Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 11

Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 11
SUNNUDAGUR 13. janúar 2008 11 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Tjugondag Knut raskas julen ut segja Svíar því þótt í flestum lönd- um ljúki jólunum á þrettándanum þá halda þau áfram einni viku leng- ur í Svíþjóð, Finnlandi og hluta af Noregi, eða til 13. janúar. Ástæðan er sú að ofantaldar þjóð- ir halda upp á nafnadaga og 7. jan- úar, sá næsti á eftir þrettánda- degi jóla var lengst af nafnadagur Knúts. Á 17. öld færðist hann á 13. janúar og þar sem hendingar eins og Knut kör julen ut og fleiri slík- ar sem tilheyrðu þeim degi sátu svo fast í þjóðarsálinni þá færð- ust jólalokin með Knútsdeginum til 13. janúar. Lúsíudagurinn markar hins vegar upphafið á jólunum, eða að- ventunni hjá mörgum á þessum slóðum en sá dagur er 13. desem- ber og má því nánast segja að jólin vari í heilan mánuð! En Lúsíudag- urinn ber nafn sitt í höfuð á ljós- dýrlinginum Lúsíu sem er vernd- ari blindra og sjónskertra. Hún birtist með ljóskrans á höfði ásamt þernum sínum þennan dag, syng- ur lög Lúsíu og býður brauð sem táknar sól og yl á þessum skammd- egisdögum á norðurhveli jarðar. Jólin framlengd í Skandinavíu JÓLATRÉN fá að vera lengur í stofum í Svíþjóð, Finnlandi og hluta Noregs en annars staðar í heiminum. Um þessar mundir vinnur ferða- máladeild Háskólans á Hólum að skipulagningu náms á sviði nátt- úru- og ævintýratengdrar ferða- þjónustu á Grænlandi. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyr- irtækja og atvinnuþróunarfull- trúar í Suður-Grænlandi (Qaqort- oq Development Group) segja mikla möguleika í ferðaþjónustu á þessum slóðum en segja tilfinnan- legan skortur á menntuðu fólki á Grænlandi í greininni. Baldvin Kristjánsson, leiðsögu- maður í Suður-Grænlandi, og Tina Jensen, atvinnuþróunarfulltrúi Qaqortoq, hafa verið í forsvari heimamanna fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunámsins. Þau hrif- ust af starfseminni á Hólum og því námi sem boðið er þar og sáu að svipað nám myndi mjög vel henta hjá þeim. Guðrún Þóra Gunnars- dóttir deildarstjóri ásamt Ingi- björgu Sigurðardóttur lektor hafa unnið við verkefnið fyrir hönd Hóla og voru nýverið á Grænlandi við undirbúning. Áætlað er að námið hefjist haustið 2008. Ferðamáladeild Hólaskóla býður upp á háskólanám í ferðamála- fræði með áherslu á náttúru og menningu, annars vegar diploma- nám sem er eitt ár og hins vegar til B.A. gráðu sem eru 3 ár. Meginmarkmið ferðmáladeildar er að afla og miðla þekkingu um ferðamál, til að auka fagmennsku, nýsköpun og tryggja sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustu á Ís- landi að því er kemur fram á heimasíðu skólans. Stefnt er að mæta þessum markmiðum með kennslu, rannsóknum og þróun- arverkefnum í víðtæku samstarfi við atvinnu- og fræðasamfélagið innan lands sem utan. Allar nánari upplýsingar er að finna á: www. holar.is Hólar með útibú á Grænlandi ANDSTÆÐUR Grænland býður upp á margar heillandi slóðir sem hægt er að bjóða erlendum ferðamönnum. www.neytendastofa.is Komdu hreyfingu á hlutina Ábending með einum smelli Neytendum eru tryggð margvísleg réttindi í lögum. Hlutverk Neytendastofu er að tryggja að réttindi neytenda séu virt og stuðla að bættum hag þeirra. Með samstilltu átaki geta neytendur haft áhrif á að leikreglum sé fram- fylgt. Vissir þú að það hefur aldrei verið auðveldara en núna? Á vef Neytendastofu finnur þú leið til þess: Rafræn Neytendastofa er þjónustugátt sem öllum stendur opin, alltaf. Þar getur þú komið á framfæri ábendingum án fyrirhafnar, með skráningu eða nafnlaust – um það sem vel er gert eða betur mætti fara. Bætt neytendavernd er hagur allra. Ábending frá þér getur komið hreyfingu á hlutina!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.