Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 110

Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 110
30 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabla- Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Boltinn er hjá okkur 7.–9. mars Liverpool – Newcastle 73.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 14.–16. mars West Ham – Blackburn 51.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 21.–23. mars Chelsea – Arsenal 79.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 4 DAGAR Í EM Í HANDBOLTA HANDBOLTI Ísland mætir Tékklandi í fyrri æfingaleik liðanna fyrir Evrópumótið í handbolta í Laugar- dalshöll í dag kl. 16.00 en seinni leikurinn fer fram á mánudag kl. 19.30. Alfreð Gíslason landsliðs- þjálfari ætlar ekki að vera með neinar sérstakar áherslur í leikj- unum, heldur vonast hann til þess að liðið haldi áfram að bæta alhliða leik sinn. Nú styttist í Evrópumótið í handbolta og Alfreð Gíslason væntir þess að íslenska liðið sýni enn betri leik en það gerði á æfingamóti í Danmörku á dögun- um. „Auðvitað vonar maður að liðið haldi áfram að bæta leik sinn, en ég vona líka að þeir leikmenn sem hafa verið að eiga við meiðsli upp á síðkastið geti notað þessa síð- ustu leiki til þess að koma sér af stað á nýjan leik. Sverre Jakobs- son hvílir og útlitið er ekki gott með Arnór Atlason og hann verð- ur líklega ekki með í fyrri leiknum í það minnsta. Jaliesky Garcia og Alexander Petersson verða hins vegar að öllu óbreyttu með, þannig að þetta er smá púsluspil og ég er að bíða eftir því að sjá nákvæm- lega hvaða leikhæfa mannskap ég er með í höndunum,“ sagði Alfreð sem ætlar að halda áfram að þreifa fyrir sér með varnarleik íslenska liðsins eins og hann gerði á æfinga- mótinu í Danmörku. Þá var Guð- jóni Val Sigurðssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni meðal annars stillt upp í miðju varnarinnar. „Ég reikna fastlega með því að halda áfram að spila „aggressíf- ari“ varnarleik enda eigum við örugglega eftir að þurfa að beita þeirri tegund af varnarleik eitt- hvað á Evrópumótinu. Við verðum hvorki með Sverre né Sigfús Sig- urðsson í leiknum þannig að það verða væntanlega ekki margir leikmenn sem geta leyst hlutverk þeirra að „blokkera“ skot og ég mun líklega ekki vera með mann- skap til þess að spila „passífa“ vörn alla Evrópukeppnina. Þetta er því eins og ég segi tækifæri til þess að bæta önnur varnaratriði enn frekar,“ sagði Alfreð sem á von á mjög erfiðum leikjum og jafnframt feikilega góðu prófi fyrir íslenska liðið gegn Tékk- landi. „Tékkar eru með mjög öflugt lið og mikla breidd. Þeir spila sterka vörn, eiga góða markverði og beita öflugum hraðaupphlaupum, þannig að ég á von á erfiðum leikj- um,“ sagði Alfreð og ítrekaði að stuðningur áhorfenda í Laugar- dalshöll skipti miklu máli. „Stuðningur áhorfenda er gríð- arlega mikilvægur og full Laugar- dalshöll væri gott veganesti fyrir Evrópukeppnina,“ sagði Alfreð að lokum. omar@frettabladid.is Full höll gott veganesti Alfreð Gíslason býr nú landslið Íslands undir lokaátökin fyrir alvöruna í Noregi með tveimur æfingaleikjum gegn Tékklandi. Alfreð heldur áfram að þróa varn- arleik liðsins og vonast eftir góðum stuðningi frá áhorfendum í höllinni. VONGÓÐUR Alfreð Gíslason vonast eftir því að landsliðið haldi áfram að bæta leik sinn og ítrekar að stuðningur áhorfenda í Laugardalshöll væri gott veganesti fyrir EM. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Posten-Cup í handbolta: Ísland-Portúgal 32-27 Mörk Íslands: Einar Hólmgeirsson 6 (9), Hannes Jón Jónsson 5/4 (7/4), Sturla Ásgeirsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (5), Arnór Gunnarsson 4 (5), Andri Stefan 4 (8), Heimir Örn Árnason 3 (3), Kári Kristján Kristjánsson 1 (2), Jóhann Gunnar Einarsson 1 (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14 (34/4) 41%, Birkir Ívar Guðmundsson 2 (9/2) 22%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Sturla 2, Heimir). Fiskuð víti: 4 (Kári 3, Arnór). Utan vallar: 4 mínútur. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Íslenska B-lands- liðið lék sinn annan leik á Posten-Cup í gær þegar liðið lagði Portúgali að velli 32- 27 og Kristján Halldórsson, þjálfari liðsins, var sáttur með leikinn en býst við talsvert erfið- ari leik gegn Noregi í dag. Kristján Hall- dórsson er afar sáttur við frammistöðu liðsins í mót- inu hingað til. „Þrátt fyrir að við höfum verið miklir klaufar að tapa gegn mjög sterku ungversku liði í fyrsta leik mótsins, þá náðum við góðum sigri gegn Portúgal. Þetta er frábær reynsla fyrir þessa stráka og þeir eru búnir að standa sig vel og verða seint sakaðir um að leggja sig ekki fram. Margir þeirra líta jafnvel út fyrir að vera búnir að leika marga tugi lands- leikja,“ sagði Kristj- án sem telur jafn- framt að Einar Hólmgeirsson, Sigfús Sigurðs- son og Hannes Jón Jónsson hafi haft mjög gott af þessu móti. „Einar er náttúrulega búinn að skjóta mikið og skora mikið í mótinu og spila margar mínútur og það er einmitt það sem hann þurfti og ég er mjög ánægður með hann. Sigfús spilaði vel í leiknum gegn Ungverjalandi, en ég ákvað að hvíla hann aðeins gegn Portúgal og hafa hann frekar kláran í slaginn gegn Noregi. Við spiluðum 5-1 vörn stóran hluta af leiknum og það gafst bara nokkuð vel og við vorum að fá auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Hann- es nýttist vel í því leikkerfi og er búinn að standa sig mjög vel í mót- inu og hann er fjölhæfur leikmað- ur sem getur leyst mörg hlutverk á vellinum,“ sagði Kristján sem býst við miklum baráttuleik gegn Norðmönnum. „Við ætlum bara að reyna að halda áfram okkar striki og við vitum náttúrulega allt um styrk- leika norska liðsins,“ sagði Kristj- án að lokum. - óþ Íslenska B-landsliðið sigraði Portúgal í gærdag 32-27 á Posten-Cup í Noregi: Frábær reynsla fyrir strákana KLÁR Í SLAGINN Sigfús Sigurðsson verður í eldlínunni gegn Norðmönn- um í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson er allur að koma til eftir að hafa lent í erfiðum veikindum á æfinga- móti í Danmörku á dögunum og tók hann meðal annars þátt í sinni fyrstu æfingu eftir veikindin í gærmorgun. Stefnt er að því að Sverre æfi á ný í dag, en hann mun líklega vera hvíldur í fyrri leik Íslands gegn Tékklandi í dag. „Tíminn mun leiða í ljós í hvernig standi Sverre verður á næstunni, þannig að það er í raun lítið hægt að segja um hans mál að svo stöddu. Það skiptir mestu máli að hann er kominn á ról aftur og við erum bjartsýnir á að hann verði klár fljótt,“ sagði Einar Þorvarðarson fram- kvæmdastjóri HSÍ. - óþ Íslenska handboltalandsliðið: Sverre byrjaður að æfa á ný HARÐJAXL Sverre Jakobsson er lykil- maður í varnarleik íslenska landsliðsins og hann nú kominn á ról aftur eftir veikindi. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Kristján Halldórsson, þjálfari B-landsliðs Íslands, býst við erfiðum leik gegn Norðmönn- um en á ekki von á því að íslensku strákarnir mæti með hálfum huga í leikinn eftir ummæli norska landsliðsþjálfarans um að það væri hneyksli að íslenska liðið hefði ekki sent sitt sterkasta lið til leiks í Posten-Cup. „Gunnar Pettersen, þjálfari Noregs, lét hafa eftir sér að við ættum í raun ekkert heima í þessu móti með B-lið okkar og það er búið að hita menn vel upp fyrir leikinn og ég er viss um að strákarnir ætla að gefa sig alla í verkefnið. Þetta verður vissulega erfitt og Norðmenn eru með svakalega gott lið, en við reynum okkar besta,“ sagði Kristján. - óþ Kristján Halldórsson, þjálfari: Pettersen sá um upphitun ERFITT VERKEFNI Kristján Halldórsson á von á erfiðum leik gegn Norðmönnum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Logi Geirsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Tékklandi í dag í lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópukeppnina í handbolta og hann segir mikla samstöðu vera innan hópsins um að ná langt í keppninni. „Ég er viss um að landsliðið hefur aldrei verið betra, með fullri virðingu fyrir fyrri landsliðum. Við erum með góða breidd og menn eru tiltölulega heilir af meiðslum og þetta lofar því mjög góðu. Við erum sjálfir búnir að setja mikla pressu á liðið og það er bara af hinu góða og það væri hundleiðinlegt að vera að fara í mótið og ætla að reyna að koma eitt- hvað á óvart. Það er ekki hægt að vera væntingarlaus í þessu og við erum ekki að fela neitt og markmiðin eru klár og við förum í alla leiki til að vinna þá, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Logi sem telur landsliðs- hópinn ná mjög vel saman. „Það erum mjög ólíkir persónuleikar í hópnum en þetta passar einhvern veginn mjög vel saman og allir eru sameinaðir um að ná markmiðum liðsins,“ sagði Logi sem fór á kostum í viðtalsþætti nafna síns Loga Bergmanns í þættinum Logi í beinni á Stöð 2 í fyrrakvöld. Logi talaði þar meðal annars um áhuga sinn á viðskiptum og tónlist og var feng- inn til þess að syngja þekkt stuðningsmannalag íslenska landsliðsins í handbolta. „Það kom dálítið flatt upp á mig að þurfa að taka lagið í þættinum, en ég kláraði dæmið og komst vel frá þessu. Ég hef verið að grúska dálítið í tónlist og er í hljóm- sveitinni Be-not og aldei að vita nema að hún eigi eftir að koma saman á Íslandi og vera með tónleika næsta sumar. Ég er svo á öðru ári í viðskiptafræði í fjarnámi frá Bifröst og líkar vel, þó svo að þetta geti verið þungt þegar mikið er að gera í boltanum,“ sagði Logi sem hefur hug á því að láta til sín taka í viðskiptum og tónlist þegar hann hættir í handboltanum. HANDBOLTAKAPPINN LOGI GEIRSSON: SPENNTUR YFIR MÖGULEIKUM ÍSLANDS Á EVRÓPUMÓTINU Í NOREGI Viss um að landsliðið hefur aldrei verið betra > AZ samþykkir boð í Grétar AZ Alkmaar samþykkti tilboð Bolton í íslenska landsliðs- manninn Grétar Rafn Steinsson samkvæmt heimildum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kaupverðið er talið nema um 4,6 milljónum evra eða um 430 milljónum íslenskra króna. Grétar Rafn hefur aldrei farið leynt með áhuga sinn á að leika í ensku úrvals- deildinni og í fyrrasumar voru bæði Newcastle og Middles- brough á eftir honum en tilboðum liðanna var þá neitað. Íslendingurinn Heiðar Helguson leikur með Bolton liðinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.