Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 10

Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 10
10 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1930 Fyrsta teiknimyndaserían um Mikka mús kemur út. 1949 Fyrsta íslenska talmynd- in í lit og fullri lengd frum- sýnd. 1969 Bítlarnir gefa út plötuna Guli kafbáturinn. 1975 Guðmundur Sigurjónsson varð stórmeistari í skák 27 ára, annar Íslendinga. 1975 Stórbruni á Reykjavíkur- flugvelli þar sem flugskýli brann. 1976 Jarðskjálfti upp á 6,5 á Richters-skala varð skammt frá Kópaskeri. Mörg hús í þorpinu eyði- lögðust. 2001 850 manns farast í aur- skriðum og jarðskjálftum í El Salvador. LEIKARINN ORLANDO BLOOM ER 31 ÁRS Í DAG „Ég sendi eitt sinn stúlku flugmiða og bauð henni í heimsókn, ég hugsa að það sé frekar rómantískt.“ Orlando Bloom hefur verið orðaður við margar sætar stelpur í gegnum tíðina, meðal annars Keiru Knightley. Wyatt Earp lést heima hjá sér í Los Angeles, 81 árs að aldri. Hann var amerískur bóndi og vísundaveiðimaður, lögreglustjóri, fjárhættuspilari og kráareigandi. Þekktastur fyrir þátttöku sína í byssubardaga við O.K. Corral í bænum Tombstone í Arizona, ásamt tveimur bræðrum sínum og vini, Doc Holliday. Þar skutu þeir félagar þrjá menn og voru ákærðir fyrir morð. Eftir mikil rétt- arhöld þar sem ýmist kom fram að þeir félagar hefðu hleypt af fyrsta skotinu eða ekki voru þeir sýknaðir af ákærum. Stuttu síðar var bróðir Wy- atts drepinn úr launsátri en sjálfur slapp hann naumlega. Í kjölfarið fór hann ásamt félögum og hefndu bróðurins. Fyrir vikið urðu þeir eftirlýstir. Hann þvældist um ásamt fylgiskonu sinni Josie Marcus, rak fjárhættuspilahús og krár, meðal annars í Alaska þegar gullæðið reið yfir. Hann var alltaf öðru hverju handtekinn fyrir smábrot og komst oft í kast við lögin. Undir lokin flutti hann til Holly- wood þar sem hann kynntist mörg- um upprennandi stjörnum, meðal annars John Wayne sem sagði síðar hafa notað Wyatt í persónusköp- un sinni. Um útlagann Wyatt Earp hafa verið gerðir ótal sjónvarpsþættir og kvikmyndir en hann er goðsagnapersóna í amer- ískri sögu og hafa leikarar á borð við Kurt Russel og Kevin Costner leikið hann í kvikmyndum. ÞETTA GERÐIST: 13 JANÚAR 1929 Wyatt Earp lést þennan dag AFMÆLI WILLIAM HUNG IDOL- STJARNA ER 25 ÁRA Í DAG GERARD BUTLER LEIKARI ER 39 ÁRA Í DAG HENNÝ HER- MANNS- DÓTTIR FYRRV. FEGURÐA- RDROTTN- ING ER 56 ÁRA Í DAG SIGRÚN EÐVALDS- DÓTTIR FIÐLULEIK- ARI ER 41 ÁRS Í DAG Elskulegur sonur okkar og bróðir, Jakob Hrafn Höskuldsson, Bröndukvísl 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.00. Höskuldur Höskuldsson Aðalheiður Ríkarðsdóttir Rakel Sara Höskuldsdóttir Lea Ösp Höskuldsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar Steinólfsson, vöruflutningabílstjóri frá Siglufirði, sem lést á Droplaugarstöðum 7. janúar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. janúar kl. 13.00. Hulda Steinsdóttir Sigurður Gunnar Hilmarsson Jónína Gunnarsdóttir Elinborg Hilmarsdóttir Magnús Pétursson S. Jóna Hilmarsdóttir Iðunn Ása Hilmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðjón Þorsteinsson, Hamrabergi 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, þriðjudaginn 8. janúar. Lilían Kristjánsson Hörður Guðjónsson Brynhildur Sveinsdóttir Jóhanna Guðrún Guðjónsdóttir Guðmundur Jón Guðjónsson Dóra Magnúsdóttir Ásta Kristjana Guðjónsdóttir Jóhann Gestsson Þorsteinn Sigurður Guðjónsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Björg Sveinsdóttir, áður Brekkubraut 5, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, þriðjudaginn 8. janúar. Jarðarförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju, Innri Njarðvík þriðjudaginn 15. janúar kl. 14.00. Bertha Bracey William Bracey Sveinn Georgsson Shirley Cutcen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Svava Stefánsdóttir frá Fáskrúðsfirði, Hjallasel 55, áður Mjóstræti 4, andaðist í Seljahlíð föstudaginn 11. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Snæbjörn Aðalsteinsson Kristín Lárusdóttir Þórdís Aðalsteinsdóttir Gísli Guðnason Kristborg G. Aðalsteinsdóttir Rafn Guðmundsson Stefán Aðalsteinsson Elín Geira Óladóttir Anna Aðalsteinsdóttir Robert Molodziejko „Sem betur fer eru margar konur ennþá í fullu fjöri sem tóku þátt í kvennabaráttunni og muna vel tím- ann frá 1965 til 1980 sem heimilda- söfnun okkar nær til. En allir eldast. Þess vegna fannst okkur mikilvægt að fara af stað núna,“ segir Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og verkefnastjóri hjá Miðstöð munnlegr- ar sögu er hlaut einn af hæstu styrkj- um Menningarsjóðs Hlaðvarpans, eina milljón króna. Þeir fjármunir eiga að renna í skrá- setningu, varðveislu, rannsókn og miðlun á reynslu kvenna sem tóku þátt í kvennahreyfingunni 1965 til 1980. „Það er frábært að fá þennan styrk því hann hjálpar okkur að gera meira úr þessu kvennasöguverkefni,“ segir Unnur María sem telur verkefnið gott dæmi um það hvar munnleg saga nýt- ist best. „Sumir hlutir eru vel skrásett- ir í opinberum gögnum sem samfélag- inu finnst mikilvægt að varðveita. En mörg grasrótarsamtök vantar oft hina formlegu yfirbyggingu í byrjun og engin opinber gögn verða til um sögu þeirra. Þá þarf að fletta upp í minni fólks. Þar eru oft einu heimildirnar sem til eru.“ Miðstöð munnlegrar sögu er til húsa í Þjóðarbókhlöðunni á Melunum. Hún er samvinnuverkefni nokkurra stofn- ana. „Við höfum ýmsa bakhjarla og það er mjög gott. Þá kemur þekkingin svo víða að,“ segir Unnur María sem er eini fasti starfsmaður miðstöðvar- innar. Tvær ungar fræðikonur, þær Fríða Rós Valdimarsdóttir og Halla Einars- dóttir, eru þar þó tímabundið að vinna að kvennasöguverkefninu sem komið er á fulla fart að sögn Unnur Maríu. „Rétt fyrir jól var byrjað að panta við- töl og upptökur eru hafnar. Ég býst við að viðtölin verði fimmtán til tuttugu og þau eru löng og ítarleg. Þau verða aðgengileg hér á Þjóðarbókhlöðunni til frekari nota. Síðan verður fluttur fyrirlestur um efni þeirra á þingi nor- rænna sagnfræðinga í ágúst á þessu ári og einnig er heimildarmynd í tökum. Í framtíðinni stefnum við líka að því að hafa efni frá okkur á netinu sem ekki lýtur aðgangstakmörkunum.“ Miðstöð munnlegrar sögu er eins árs en er þegar með ýmis spennandi verk- efni í gangi að sögn Unnar Maríu. „Við tökum við munnlegum heimildum, varðveitum þau og veitum að þeim að- gang. Fólk er opið og jákvætt gagn- vart upptökutækninni. Hún er í sím- unum og þegar eitthvað er við hönd- ina verður fólki tamara að nota það. Kennarar láta nemendur taka upp efni og unga fólkið tekur upp viðtöl við afa og ömmur til að næstu kynslóðir fái að heyra um liðinn tíma. Við njótum góðs af þessum áhuga.“ gun@frettabladid.is MIÐSTÖÐ MUNNLEGRAR SÖGU: MEÐAL FYRSTU STYRKÞEGA HLAÐVARPANS Minnið er oft eina heimildin SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN Unnur María. „Það er frábært að fá þennan styrk því hann hjálpar okkur að gera meira úr kvennasöguverkefninu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.