðv- um verður stytt um helgar komist nýtt bakvaktakerfi óbreytt á. Neita að vinna eftir nýju bakvaktakerfi Mikill hiti er í rannsóknarlögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu vegna hug- mynda um nýtt bakvaktakerfi. Hópur þeirra hefur neitað að vinna eftir því. Með þessum breytingum hyggst embætti lögreglustjóra spara ellefu milljónir. KENÍA, AP Stjórnarandstöðuflokk- urinn í Keníu, Appelsínugula lýðræðishreyfingin, hefur boðað til þriggja daga fjöldamótmæla á yfir tuttugu stöðum víða um land. Verkfallið hefst næstkom- andi miðvikudag til að mótmæla umdeildri endurkosningu Mawi Kibaki í forsetaembættið 27. desember. „Keníumenn eiga rétt á friðsömum mótmælum gegn þessum blygðunarlausu brotum á grundvallarréttindum þeirra,“ sagði Anyang Nyongo, fram- kvæmdastjóri hreyfingarinnar. Hvatti hann enn fremur til þess að efnahagslegum refsiaðgerðum yrði beitt gegn stjórnvöldum því það væri „óábyrgt fyrir hvern sem er að treysta þessum stjórnvöldum fyrir einum eyri“. Lögreglustjórinn, Mohamed Hussein Ali, sagði að mótmælin yrðu ekki leyfð. - sdg Stjórnarandstaðan ósátt: Fjöldamótmæli boðuð í Keníu KENÍA Boðað hefur verið til þriggja daga fjöldamótmæla á tuttugu stöðum í Keníu. SLÖKKVILIÐ Tvær slökkvistöðvar verða byggðar á höfuðborgar- svæðinu á næstu tveimur árum. Líklegst er að þær verði annars vegar reistar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ og hins vegar við Stekkjarbakka í Elliðaárdal. Taka á stöðvarnar í notkun á næsta ári, en þá verður slökkvi- stöðinni við Tunguháls lokað. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að með þessari breyt- ingu sé hægt að bæta útkalls- tímann til Mosfells- bæjar, og stöð í Stekkjarbakka nái að dekka höfuðborgarsvæðið vel ásamt stöðinni í Skógarhlíð. - sþs Mosfellsbær og Elliðaárdalur: Tvær nýjar slökkvistöðvar Afþakkar boð á Hornstrandir Umhverfisnefnd Ísafjarðar hefur afþakkað boð Tryggva Guðmundsson- ar um að senda með honum fulltrúa í Hornbjarg á Hornströndum næsta vor þegar eggjatíð hefst. Tryggvi vildi sýna fram á réttmæti fullyrðinga sinna um umhverfisslys vegna refa. ÍSAFJÖRÐUR ÚTIVIST „Þetta hefur verið skemmti- legur dagur hjá langflestum,“ segir Magnús Árnason, fram- kvæmdastjóri á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, sem var opnað í gær í fyrsta sinn síðan um miðjan desember. „Reyndar var það dálítið slæmt að það bilaði varamótorinn í aðal- lyftunni, sem er alveg týpískt. Þær þurfa bara meiri keyrslur, þessar aðallyftur því það verður að halda þeim í góðu formi. Svo gerist þetta á opnunardaginn en ég held að flestir hafi verið ánægð- ir,“ segir hann. „Fólk talaði um að færið hefði verið mjög gott. Það hefði reyndar mátt fara fleira fólk niður suðurgilið, þá hefðu verið styttri raðir við drottninguna.“ Að sögn Magnúsar er opnunin á þessum tíma sambærileg við það sem verið hefur undanfarin ár. „Fyrir utan það að við fengum skemmtilega helgi í desember, sem var góð viðbót. Við höfum ekki fengið gott skíðafæri fyrir jól í mörg ár.“ Bláfjöll verða aftur opin í dag ef veður leyfir. - fb Bláfjöll opna í fyrsta sinn á þessu ári: Skemmtilegur dagur þrátt fyrir bilun í lyftu Á SKÍÐUM SKEMMTI ÉG MÉR Þessi unga snót fékk góða hjálp þegar hún renndi sér á skíðunum í Bláfjöllum. Virtist hún engu að síður skemmta sér vel . Á SNJÓBRETTUM Þessir hressu krakkar biðu spenntir eftir því að geta rennt sér á snjóbrettum sínum niður brekkur Bláfjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL                   ! # $ %   %   &       '(    )&  * # $  +,- .,- /,- 0 1,- 2,- 34 /5,- /5,- +,- 34 1,- +,- 6,- /,- 07 /+,!4 //,- 85,-!4                 !    " # $ %   &' &&     (    ( $  !    "   )   !      ( &       " ()    & (*    !   + (    ) $             ,    " -&  !  .   $ ./0%12 ! 34%5  6      & ( 9:"  :"   0 " ;( ( 1<=> 7! .* & 8                               GENGIÐ 11.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 121,933 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 62,73 63,03 122,69 123,29 92,65 93,17 12,441 12,513 11,85 11,92 9,861 9,919 0,5755 0,5789 99,26 99,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Opið mánud.–föstud. 10–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12-16 Risaútsa la 25–60% afsláttur af öllum Devold-vörum TB W A \R EY K JA V ÍK \S ÍA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.