Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 24

Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 24
margt smátt LEYNIVOPNIÐ 4 matur HEIMATILBÚIÐ MÚSLI er hollt og ofboðs- lega gott. Í það má nota hafra, kókosflögur, sól- blómafræ og svolítið af hör- fræjum eða hnetum. Skella síðan með rúsínum, döðlum, eplum eða berjum. Blandað með örlitlu hunangi, dreift á bökunarpappír á plötu og ristað í nokkrar mínútur. Einn- ig er hægt að forma kökur sem eru góður biti á morgnana með jógúrt eða AB mjólk. LÝSI, OMEGA-OLÍUR OG GÓÐ MAT- AROLÍA eru nauðsynlegar. Við þurfum á hollri fitu að halda fyrir heilastarfsemi, liðamót og meltingu. Lítil börn þurfa einnig fitu og margir velja að setja góða og holla olíu út í barnagrauta. Fyrsta pressun af olíu er venjulega sú hollasta. Hún á að vera í dökkri flösku til að viðhalda gæðum og má alls ekki standa mánuðum saman þar sem hún þránar. SPÍNATIÐ gaf Stjána bláa ofurkrafta og það er ekki svo fjarri lagi því spínat er stút- fullt af steinefnum, járni og vít- amíni. Hristingur að morgni með hrísgrjónamjólk, banana, höfrum, epli, vínberjum, möndlum, gul- rót og slatta af spínati er algjör vítamínbomba. Grænt grænmeti er lífsnauðsynlegt fyrir heilbrigði í dagsins önn. Engifer er jarðstöngull engiferplöntunnar og hefur verið ræktað í Suðaustur-Asíu og víðar í þúsundir ára. Engifer er sætt og bragðmikið og mjög mikið notað í austur- lenskri matargerð. Það barst til Evrópu fyrir tíma Rómverja og var mjög algengt krydd á mið- öldum. Þurrkað og malað engifer hefur lengi verið notað á Vesturlöndum, einkum í bakst- ur og sætindi. Ekki er ýkja langt síðan það fór að fást ferskt í verslunum hér á landi. Yfirleitt eru langir stönglar eldri og bragð- meiri en styttri. Við notkun er ljósbrúnt hýðið fjar- lægt og hæfilegur biti stöngulsins ýmist saxaður, rifinn, skorinn smátt eða steyttur í mortéli. Engifer er notað í ýmiss konar austurlenska rétti, kryddlög, sósur, súpur og fiskrétti. Það má einnig nota í ýmsa safa og drykki og gefur mjög afgerandi bragð. Í engifer eru ýmis vítamín og steinefni og hefur það verið eitt af hornsteinum austurlenskra nátt- úrulækninga í fleiri aldir. Engifer er talið hafa ýmis heilsubætandi áhrif og hefur verið notað við fjölmörgum kvillum. Ýmislegt bendir til þess að það dragi úr hættu á blóð- tappa og hafi góð áhrif á gigt. Engifer hefur einnig verið notað við ógleði og ferðaveiki auk þess sem það er slímlosandi. Grasalæknar okkar tíma mæla með engifer í sama tilgangi og gert var fyrr á öldum og er það einkum notað gegn kvefi, inflúensu og ýmiss konar röskun á meltingu. Leikkonan Hildigunnur Þráinsdóttir á sér enga upp- áhaldsmatreiðslubók en viðar að sér uppskriftum héðan og þaðan. „Ég glugga oft í matreiðslubækur þar sem ég rekst á þær og pikka upp eitt og annað. Sama er að segja um uppskriftir sem ég sé í blöðum og tímaritum. Sumt skrifa ég niður en annað legg ég á minnið. Ég hef nefnilega svolítið gaman af því að búa til mat,“ segir Hildigunnur Þráinsdóttir leikkona þegar hún er spurð um sína uppáhaldsmatreiðslubók. Hildigunnur er heimavinnandi eins og er enda eignaðist hún barn undir lok síðasta árs. Nanna Rögnvaldardóttir er nafn sem oftar en einu sinni hefur komið við sögu hjá Hildigunni á jólum. „Ég rakst á uppskrift frá Nönnu Rögnvaldardóttur í blaði fyrir jólin í fyrra. Hún var að gómsætum rétti sem ég hafði í forrétt á aðfanga- dagskvöld. Ekki nóg með það. Nú fyrir jólin fann ég einhvers staðar uppskrift frá henni að andabringum og þar með reddaðist jólamaturinn í ár. Þannig að Nanna er í miklum metum hjá mér. Það er gaman að taka upp „tips“ frá henni því hún er fagmanneskja. Ég á enga bók eftir hana en það er eitthvað sem ég gæti hugsað mér að fjárfesta í. Svo er hún líka með heimasíðu.“ Spurð hvort hún sanki að sér uppskriftum gegnum netið svarar Hildigunnur: „Ef mig vantar upplýsing- ar um eitthvað sérstakt fletti ég stundum upp á net- inu. Maður þarf ekki að eiga matreiðslubækur til að ná í góðar uppskriftir. Þær geta hins vegar verið fal- legar og skemmtilegar að skoða.“ - gun Safnar uppskriftum héðan og þaðan Hildigunnur hefur gaman af matseld og pikkar upp eitt og annað sniðugt um mat, bæði úr bókum og blöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN HRÁEFNIÐ: ENGIFER Bragðmikil heilsubót 1 2 3 4 1. Engifer er notað í ýmiss konar austurlenska rétti, kryddlög, sósur, súpur og fiskrétti. 2. Engifer er talið hafa ýmis heilsubætandi áhrif og hefur verið notað við fjölmörgum kvillum. 3. Engifer er jarðstöngull engiferplöntunnar og hefur verið ræktaður í þúsundir ára. 4. Þurrkað og malað engifer hefur lengi verið notað á Vesturlöndum, einkum í bakstur og sæt- indi. Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu Theo- broma cacao en gríska orðið „theo- broma“ þýðir „fæða guðanna“. Upphaflega var súkkulaðis einkum neytt í fljótandi formi en um miðja nítj- ándu öld var farið að framleiða súkku- laði í föstu formi þegar mönnum tókst að vinna kakósmjör úr kakóbaunum. Súkkulaði er mjög orkuríkt og yfir þrjátíu prósent af innihaldi þess er fita. Rúmlega helmingur fitunnar er mettuð fita sem tengist hjarta- og æðasjúkdóm- um og því er varasamt að neyta súkkul- aðis úr hófi fram. Þrátt fyrir þetta inni- heldur súkkulaði ýmis vítamín og steinefni. Dökkt súkkulaði er fullt af járni, magnesíum og kopar og inniheld- ur auk þess eitthvað af B-vítamínum. Í ljósu súkkulaði eru að auki þau næring- arefni sem finna má í mjólk eins og kalk og fleiri B-vítamín en það inniheldur þó minna járn. Í súkkulaði er einnig aminó- sýran tryptófan sem notuð er í fram- leiðslu á taugaboðefninu serótónín sem getur kallað fram gleðitilfinningu. Fenýl- etílamín er annað efni í súkkulaði sem örvað getur gleðistöðvar í heilanum og aukið á tilfinningar tengdar kynferðis- legri spennu. Þessi efni eru þó einungis í litlu magni í súkkulaði og því ólíklegt að neysla þess framkalli þau áhrif sem nefnd eru hér á undan. Það sem þó hefur vakið einna mesta umræðu um súkkulaði og hugsanlega hollustu þess eru fjölfenólar sem er fjöl- breyttur hópur efna sem finna má víða í jurtaríkinu og í rauðvíni svo eitthvað sé nefnt. Þessi efni finnast einnig í kakó- baunum en vegna andoxunareiginleika þeirra geta þau haft hjartaverndandi áhrif öfugt við mettuðu fituna sem einn- ig er í súkkulaði. Dökkt súkkulaði inni- heldur meira af fenólum en rauðvín og því mætti ráðleggja fólki að borða dálít- ið af dökku súkkulaði líkt og stundum er ráðlagt að drekka smá rauðvín. Ljóst er því að súkkulaði hefur sína kosti og galla en líklega er best að leyfa sér að njóta þess en þó á skynsamlegan hátt. Eða eins og orðatiltækið segir, allt er best í hófi. [Heimild: http://www.visindavefur.hi.is] -hs SÚKKULAÐI FYRIR SÁLINA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.