Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 104
24 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR menning@frettabladid.is Rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir og verk hennar verða í brennidepli á Rás 1 næstu sunnudagseftirmiðdaga. Jórunn Sigurðardóttir bókmenntafræðingur ríður á vaðið í dag kl. 15 með klukkustundarkynningu á Kristínu og verkum hennar, en næstu þrjá sunnudaga verður höfundarverk hennar kynnt nánar með upplestrum úr bókum hennar. Þá mun barna- og fjölskylduþátturinn Leynifélagið sem þær Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir standa fyrir helga Kristínu þátt sinn á sprengidaginn, 5. febrúar. Rúsínan í pylsuendanum er síðan frum- flutningur á leikgerð Jóns Hjartar- sonar á verðlaunasögu hennar, Engill í vesturbænum, í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur þann 10. og 17. febrúar. . Kristín er þjóðkunn af verkum sínum fyrir börn og fullorðna. Hún er margverðlaunuð og hlaut síðast viðurkenn- ingu rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Engill í vesturbænum hlaut á sínum tíma Barnabókaverð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur og Norrænu barnabókaverðlaunin. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrár helgaðar Kristínu á vef ríkisútvarpsins, www.ruv.is. - pbb Kammermúsíkklúbburinn stendur fyrir athyglisverð- um tónleikum í Bústaða- kirkju kl. 20 í kvöld. Þar kemur fram fríður flokkur ungs og upprennandi tón- listarfólks og flytur tónlist eftir Schumann, Brahms og Bartók. Uppselt er á tón- leikana, en þar sem aðsókn að þeim hefur verið svo mikil hefur verið ákveðið að endurflytja þá annað kvöld kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Flytjendur á tónleikunum eru þau Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari, Ari Þór Vilhjálmsson, Elfa Rún Kristinsdóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikar- ar, Þórarinn Már Baldursson víóluleikari, Margrét Árnadóttir sellóleikari og Grímur Helgason klarínettu leikari. „Kammermúsíkklúbburinn fékk Víking til þess að setja saman efnisskrána og velja tón- listarfólkið sem kemur fram og hann valdi svona vel,“ segir Ari Þór um tilurð tónleikanna. „Æfingaferlið fyrir tónleikana hefur verið ánægjulegt, enda er þetta góður hópur fólks og svo eru verkin svo skemmtilega ólík. Schumann er léttur og leikandi og Brahms er þyngri og svo er allt annar stíll á verkinu eftir Bar- tók.“ Fyrir níu árum hélt hópur tíu lengra kominna nemenda Tónlist- arskólans í Reykjavík tónleika á vegum Kammermúsíkklúbbsins. Af þessum tíu manna hópi eru þrjú, þau Ari Þór, Víkingur og Margrét, sem taka þátt í tónleik- unum í kvöld. Ari Þór segist ánægður með að fá tækifæri til að leika á ný með sínum gömlu skólafélögum. „Við erum eðlilega öll á allt öðrum stað í lífinu nú en við vorum þá og mikið hefur gengið á. Á árunum sem hafa liðið höfum við öll farið í nám erlendis og náttúrulega tekið framförum og breyst sem tónlistarmenn. En það er virkilega gaman að leika með þessum hópi og sjá hversu mikill metnaður þrífst hjá ungu tónlistarfólki. Enda fer fólk vart út í það að leggja fyrir sig tónlist ef metnaður og löngun til að skara fram úr er ekki til staðar.“ Sjálfur hefur Ari Þór verið við nám erlendis undanfarin sex ár, en hefur jafnframt tekið sér einn vetur í að leika með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hann er við það að ljúka meistaranámi í fiðlu- leik frá Northwestern University í Chicago í Bandaríkjunum og segist gera ráð fyrir því að koma heim til Íslands að námi loknu. „Ég mun leika áfram með Sinfón- íuhljómsveitinni þegar ég hef lokið námi mínu. Það er að sjálf- sögðu algjör draumastaða fyrir ungan hljóðfæraleikara og ég lít framtíðina því björtum augum,“ segir Ari Þór að lokum. Miða á tónleikana annað kvöld má nálgast í miðasölu Salarins. vigdis@frettabladid.is Framtíðin er björt BÓKMENNTIR Kristín Steinsdóttir rithöfundur. Kristín heiðruð Kl. 15 Leiðsögn fer fram kl. 15 í dag um sýningu Birgis Snæbjörns Birgissonar, „Ljóshærð Ungfrú Heimur 1951“ sem er til sýnis á Kjarvalsstöðum, en á henni má sjá andlitsmyndir af sigurvegurum keppninnar um fegursta fljóð veraldar frá árinu 1951 til dagsins í dag. Vert er að benda á að sýningunni lýkur í dag. UNGT TÓNLISTARFÓLK Hópurinn sem kemur fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbs- ins í kvöld og á morgun. Á myndina vantar þó Grím Helgason. Gítarnámskeið Hefst 21. janúar 12 vikur - 40 mínútna tímar - 1 sinni í viku Einkatímar: kr. 47.000- Geisladiskur með upptöku nemanda í lok námskeiðs. Hóptímar fyrir 6-9 ára: kr. 35.000- Gítarskólinn er aðili að frístundakorti Í.T.R. www.itr.is Öll stílbrigði ! Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna Gítarkennsla er okkar fag ! Gítarskóli Íslands Síðumúla 29 Sími 581-1281 gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is 11. janúar 19. janúar 25. janúar Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.