Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 32
Reykjavíkurborg Hlutverk og ábyrgðarsvið: Skrifstofustjóri borgarstjórnar er einn af æðstu embættismönnum Reykjavíkurborgar. Hann ber ábyrgð á þjónustu skrifstofunnar við borgarstjórn, borgarráð, forsætisnefnd og ýmsar aðrar nefndir og ráð. Í því felst m.a. móttaka og meðferð gagna, undirbúningur og framkvæmd funda, þ.m.t. ábyrgð á fundargerðum borgarstjórnar og ráðgjöf til borgarfulltrúa, tilkynningar um afgreiðslu mála og upplýsingagjöf til almennings. Skrifstofustjóri veitir nefndum og ráðum, sem og starfsmönnum þeirra, ýmsa ráðgjöf s.s. lögfræðilega ráðgjöf um fundarsköp og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Miðlæg umsjón styrkjamála hjá Reykjavíkurborg er á hendi skrifstofu borgarstjórnar, sem og umsagnir um rekstrarleyfi veitingastaða. Umsjón með framkvæmd almennra kosninga í Reykjavík er á verksviði skrifstofu borgarstjórnar. Borgarstjóri er yfirmaður skrifstofustjóra borgarstjórnar. Um laun og starfskjör skrifstofustjóra fer samkvæmt reglum um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skila til skrifstofu borgarstjóra, merkt „Umsókn um starf skrifstofustjóra“, eigi síðar en 1. febrúar nk. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Upplýsingar um starfið veita Gunnar Eydal, fráfarandi skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar. Borgarstjórinn í Reykjavík Dagur B. Eggertsson Skrifstofustjóri borgarstjórnar Símaver Reykjavíkurborgar 411 11 11, atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Hæfniskröfur: • Embættispróf lögfræði. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga. • Þekking á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar æskileg. • Þekking og reynsla af stjórnun, stefnumótun, rekstri og mannaforráðum. • Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og frumkvæði. • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að koma fram og tjá sig í tali og rituðu máli á íslensku, ensku og einu norrænu tungumáli. Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir stöðu skrifstofustjóra borgarstjórnar lausa til umsóknar Aðstoðarverslunarstjóri Starfssvið: Aðstoðarmaður og staðgengill verslunarstjóra Móttaka vöru og millifærslur Sala og ráðgjöf til viðskiptavina Hæfniskröfur: Áhugi á útivist og/eða íþróttum Snyrtimennska, samviskusemi, heiðarleiki og stundvísi Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum Reynsla af sölu- og afgreiðslustörfum er nauðsynleg Deildarstjóri í reiðhjóla- og línuskautadeild Starfssvið: Sala og ráðgjöf til viðskiptavina Umsjón með reiðhjóla- og línuskautadeildum Útilífs Innkaup og eftirfylgni með vörum deildarinnar Hæfniskröfur: Áhugi á hjólamennsku og jaðarsporti Snyrtimennska, samviskusemi, heiðarleiki og stundvísi Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum Reynsla af sölu- og afgreiðslustörfum er kostur Sölufulltrúar í sport-, útivistar-, skó- og reiðhjóladeild Starfssvið: Sala og ráðgjöf til viðskiptavina Tiltekt og áfyllingar í verslun Afgreiðsla á kassa Hæfniskröfur: Áhugi á útivist og/eða íþróttum Snyrtimennska, samviskusemi, heiðarleiki og stundvísi Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum Reynsla af sölu- og afgreiðslustörfum er kostur Einnig óskum við eftir að ráða starfsfólk í hlutastörf um helgar og eftirmiðdaga í allar deildir. Áhugasamir fylli út starfsumsókn á www.utilif.is Umsjón með ráðningu: Guðmundur Björnsson – gudmundur@utilif.is Ingibjörg Sverrisdóttir – ingibjorg@utilif.is Opnum nýja Útilífsverslun í Holtagörðum í mars n.k. og óskum því eftir að ráða nýja liðsmenn í eftirtalin störf: Hefur þú áhuga á heilbrigðum lífsstíl? Útilíf er öflugt smásölufyrirtæki á sviði íþrótta- og útivistar. Fyrirtækið rekur í dag þrjár stórglæsilegar verslanir á höfuð- borgarsvæðinu, í Glæsibæ, Kringlunni og Smáralind. Í mars munum við opna fjórðu verslunina í Holtagörðum. Útilíf er gæðafyrirtæki þar sem þjónusta við viðskiptavini er í fyrirrúmi. Við leggjum áherslu á liðsheild í skemmtilegu og eftirsóknarverðu starfsumhverfi þar sem samvinna er lykilatriði. Hjá Útilíf fá nýir starfsmenn þjálfun til þess að takast á við starf sitt og við veitum þeim grunnþekkingu og fræðslu um vörumerki og deildir fyrirtækisins. Lykillinn að velgengni í starfi hjá Útilíf eru framúrskarandi þjónustuhæfileikar og góð mannleg samskipti. Við leggjum metnað okkar í að mennta starfsfólk á þessum sviðum og auka ánægju þeirra í starfi. Útilíf er reyklaus vinnustaður. . SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 40 58 2 01 /0 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.