Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 113

Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 113
SUNNUDAGUR 13. janúar 2008 33 Enska úrvalsdeildin: Arsenal-Birmingham 1-1 1-0 Emmanuel Adebayor (21.), 1-1 Garry O‘ Connor (48.). Aston Villa-Reading 3-1 1-0 John Carew (22.), 2-0 Martin Laursen (55.), 3-0 John Carew (88.), 3-1 James Harper (90.+1.). Everton-Man. City 1-0 1-0 Joleon Lescott (31.). Middlesbrough-Liverpool 1-1 1-0 George Boateng (26.), 1-1 Fernando Torres (71.). West Ham-Fulham 2-1 0-1 Simon Davies (8.), 1-1 Dean Ashton (28.), 2-1 Anton Ferdinand (69.). Chelsea-Tottenham 2-0 1-0 Juliano Belletti (19.), 2-1 Shaun Wright-Phill- ips (81.). Derby-Wigan 0-1 0-1 Antonine Sibierski (82.). Man. Utd.-Newcastle 6-0 1-0 Cristiano Ronaldo (49.), 2-0 Carlos Tevéz (54.), Cristiano Ronaldo (70.), 4-0 Rio Ferdinand (85.), 5-0 Cristiano Ronaldo (88.), 5-0 Carlos Tevéz (90.+1.). Enska 1. deildin: Burnley-Plymouth 1-0 1-0 Robbie Blake (66.). Jóhannes Karl Guðjóns- son var í byrjunarliði Burnley, en var skipt út af í lok leiksins. Skoska bikarkeppnin: Hearts-Motherwell 2-2 1-0 Deividas Cesnauskis (10.), 2-0 Andrius Vel- icka (52.), 2-1 Chris Porter (64.), Chris Porter (78.). Eggert Gunnþór Jónsson sat á varamanna bekk Hearts og tók ekki þátt í leiknum. Celtic-Stirling Albion 3-0 1-0 Jan Vennegoor of Hesselink (37.), 2-0 Scott McDonald (70.), 3-0 Shunsuke Nakamura (75.). Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmanna- hópi Celtic í leiknum. Ítalska úrvalsdeildin: Empoli-Reggina 1-1 0-1 Fabio Ceravolo (2.), 1-1 Luca Saudati (5.). Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Reggina vegna meiðsla. Spænska úrvalsdeildin: Barcelona-Real Murcia 4-0 1-0 Eiður Smári Guðjohnsen (27.), 2-0 Bojan (52.), 3-0 Samuel Eto‘o (77.), 4-0 Samuel Eto‘o (87.). ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, var efstur á óskalista forráða- manna Newcastle um að taka við félaginu eftir að Stóri Sam Allardyce fékk að taka pokann sinn á dögunum. Portsmouth var búið að gefa Redknapp leyfi til þess að tala við Newcastle, en Redknapp ákvað í gær að færa sig ekki um set. „Ég fékk mjög gott tilboð um að stýra frábæru félagi. Ég hef hins vegar ekki hug á að yfirgefa Portsmouth, þar sem ég hef verk að vinna og það hefði ekki verið rétt af mér að ganga í burtu frá hálfkláruðu verki,“ sagði hinn 60 ára gamli Redknapp og Peter Storrie, stjórnarformaður Portsmouth, var ánægður með ákvörðun hans. „Ég var mjög hræddur á tímabili um að Redknapp myndi fara, en að lokum var þetta ekki spurning um peninga heldur metnað Harrys að gera betur með Portsmouth og við erum mjög sáttir með að hann verði áfram. Liðið er búið að taka stór skref á undanförnum árum og nú búum við okkur undir að taka enn stærri skref á næstunni,“ sagði Storrie í samtali við BBC 5. - óþ Harry Redknapp, Portsmouth: Neitaði tilboði Newcastle VERK AÐ VINNA Harry Redknapp vill ná enn betri árangri með Portsmouth á næstu árum og neitaði því boði New- castle. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Chelsea viðhélt pressunni á toppliðin Manchester United og Arsenal þegar liðið sigraði nágranna sína í Tottenham 2-0 á Stamford Bridge í gærdag. Juliano Belletti braut ísinn fyrir Chelsea strax á 18. mínútu með þrumuskoti af löngu færi og Radek Cerny, markvörður Totten- ham, kom engum vörnum við. Varnarmenn Tottenham gáfu Bell- etti of mikið pláss fyrir utan teig- inn og Brasilíumaðurinn Belletti lét ekki segja sér það tvisvar og skoraði glæsilegt mark, sem reyndist vera eina markið í fyrri hálfleik. Tottenham kom ákveðið til leiks í byrjun síðari hálfleiks en náði ekki að koma sér í nógu góð sókn- arfæri. Það lifnaði talsvert yfir leiknum þegar Nicolas Anelka kom af varamannabekknum og hann var nálægt því að auka for- ystu Chelsea eftir hælsendingu Shauns Wright-Phillips en Cerny varði vel í marki Tottenham. Það var svo Wright-Phillips sjálfur sem gerði út um leikinn fyrir Chel- sea með skoti frá vítateigslínunni eftir góðan undirbúning Joe Cole. Anelka var nálægt því að skora í lokin en skot hans endaði í mark- slánni og lokatölur urðu 2-0. Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, sá ástæðu til þess að hrósa Anelka sérstaklega í leiks- lok. „Hann er það skynsamur leik- maður að hann áttaði strax á því hvernig við spilum og hvernig hann virkar best með lið- inu,“ sagði Grant ánægður. - óþ Chelsea vann Tottenham 2-0 á Stamford Bridge í gærdag og viðhélt þar með pressunni á toppliðin tvö: Anelka átti góða innkomu í lið Chelsea EITRAÐUR Nicolas Anelka var ekki lengi að sýna af hverju Chelsea borgaði 15 millj- ónir punda fyrir hann í fyrradag. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Stórliðin Arsenal og Liverpool urðu að sætta sig við jafntefli í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gær, Everton vann leik spútnikliðanna, Wigan vann fallslaginn og Aston Villa og West Ham sigruðu á heimavelli. Flestir bjuggust við öruggum heimasigri þegar Arsenal tók á móti fallbaráttuliðinu Birming- ham á Emirates leikvanginum í gær en annað kom á daginn. Ars- enal tók forystu í leiknum eftir rúmar tuttugu mínútur þegar Emmanuel Adebayor skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Stephen Kelly hafði brotið á Edu- ardo da Silva, framherja Arsenal, í vítateignum. Arsenal var strax líklegt til þess að bæta við mörk- um og stuttu síðar brenndu da Silva og William Gallas úr skalla- færum og staðan var enn 1-0 í hálfleik. Óvænt jafntefli Í byrjun síðari hálfleiks náði Garry O‘Connor, framherji Birm- ingham, svo að jafna leikinn þegar skalli hans hafði viðkomu af bjarg- arlausum Cesc Fabregas eftir hornspyrnu Sebastian Larsons, fyrrverandi leikmanns Arsenal. Það sem eftir var leiks pressaði Arsenal stíft, en allt kom fyrir ekki og óvænt jafntefli því niður- staðan og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gat ekki leynt vonbrigð- um sínum í leikslok. „Þetta var mjög svekkjandi. Okkur var refs- að fyrir að sofna á verðinum í föstu leikatriði og kannski vorum við of værukærir í dag og héldum að þetta yrði eitthvað auðvelt. Við töpuðum því tveimur stigum sem við áttum ekki að tapa,“ sagði Wenger svekktur. Liverpool varð fyrir enn einu áfallinu í leit sinni við að halda í við topplið deildarinnar þegar liðið náði aðeins jafntefli gegn Middlesbrough á Riverside leik- vanginum í gær. Heimamenn kom- ust yfir þegar varnarmenn Liver- pool náðu ekki að koma sendingu Stewarts Downing í burtu og bolt- inn barst þess í stað til George Boateng sem skoraði örugglega og það reyndist eina mark fyrri hálf- leiks. Torres til bjargar Fernando Torres kom Liverpool enn og aftur til bjargar með frá- bæru langskoti þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiktímanum en hvorugt liðið náði að skora á lokakaflanum og jafntefli því nið- urstaðan. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var afar vonsvikinn með að hafa ekki tekið öll stigin. „Við getum ekki verið að hugsa um toppinn núna, heldur verðum við að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Benitez. Einvígi spútnikliðanna Everton vann Manchester City 1-0 á heimavelli sínum Goodison Park í gær með marki varnarmannsins Jolean Lescott en bæði liðin hafa komið skemmtilega á óvart í deild- inni í vetur. Everton komst upp fyrir City með sigrinum. Fallbaráttuslagur Wigan gerði góða ferð til Derby og lagði lánlausa heimamenn með marki Antoine Sibierski á loka- mínútunum. West Ham og Aston Villa náðu bæði í þrjú stig á heimavelli þegar Fulham og Reading komu í heim- sókn.Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn voru báðir í byrjunarliði Reading. omar@frettabladid.is Arsenal og Liverpool töpuðu stigum Arsenal náði aðeins jafntefli gegn Birmingham á heimavelli og Liverpool fjarlægist toppinn enn meira eftir jafntefli gegn Middlesbrough. VONSVIKINN Cesc Fabregas var að vonum svekktur með að ná aðeins jafntefli gegn Birmingham á heimavelli í gær. Arsenal missti ennfremur toppsætið í hendur Manchester United í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Manchester United komst á toppinn í ensku úrvals- deildinni með því að slátra liði Newcastle 6-0 á Old Trafford í gærdag. Englandsmeistarar United sýndu allar sínar bestu hliðar gegn Newcastle og sóttu stíft strax frá fyrstu mínútu en fram- an af leik hafði Shay Given, mark- vörður Newcastle, betur og hélt hann marki sínu hreinu í fyrri hálfleik. Newcastle fékk sín færi í fyrri hálfleik og liðið náði meðal annars að skora mark sem virtist vera löglegt, en dómarinn Rob Styles dæmdi markið af. Flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik og United fór algjörlega á kostum. Fyrsta markið kom á 49. mínútu þegar maður leiksins, Cristiano Ronaldo, skoraði úr aukaspyrnu með skoti undir varn- arvegg Newcastle sem hoppaði upp þegar Portúgalinn skaut að markinu. Carlos Tevéz bætti öðrum marki við fyrir United skömmu síðar eftir sendingu Ron- aldos. Ronaldo og Tevéz skiptu svo um hlutverk í þriðja markinu sem var einkar glæsilegt. United liðið gjörsamlega rústaði vörn Newcastle og Tevéz átti lokasend- inguna á Ronaldo sem afgreiddi boltann framhjá varnarlausum Given í markinu. Varnarmaður- inn Rio Ferdinand var næstur á blað hjá United þegar hann fékk sendingu frá Wayne Rooney á fjærstöng og sendi boltann við- stöðulaust í markið þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Newcastle liðið var heillum horf- ið þegar þar var komið við sögu og leikmenn liðsins biðu í ofvæni eftir því að dómarinn flautaði leikinn af. United var hins vegar hvergi nærri hætt og Ronaldo og Tevéz skoruðu eitt mark hvor á lokamínútunum. Til þess að full- komna niðurlægingu Newcastle fékk Alan Smith, fyrrverandi leikmaður United, að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að brúka kjaft við Styles. Englandsmeistarar Manchester United komust á topp ensku úrvalsdeildarinnar með stórsigri á Newcastle: Flugeldasýning United í seinni hálfleik ÞRENNA Cristiano Ronaldo fór á kostum með Manchester United og skoraði þrennu ásamt því að leggja upp eitt mark fyrir Carlos Tevéz. NORDIC PHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.