Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 36
20 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Nei, Jói. Langt síðan við sáumst síðast! Eigum við að fá okkur drykk? Neiii. Ég held ég verði að afþakka það í þetta skiptið. Ekki segja mér að þú hafir fundið aðra? Hvað get ég sagt? Það lítur út fyrir það! Þannig að allt sem við höfðum saman að sælda er merkingarlaust. Allt sem við deildum? Fjandinn! Allt sem við deildum var ein nótt og tveir kaldir Nonnabátar! Samanlagt Og nú er þetta allt saman gleymt og grafið hjá þér? Já, það er það. Kannt þú eitt- hvað á svona steina? Hæ! Sara! Ert þú líka að leita þér að sumarstarfi hér? Það gera það allir. Kaffigerð er eina almennilega vinnan sem maður fær innan veitingahúsabransans. Fyrir mörg okkar er það skásti kosturinn... ... en fyrir aðra er það æðsti draumurinn. Umsókn?! Ég veit meira um koffín en þú getur nokkru sinni lært!!! Ég vakna við lyktina af rúsínubrauði, jarðar- berjum með rjóma og kakói. Ég hleyp niður... ... og finn skál af þurrmat. Af hverju pyntið þið mig Við erum loksins búin að nefna tvíburana! Er það? Segðu mér hvað þeir heita. Vilhjálmur. Vilhjálmur og hvað? Vilhjálmur og Vilhjálmur. Þeir eru eineggja tvíburar svo við gáfum þeim nöfn við hæfi. Þetta er frábær lausn. Ég skil ekki af hverju fleiri hafa ekki gert þetta. Hver veit? Kannski kemst þetta í tísku. Hvor þeirra er Vilhjálmur? vorum við með 18 prómill í blóðinu! Um leið og þrett- ándinn söng sitt síðasta hófst þjóð- in handa við að taka niður allt glingrið sem komið hafði verið svo hagan lega fyrir í tilefni komu hátíðar ljóss og friðar. Jólatréð er háttað og hent út á svalir enda barrnálarnar ekki lengur jólalegar heldur bara drasl sem á betur heima í ryksugu- pokanum. Jólakúlum, jólasvein- um og öðru slíku skrauti er pakk- að ofan í pappakassa og flutt niður í geymslu. Neyslusprengjan, sem þetta árið var sérstaklega vel úttroðin af dínamíti, sprakk með glæsi- brag á aðfangadag. Og um leið og gjafapappírinn þeyttist í allar áttir þökkuðu höfuð fjölskyld- unnar fyrir að jólin kæmu nú bara einu sinni ári. En Kafteinn Kapital hlustar ekki á slíkar óskir heldur krefst þess að fá sitt og vill lýðinn til liðs við sig. Og á þeirri sömu stundu og síðasta jólalagið glymur tekur við nýr söngur; hinn taktfasti rokkslag- ari útsölunnar. Á hverri einustu mínútu blasir við almúganum gylliboð um hitt og þetta á ein- stöku tilboðsverði. En íslenska þjóðin ætti ekki að vera að barma sér yfir útsölum eftir jól – hún er ekki ein í neyslu- göngunni. Því í sjálfum Andabæ neyddust íbúarnir til að glíma við kaupæðið sem reið yfir þá, svona skömmu eftir að síðasta munn- bitanum af reykta kjötinu hafði verið skolað niður með jólaölinu. Sá mikli snillingur, Andrés Önd, þóttist nú hafa ráð undir rifi hverju og hvatti aðra íbúa til að sniðganga jólin í desember enda væri þeim betur komið fyrir í janúar. Þá væri jú allt svo ódýrt, jólagjafirnar nánast á gjafverði. En buxnalausa öndin mátti síns lítils. Enda boðskapur jólanna fyrst og fremst sá að sælla er að gefa en þiggja. Og svo má náttúrlega ekki gleyma því að það er miklu lengra á milli útsalna og jólanna en jóla og útsalnanna. STUÐ MILLI STRÍÐA Andabæjar-útsölur FREYR GÍGJA GUNNARSSON ER HLUTI AF NEYSLUSPRENGJU OPNUNARMYND : PERSEPOLIS www.graenaljosid.is www.af.is BOLVÍK- INGAR! TIL HAMINGJU ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Háþrýsti- þvottatæki Úrvals háþrýstitæki á góðu verði. G O T T F O L K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.