Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 12
 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR KÓLUMBÍA, AP Eftir þriggja ára aðskilnað fékk Clara Rojas að faðma að sér son sinn sem hún eignaðist meðan hún var í haldi uppreisnarhópsins FARC í Kól- umbíu. Barnsfaðir Rojas er úr hópi uppreisnarmannanna. Rojas var aðstoðarkona þáver- andi forsetaframbjóðanda, Ingrid Betancourt, þegar þeim var rænt árið 2001. Árið 2004 eignaðist Rojas soninn Emmanuel en hann var tekinn frá henni átta mánuð- um eftir fæðinguna. Síðar kom bóndi drengnum í hendur félags- málayfirvalda í Bógóta, höfuð- borg Kólumbíu, án þess að upp- lýsingar fylgdu með um hver uppruni hans væri og var hann settur á munaðarleysingjahæli. Þar hefur hann verið undanfarin tvö ár. Í síðustu viku sleppti FARC Rojas og fyrrverandi þingkon- unni Consuelo Gonzalez. Nokkr- um dögum áður hafði DNA-próf leitt í ljós að drengurinn var í raun sonur Rojas. Rojas hefur lítið viljað gefa upp um föður Emmanuels annað en að hann hafi verið í hópi uppreisnar- mannanna og að henni hafi verið sagt að hann hefði látist. Hún vissi ekki hvort hann hefði fengið að vita að hann ætti son. Emmanuel mun búa hjá móður sinni meðan verið er að ganga frá pappírum um að hann verði varan- lega í hennar umsjá. - sdg Meðan Clara Rojas var gísl FARC eignaðist hún barn sem var tekið af henni: Endurheimti son sinn eftir þrjú ár MÆÐGININ SAMEINUÐ Á NÝ Clara Rojas faðmaði son sinn að sér þegar hún hitti hann á munaðarleysingjahælinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARFÉLÖG Leikskólagjöld hækk- uðu um 3,5 prósent í Hafnarfirði um síðustu áramót. Systkina- afsláttur hélst hins vegar óbreytt- ur. Gjöld vegna heilsdagsskóla hækkuðu um fjögur prósent frá sama tíma. Verð á hádegismat í grunnskólum bæjarins hækkar um 3,5 prósent frá næstu mánaða- mótum. Leikskólagjöld lækkuðu úr 2.100 krónum á klukkustund í 1.788 krónur í Kópavogi um áramótin. Mánaðargjald fyrir átta stunda vistun á dag lækkar því úr 16.800 krónum í 14.300 krónur á mánuði. Forgangsgjald lækkar en fæðis- gjald hækkar um fimm prósent. Heimgreiðslur til foreldra hækka um 5.000 krónur á barn á mánuði og fara úr 30 þúsund krónum í 35.000. Niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundaiðkun hækkaði um 5.000 krónur í Kópavogi. Á Akureyri hækkaði verð á fullu fæði á leikskólum um fjögur pró- sent milli ára og varð 5.127 krónur frá 1. janúar. Fæði í grunnskólum hækkaði um sjö prósent og kostar máltíð í áskrift nú 274 krónur. Gjöld í tónlistarskóla hækkuðu um fjögur prósent og gjaldskrá heimaþjónustu hækkaði um 8,5 prósent. Í Reykjanesbæ hækkuðu leikskólagjöld um 2,5 prósent, fóru úr 2.160 í 2.200 krónur. Matur á leikskólum hækkaði í verði um 2,5 prósent og verð á skólamáltíð- um hækkaði um fimm krónur mál- tíðin. Grunnnám í tónlist hækkaði í verði í Reykjanesbæ. Í Reykjavík hækkuðu leikskóla- gjöld um 2,5 prósent frá áramót- um, að sögn Sigrúnar Elsu Smára- dóttur, formanns Leikskólaráðs. Þar með hækkaði matarverð á leikskólum einnig. Vistunargjöld og síðdegishressing á frístunda- heimilum og í frístundaklúbbum hækkaði um 2,5 prósent. „Í raun er þetta lækkun því að verðbólgan hefur verið mun meiri,“ segir Sigrún Elsa. Niðurgreiðsla til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Reykjavík rúm- lega tvöfaldaðist í ársbyrjun, fór úr 12.000 í 25.000 krónur og fer í 40.000 um næstu áramót. Niður- greiðslan gildir fyrir börn og ungl- inga fram að 18 ára aldri. Sigrún Elsa bendir á að borgaryfirvöld styrki líka íþróttafélögin, einstaka klúbba, skátafélög og alls kyns æskulýðsstarfsemi aðra. Í Garðabæ hækkuðu niður- greiðslur vegna íþrótta- og æsku- lýðsstarfs í 25 þúsund og gilda til 18 ára aldurs. ghs@frettabladid.is Leikskólagjöld voru lækkuð í Kópavogi Leikskólagjöld hækkuðu í Hafnarfirði, Reykjavík og í Reykjanesbæ en lækkuðu í Kópavogi. Verð á mat hækkaði á leikskólum víða. Raunlækkun, að mati formanns Leikskólaráðs í Reykjavík. LEIKSKÓLAMATUR HÆKKAR Í VERÐI Foreldrar leikskólabarna í Hafnarfirði, Reykjavík og Reykjanesbæ greiða hærra verð fyrir leikskólavistunina frá áramótum en í Kópa- vogi lækkar gjaldið ef matarverð er ekki tekið með í reikninginn. Verð á leikskólamat hækkar í Kópavogi eins og svo víða. Myndin er úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI BELGÍA, AP Utanríkisráðherra Belgíu, Karel de Gucht, hefur uppálagt utanríkisþjónustu landsins að gera átak í því að upplýsa umheiminn um að belgíska ríkið sé ekki í þann mund að sundrast. Að systurflokkum úr hinum flæmska norðurhluta og frönsku- mælandi suðurhluta landsins skyldi ekki takast að mynda ríkisstjórn eftir kosningar snemm- sumars í fyrra vakti upp vanga- veltur innan sem utan Belgíu um að í klofning landsins stefndi. Í desember var samið um bráðabirgðastjórn undir forystu Guy Verhofstadt. Sú stjórn hefur hins vegar aðeins umboð til starfa fram í mars. Þá er ætlast til að flokkarnir sem fengu þingmeiri- hluta verði búnir að leysa ágreining sinn. - aa Stjórnmálakreppan í Belgíu: Ímyndarherferð fyrirskipuð 107 REYKJAVÍK! TIL HAMINGJU HELLU- BÚAR! TIL HAMINGJU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.