Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 98
N A N N A R Ö G N V A L D A R D Ó T T I R S K R I F A R M A T A R H U G L E I Ð I N G A R 14 matur Mér finnst vel hægt að halda því fram að fiskur sé hinn eini sanni skyndibiti. Að minnsta kosti örugg- lega einn sá hollasti. Svo mikið er víst að hann er yfirleitt fljóteldaður. Hér áður fyrr var fiskur reyndar oft soðinn eða steiktur allt of lengi – ég hef oft séð eða heyrt fólk halda því fram að fisk eigi að sjóða eins lengi og kartöflurnar, 15-20 mín- útur og jafnvel lengur, og þá er oft átt við bullsuðu. Sannleikurinn er auðvitað sá að fisk er best að elda sem styst – bara þar til hann er rétt eldaður í gegn – og þegar hann er soðinn í vatni er best að hafa vatnið neðan við suðumark, eða láta suðuna koma upp, slökkva undir pottinum og láta fiskinn standa í soðinu í nokkrar mínútur. Þannig fæst safaríkur og góður fiskur á nokkrum mínútum. Þegar fiskur er eldaður í ofni er aftur á móti ekki endilega best að hafa hitann vægan og eldunartímann langan eins og oft er gert við kjöt, einkum seigari bitana. Það er nefnilega gert til að bandvefurinn leysist smátt og smátt upp en í fiski er afar lítið um bandvef og því hentar vel að elda fiskinn við háan hita í stuttan tíma. Lengri eldunartími er líka valkostur en þá þarf að gæta þess vel að fiskurinn þorni ekki. Grillsteiking er aftur á móti í flestum til- vikum einkar hentug matreiðsluaðferð fyrir fisk og þótt yfirleitt sé gott að setja hann á útigrillið þegar viðrar til þess er eiginlega enn betra að grilla hann í ofni. Grillið er enga stund að hitna, fiskinn má bara setja á bökunarplötu, hann er fljótur að grillast í gegn og yfirleitt er engin þörf á að snúa honum – og það er lítil þörf á feiti, a.m.k. þegar verið er að grilla feitari fiskana (þessa sem eru troðfullir af hollu Omega 3-sýrunum). Erfiðast er að vita hvenær fiskurinn er hæfilega eldaður. Ef hann er grillaður of lengi verður hann þurr en hann má heldur ekki vera hrár í miðju. Öruggast er að stinga hnífsoddi í hann og skoða í sárið; ef hann er enn gljáandi og eins og hálfglær í miðju þarf hann ögn lengri tíma, ef hann losnar auðveldlega í flögur og virðist ógegnsær er hann tilbúinn. Þess vegna er alltaf best að bitarnir séu sem jafnastir að þykkt og ef maður er með mis- þykka bita eða heil flök er oft gott að brjóta upp á þynnstu hlutana til að þeir verði álíka þykkir og hitt. Oft er „kanadíska reglan“ svokall- aða höfð sem þumal- fingursregla en hún segir að elda eigi fisk í 10 mínútur fyrir hverja 2,5 cm í þykkt (miðað við þykkasta hluta hans). Og þetta er góð regla – fyrir fisk sem er 2,5 cm á þykkt eða þar um bil. Þunn flök þurfa meira en helmingi styttri tíma, ekki síst við háan hita, 5 cm þykkir fiskar meira en tvöfalt lengri. Þeir fara þó sennilega ekki undir ofngrillið (annað mál með útigrillið) en þunn flök henta þar sér- lega vel. Best er þó að hafa þau ekki alltof nálægt grillristinni; 10-15 cm frá henni er yfirleitt hæfilegt. Í uppskriftinni sem hér kemur eru notuð flök, 1-2 cm á þykkt og stirtlan þá e.t.v. brotin inn undir flakið til að jafna þykkt- ina. Grænmetið sem dreift er yfir er bæði til að bragðbæta fiskinn og hlífa honum en þótt þekjan sé ekki þykk lengir hún grilltímann dálítið og það má því gera ráð fyrir 7-8 mínútum undir grillinu. Grænmetið á að brenna aðeins á jöðrunum en ef það virðist ætla að dökkna um of má breiða álpappír lauslega yfir eða færa plötuna einni rim neðar í ofn- inum. OFNGRILLAÐUR FISKUR MEÐ GRÆNMETISÁBREIÐU Ég hef notað rauðsprettu, þorsk og bleikju í þennan rétt og það kom allt vel út. Steinbít- ur væri líka góður, svo og smálúða. Það má nota ýsu en þá væri e.t.v. gott að bæta við svolítilli olíu af því að ýsan er svo magur fiskur. 700-800 g fiskflök, beinhreinsuð, t.d. rauðspretta, þorskur eða silungur pipar salt 2 msk. ólívuolía 2-3 msk paprikumauk (capsicum tapenade) 300 g tómatar, vel þroskaðir 150 g sveppir ½ gul paprika 3-4 vorlaukar 2 msk. sojasósa Hitaðu grillið í ofninum og breiddu álpappír í ofnskúffu eða á bökunarplötu. Kryddaðu fiskinn með svolitlum pipar og salti og skerðu hann e.t.v. í stykki. Penslaðu álpappírinn með 1 msk. af olíu og leggðu fiskinn á hann. Smyrðu paprikumauki ofan á flökin. Skerðu tómatana í tvennt, skafðu úr þeim fræin og skerðu svo tómatkjötið í bita, ásamt sveppum, papriku og vorlauk. Blandaðu grænmetinu saman í skál, kryddaðu með svolitlum pipar og hrærðu sojasósu og 1 msk. af olíu saman við. Dreifðu grænmetis- blöndunni jafnt á fiskinn og grillaðu hann svo í 10-15 cm fjarlægð frá ristinni í 7-8 mínútur, eða þar til hann er rétt steiktur í gegn. Það er auðvitað hægt að hafa eitthvert hefðbundið meðlæti með en mér finnst krydduð sætukartöflustappa – í þessu tilviki blönduð gulrófum – eiga einkar vel við: SÆTUKARTÖFLU- OG RÓFUSTAPPA 450 g sætar kartöflur 400 g gulrófur ½ tsk kummin (eða engiferduft) pipar salt skvetta af appelsínusafa (eða kartöflu- soði) Flysjaðu kartöflur og rófur, skerðu þær í bita og sjóddu í léttsöltuðu vatni þar til þær eru vel meyrar. Helltu þá vatninu af þeim (geymdu e.t.v. svolitla skvettu) og stappaðu þær svo. Gjarna frekar gróft, það er ekki verra að stappan sé svolítið flekkótt. Kryddaðu þær með kummini eða engifer, pipar og salti og þynntu stöppuna eftir þörfum með appelsínusafa eða soði. Fiskur - alvöru skyndibiti ÞRÍR FRAKKAR HJÁ ÚLFARI RESTAURANT Baldursgata 14 • 101 Reykjavík Sími 552 3939 • Netfang: frakkar@islandia.is Borðapantanir í síma 552 39 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.