Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 94

Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 94
10 matur Samlokur eru ekki bara skyndibiti. Ég hugsaði þessar sam- lokur þannig að þær hentuðu sem fallegur kvöldverður fyrir fjöl- skylduna. Þá er um að gera að loka þeim ekki alveg þannig að þú sjáir hvað er á milli. Þá verða þær girnilegri,“ segir Marentza. Sniðugt er að bjóða upp á svona samlok- ur í veislum. „Það er til dæmis hægt að bjóða til sín gestum á laugardagskvöldi og hafa á boðstólum flottar samlokur. Samlok- ur þurfa ekki að vera hversdagslegar og hráefnið er allt hægt að hafa tilbúið tíman- lega.“ Það er ágætt að hafa í huga ef útbúa skal gómsæta máltíð á stuttum tíma. „Þá er bara hægt að hafa þetta tilbúið í góðum brauðkassa eða undir plasti,“ útskýrir Mar- entza sem útbýr oft samlokur af þessu tagi sem hádegisverð á laugardegi. „Fólk má gjarnan breyta aðeins til. Það er líka gaman að bjóða fólki í samloku og öl en það er mikil stemning í því. Öl og snafs með smurðu brauði er klassík,“ segir Marentza kímin og heldur áfram: „Svo er líka gaman að smyrja fyrir krakkana sína og setjast niður með fallegt smurt brauð. Þá eru sam- lokur einfaldar og eitthvað sem allir geta gert.“ Samlokurnar sem hér gefur að líta eru ekki einungis fallegar heldur hollar líka. „Ég nota mjög lítið majónes og hráefnið er næringarríkt,“ segir Marentza. Nota má hvernig brauð sem er í samlokur og einnig er ýmist hægt að hafa þær heitar eða kald- ar. „Möguleikarnir eru nær óþrjótandi. Hægt er að nota speltbrauð, grófkorna- brauð, nan-brauð og fleira og svo má rista annan hlutann en ekki hinn. Kosturinn við það að leggja brauðið hálft yfir er að þá er auðvelt að fjarlægja annan helminginn því sumir vilja ekki mikið brauð,“ útskýrir Marentza sem smyr oft samlokur fyrir gesti. „Mér finnst þetta líka stundum vera tengt árstíðum. Þegar fer að birta til þá nennir maður síður að eyða miklum tíma við eldavélina og það getur verið sniðugt að vera búinn að matreiða fyrirfram þegar maður fær gesti sem maður sér sjaldan. Það er skemmtilegra að eyða tímanum með gestunum en í eldamennskuna og þá geta samlokur komið sér vel,“ segir Marentza. Ef einhverjir hafa áhuga á að kynna sér frekar listina við að útbúa girnilegt smur- brauð og samlokur þá er Marentza með námskeið á vegum Sæmundar fróða í Hótel- og veitingaskólanum í Kópavogi. Þar má kynna sér nýjar hugmyndir og undirstöðuatriði í smurbrauðs- og sam- lokugerð og henta námskeiðin jafnt fag- fólki sem áhugamönnum. -hs Freistandi Marentza býður oft upp á samlokur og öl þegar hún fær gesti. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SAMLOKA MEÐ GÆSALIFRARKÆFU 2 sneiðar pálmabrauð eða annað sambærilegt 1 grænt epli 3 sneiðar gæsalifrarkæfa (Jensens Gönse-Páté) klettasalat rifsberjasulta granateplafræ smjör til að smyrja með olía og sykur Skrælið og kjarnhreinsið eplið og skerið í báta. Hitið olíu á pönnu og setjið eplin á pönnuna og veltið þeim upp úr olíunni. Stráið um það bil 1 teskeið af sykri yfir eplin, brúnið þau aðeins og kælið. Smyrjið brauð- sneiðarnar með smjöri (það má líka rista brauðið). Setjið svolítið af klettasalati á brauðsneið- ina. Eplabátunum er raðað ofan á klettasalatið, því næst gæsalifrarkæf- unni, sultu og granat - eplafræjum. Þá er hin brauðsneiðin sett ofan á eða lögð létt upp að brauðinu. SAMLOKA MEÐ RISARÆKJUM OG SPERGLI eitt nan-brauð skorið til helminga 4 risarækjur, skelhreins- aðar olía til steikingar smá fínsöxuð steinselja salt pipar 3 stk. grænn spergill, ferskur Lambhagasalat SÓSA: ½ dl sýrður rjómi 18% ½ dl majónes 1 tsk. Dijon-sinnep, má gjarnan vera með kornum 1 msk. sítrónusafi ½ pressað hvítlauksrif 1 msk. fínsöxuð stein- selja 1 msk. fínsöxuð basilíka salt og pipar Setjið olíu á pönnu og hitið aðeins. Veltið risarækjunum upp úr olíunni. Stráið fínsöxuðu steinseljunni yfir rækjurnar og veltið þeim upp úr blöndunni. Steikið áfram þar til rækjurnar eru rauðlitar báðum megin. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Setjið smá salt út í vatnið. Hreinsið spergilinn og setjið hann í pottinn og sjóðið í tvær mínútur eða þar til hann er farinn að linast. Takið hann upp úr pottinum og setjið hann strax undir kalt vatn svo hann haldi ekki áfram að sjóða. Blandið öllu hráefninu fyrir sósuna saman og látið hana standa aðeins í kæli. Leggið eitt salatblað ofan á nan-brauðið, eina matskeið af sósunni ofan á salatið og raðið risarækjunum ofan á sósuna og spergli ofan á rækjurnar. Skreytið með basilíku. Þá er hinn helmingurinn af nan- brauðinu lagður ofan á þannig að vel sjáist í það sem er á milli. SAMLOKA MEÐ KJÚKLINGABRINGU OG SERRÍSOÐNUM SKALOTTULAUK 2 heilhveitibrauðsneiðar smjör til að smyrja með 100 g skalottulaukur 1 msk. rúsínur nálar af einum rósmarín- kvisti 3 msk. sérrí 1 kjúklingabringa 3 sneiðar pepperoni klettasalat 1 tsk. sítrónuolía eða önnur góð olía ½ tsk. sérríedik eða hvítvínsedik salt pipar Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið smjörpappír í eldfast mót. Skerið skalottulaukinn í báta og setjið hann í eldfasta mótið ásamt rúsínunum og hellið sérríinu yfir. Fíns- axið rósmarínnálarnar og veltið þeim saman við ásamt smá salti og pipar. Setjið kjúklingabringuna ofan á laukinn og rúsínurnar og kryddið með salti og pipar. Steikið í miðjum ofninum í 20 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna. Setjið pepperoni-sneiðarnar í ofninn á rist og þurrkið í sex mínútur og kælið. Ristið brauðsneiðarnar og smyrjið með smjöri. Hrærið saman olíu og ediki, veltið klettasalatinu upp úr því og setjið salatið á brauðsneiðina. Setjið síðan lauk og rúsínur ofan á salatið, skerið kjúklingabringuna í frekar þykkar sneiðar og raðið þeim ofan á laukinn. Pepperoni-sneiðarnar eru settar ofan á kjúklinga- sneiðarnar og skreytt með graslauk (má sleppa). Síðan er hin brauðsneiðin sett ofan á aðeins til SAMLOKUUPPSKRIFTIR HOLLT &GOTT! 1 3 2 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A U Ð U N N 1. Matarmikil samloka með kjúklingabringu og sérrísoðnum skalottulauk. 2. Létt og girnileg samloka með risarækjum og spergli. 3. Sparileg samloka með gæsalifrarkæfu. SÆLKERA- SAMLOKUR Samlokur þurfa ekki að vera hversdagslegar heldur má útbúa þær þannig að þær sómi sér vel í matarboði og öðrum veislum. Mar- entza Poulsen útbjó fyrir okkur þrenns konar girnilegar samlokur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.