Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 34
18 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1885 Wilson Bentley tekur fyrstu ljósmyndina af snjókorni. 1935 Mjólkursamsalan stofnuð. 1975 Portúgal veitir Angóla sjálfstæði. 1991 Stöð 2 hefur beinar út- sendingar frá gervihnatta- stöðinni CNN og þá eink- um vegna Persaflóastríðs- ins. Þremur dögum síðar sýnir Ríkissjónvarpið beint frá SKY. 1994 Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavík- ur ákveða sameiginlegt framboð í borgarstjórnar- kosningunum undir nafni R-lista. 2001 Wikipedia, frjálst alfræðirit á netinu, fer af stað. 2007 Meðferðarheimilinu Byrg- inu er lokað. MARTIN LUTHER KING YNGRI, MANNRÉTTINDAFRÖMUÐUR, FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1929. „Mig dreymir um að börnin mín fjögur muni einhvern tíma búa í landi þar sem þau verða ekki dæmd af húðlit sínum heldur vegna persónuleika.“ Martin Luther King var þekktasti leiðtogi blökkumanna í Banda- ríkjunum á sjötta og sjöunda ára- tug síðustu aldar. Hann fékk friðar verðlaun Nóbels, þá yngstur manna, árið 1964. Hann var myrt- ur í Memphis 4. apríl 1968. Ungliðadeild Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga verður stofnuð í dag. Deildin miðar að því að skapa skemmtilegan og líf- legan vettvang fyrir unga hjúkrunarfræð- inga alls staðar af landinu. Henni er ætlað að efla stéttarvitund ungra hjúkrunarfræð- inga og styrkja þá í að hafa áhrif á starfs- umhverfi sitt og réttindi. Félagsskapurinn er ætlaður þeim hjúkrunarfræðingum sem luku námi í hjúkrunarfræði árið 2000 eða síðar. Stofnun deildarinnar er hluti af viða- meiri dagskrá sem Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga stendur fyrir og hefst í dag 15. janúar en það er einmitt afmælisdagur félagsins. Þá hefst til að mynda átak sem miðar að því að veita innsýn í menntun og störf hjúkrunarfræðinga. Heimasíða Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga er www.hjukrun.is Átak hjúkrunarfræðinga HJÚKRUNARFRÆÐINGAR AÐ STÖRFUM Í dag hefst átak Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem vill vekja athygli á menntun og störfum hjúkrunarfræð- inga. Amtsbókasafnið á Akureyri varð 180 ára í apríl á síðasta ári og hefur af því tilefni verið safnað saman til sýn- ingar hundrað og áttatíu bókum, einni frá hverju starfsári safnsins á árunum 1827-2007. „Amtsbókasafnið var stofnað af Grími Jónssyni, amtmanni á Möðru- völlum, með aðstoð danskra yfirvalda árið 1827 og er þetta næstelsta bóka- safnið á landinu. Þetta var rétt eftir enn einn brunann á Möðruvöllum og þá sendi Grímur beiðnabréf til Danmerk- ur um að það yrði safnað bókum,“ út- skýrir Hólmkell Hreinsson, amtsbóka- vörður og bætir við: „Tilgangur safns- ins hefur alltaf verið að fræða og skemmta og það er eitt sem hefur ekk- ert breyst þrátt fyrir að hundrað og áttatíu ár séu liðin. Þó svo nú séu til tölvur, DVD, geisladiskar og það allt er tilgangurinn enn sá sami.“ Bókasafnið hefur verið í stöðugri þróun frá upphafi. „Svona til að setja hlutina í sögulegt samhengi þá var bóka- safnið stofnað á þeim tíma sem menn voru að leggja járnbrautir í Evrópu, Bandaríkin voru ekki orðin almenni- lega til, þetta er sama ár og Kambs- ránið var framið á Suðurlandi og árið áður en Natan Ketilsson var myrtur af Friðriki og Agnesi,“ segir Hólm- kell glettinn. „Við ætluðum að hafa þessa afmælissýningu á síðasta ári en þá var svo mikið af öðrum sýningum að við ákváðum að bíða með þetta þar til núna í janúar.“ Bækurnar voru vald- ar þannig að þær beri merki síns tíma og lýsi tíðarandanum. „Við völdum til dæmis bók um Heimaeyjargosið fyrir árið 1973 og fyrir árið 1975 er bók um jafnréttisbaráttu. Fyrir tímann kring- um 1874 var bók valin um vesturfarir og slíkt þannig að maður ætti að geta stiklað á stóru í sögunni þegar sýning- in er skoðuð,“ segir Hólmkell. Bóka- sýningin er því nokkurs konar ferða- lag um tímann. „Með sýningunni erum við að vekja athygli á því hvað þetta er í raun gömul stofnun þótt hún sé síung og svo viljum við líka vekja athygli á því góða starfi sem hér er unnið. Í fyrra settum við upp tölur til gamans sem voru þannig að ef allir sem komu á safnið á síð- asta ári stæðu í einni röð þá næði hún út í Ólafsfjörð og ef öllum útlánsbók- um yrði staflað upp þá væri það hærra en tvö hæstu fjöllin hér í kring saman- lagt,“ segir Hólmkell kíminn. Amtsbókasafnið hefur haldið nafni sínu óbreyttu frá upphafi. „Þegar þetta var stofnað voru tvö amtsbóka- söfn, eitt að sunnan og vestan sem var í Stykkishólmi og er enn þá til, og svo var þetta fyrir Norður- og Austurland. Ömtin voru danskar stjórnsýslueining- ar sem voru lagðar niður fyrir löngu en nafnið hefur hins vegar haldist, enda finnst okkur það flott,“ segir Hólmkell ánægður. Amtsbókasafnið á Akureyri er frekar stórt bókasafn og fær marga gesti. „Við erum eitt af tveimur söfnum sem tökum til varðveislu allt sem gefið er út á landinu en Landsbókasafnið er hitt bókasafnið. Auk þess fáum við alla tónlist sem er gefin út á geisladiskum. Síðan er þetta mjög öflugt almennings- bókasafn en við fáum í kringum fjög- ur til fimm hundruð gesti á hverjum degi og í fyrra lánuðum við út yfir tvö hundruð þúsund bækur. Þótt við séum að horfa um öxl núna og séum upptek- in af því þá er bókasafnið líka orðið að menningarmiðstöð með alla mögulega hluti,“ segir Hólmkell stoltur af öflugri starfsemi safnsins. hrefna@frettabladid.is AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: 180 BÆKUR FYRIR 180 ÁR Fræðandi ferðalag um tímann HANGIÐ Á BÓKASAFNI Hólmkell segir að með tilkomu nýs húsnæðis árið 2004 hafi heimsókn- um á Amtsbókasafnið fjölgað umtalsvert og nú getur fólk frekar „hangið“ á safninu, en það er hann mjög ánægður með. MYND/ÞÓRIR TRYGGVASON Á þessum degi árið 1559 var Elísa- bet Tudor krýnd drottning Eng- lands í Westminster Abbey í London. Hún var þá 25 ára, hálfsystir Maríu I drottningar, sem hafði látist tveim- ur mánuðum fyrr. Elísabet var dóttir Önnu Boleyn og Hinriks VIII sem einnig var faðir Maríu. Samskipti hálfsystranna voru storma- söm þau fimm ár sem María sat á valdastóli. María var kaþólsk og hugðist koma á kaþólskri trú að nýju sem ríkistrú í Englandi. Við það upphófst uppreisn mótmæl- enda og Elísabetu, sem var mót- mælandi, var meðal annars kast- að í Tower-fangelsið í London vegna gruns um samsæri gegn systur sinni. Eftir dauða Maríu voru nokkur plot kaþólikka gegn Elísabetu en lang- flestir lávarðar voru samþykkir krýn- ingu hennar enda flestir mótmæl- endatrúar og vonuðust eftir minni afskiptum kirkjunnar undir henn- ar stjórn. Eftir að Elísabet komst til valda lét hún ganga til baka mörg af þeim lögum sem María hafði komið á auk þess sem hún endurreisti mótmæl- endatrú og kom föstu skipulagi á ensku kirkjuna. Elísabet varð þekkt sem Meydrottn- ingin þar sem hún vildi ekki gifta sig. Hún sat lengi við völd, allt til árs- ins 1603. England hafði á valdatíma hennar vaxið og orðið að heimsveldi. Hennar er því minnst sem eins af merkari leiðtogum heims í sögunni. ÞETTA GERÐIST 15. JANÚAR 1559 Elísabet krýnd drottning ELÍSABET Ríkti í mörg ár. Kvenfélag Álftaness færði slysa- og bráðadeild Land- spítala góða gjöf á dögunum. Um var að ræða DVD-diska með barnaefni. Myndform styrkti kvenfélagskonur með diskunum sem koma sér afar vel fyrir þau börn sem leita á deildina og þurfa að stytta sér stundir. Góð gjöf GEFENDUR OG ÞIGGJENDUR Konur úr Kvenfélagi Álftaness og stjórnendur slysa- og bráða- deildar. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þórður Jón Pálsson kennari, Aflagranda 40, áður Melhaga 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 12. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Elín Þórðardóttir Reinhold Kristjánsson Steinunn Þórðardóttir Hrafn Bachmann Aðalsteinn Þórðarson Guðrún Jóhannesdóttir Kjartan Þórðarson Helga Kristín Einarsdóttir Gunnar Þórðarson Hafdís Kjartansdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðr- uðu minningu eiginmanns míns, föður okkur, tengdaföður, afa og langafa, Þorsteins Kristinssonar endurskoðanda, Hafnarfirði, sem var jarðsunginn 20. desember síðastliðinn, og sýndu vináttu og veittu styrk á sorgarstundu. Dagbjört Torfadóttir Helga Björk Þorsteinsdóttir Kristinn Arnar Guðjónsson Hörður Þorsteinsson Sigrún Sæmundsdóttir Kristinn Þorsteinsson María Sverrisdóttir barnabörn og langafabarn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, Hulda Björnsdóttir Gnúpi, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. janúar síðastliðinn. Tómas Þorvaldsson Eiríkur Tómasson Gunnar Tómasson Stefán Þorvaldur Tómasson Gerður Sigríður Tómasdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Jóhannsdóttir, Árskógum 6, Reykjavík, lést 13. janúar á líknardeild LSH í Kópavogi. Jóhann Sævar Erlendsson Þuríður E. Baldursdóttir Anna Rósa Erlendsdóttir Guðni Ágústsson Kristín Erla Guðnadóttir Brynjar Víðisson Arnar Páll Jóhannsson Jóhann Baldur Jóhannsson Magnea Mjöll Ingimarsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.