Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 10
10 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR UMHVERFISMÁL Heilbrigðiseftir litið stöðvaði vinnu við frárennslislögn frá Einingaverksmiðjunni Borg og út í sjó á Kársnesi. Engin heim- ild var fyrir lögninni. „Það var tiltekt á planinu og þetta átti að vera svo rosalega fínt hjá strákunum og þeir grófu þennan skurð sen þeir áttu náttúr- lega ekkert að gera,“ segir Þór- hallur Barði Kárason, einn eig- enda Borgar, sem beðið hefur bæjaryfirvöld afsökunar og fyllt í skurðinn. „Það safnast fyrir vatn hérna á planinu og það átti að keyra vatnið undir vegstæðið í staðinn fyrir að það færi yfir það. En það verður þá bara að vera pollur,“ segir Þórhallur. Kópavogshöfn kvartaði undan Borg hinn 9. janúar síðastliðinn til heilbrigðiseftirlitsins, sem sendi mann á staðinn. „Krafa er gerð til fyrirtækisins að umræddar framkvæmdir verði stöðvaðar nú þegar þar sem öll fráveita í höfnina er háð tilskild- um leyfum,“ skrifar heilbrigðis- eftirlitið til Borgar. Kópavogsbær hefur gefið Borg frest til næstu mánaðamóta til að rýma svæði sem fyrirtækið fékk í fyrrasumar til afnota til bráða- birgða utan sinnar eigin lóðar. Samkvæmt bréfi Kópavogsbæjar til Borgar verður umrætt svæði girt og tekið í notkun sem toll- svæði í næsta mánuði. Þórhallur segir að eigendur Borgar hafi vitað í hvað stefndi og að þessi ákvörðun Kópavogsbæjar valdi fyrirtækinu ekki óþægind- um. „Við erum að leigja land undir þetta í Hafnarfirði,“ segir hann. Kvartað hefur verið undan óþrifnaði frá steypustöð Borgar sem nú hefur lofað að færa sem mest af starfseminni frá suður- enda lóðarinnar til að lágmarka óþægindi fyrir nágrannana. Ágreiningur er milli Borgar og Kópavogsbæjar um það hvort fyrir tækinu sé heimilt að reka steypustöð. Borg, sem telur sig hafa slíka heimild meðfram leyfi til reksturs steypueiningaverk- smiðju, hefur nú sótt um sérstakt leyfi fyrir steypustöðinni og bíður það erindi afgreiðslu hjá bygg- ingar nefnd Kópavogs. gar@frettabladid.is Gerðu fráveitu- lögn í óleyfi frá steypustöð Einingaverksmiðjan Borg hefur beðist afsökunar og fyllt upp í frárennslisskurð sem grafinn var í óleyfi. Borg fær frest til mánaðamóta til að rýma svæði sem fyrirtækið fékk til bráðabirgða. BORG Einingaverksmiðjan Borg er umdeild í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKURÐURINN Komið hafði verið fyrir niðurfalli og grafinn fráveituskurður frá plani steypueiningaverksmiðjunnar Borgar þegar heilbrigðiseftirlitið skarst í leikinn. MYND/HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ NORÐURLÖND Desembermánuður hefur verið óvenjuheitur á norður- slóðum. Í Lapplandi var meðal- hitastigið 3-4 gráður og almennt séð var upp undir níu stigum hlýrra í norðurhluta Finnlands en langtímameðaltalið segir til um, að sögn finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet. Í Ivalo í Lapplandi var hitastigið hæst 7,4 gráður sem er met á þessum stað á þessum árstíma. Að sögn finnsku veðurstofunnar hefur aðeins fjórum sinnum verið svo hlýtt í Sodankylä í Lapplandi síðustu hundrað árin. Úr koman var einnig meiri en venjulega í Lapplandi og þá fyrst og fremst sem rigning. Í byrjun desember var snjór um næstum allt Finn- land en síðan hlýnaði í veðri. Í Norður-Noregi var desember- mánuður 2007 næstheitasti desem- bermánuður frá árinu 1900, segir á fréttavef norska dagblaðsins Aften- posten. Hitastigið var almennt óvenjuhátt í Noregi í fyrra og á Svalbarða var mun heitara en venjulega. Í Osló var hitastigið 5,9 gráðum hærra en meðaltalið frá árinu 1900. Aðeins árið 1967 var heitara í desember en þá var 6,2 gráðum heitara í desember en 30 ára með- altalið segir til um. Í Osló var einni og hálfri gráðu heitara en venjulega í desember 2007. Margar norskar veður - athugunar stöðvar skráðu úrkomu- met í desember. - ghs Breytingar á veðurfari á Norðurlöndum: Óvenjuhlýtt á norður- slóðum í desember Á FLEYGIFERÐ Japanskar konur fórna höndum í rússíbanaferð þegar farar- tækið tekur eina dýfuna. Konurnar eru klæddar í kimono, sem er japanskur þjóðbúningur, í tilefni af hátíðarhöld- um sem marka inngöngu þeirra í full- orðinna manna tölu við tvítugsaldur. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDAMÁL Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ikea beri að leggja til nýjar klæðningar á veggskápa í eldhúsinnréttingu, hurðir og framhliðar á skúffum og skápum og gufuvarnarlista fyrir uppþvottavél. Hluta af nýju hlutunum beri eiganda innréttingarinnar að greiða að hálfu. Málavextir eru þeir að Guðjón Einarsson keypti hvítsprautaða eldhúsinnréttingu hjá Ikea í nóvember 2002. Í desember 2006 kvartaði hann við Ikea og vildi rifta kaupunum og fá nýja innréttingu í stað þeirrar sem hann keypti. Tíu ára ábyrgð var á innréttingunni. Í rökstuðningi Guðjóns segir að innréttingin hafi elst hratt og fljótlega hafi hún orðið mött, skýjuð eða flekkótt. Málning hafi flagnað af köntum. Þá sé hún gróft sprautuð á mörgum áberandi stöðum. Vitnað er í húsasmíðameist- ara sem hafi séð greinilegan litamismun, þá hafi málning máðst af hlutum og verði einhverjum þeirra skipt út muni litamunur alltaf sjást. Þá kemur fram að áberandi litamismunur hafi verið á nýrri skúffufram- hlið miðað við innréttinguna. Ikea telur hinsvegar lélegri umgengni um að kenna. Ekkert sé óeðlilegt við litamun. Í álitsorði nefndarinnar kemur fram að seljandi eigi rétt til úrbóta. Ikea beri að setja upp nýja hluti en vilji eigandinn það ekki skuli hann sjálfur sjá um það á sinn kostnað. Báðir aðilar ætla að hlíta álitinu. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, kveðst samt vera ósáttur við það, litamunur hafi til dæmis ekki sést þegar fulltrúi nefndarinnar skoðaði og það sé Ikea í hag en ekki sé tekið tillit til þess. - ghs Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa með álit um eldhúsinnréttingu: Ikea leggi til nýja hluti í innréttingu ELDIST HRATT Hvítsprautuð eldhúsinnrétting, sem keypt var hjá Ikea, eltist hratt. Tíu ára ábyrgð var á henni. Ikea á að endurnýja hana og eigandi tekur þátt í kostnaði að hluta. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Mosfellsbæjar hafnar ósk Glúms Baldvinssonar um að bærinn leggi þróunar- og mannúðarsamtök- unum IceAid til starfsmann í hálfu starfi og skrifstofu með tölvu og síma. Glúmur segist í bréfi til bæjarstjór- ans hafa stofnað IceAid árið 2005. Samtökin hafi þegar reist munaðarleysingjahæli í Líberíu og sinni nú verkefni varðandi lyfjaframleiðslu fyrir sjúka í Tansaníu. Meðal ærinna verkefna fram undan sé að útvega Afríku- búum gervifætur og dreifa einnota sprautum til heilbrigðis- stofnana. - gar Mannúðarsamtökin IceAid: Hvorki skrifstofa né starfsmaður GLÚMUR BALDVINSSON RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nána ri up plýsi ngar veita sölu men n og ráðg jafar RV RV U N IQ U E 10 07 06 Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is HAFNFIRÐINGAR! TIL HAMINGJU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.