Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 77
ATVINNA
SUNNUDAGUR 13. janúar 2008 3325
ÖFLUGIR OG METNAÐARFULLIR EINSTAKLINGAR ÓSKAST TIL STARFA
HugurAx / Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / www.hugurax.is / Sími 545 1000
Ráðgjafi starfar á viðskiptalausnasviði HugarAx og annast þarfagreiningu, ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu á
Microsoft Dynamics AX viðskiptahugbúnaði. Fjöldi áhugaverðra verkefna eru fyrirliggjandi fyrir bæði ráðgjafa
vörustjórnunarkerfa og fjárhagskerfa.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða sambærilega menntun.
Sérmenntun tengd rekstri og starfsemi fyrirtækja og/eða vörustjórnun æskileg. Einnig er reynsla af notkun viðskiptahugbúnaðar
æskileg.
Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, metnað til árangurs, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi.
RÁÐGJAFAR MICROSOFT DYNAMICS AX
Ráðgjafi
Ef þú hefur áhuga á að hjálpa fyrirtækjum að ná árangri í sínum rekstri þá er hér starf fyrir þig.
Ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar veitir stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf er varðar lykiltölur reksturs og
greiningu og framsetningu upplýsinga til ákvarðanatöku um rekstur fyrirtækja. Hann annast einnig
verkefnastjórn í innleiðingarverkefnum fyrir stjórnendaupplýsingalausnir. Í starfinu fá menn tækifæri til að
kynnast rekstri fjölmargra fyrirtækja og öðlast með því dýrmæta reynslu.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi haldbæra reynslu og þekkingu á sviði viðskipta, reksturs, áætlanagerðar og
upplýsingatækni. Háskólamenntun er skilyrði og framhaldsmenntun kostur.
Áhersla er lögð á sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð, styrk í mannlegum samskiptum og metnað til framkvæmda.
Tæknilegur ráðgjafi
Tæknilegur ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar nýtir nýjustu tækni til að vinna upplýsingar og þekkingu úr
gagnagrunnum fyrirtækja. Hann vinnur með ráðgjöfum, stjórnendum fyrirtækja og öðrum hlutaðeigandi að
því að byggja upp gagnateninga og skýrslur til ákvarðanatöku, greiningar o.s.frv.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi haldbæra reynslu og þekkingu á sviði upplýsingatækni og hafi innsýn í viðskipti og rekstur.
Háskólamenntun er skilyrði og framhaldsmenntun kostur.
Áhersla er lögð á sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð, brennandi áhuga á viðfangsefninu og styrk í mannlegum samskiptum.
SÉRFRÆÐINGAR Á SVIÐI VIÐSKIPTAGREINDAR OG STJÓRNENDAUPPLÝSINGA
HugurAx er eitt af leiðandi
fyrirtækjum landsins á
sviði hugbúnaðargerðar,
hugbúnaðarþróunar og
innleiðinga hugbúnaðarlausna.
Markmið HugarAx er að
vera öflugur samstarfsaðili
fyrirtækja sem vilja ná árangri,
viðskiptavinir okkar eru um
4.000 talsins, þar á meðal
mörg af stærstu og öflugustu
fyrirtækjum landsins.
Hjá HugAx starfa nú yfir 130
starfsmenn. Við bjóðum
upp á eftirsóknarverðan og
skemmtilegan vinnustað, þar
sem geta starfsmanna, þekking
og hæfileikar fá að njóta sín.
–
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar nk. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ína Björk Hannesdóttir í síma 545 1000. Umsóknir
skal senda á atvinna@hugurax.is. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
–
–