Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 118

Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 118
38 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég verð að viðurkenna að ég veit minnst um þetta sjálfur. Ég sendi bara inn myndir af því að allir hinir gerðu það,“ segir Teit- ur Jónasson, ljósmyndari á dag- blaðinu Nyhedsavisen í Kaup- mannahöfn. Teitur hefur verið tilnefndur til dönsku blaðaljós- myndaraverðlaunanna sem veitt verða í byrjun mars. Hann er einn sautján ljósmyndara í Dan- mörku sem hljóta tilnefningu sem hlýtur að teljast talsverð viðurkenning. Sér í lagi þar sem um 140 ljósmyndarar sendu inn myndir sínar. „Þetta er náttúrulega bara til- nefning og ég veit ekkert hvað kemur út úr þessu, hvort ég fæ fyrstu eða önnur verðlaun eða í hvaða flokki það verður. Maður fær nefnilega ekki að vita um hvaða mynd er að ræða fyrr en við verðlaunaafhendinguna sjálfa í mars,“ segir Teitur sem sendi 25 myndir inn í keppnina. Alls bárust 3.400 myndir frá ljós- myndurum í Danmörku í keppn- ina sem er sambærileg við íslensku blaðaljósmyndaraverð- launin að sögn Teits. Hann segir engan gæðamun á milli keppn- anna í Danmörku og á Íslandi. Eini munurinn sé að markaður- inn sé miklu stærri í Danmörku. Keppt er í nokkrum flokkum, til að mynda Fréttamynd ársins, Fréttamynd ársins í Danmörku og Íþróttamynd ársins svo eitt- hvað sé nefnt. Teitur er yfirmaður ljósmynda- deildar Nyhedsavisen. Sem slík- ur stjórnar hann daglegum rekstri deildarinnar og gefst ekki mikill tími til að vera á vett- vangi. „Það er nefnilega það fyndna við þetta, myndirnar sem ég sendi inn eru nánast einu myndirnar sem ég tók allt árið í fyrra,“ segir Teitur og hlær. „Maður hreyfði eiginlega ekki á sér rassgatið. Ég er eiginlega áhugaljósmyndari í skrifstofu- starfi.“ hdm@frettabladid.is TEITUR JÓNASSON: TILNEFNDUR TIL DÖNSKU BLAÐALJÓSMYNDARAVERÐLAUNANNA Íslenskur ljósmyndari lofaður TEITUR JÓNASSON Einn 17 ljósmyndara sem tilnefndir eru til dönsku blaðaljósmyndaraverðlaunanna. Teitur sést hér fyrir utan höfuðstöðvar Nyhedsavisen í Kaupmannahöfn. LJÓSMYND/MARTIN SYLVEST ÓRÓI Í KRISTJANÍU Þessi íbúi í Kristjaníu fékk sér sígarettu og fylgdist í rólegheitum með látunum. ÓEIRÐIR VEGNA UNG- DÓMSHÚSS Allt fór í bál og brand þegar Ungdómshúsið var rifið snemma árs í fyrra. Teit- ur var í miðju átakanna allan tímann. Þessir mótmælendur virtist ekki par hrifnir af nær- veru fjölmiðlamanna. KLETTADÝFINGAR Í MEXÍKÓ Teitur náði þessari einstöku mynd af Kólumbíumanninum Eber Pava, heimsmeist- ara í klettadýfingum. Myndin er af sigurdýfu Pava sem kallaðist „Fly- ing Reverse“. Keppnin fór fram í Acapulco í Mexíkó. FERSKUR FRÁ BARBADOS Egill Helgason var samt hálfpartinn í vinnunni. Jólafríið er búið hjá Agli Helga- syni. Hann snýr aftur í Silfrið í dag og svo er það Kiljan á miðvikudaginn. Þeir sem lesa bloggið hans hjá Eyjunni.is hafa séð að hann var í sólinni á Barbados, kom til Íslands um miðjan daginn í gær. Egill sló ekki slöku við þótt hann væri í fríi og tjáði sig um íslenskt dægurþras. „Jú, það var auðvitað hálf absúrd að vera að hugsa um íslenskt dægurþras þarna í sólinni, en ég var samt hálfpart- inn í vinnunni og notaði bloggið til að fylgjast með,“ segir Egill. Egill ætlaði upprunalega til Kúbu en fann ekkert flug svo Barbados varð fyrir valinu. Þetta var fyrsta ferð hans til Karíba- hafsins en hann er kunnur fyrir áhuga sinn á grísku eyjunum. Egill segist enn vera hrifnari af þeim. „Mannlífið á grísku eyjunum er nú meira sjarmer- andi, verð ég að segja. Ég hélt að á Barbados væri meira um efristéttar fólk, fólk í pólóskyrt- um og svoleiðis, en það kom í ljós að 99 prósent fólks á Barbados eru alþýðlegt blökkufólk. Það gerði voða lítið fyrir mig á hótelinu að segjast vera sjón- varpsstjarna frá Íslandi.“ Egill segir að sama hvert hann fari um heiminn, hvergi sé hann óhultur fyrir Íslendingum. „Ég gekk í flasið á mínum gamla vinnufélaga Kristjáni Guy Burgess á hótelinu. Við áttum góða stund á ströndinni. Jú, ég er orðinn þokkalega brúnn og ég brann á öxlunum. Sólin er lúmsk þarna.“ - - glh Sólbrenndur Egill snýr aftur Hvað er að frétta? Bara allt frábært. Stelpan er á leiðinni til Japans í tónleikaferðalag með fullt af hressum og skemmtileg- um krökkum. Auk þess er ég í óðaönn að skipuleggja hátíðina Látíð í bæ ásamt fræknum herramönnum. Augnlitur: Þau eru græn og brún. Starf: Blaðamaður og rokkari. Fjölskylduhagir: Alveg stórkostlega vel gift og heppin með dóttur. Hvaðan ertu? Seltjarnarnesi og Vesturbænum. Ertu hjátrúarfull? Svona... Ég labba ekki undir stiga, en það er það eina. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Fréttir, Kastljós og Desperate Housewives. Uppáhaldsmatur: Humar og svo er salatbarinn í 10/11 að koma sterkur inn. Fallegasti staðurinn: Vestfirðir. iPod eða geislaspilari: Plötuspilari og geislaspilari. Kann ekki á annað. Hvað er skemmtilegast? Að takast á við skemmtileg verkefni og sjá þau klárast. Að vera heima með fjölskyldunni snemma á laugardagsmorgni og hanga með vinum seint að kvöldi. Hvað er leiðinlegast? Að vera í vondu skapi. Helsti veikleiki: Ég er skapstór. Helsti kostur: Drifkraftur. Helsta afrek: Hún Elísa mín og að hafa loksins komist í þenn- an fína dálk. Mestu vonbrigðin: Þegar hljómborðinu mínu var stolið í Klink og Bank. Það heitir Yamaha SK 10 og ég lýsi hér með eftir því. Hver er draumurinn? Að verða gömul og hress kelling á Kan- arí. Fá börn og barnabörn í heimsókn annað slagið til að grilla almennilega í þeim. Hver er fyndnastur/fyndnust? Svavar Pétur á stórkostlega spretti og Friðrik Sólnes er svona maður sem bara klikkar ekki. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Dónar. Hvað er mikilvægast? Að hlúa að gamla bænum og leyfa mollunum að blómstra í úthverfum. HIN HLIÐIN BERGLIND HÄSLER LIÐSMAÐUR SKAKKAMANAGE Vill verða gömul og hress kerling á Kanarí „Ég hætti að elda fyrir hann þegar hann var fimmtán ára af því að það var aldrei neitt nógu heilbrigt fyrir hann, hann er svo fanatískur. Eina skiptið sem ég má elda er á aðfangadag. Hann er samt yndislegur drengur og mjög heilbrigður.“ Auður Jacobsen, móðir Garðars Ómars- sonar, eða Gaz-manns, sem massar sig nú upp fyrir Laugardagslögin ásamt öðrum meðlimum Club Mercedes. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni eru algengustu tvínefni gefin 0-4 ára börnum á Íslandi Eva María og Andri Snær. Í þessum aldursflokki eru nú 31 Eva María og 21 Andri Snær. Næstvinsælustu tvínefnin eru Anna María og Sara Lind (22 tilfelli af hvoru) og Sara Líf er í fjórða sæti, 14 slíkar á aldr- inum 0-4 ára finnast nú á Íslandi. Sindri Snær og Tómas Orri koma á eftir Andra Snæ á vinsældalista Hagstofunnar með 18 tilfelli af hvoru nafni, og Gabríel Máni og Ísak Máni koma þar næst með 16 tilfelli af hvoru nafni. Sé litið á algengustu eiginnöfn 0- 4 ára barna kemur í ljós að Jón er enn á toppnum (201) en Aron sækir fast að Jóns-nafninu (180 tilfelli). Næstu nöfn á vinsældarlistanum eru Daníel (177), Alexander (129) og Arnar (127). Í kvennaflokki er Söru-nafnið komið á toppinn (219) en Anna er í öðru sæti (198). Næst kemur Katr- ín (170), María (147) og Eva (142) er í fimmta sæti. Guðrúnar-nafnið, sem lengi var vinsælasta kven- mannsnafn á Íslandi, er aftur á móti komið í sjötta sæti, 138 Guð- rúnur eru nú á landinu á aldrinum 0-4 ára. Andri Snær og Eva María vinsæl EVA MARÍA JÓNS- DÓTTIR OG ANDRI SNÆR MAGNASON Ekki er ósennilegt að þessi tvö eigi einhvern þátt í vinsældum nafnanna. LJÓ SM YN D IR /TEITU R JÓ N A SSO N MÓTMÆLANDI UPPI Í TRÉ Þessi mótmælandi leitaði skjóls undan lögreglu uppi í tré. Myndir Teits úr mótmælum í Kristj- aníu og miðborg Kaupmannahafnar birtust bæði í Nyhedsavisen sem og Fréttablaðinu. 19.04.78 VELJUM LÍFIÐ Félag bókhaldsstofa heldur árlega janúarráðstefnu sína föstudaginn 18. janúar á Hótel Sögu í Reykjavík Dagskrá ráðstefnunnar og skráningareyðublað er að fi nna á heimasíðu félagsins www.fbo.is Móttaka skráningareyðublaða er hjá Guðmundi Loga Lárussyni logi@beggjahagur.is Frekari upplýsingar gefur formaður félagsins Jóhanna Rögnvaldsdóttir í síma 847-9007 Stjórn Félags bókhaldsstofa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.