Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 16

Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 16
16 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR Þ ingkosningarnar í Rússlandi fyrir skömmu staðfesta enn á ný að þjóðin á enn langt í land á leið sinni til fullburða lýðræðis. En þróunin heldur áfram. Kosningarnar hafa vissulega sýnt fram á það hve mikils fólk metur þann stöðugleika sem náðst hefur á síðustu árum. En það væru mistök að telja stöðugleikann felast í varðstöðu um ríkjandi ástand. Rússar vilja búa í landi þar sem réttindi þeirra og frelsi njóta verndar og þar sem allir hafa möguleika á að lifa góðu lífi og njóta velfarn- aðar. Þátttaka í kosningunum 2. desember var mikil og meirihlutinn greiddi Sameinuðu Rússlandi atkvæði sitt, flokknum sem sér sjálfan sig í Vladimír Pútín forseta. Þrýstingi beitt af alefli Þetta kom mér ekki á óvart frekar en mörgum öðrum. Að Sameinað Rússland hafi sigrað með 64,1 prósenti atkvæða, sem skilaði flokknum um það bil 315 þingsætum í Dúmunni, hinni 450 þingsæta neðri deild rússneska þingsins, má að verulegu leyti rekja til þeirrar ákvörð- unar Pútíns að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í kosningunum. Öllum „stjórn- valdsúrræðum“ – möguleikum ráðamanna til þess að beita þrýstingi og ginna kjósendur – var beitt af fullum krafti og á öllum vígstöðv- um: Allt snerist um að ná sigri hvað sem það myndi kosta. Sameinað Rússland hefur nú hlotið þau völd sem flokkurinn sóttist eftir. Hvað hyggst hann gera við þau? Hvernig hyggst hann beita meirihlutavaldi sínu á þingi? Við fáum svör við þessum spurningum áður en langt um líður. Sigurvegararnir þurfa núna að fylgja eftir þeim loforðum sem þeir gáfu kjósendum, sýna fram á að þeir séu færir um að standa við þau. Ég tel að fólk verði nú mun kröfuharðara við samanburð orða og efnda. Erfið verkefni bíða Rússlands bíða gríðarleg verkefni. Afdrifa- ríkar ákvarðanir þarf að taka hratt; það geng- ur ekki að fresta öllu fram á síðustu stundu. Fyrsta forgangsverkefnið er að byggja upp nútímalegt efnahagslíf, það þarf að gera það óháð útflutningi á afurðum náttúruauðlinda. Við þurfum einnig að gera endurbætur á skólakerfinu, heilbrigðismálum og velferðar- þjónustu – en þó þannig að það skaði ekki hagsmuni milljóna manna. Að losna undan heljartökum kerfisbáknsins og berjast gegn spillingu skiptir öllu máli ef takast á að þoka þjóðinni fram á við. Til þess að framkvæma þetta verðum við að hafa starfhæfar lýðræðisstofnanir, stjórnvöld sem þurfa að standa skil á verkum sínum, dómstóla sem eru sjálfstæðir og lögreglu sem fólk getur haft traust á. Þurfum deilur og frelsi Til þess að ná raunhæfum árangri þarf umhverfi sem sprottið er upp úr raunveru- legum pólitískum átökum og frelsi til að tjá ólíkar skoðanir. Nú þegar einn flokkur hefur náð yfirgnæfandi meirihluta á þingi er það undir hinu borgaralega samfélagi komið að koma í veg fyrir að sá meirihluti verði mis- notaður. Meirihlutinn má, með öðrum orðum, ekki verða að einokun. Til að tryggja það hafa fjöl- miðlarnir lykilhlutverki að gegna. Til þessa hafa stjórnvöld reynt að hafa hömlur á dag- blöðum, sjónvarpi, útvarpi og öðrum upplýs- ingaveitum, sem hefur gert það að verkum að fjölmiðlarnir hafa eingöngu gegnt því hlut- verki að „lýsa“ ákvörðunum stjórnvalda. Það sem við þurfum á að halda er eitthvað allt annað: Fjölmiðlarnir þurfa að fá tækifæri til að gegna sínu rétta hlutverki í þróun stjórn- málanna. Ég legg áherslu á þetta atriði vegna þess að í kosningabaráttunni forðaðist Sameinað Rússland að taka þátt í sjónvarpsumræðum. Með þessu sýndi flokkurinn ekki aðeins hvaða álit hann hefur á andstæðingum sínum og fjöl- miðlum, heldur sýndi þetta einnig virðingar- leysi hans gagnvart kjósendum og skoðunum almennings. Hættan á grænu ljósi Mikilvægast er þó, að ef rússnesk stjórnvöld vilja í raun – eins og þau hafa ítrekað lýst yfir – forðast að sökkva niður í pólitíska og efna- hagslega stöðnun, þá er rétta leiðin ekki sú að koma í veg fyrir að raunverulegt fjölflokka- kerfi verði til heldur þarf að ýta undir pólit- íska fjölhyggju. Ekki hræða okkur með tali um að „klofning- ur í stjórnmálum leiði af sér klofning í samfé- laginu“. Raunverulega hættan er sú að stjórn- málaþróunin verði bæði kæfð og afbökuð, að lýðræðisstofnanir snúist upp í lítið annað en næfurþunn leiktjöld eða skraut eitt. Hættan stafar af þeim sem telja kosningaúrslitin gefa þeim grænt ljós til að halda áfram gömlu vinnubrögðunum. Ég er ósammála þeim sem telja að kosning- arnar hafi sýnt fram á áhugaleysi fólks og pól- itískt sinnuleysi. Þvert á móti, því eftir að hafa hlustað á samræður Rússa sín á milli, um áhyggjur þeirra af verðbólgu, spillingu og öðrum málum sem hafa áhrif á framtíð lands- ins, þá hef ég það á tilfinningunni að fólk sé að breytast og að með hverju árinu muni það í auknum mæli gera kröfur um að stjórnmálin verði óspillt. Meirihlutavaldið þarf að hemja Þegar Rússar gengu til kosninga í byrjun desember sigraði flokkur Vladimírs Pútín forseta með yfirgnæfandi meirihluta. Kjós- endur virtust fyrst og fremst biðja um stöðugleika. Mikhaíl Gorbatsjov segir Rússa þó engan veginn sinnulausa um lýðræðið. SIGRI PÚTÍNS FAGNAÐ Eftir þingkosningarnar 2. desember kom mannfjöldi saman við Kremlarmúra til að fagna sigri Pútíns og Sameinaðs Rússlands. Rússneskir kjósendur hafa verið gagnrýndir fyrir að taka stöðugleika fram yfir lýðræði, en Mikhaíl Gorbatsjov segist trúa því að kröfur um lýðræðisleg vinnubrögð muni aukast. NORDICPHOTOS/AFP HEIMSMÁLIN MEÐ GORBATSJOV gorbatsjov@frettabladid.is Gorbatsjov skrifar um heimsmálin Þetta er sjöunda greinin um alþjóðastjórnmál eftir Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovét- ríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels, sem birtist í Fréttablaðinu í samvinnu við The New York Times Syndicate. Gorbatsjov hefur vegna reynslu sinnar óvenju góða yfirsýn yfir þá atburði sem móta heimsmálin. Gorbatsjov stýrir nú alþjóðlegum rannsóknarsjóði á sviði félags- og efnahags- mála og stjórnmála, The Gorbachev Foundation. Lesendur Fréttablaðsins hafa tækifæri til að senda spurningar til Gorbatsjovs sem hann mun svara í síðari greinum sínum hér í blaðinu. Spurningarnar sendist með tölvupósti á netfangið gor- batsjov@frettabladid.is merktar nafni sendanda og heimilisfangi. Spurningarnar mega vera hvort heldur sem er á ensku eða íslensku. Öllum „stjórnvaldsúrræðum“ - möguleik- um ráðamanna til þess að beita þrýstingi og ginna kjósendur - var beitt af fullum krafti og á öllum vígstöðvum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.