Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 19
[ ]Góður blýantur kemur sér oft vel við leik og störf og þá ekki síst í námi. Maður veit aldrei hvenær þörf er á að punkta eitthvað merkilegt hjá sér og þá er gott að hafa almennileg skriffæri við höndina. Nám í Nuddskóla Íslands er fjölbreytt og þar er tekið fyrir allt er við kemur nuddi. Margrét Guðmundsdóttir er nemi við Nuddskólann og líkar námið þar vel. „Vanalega er nuddnámið tvær annir eða eitt ár en ég er núna á mínu öðru ári. Ég fékk að skipta þessu á tvo vetur þar sem ég er sjúkraliði og bætti þessu við þannig að ég þurfti að taka nokkrar grein- ar í Fjölbrautaskólanum í Ármúla,“ segir Margrét en vanalega er það inntökuskilyrði í Nuddskóla Íslands að nemendur hafi lokið námi af námsbraut fyrir nuddara við Fjöl- brautaskólann í Ármúla eða sam- svarandi námi úr öðrum skólum. „Í náminu er farið í svæðanudd, shiatsu-nudd, sogæðanudd, klass- ískt nudd, heildrænt nudd og íþróttanudd. Þetta er heilmikið á einum vetri þar sem skólinn er frá fimm til níu þriðjudaga til mið- vikudaga og svo er kennt aðra hverja helgi og þá bætist við föstu- dagur og laugardagur frá níu til hálffimm,“ útskýrir Margrét áhugasöm. Nemar útskrifast sem nuddarar að námi loknu af nudd- braut Fjölbrautaskólans í Ármúla í samstarfi við Nuddskóla Íslands og hljóta þá útskriftarheitið heilsu- nuddari. Þá hafa nemendur lokið bóklegum greinum af nuddbraut, verklegum námsþáttum hjá Nudd- skóla Íslands og starfsþjálfun á viðurkenndum nuddstofum undir handleiðslu viðurkennds nudd- meistara í Félagi íslenskra heilsu- nuddara. „Fornámið á nuddbraut í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla er um tvö ár og svo er farið í verklegt nám í Nuddskólanum. Námið hent- aði mér vel þar sem ég er með stórt heimili og á fjóra stráka. Það er því nóg að gera,“ segir Margrét kímin og er afar ánægð með hversu vel það fer saman að vinna við nudd og reka heimili. „Ég fékk herbergi til leigu í Nuddskólanum og vinn þar á mánudögum og miðvikudögum og aðra hverja helgi.“ Margrét er ánægð með námið og segir að það hafi í raun komið sér á óvart hversu viðamikið það er. „Maður lærir svo margt um líkamann. Vöðvafræðin er erfið en skemmtileg og námið mjög gefandi. Maður þarf að jarð- tengja sig og vera meðvitaður um að ganga ekki of nærri sér,“ segir Margrét en það reynir vissulega á nuddara í starfinu og því mikil- vægt fyrir þá að huga líka að sjálf- um sér. „Ég reyni að fara í ræktina minnst tvisvar til þrisvar í viku og svo fer ég sjálf í nudd. Til að geta gefið öðrum þarf maður líka að fá eitthvað sjálfur. Ég miða oft við um það bil tíu nudd og þá fer ég sjálf í nuddtíma,“ segir Margrét, sem nýtur sín sem nuddari. hrefna@frettabladid.is Lærir inn á líkamann Margrét er sjúkraliði en bætti við sig námi í Nuddskóla Íslands og líkar vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.