Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 12

Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 12
12 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR J örundur Ragnarsson á við- burðaríkt ár að baki í leik- listarheiminum og nær ótrúlegt má teljast að aðeins sé um eitt og hálft ár síðan hann útskrifaðist. Leiklistarhæfileikarnir liggja þó greinilega þarna einhvers staðar á lager fjöl- skyldunnar og um þessar mundir er Jörundur meðal annars að leika með móðurbróður sínum, Ingvari E. Sigurðssyni, í verkinu Yfirvof- andi. Júlía Margrét Alexanders- dóttir hitti leikarann og ræddi við hann um landsbyggðaflakk, feimni og athygli sem erfitt er að venj- ast. Jörundur er að tala við Sigga, ungan dreng á Ísafirði, í símann þegar blaðamann ber að garði en Siggi segist vera aðdáandi Nætur- vaktarinnar. Jörundur segist að vísu vera að mestu leyti hættur að svara símanúmerum sem hann þekki ekki og það sé afar skrítið að finna fólk snúa sér við og pískra þar sem hann sé staddur á Lauga- veginum eða í ræktinni. Það venj- ist eflaust seint. Athyglina má kannski „kenna“ hinum ótrúlega vinsælu Næturvaktarþáttum um en þó er af nokkrum öðrum hlut- verkum að taka, svo sem Astr- ópíuhlutverkið og karakterinn í Veðramótum sem færði Jörundi Edduna á síðasta ári. Og athyglin hlýtur jú líka alveg að vera skemmtileg – er nokkuð erfitt að viðurkenna það? „Nei, ég viður- kenni það alveg að það getur verið skemmtilegt að fá athygli. Sér- staklega ef hún er jákvæð. En ég er nú samt frekar hlédrægur og kann kannski ekki alveg að tækla þetta.“ Jörundur viðurkennir líka að sér finnist hræðilega erfitt að fara í viðtöl en hann sé þó aðeins að venjast öllu þessu og verði örugglega kominn með skráp fyrr en síðar. Er fordómalaus gagnvart fólki En nóg um athyglina. Og að byrj- unarreit sem er á Hvammstanga þar sem Jörundur fæddist. Jör- undur er nefnilega hreinræktað landsbyggðarbarn sem flutti ekki á mölina fyrr en í kringum 22 ára aldur. Og hafði þá flakkað lands- horna á milli – búið á Laugarbakka í Miðfirði, Súðavík, Suðureyri og í Ólafsvík, uns hann endaði í Menntaskólanum á Laugarvatni. Náttúrubarn má kalla hann, hans vegna, en hann var hlédrægur, nokkur einfari, safnaði frímerkj- um, bjargaði dauðvona fuglum og dýrum úr fjörunni og las bækur. Hvaða áhrif hafði sveitaæskan á hann – sem fullorðinn einstakling í dag? „Ætli það geti ekki talist þroskandi að flytja svona ört á milli staða. Mamma og pabbi voru alltaf fús til að prófa eitthvað nýtt og maður fylgdi með. Þetta hafði líklega þau áhrif að ég er fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum og dæmi fólk sjaldnast fyrirfram. Maður þurfti sífellt að vera að kynnast nýju fólki og kynnast því á þeirra forsendum. Maður komst aldrei upp með það, verandi nýi strákurinn í hverfinu, að vera með fordóma gegn öðrum því maður var alltaf sjálfur í hlutverkinu að reyna að „fitta inn“ á nýjum stað.“ Jörundur hélt sig innan dyra á nýjum stöðum til að byrja með, þar til krakkarnir fóru að banka, og segir að þetta hafi ekki alltaf verið auðvelt. En afraksturinn er sá að í dag á Jörundur félaga frá öllum stöðum á landinu. Og best leið honum hvar? „Kannski á Laugarbakka þar sem ég bjó fyrstu sjö ár ævi minnar og svo á Súðavík þar sem ég átti heima í þrjú ár – til fjórtán ára aldurs. Súðavík er frábær staður og ég gæti vel hugsað mér að eiga þar sumarhús í náinni framtíð. Ég fór þangað í sumar í brúðkaup hjá vinum mínum og mér þykir mjög vænt um staðinn.“ Eftirlætissaga mömmu Jörundur segir það hafa verið for- réttindi að mörgu leyti að fá að alast upp úti á landi. „Það var margt sem maður fékk tækifæri til að gera, sem væri kannski erf- iðara í Reykjavíkinni. Ég var mikið í hestamennsku, átti hest og reið út nánast daglega um árabil. Einnig átti ég bát í Súðavík með pabba og nágrönnunum, lagði net og dorgaði úti á firði. Svo gat ég dundað mér heilu og hálfu dagana einn í fjörunni, bjargaði fuglum og átti dýrakirkjugarð.“ Bátur hefur verið þó nokkur fjárfesting fyrir patta? „Jú, ég vann hörðum höndum að því að eignast hlut í bátnum, bar út blöð og fleira til. Og ég sé mikið eftir honum og langar jafnvel til að eignast annan síðar.“ En leiklistin – er hvergi hægt að þefa upp bakteríuna þarna á þessum árum? Jörundur jánkar. „Mamma hefur mjög gaman af því að segja söguna af því þegar ég reyndi að koma upp leikfélagi á Suðureyri, átta ára gamall. Ég stofnaði leikhóp og fór til Reykjavíkur í Bandalag leikfé- laga til að kaupa handrit. Valdi ég söngleikinn Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir en varð fljótlega mjög svekktur þegar æfingar byrjuðu og krakkarnir vildu frek- ar vera í eltingarleikjum en æfa með mér leikritið. Þetta var samt skemmtileg tilraun þótt ég hafi verið lengi að jafna mig á metnað- arleysinu í félögunum.“ Svaf út menntaskólann Þegar kom að því að fara í Mennta- skóla fannst Jörundi tilvalið að velja heimavist. Sá í hillingum að hann gæti orðið sinn eigin herra og haft það náðugt. Sögur segja að Jörundur hafi átt nokkuð skraut- legan feril í menntaskólanum og lítill fugl laumaði því að blaða- manni að eitt helsta sport sam- nemenda hans hafi verið að skilja hann sofandi eftir í kennslustund- um. Þegar hann vaknaði, þá var hann stundum staddur í tíma með einhverjum allt öðrum bekk. Jör- undur segir að það sé rétt en þetta hafi þó allt blessast á endanum og hann hafi náð að útskrifast. „Ég var nú alltaf frekar góður náms- maður í grunnskóla, en þegar ég komst á framhaldsskólaaldurinn, þá fór námsáhuginn aðeins að dala, fékk áhuga á öðrum hlutum, eins og gengur og gerist.“ Jörund- ur fór svo að kenna við Grunn- skólann á Patreksfirði eftir útskrift. „Ég fór til Reykjavíkur og hóf nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en ég áttaði mig fljótlega á því að það var ekki vettvangur fyrir mig. Ég hafði alveg áhuga á stjórnmálum, en einhvern veginn var ég ekki búinn að finna það sem ég var að leita að. Hins vegar naut ég þess að vera í bænum og við félagarnir frá Laugarvatni vorum mikið saman og nánast heimagangur Erfitt að venjast athyglinni Jörundur Ragnarsson á viðburðarríkt ár að baki í leiklistarheiminum og nær ótrúlegt má teljast að aðeins sé um eitt og hálft ár síðan hann útskrifaðist. Leiklistarhæfileikarnir liggja þó greinilega þarna einhvers staðar á lager fjölskyldunnar og um þessar mundir er Jörundur meðal annars að leika með móðurbróður sínum, Ingvari E. Sigurðssyni, í verkinu Yfirvofandi. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti leikarann og ræddi við hann um landsbyggðarflakk, feimni og athyglina. Jú, ég er hissa og stundum þegar maður hugsar til baka, þegar maður var að útskrifast úr skólanum og í mikilli óvissu með framtíð- ina finnst manni allt þetta mjög ótrúlegt. Mig hefði aldrei dreymt um þetta. Jörundur lendir ekki mikið í „frasaböggi“ úr Næturvaktinni. Hinsvegar fær Pétur Jóhannað heyra: „Já, fínt, já sæll“ í tíma og ótíma. Jörundur hefur verið á sjó, starfað sem húsa- málari, í rækjuvinnslu, byggingarvinnu, græn- metisræktun á Flúð- um, við útkeyrslu, sem pítsusendill, barþjónn og dyravörður. Skemmtilegast af þessum störfum þótti honum starfið sem húsamálari, það er að hans mati mjög slakandi að mála. Þessa dagana er Jörundur að skrifa Dagvaktina og leika í sýningum og finnst það vera frí frá törn- inni sem hefur verið undanfarið. Jörundur átti stórt frímerkjasafn sem polli en hefur nú gefið safnið þótt hann hafi haldið eftir örfáum eftirlætishlutum úr safninu. Foreldrar Jörunds búa á Patreksfirði en faðir Jörunds er bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hann fór í ljós þrisvar um ævina. ➜ VISSIR ÞÚ AÐ ... FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.