Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 101

Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 101
SUNNUDAGUR 13. janúar 2008 21 BRUNI ÁSAMT TÓNLISTARMANNINUM ERIC CLAPTON Á LEIÐ Í AFMÆLI ROKKARANS BILL WYMAN ÁRIÐ 1989 BRUNI ÁSAMT LÖGGFRÆÐINGNUM ARNO KLARSFELD ÁRIÐ 1994, EN KLARSFELD HEFUR ÖÐLAST FRÆGÐ FYRIR AÐ SÆKJA FYRRVERANDI NASISTA TIL SAKA OG HEFUR UNNIÐ Í VERKEFNUM FYRIR NICOLAS SARKOZY Ég er ekki viss um að Bruni hafi áhuga á því að vera forsetafrú. Þá yrði hún ekki stjarnan lengur, hún yrði bara „eiginkonan“. fangin af syni hans, heimspeki- prófessornum Raphael Enthoven. Það ástarsamband leiddi til skiln- aðar Enthovens hins yngri og konu hans Justine Lévy, sem er vinsæll rithöfundur í Frakklandi. Lévy skrifaði bók í kjölfarið sem kallað- ist „Rien de grave“ ( Ekkert alvar- legt) og lýsir nákvæmlega því sem gerðist þegar Bruni ( nefnd Paula í bókinni) „stal“ manninum henn- ar. Paulu þessari er lýst sem skor- dýrinu beiðu sem gengur um með bros eins og „Terminator“-karakt- erinn úr samnefndri mynd með Arnold Schwarzenegger. Bruni giftist svo Enthoven yngri og eign- aðist með honum soninn Aurélien árið 2001, en þau skildu að skipt- um skömmu síðar. Aðhyllist fjöllyndi Árið 1997 sneri Bruni sér hins vegar alfarið að tónlistinni og sagði skilið við fyrirsætustarfið. Plata hennar „ Quelqu‘un m‘a dit“ (Einhver sagði mér) naut mikilla vinsælda í Evrópu og hún var lofuð fyrir látlausan söng og gítar- leik og fallega skrifaða texta. Lög hennar hafa verið notuð í nokkr- um kvikmyndum og í auglýsingu fyrir tískukeðjuna H&M, og nýja platan hennar „No Promises“ skartar ljóðum eftir Yeats, Emily Dickinson, Auden, Dorothy Par- ker og Christinu Rossetti. Vinsælt myndband með Bruni af plötunni „Quelqu‘un m‘a dit“ má finna á YouTube. Hún er síður en svo að einblína á samband sitt við forset- ann heldur vinnur hörðum hönd- um að nýrri plötu sem á að koma út síðar á árinu og inniheldur að sögn franskra fjölmiðla, ýmis ást- arljóð. Í desember var Bruni mynduð ásamt forsetanum Nicol- as Sarkozy í Disneylandi í París og nú í janúar í fríi með forsetanum í Egyptalandi og Jórdaníu. Eldri kynslóðir Frakka fordæmdu þessa opinberun á ást forsetans í fjöl- miðlum og kölluðu hana smekk- lausa. Sarkozy sagði á blaða- mannafundi 8. janúar að sambandið væri alvarlegt. „Mér er alvara með Cörlu. Það eru mikl- ar líkur á að þið heyrið um brúð- kaupið þegar það er þegar yfir- staðið.“ Fyrrverandi kona Sarkozys, Cecilia, sem margir segja að sé furðulega keimlík Cörlu Bruni í útliti vandar hvorki fyrrverandi manni sínum né Bruni kveðjurnar í nýrri viðtalsbók eftir blaðakon- una Önnu Bitton. „Hann þarf allt- af að hafa sætar ungar konur í kringum sig til þess að honum líði vel,“ segir hún auk þess að kalla hann nískan og óhæfan í starfi. Nú hefur Cecilia dregið þessar yfir- lýsingar til baka og segir þær upp- spuna hjá blaðakonunni, og er að reyna að fá lögbann á bókina. Ekki er enn ljóst hvort tekst að hindra útgáfu hennar sem er áætluð á fimmtudaginn. Nýjustu slúður- fregnir frá Frakklandi hermdu á föstudag að Carla Bruni væri ólétt. Stjórnmálaskýrandinn Christine Clerc sagði í frönsku pressunni í vikunni: „ Ég er ekki viss um að Bruni hafi áhuga á því að vera for- setafrú. Þá yrði hún ekki stjarnan lengur, hún yrði bara „eiginkon- an“. Hún yrði einnig að verða ákveðin ásýnd Frakklands og Frakkar myndu krefjast þess að hún yrði meira en einungis glæsi- legasta konan á svæðinu.“ Vonandi er hinni fögru og hæfi- leikaríku ítölsku konu jafn mikil alvara með sambandinu og forset- anum, en eftir henni eru höfð þessi fleygu orð: „Stundum er ég trú einum manni en ég aðhyllist fjöl- lyndi í ástum.“ ➜ FYRRVERANDI ELSKHUGAR Carla Bruni á hátindi fyrirsætuferils síns en á þessum tíma var hún orðuð við marga fræga og ríka menn. BRUNI ÁSAMT LEIKARANUM VINCENT PEREZ I PARÍS ÁRIÐ 1993. Gítarnámskeið fyrir alla! VORNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í FEBRÚAR Námskeiðin hefjast í febrúar. Kennt verður í Kópavogi og Grafarvogi í Snælands- og Foldaskóla eftir að venjulegum skólatíma líkur. Skráningar á heimasíðunni www.tonvinnsluskoli.is eða í síma 534 9090 Sponsored Digidesign School Gítarnámskeið fyrir byrjendur Viltu vera stjarnan í partýinu eða geta spilað lag fyrir ástina þína? Langar þig kannski bara að stofna rokkhljómsveit? Þetta námskeið er kjörinn byrjunarreitur. Kennsla fer fram í hóptímum þar sem raðað er niður eftir stöðu hvers og eins. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri undirstöðu- atriði gítarleiks og kunni helstu gítargripin. Lengd námskeiðs: 12 vikur Aldur: Fyrir alla aldurshópa Fyrir þá sem vilja læra meira Við bjóðum lengra komnum gítarleikurum upp á einka- kennslu þar sem farið er nánar í tækniatriði, hljóm- fræði og kenndar upphafs- línur og þekkt sóló úr lögum flytjenda á borð við Metallica, Led Zeppelin, Nirvana o.fl. Uppbygging gítarsólóa og notkun skala er kennd í bland við skemmtileg gítar-"trix". Farið verður í mismunandi “karakter”-tegundir gítara og gítarmagnara og notkun þeirra í hljóðverum. Námskeiðinu lýkur með upptökum í hljóðveri. Lengd námskeiðs: 12 einkatímar Aldur: Fyrir alla aldurshópa ATH: Nú er hægt að nota Frístundakortin til að greiða niður námskeið hjá Tónvinnsluskólanum* *Nánari upplýsingar á www.itr.is um möguleika Frístundakortsins 25.000 kr. niðurgreiðsla fyrir þá sem geta notað Frístundakort ÍTR*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.