Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 93

Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 93
HOLLT & GOTTÞRÍR LYSTUGIR AÐALRÉTTIR matur 39 KJÚKLINGUR 5-600 g kjúklingabringur eða lundir 1 dl ólívuolía 1/2 dl sojasósa, til dæmis Tamari-sósa 1 cm fersk engiferrót 1/2-1 rautt chili Kljúfið bringurnar í tvennt. Setjið olíu og sojasósu í skál, flysjið og rífið engiferrótina og saxið chili-ið og blandið vel saman við. Setjið kjúklinginn út í og passið að marineringin þeki kjötið vel. Látið kjötið standa í mariner- ingunni við stofuhita í um það bil klukkutíma. Steikið á pönnu eða í ofni. Þeir sem vilja ekki sterkan mat taka fræin úr piparnum. SALAT Einn poki af góðu lífrænu salati, til dæmis rucola eða spínat 1 stk. avocado 1/2 mango 1/2 paprika Hnetur og fræ eftir smekk DRESSING 1msk. vínedik 1 tsk. Dijon-sinnep 2 msk. ólívuolía Blandið saman vínediki og sinnepi og hellið olíunni í mjórri bunu og hrærið vel á meðan. Hellið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Borið fram með góðu grófu brauði. Sigríður notar lífrænt ræktað hráefni. Rétturinn er fyrir fjóra. CHILI-KJÚKLINGUR MEÐ SALATI Sigríður Hilmarsdóttir, móttökustjóri hjá Grand Spa, var orðin öryrki út af bakveiki. Með breyttum lífsháttum náði hún fullum bata og í dag hugsar hún vel um mataræði og líkamsrækt. „Ég hef alltaf hugsað um heilsuna og verið í íþróttum. Síðan veiktist ég í baki, þurfti að fara í skurðaðgerð og varð öryrki. Batinn kom hægt og rólega, aðallega vegna þess að ég breytti um mataræði og fór að stunda reglu- bundna líkamsrækt,“ segir Sigríður, sem er alltaf köll- uð Sigga. Hún segist fyrst hafa orðið meðvituð um mataræði á seinni árum og í dag hlustar hún vel á líkamann. „Allt er gott í hófi, en þó sneiði ég hjá svínakjöti og mjólkurvör- um, einfaldlega að því að það fer illa í mig,“ segir Sigga sem borðar mikið ávexti og grænt, sérstaklega eftir hátíðarnar. „Ég fann að mér leið öðruvísi eftir jólin. Maður er smátíma að ná sér og þá fer ég bara í ræktina og drekk vatn,“ segir Sigga sem á tvo stráka sem eru ekki á sama máli um sætindi. „Eldri strákurinn minn sem er sjö ára borðar mjög lítið sælgæti og drekkur nánast ekki gos. Ég reyndi að halda honum frá sykri og sætindum en í dag hefur hann tekið sjálfstæða ákvörð- un. Sá yngri er meira fyrir sætindi og kannski af því að hann vandist öðruvísi mataræði þar sem hann var í dag- vist,“ útskýrir Sigga. Sjálf leyfir hún sér sætindi stöku sinnum og reynir að hugsa að flest sé gott í hófi. Chili- kjúklingurinn sem Sigga býður lesendum upp á hefur vakið mikla lukku á heimilinu og hún segist reyna að hafa kjúkling einu til tvisvar sinnum í viku, fisk tvisvar í viku, og síðan ýmist kjöt eða pasta sem er alltaf úr heil- hveiti. -rh BORGAR SIG Meðvitað mataræði og líkamsrækt áttu stóran þátt í bata Siggu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Góð salatsósa gerir gæfumuninn. Chili-kjúklingurinn hefur vakið mikla lukku á heimili Siggu. Uppskriftin kemur frá Unni yfirþjálfara á Grand Spa. að hlusta á líkamann A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.