Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 114

Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 114
34 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR Munið frábæru kennaratilboðin! 8.janúar 2008 Innifalið: Flug, skattar, **** hótel, morgunmatur, rúta og fararstjórn. Ævintýraleg Borg Evrópu - Páskar 2008 Borgin er minjaskrá Unesco og einna best varðveitta borg Evrópu. Úrval veitingahúsa, verslana og kaffi húsa. Kastalar, hallir, gamlir markaðir, frábær þjónusta, ódýrt að versla og borða. Fjörugt næturlíf. Úrval skoðunarferða. 14.-20.mars (5 nætur) Kefl avík kr. 76,294 Riga Flogið frá N1 deild kvenna: Akureyri-Stjarnan 18-21 Grótta-FH 36-25 Fylkir-Fram 11-22 Mörk Fylkis: Sunna Einarsdóttir 7, Natasa Damljanovic 2, Sunna Jónsdóttir 1, Ingibjörg Karlsdóttir 1. Mörk Fram: Ásta Birna Gunnardóttir 6, Marthe Sördal 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1, Sara Sigurðardóttir 1, Dagmar Sigurðardóttir 1, Pavla Nevarilova 1. Lýsingarbikar kvenna: Grindavík-KR 93-80 Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 36, Joanna Skiba 18, Petrúnella Skúladóttir 11, Ingibjörg jakobsdóttir 10, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Jovana Lilja Stefánsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 2. Stig KR: Monique Martin 46, Sigrún Ámunda dóttir 15, Hildur Sigurðarsdóttir 15, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4. Valur-Keflavík 61-71 Stig Vals: Signý Hermannsdóttir 19, Molly Peterman 17, Þórunn Bjarnadóttir 8, Berglind Ingvarsdóttir 7, Lovísa Guðmundsdóttir 4, Hafdís Helgadóttir 3, Guðrún Baldursdóttir 2, Tinna Björk Sigmundsdóttir 1. Stig Keflavíkur: Kesha Watson 24, Marrgét Kara Sturludóttir 14, Pálína Gunnlaugsdóttir 14, Susanne Biemer 11, Birna Valgarðsdóttir 6, Rann veig Randversdóttir 2. Lýsingarbikar karla: Fjölnir-Þór Þ. 87-52 ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Suðurnesjaliðin Kefla- vík og Grindavík komust í gær í undanúrslit Lýsingarbikars kvenna þangað sem Keflavíkurlið- ið er nú komið sjötta árið í röð. Keflavík vann tíu stiga útisigur, 61-71, á Val í Vodafone-höllinni en Grindavík vann 13 stiga sigur á KR, 93-80, í Röstinni í Grindavík. Hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í dag þegar Snæfell tekur á móti Fjölni og Haukar fá Hamar í heimsókn. Keflavík vann Val 61-71 í barátt- uleik að Hlíðarenda en gestirnir úr Keflavík höfðu frumkvæðið allan tímann og Valsliðið komst aldrei yfir. Keflavíkurkonur höfðu harm að hefna eftir tap fyrir Val í tvíframlengdum leik í Vodafone- höllinni á þriðjudagskvöldið og þær komu grimmar til leiks og komust í 4-17. Valsliðið skoraði 11 síðustu stig annars leikhluta og hélt sér síðan allan tímann inn í leiknum þótt Valskonur hafi aldrei náð að vinna upp þetta forskot Keflavíkur frá því í upphafi leiks. Kesha skoraði 17 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik og sá til þess að Valsliðið komst aldrei of nærri. Kesha Watson (24 stig, 7 stolnir, 6 stoðsendingar) og Margrét Kara Sturludóttir (14 stig, 16 fráköst, 6 varin skot) áttu báðar mjög góðan leik í liði Keflavíkur og þá var Pál- ína Gunnlaugsdóttir mjög öflug í byrjun leiks en hún skoraði 8 af 14 stigum sínum á fyrstu sex mínút- um leiksins. Signý Hermannsdótt- ir (19 stig, 13 fráköst, 6 varin skot) var í sérflokki hjá Val en Molly Peterman (17 stig, 12 fráköst, 8 tapaðir) náði ekki að fylgja eftir stórleik sínum á þriðjudaginn. Tíu sigurleikir í röð hjá Grindavík Grindavíkurkonur eru einnig komnar í undanúrslit bikarsins eftir 93-80 sigur á KR á heimavelli sínum. Þetta var tíundi sigurleikur liðs- ins í röð í deild og bikar og enn á ný var það Tiffany Roberson sem fór mikinn inn í teig. Roberson var með 36 stig, 14 fráköst og 7 stoð- sendingar í leiknum en hún hitti úr 13 af 25 skotum sínum í leikn- um. Joanna Skiba (18 stig, 11 stoð- sendingar) stjórnaði leik liðsins vel og þá átti Ingibjörg Jakobs- dóttir frábæran fjórða leikhluta þar sem að hún skoraði öll 10 stig- in sín. Grindavík var 37-29 yfir eftir fyrsta leikhlutann og 49-40 yfir í hálfleik en KR komst yfir, 62-63 fyrir lokaleikhlutann með góðum leik í þriðja leikhluta. Tvær þriggja stiga körfur í röð, frá Joönnu Skibu og Ingibjörgu Jak- obsdóttir lögðu grunninn að sigr- inum því með þeim komst Grinda- vík í 84-75 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Monique Martin var mætt á ný og skoraði 46 af 80 stigum KR- liðsins í leiknum en hún var komin með 19 stig strax eftir fyrsta leik- hluta. Landsliðskonurnar Hildur Sigurðardóttir og Sigrún Ámunda- dóttir voru báðar með fimmtán stig en restin af liðinu skoraði aðeins 4 stig og þau gerði Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir. - óój Leikið var í átta liða úrslitum Lýsingarbikars kvenna í gær þar sem Reykjavíkurliðin Valur og KR eru úr leik: Keflavík og Grindavík inn í undanúrslit SKREFI Á UNDAN Margrét Kara Sturludóttir og félagar í Keflavík unnu góðan bikarsig- ur á Val í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Þrír stórleikir fara fram í 8-liða úrslitum Lýsingar- bikars karla í körfubolta í dag. Njarðvík fær KR í heimsókn, Snæfell tekur á móti Keflavík og Skallagrímur leikur gegn ÍR. Fréttablaðið heyrði hljóðið í JJ Sola sem gekk í raðir KR á nýjan leik á dögunum og spurði hann meðal annars út í leik Njarðvíkur og KR. Jeremiah Sola spilaði fyrsta leik sinn eftir endurkomuna í íslensku deildina fyrir KR í tapi liðsins gegn Grindavík á dögun- um og var þá nýkominn til lands- ins. „Það var erfitt að koma svona beint í leik og þetta var ekki góðu leikur hjá okkur. Ég er ekki í nógu góðu leikformi eins og er, en það fer vonandi batnandi. Ég á líka ennfremur eftir að læra betur inn á nýju liðsfélaga mína í KR, þar sem það eru nokkur ný andlit frá því í fyrra,“ sagði Sola sem hlakkar mikið til þess að mæta Njarðvík. „Mér finnst mjög gaman að spila við Njarð- vík og á góðar minningar frá úrslitaviðureigninni gegn liðinu í fyrra. Það skemmir ekki fyrir að um bikarleik sé að ræða að þessu sinni og ég nýt þess að spila leiki þar sem allt er í húfi. Ég er stemn- ingarleikmaður og nýt mín best í mikilvægum leikjum,“ sagði Sola. - óþ Þrír stórleikir fara fram í 8-liða úrslitum Lýsingarbikars karla í körfubolta í dag: Gaman að spila við Njarðvík ÁKVEÐINN J.J. Sola er sáttur með að vera kominn aftur í íslensku deildina og ætlar að láta til sín taka í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN HANDBOLTI Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í gær- dag. Fram tryggði stöðu sína á toppi deildarinnar með auðveld- um sigri gegn Fylki, Stjarnan sótti tvö stig til Akureyrar og Grótta hafði betur gegn FH. Fram er komið með þriggja stiga forystu á toppi N1 deildar kvenna eftir 22-11 sigur gegn Fylki í Árbænum í gær. Fyrirlið- inn Ásta Birna Gunnarsdóttir var atkvæðamest hjá Fram og skoraði 6 mörk, Marthe Sördal kom næst með 4 mörk og Þórey Rósa Stef- ánsdóttir og Guðrún Þóra Hálf- dánsdóttir skoruðu 3 mörk hvor. Hjá Fylki var Sunna María Einars- dóttir allt í öllu og skoraði 7 mörk. Stjarnan og Grótta styrktu stöðu sína í þriðja og fjórða sæti deild- arinnar með góðum sigrum. Stjarnan gerði góða ferð norður til Akureyrar og vann 21-18 og Grótta lagði svo FH á Seltjarnarnesi 36- 25 í miklum markaleik. - óþ Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í gærdag: Engin óvænt úrslit BARÁTTA FH liðið komst lítt áleiðis gegn öflugri Gróttuvörn á Seltjarnarnesi í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.