Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 93
HOLLT & GOTTÞRÍR LYSTUGIR AÐALRÉTTIR
matur 39
KJÚKLINGUR
5-600 g kjúklingabringur eða
lundir
1 dl ólívuolía
1/2 dl sojasósa, til dæmis
Tamari-sósa
1 cm fersk engiferrót
1/2-1 rautt chili
Kljúfið bringurnar í tvennt.
Setjið olíu og sojasósu í skál,
flysjið og rífið engiferrótina og
saxið chili-ið og blandið vel
saman við.
Setjið kjúklinginn út í og passið
að marineringin þeki kjötið vel.
Látið kjötið standa í mariner-
ingunni við stofuhita í um það
bil klukkutíma.
Steikið á pönnu eða í ofni. Þeir
sem vilja ekki sterkan mat taka
fræin úr piparnum.
SALAT
Einn poki af góðu lífrænu
salati, til dæmis rucola eða
spínat
1 stk. avocado
1/2 mango
1/2 paprika
Hnetur og fræ eftir smekk
DRESSING
1msk. vínedik
1 tsk. Dijon-sinnep
2 msk. ólívuolía
Blandið saman vínediki og
sinnepi og hellið olíunni í
mjórri bunu og hrærið vel á
meðan.
Hellið yfir salatið rétt áður en
það er borið fram.
Borið fram með góðu grófu
brauði. Sigríður notar lífrænt
ræktað hráefni. Rétturinn er
fyrir fjóra.
CHILI-KJÚKLINGUR MEÐ SALATI
Sigríður Hilmarsdóttir, móttökustjóri hjá Grand Spa, var orðin öryrki út af bakveiki. Með breyttum lífsháttum náði hún fullum bata og í dag hugsar
hún vel um mataræði og líkamsrækt.
„Ég hef alltaf hugsað um heilsuna og verið í íþróttum.
Síðan veiktist ég í baki, þurfti að fara í skurðaðgerð og
varð öryrki. Batinn kom hægt og rólega, aðallega vegna
þess að ég breytti um mataræði og fór að stunda reglu-
bundna líkamsrækt,“ segir Sigríður, sem er alltaf köll-
uð Sigga.
Hún segist fyrst hafa orðið meðvituð um mataræði á
seinni árum og í dag hlustar hún vel á líkamann. „Allt er
gott í hófi, en þó sneiði ég hjá svínakjöti og mjólkurvör-
um, einfaldlega að því að það fer illa í mig,“ segir Sigga
sem borðar mikið ávexti og grænt, sérstaklega eftir
hátíðarnar. „Ég fann að mér leið öðruvísi eftir jólin.
Maður er smátíma að ná sér og þá fer ég bara í ræktina
og drekk vatn,“ segir Sigga sem á tvo stráka sem eru
ekki á sama máli um sætindi. „Eldri strákurinn minn
sem er sjö ára borðar mjög lítið sælgæti og drekkur
nánast ekki gos. Ég reyndi að halda honum frá sykri og
sætindum en í dag hefur hann tekið sjálfstæða ákvörð-
un. Sá yngri er meira fyrir sætindi og kannski af því að
hann vandist öðruvísi mataræði þar sem hann var í dag-
vist,“ útskýrir Sigga. Sjálf leyfir hún sér sætindi stöku
sinnum og reynir að hugsa að flest sé gott í hófi. Chili-
kjúklingurinn sem Sigga býður lesendum upp á hefur
vakið mikla lukku á heimilinu og hún segist reyna að
hafa kjúkling einu til tvisvar sinnum í viku, fisk tvisvar
í viku, og síðan ýmist kjöt eða pasta sem er alltaf úr heil-
hveiti. -rh
BORGAR SIG
Meðvitað mataræði og líkamsrækt
áttu stóran þátt í bata Siggu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Góð salatsósa gerir
gæfumuninn.
Chili-kjúklingurinn hefur vakið mikla
lukku á heimili Siggu. Uppskriftin kemur
frá Unni yfirþjálfara á Grand Spa.
að hlusta á líkamann
A