Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 20
20 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR F rakkar hafa löngum verið þekktir fyrir að halda umfjöllun um einkalíf og ástir ráða- manna frá fjölmiðlum. Fræg er leyndin sem ríkti yfir hjákonu Mitterands for- seta og dóttur þeirra skötuhjúa sem komst ekki í sviðsljósið fyrr en hún mætti í jarðarför föður síns, tæplega tvítug að aldri. En nú kveður við nýjan tón með nýjum forseta, Nicolas Sarkozy, sem tók við stjórnartaumunum á síðasta ári. Samkvæmt tímaritinu Journal du Dimanche í vikunni hefur for- setinn ákveðið að ganga í heilagt hjónaband með hinni ítölsku Cörlu Bruni eftir aðeins tveggja mánaða samband, og aðeins þremur mán- uðum eftir að eiginkona hans, Cec- ilia, fór frá honum. Élysée-forseta- höllin hefur ekki neitað orðrómnum og Sarkozy sjálfur sagði á blaða- mannafundi á þriðjudag að full alvara væri í sambandi hans við hina fyrrverandi fyrirsætu og gaf í skyn að brúðkaupsáform væru í uppsiglingu. Skoðanakannanir sýna hins vegar að aðferðir Sar- kozys við að flagga sinni nýfundnu ást hafa haft töluverð áhrif á fylgi hans sem hefur hrunið niður fyrir 50 prósent í fyrsta sinn eftir for- setakjörið. Umræðurnar við kvöld- verðarborðin í Frakklandi snúast núna að mestu um hversu hallær- islegt það er af forsetanum að búa til nýtt „forsetapar“ svo skömmu eftir skilnað hans og að hann hafi einungis fallið í gildru konu sem þekkt er fyrir að skipta um ríka og fræga kærasta jafn oft og hún skiptir um nærföt. Auðvitað er líka önnur ástæða fyrir fylgistapi Sar- kosys: vangeta hans til að uppfylla kosningaloforð sín um að rétta af efnahagshalla þjóðarinnar. Frakk- ar hafa ekki upplifað sig fátækari síðan í kringum 1990 en á meðan virðist Sarkozy einungis vera upp- tekinn af því að þjóta um heiminn í fínum ferðalögum og sitja fyrir á myndum með nýju kærustunni. Ný viðurefni sem hann hefur feng- ið í kjölfarið eru „Speedy Sarkozy“ hjá bresku pressunni og „Le Prés- Forsetinn og glamúrpían Sarkozy svífur um í rósrauðum draumi ásamt söngfuglinum Cörlu Bruni á meðan franska þjóðin kvartar sáran undan kreppunni. Anna Margrét Björnsson skoðar ævi, feril og fyrri sambönd hinnar ítölsku ástkonu Frakklandsforseta. ÁST Í EGYPTALANDI Sarkozy var í opinberri heimsókn hjá Mubarak forseta þegar hann kaus að láta mynda sig með Cörlu Bruni og syni hennar, Aurelién. ident Bling-Bling“ af þeirri frönsku, „bling“ vegna þess að þessar opinberu ástaryfirlýsingar þykja alltof bandarískar og plebb- alegar fyrir hina kúltiveruðu menningarþjóð. Á meðan skemmtir restin af heiminum sér yfir þess- ari frönsku sápuóperu sem lífgar sannarlega upp á janúarmánuð. Flagð undir fögru skinni? En hver er eiginlega þessi Carla Bruni? Margir muna eflaust eftir henni á árum „ ofurfyrirsætanna“ en hún sat á frægðartindinum ásamt stúlkum eins og Lindu Evangelistu, Naomi Campbell og Christy Turlington í byrjun tíunda áratugarins. Grannvaxin, með kattaraugu og vænan skammt af ítölskum klassa varð hún fljótt í uppáhaldi hjá hönnuðum eins og Valentino, Christian Dior og Christian Lacroix. Einnig var hún mynduð fyrir viðamikla auglýs- ingaherferð tískumerkisins Guess? jeans. Bruni fæddist Carla Bruni Ted- eschi árið 1968 í borginni Tórínó á Ítalíu og er stjúpdóttir tónskálds- ins Alberto Bruni Tedeschi og píanistans Marysa Borini. Systir hennar, Valeria Bruni Tedeschi hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem leikkona í Frakklandi. Fjölskyldan hennar er ein sú rík- asta á Ítalíu, og Bruni-systurnar eru erfingjar Pirelli-ríkidæmis- ins. Bruni lærði listfræði og arki- tektúr í háskóla í París en hætti náminu eftir að henni bauðst samningur hjá City Models þar í borg þegar hún var nítján ára að aldri. Á þessu glamúr-tímabili átti Carla Bruni í ástarsamböndum við Eric Clapton, Mick Jagger, Kevin Costner, Donald Trump, lögfræð- inginn Arno Klarsfeld og franska hjartaknúsarann Vincent Perez. Fyrrverandi eiginkona Jaggers, Jerry Hall hefur staðfest að Bruni var ein af ástæðunum fyrir skiln- aði hennar og rokkarans aldna. Bruni var á tímabili sambýliskona rithöfundarins og gagnrýnandans Jean-Paul Enthoven en á meðan á því sambandi stóð varð hún ást- VINSÆL SÖNGKONA Carla Bruni hefur getið sér gott orð sem trúbador og hefur fengið lof fyrir textagerð og látlausan söng. Hér syngur hún á minningartónleikum um Serge Gainsbourg. FRANSKI SKANDALLINN Kona les slúður- blaðið „Closer“ 20. desember í París sem birti myndir af forsetanum ásamt Bruni. STJARNA Í CANNES Carla Bruni mætir á vegum góðgerðasamtakanna AMFAR, sem berjast gegn eyðni, á Cannes-hátíð- inni í fyrra. M YN D / A FP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.