Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 6
6 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR GÓÐAN DAGINN! SJÁVARÚTVEGUR „Við sáum hvað niðurskurður í einni fisktegund olli miklum óróleika í samfélaginu og það má spyrja sig hvaða við- brögð það vekti ef bylting kvóta- kerfisins væri boðuð“, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra. Einar telur að bylting kvóta- kerfisins sé óraunhæf hugmynd sem hefði mikla röskun í för með sér. Sérfræðingar í lög- og hag- fræði taka undir sjónarmið ráð- herra. Mannréttindanefnd SÞ hefur úrskurðað að íslenskum stjórn- völdum beri að endurskoða kvóta- kerfið og greiða tveimur sjómönn- um bætur fyrir að hafa ekki fengið úthlutað kvóta. Einar segir að vissulega sé hægt að gjörbylta kvótakerfinu. „En það hefði fullkomna röskun í för með sér. Allar atvinnugreinar þurfa á stöðugleika að halda og hugmyndir um að gjörbylta rekstr- arumhverfi undirstöðuatvinnu- vegs þjóðarinnar eru óraunhæfar. Það dettur engum í hug að bolla- leggja kollsteypur í rekstrarum- hverfi annarra atvinnugreina og það er undarlegt að þetta sé alltaf rætt í tengslum við sjávarútveg- inn.“ Helgi Áss Grétarsson, sérfræð- ingur við lagadeild Háskóla Íslands, segir marga lagalega tálma í veginum ef bylta á kvóta- kerfinu. „Kerfið hefur byggt á þeirri forsendu að heildarafla er skipt á milli aðila og kvóti sé fram- seljanlegur. Það þýðir að þeir sem hafa keypt sig inn í greinina eða hafa átt viðskipti með kvóta á grundvelli þessa lagaskipulags eiga eignarrétt.“ Helgi segir að meginþorri kvótans hafi skipt um hendur og ríkið yrði að leggja í gríðarlegan kostnað ef kaupa ætti þær til baka. „Fara verður varlega í að skerða réttindi þessara aðila og það gengur ekki held ég. Það eru hins vegar skiptar skoðanir á því hversu mikla vernd þessi rétt- indi njóta.“ Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kvótakerfið að sínu mati vera forsendu mikillar hag- kvæmni í íslenskum sjávarútvegi. „Ef við afnemum kvótakerfið munum við tapa tugum milljarða á hverju ári en einnig yrðu marg- földunaráhrif í gegnum allt hag- kerfið.“ Ragnar segir að sérfræð- ingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjár- málakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum. „Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi sam- dráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu. Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum.“ svavar@frettabladid.is Óraunhæf hugmynd að bylta kvótakerfinu Sjávarútvegsráðherra telur að bylting kvótakerfisins hefði mikla röskun í för með sér og telur hugmyndina óraunhæfa. Hagfræðingur telur að slík aðgerð yrði „efnahagslegt sjálfsmorð“. Lagalega eru mörg ljón í veginum. LÖNDUN Nær allar aflaheimildir sem var úthlutað í upphafi hafa skipt um hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI EINAR K. GUÐFINNSSON HELGI ÁSS GRÉTARSSONRAGNAR ÁRNASON SJÁVARÚTVEGUR Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir á heimasíðu sinni að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafði komist að þeirri niðurstöðu „að sjálf kvótaúthlut- unin, grundvöllur kerfisins, fæli í sér mismunun sem gengi gegn 26. grein mannréttindasáttmálans og færi gegn ákvæði 1. greinar lag- anna um stjórn fiskveiða um þjóðareign á nytjastofnunum.“ Hann telur að álit nefndarinnar muni hafa áhrif fyrir íslenskum dómstólum.Kristinn segir SÞ hafa „gengið í lið með íslensku þjóð- inni“ og séu „búnar að gefa kvóta- kerfinu rauða spjaldið“. - shá Kristinn H. Gunnnarsson: Kvótakerfið fær rauða spjaldið SJÁVARÚTVEGUR Þingmenn Vinstri grænna ítreka kröfu um heildar- endurskoðun á stjórn fiskveiða og fagna niðurstöðu Mannréttinda- nefndar SÞ um að „grunnforsend- ur sem íslenska kvótakerfið bygg- ir á standist ekki.“ VG segir í ályktun, að ekki þurfi að fara mörgum orðum um að markmið núverandi laga um stjórn fiskveiða hafi ekki náðst og reyndar hafi lögin aldrei verið fjær markmiðum sínum en ein- mitt nú. Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að markmið núgildandi laga um stjórn fiskveiða hafi verið að vernda fiskistofnana og stuðla að hagkvæmri nýt- ingu þeirra. Lögin hafi átt að treysta atvinnu og efla byggð í landinu. Þingmenn VG lögðu í fyrra fram frumvarp til laga þess efnis að þegar í stað yrði hafin heildarendurskoð- un á lögum um stjórn fiskveiða og að ný heildarlög tækju gildi 1. september 2010. „Þar er um algjöra umpólun að ræða á kerf- inu“, segir Atli. Hann segir að kvótakerfið hafi leitt til óeðlilegs eignarhalds. - shá Þingmenn Vinstri grænna ítreka kröfu um heildarendurskoðun á stjórn fiskveiða: Markmið laganna ekki náðst Í HÖFN Vinstrihreyfingin hefur hvatt til þess að vistvænar veiðar verði stundað- ar í meiri mæli. Það kemur skýrt fram í frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. ATLI GÍSLASON DANMÖRK Danska stjórnin hefur boðað að hún vilji láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám fyrirvara þeirra við vissum þátt- um samstarfsins innan Evrópu- sambandsins, sem Danir hafa haft frá því árið 1993. Samkvæmt nýrri Gallup-könn- un styður nú fullur helmingur Dana aðild að myntbandalagi ESB. Önnur nýleg skoðanakönnun sýnir þó að af þeim þremur ESB-fyrir- vörum Dana sem enn eru í gildi sé afstaðan til evrunnar einna nei- kvæðust. Í könnun sem Catinét Research gerði fyrir Ritzau segjast 42,5 pró- sent myndu hafna evru-aðild en 43,5 prósent styðja hana. Í Gallup- könnuninni segjast 50 prósent vilja evru en 42 prósent ekki. Þegar spurt er í Catinét-könnun- inni hvernig fólk myndi kjósa um alla fyrirvarana í einu segjast 40,4 prósent myndu hafna afnámi þeirra en 37,8 prósent samþykkja. Í Gallupkönnuninni segjast 60 pró- sent vilja að kosið verði um hverja undanþágu fyrir sig. Í báðum könnunum segist afgerandi meirihluti myndu sam- þykkja afnám fyrirvara við þátt- töku Dana í sameiginlegri örygg- is- og varnarmálastefnu ESB. - aa Fyrirvarar Dana við samstarfi innan Evrópusambandsins: Helmingur Dana vill evruna FOGH TIL ESB-FORSETA? Franski Evrópumálaráðherrann segir Anders Fogh Rasmussen - hér ásamt Per Stig Möller utanríkisráðherra - vera gott efni í væntanlegt nýtt embætti forseta leið- togaráðs ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Viltu að kvótakerfið verði endurskoðað? JÁ 91% NEI 9% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að stjórnvöld þurfi að breyta vinnulagi við skipan dómara? Segðu skoðun þína á vísir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.