Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 42
26 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HORNFIRÐ- INGAR! TIL HAMINGJU ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Demants ... ... kjarnaborar: 42 - 400 mm ... slípibollar: 125 og 180 mm ... sagarblöð: 125 - 800 mm Gæði og gott verð. Arnór Atlason dró sig endanlega út úr íslenska landsliðshópnum í gær. Hann er meiddur á liðþófa og þess utan er hann með trosnað liðband. Það er því ekkert annað í stöðunni hjá honum en að fara í aðgerð. Arnór hélt utan í morgun til Danmerkur þar sem hann mun fá bót meina sinna. „Þetta er alveg hrikalega svekkjandi og í raun alveg ferlegt. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég verð á flugvellinum með strákunum þegar þeir fara til Noregs en ég til Danmerkur. Það verður mjög erfitt að kveðja þá og sjá á eftir þeim í vélina til Noregs,“ sagði Arnór hundsvekktur við Fréttablaðið í gær. „Ég meiðist upprunalega í seinni leiknum við Ungverja í lok október. Fer svo út í segulómun og annað, en þeir sjá ekki neitt. Ég hvíli í nokkurn tíma og næ mér svona þokkalegum. Ég byrjaði svo að spila úti og kenndi mér einskis meins og ekki heldur á LK Cup með landsliðinu um daginn. Svo sný ég aðeins upp á hnéð á æfingu þegar við komum heim og þá er ég sendur aftur í myndatöku og þá koma meiðslin í ljós. Þetta er mjög svekkjandi og sérstaklega þar sem ef ég hefði farið í rétta meðferð strax hefði ég verið klár í slaginn fyrir mánuði síðan,“ sagði Arnór, sem fann sig mjög vel á LK Cup og voru menn að binda væntingar við að hann yrði liðinu drjúgur í Noregi. „Það þurfti greinilega lítið til að ýfa upp meiðslin og ég er bara það slæmur núna að ég get gleymt þessu móti, eins erfitt og það nú er. Ég var að finna mig vel og leit björtum augum á mótið. Var mjög bjartsýnn. Það er mjög erfitt að sætta sig við þetta og ég átti mjög erfitt með mig á leiknum gegn Tékkum á sunnudag,“ sagði Arnór, sem vonast til þess að komast í aðgerð sem fyrst og hann stefnir svo á að koma til Noregs þar sem hann getur hvatt félaga sína til dáða. „Draumurinn okkar var að komast í undanúrslit og eigum við ekki bara að segja að við sjáumst í Lillehammer þar sem undanúrslitin og úrslitin verða spiluð,“ sagði Arnór. ARNÓR ATLASON: FER EKKI MEÐ ÍSLENSKA HANDBOLTALANDSLIÐINU Á EM VEGNA MEIÐSLA Verður erfitt að kveðja strákana á flugvellinum 2 DAGAR Í EM Í HANDBOLTA HANDBOLTI Alfreð Gíslason var talsvert léttari í lund í gær en eftir leikinn á sunnudag. Hann fór eftir leik inn í klefa og tilkynnti sínum mönnum hverjir færu með til Nor- egs í dag. „Ég tek bara tvo markverði út en Björgvin Gústavsson á að vera klár í slaginn ef ég þarf að kalla á hann en hann verður heima og æfir með sínu liði. Sömu sögu er að segja af Arnóri Gunnarssyni en hann er líka til vara þar sem Bjarni er ekki alveg heill,“ sagði Alfreð en hann gerir ráð fyrir að hvíla Sverre Jakobsson í fyrsta leikn- um. „Ég er mun ánægðari nú en eftir fyrri leikinn. Það var margt jákvætt í þessu og leikur liðsins miklu heilsteyptari. Það er stíg- andi í þessu og ég er sáttur við hversu vel vörn og markvarsla gekk í dag. Ég er svona hæfilega bjartsýnn í dag en það er ljóst að við verðum að bæta okkar leik fyrir fimmtudag ef við ætlum að vinna Svía.“ - hbg Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari eftir leikinn í gær: Hæfilega bjartsýnn HANDBOLTI Alfreð Gíslason valdi í gær 16 manna hóp sem tekur þátt í Evrópumótinu í Noregi sem hefst á fimmtudaginn. Þeir Roland Valur Eradze og Arnór Atlason féllu úr landsliðshópnum í gær. Roland er illa tognaður í öxlinni og nær sér ekki í tíma. Logi Geirsson lék ekki með í gær, rétt eins og Einar Hólmgeirsson, en meiðsli þeirra eru minniháttar og þeir ættu að vera klárir í leikinn gegn Svíum á fimmtudag. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Fram, og Arnór Gunnarsson, hornamaður Vals, eru varamenn komi eitthvað upp á en Alexander Petersson hefur verið meiddur. - hbg EM-HÓPUR ÍSLANDS: Birkir Ívar Guðmundsson mark Hreiðar Guðmundsson mark Guðjón Valur Sigurðsson vinstra horn Hannes Jón Jónsson vinstra horn Logi Geirsson vinstri skytta Jaliesky Garcia vinstri skytta Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórn. Ólafur Stefánsson hægri skytta Einar Hólmgeirsson hægri skytta Ásgeir Örn Hallgrímsson hægri skytta Alexander Petersson hægra horn Bjarni Fritzson hægra horn Róbert Gunnarsson lína Sigfús Sigurðsson lína Vignir Svavarsson lína Sverre Jakobsson vörn EM-hópur Alfreðs Gíslasonar: Roland fer ekki með til Noregs Ísland-Tékkland 33-28 (15-12) Mörk Íslands (skot): Hannes Jón Jónsson 7 (8), Ólafur Stefánsson 6/1 (9/2), Guðjón Valur Sigurðsson 6 (10/1), Róbert Gunnarsson 4 (6), Jaliesky Garcia 4 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (7), Alexander Petersson 2 (5), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Vignir Svavarsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10/1 (29/5, 35%), Hreiðar Guðmundsson 8 (17/2, 47%) Hraðaupphlaup: 11 (Guðjón 4, Ólafur 3, Alexand er 2, Róbert, Hannes) Tékkar skoruðu 9 mörk. Fiskuð víti: 3 (Vignir 2, Róbert). Utan vallar: 8 mínútur (Tékkar í 12 mínútur) TÖLFRÆÐIN > Theodór Elmar til Lyn Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason hefur skrifað undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Lyn en hann hefur verið í herbúðum skoska liðsins Glasgow Celtic undanfarið tvö og hálft tíma- bil. Þetta kom fram á vefsíðunni Fótbolti.net í gær. Theodór Elmar er 21 árs og uppalinn í KR þar sem hann lék allt þar til að hann fór út til Skotlands. Theodór á þrjá A-landsleiki að baki og var í byrjunarliðinu í fyrsta landsleikn- um undir stjórn Ólafs Jóhann- essonar sem var gegn Dönum í nóvember. HANDBOLTI Strákarnir okkar kvöddu þjóðina með stæl í gær þegar Tékkum var rúllað upp í Höllinni, 33-28. Leikur íslenska liðsins var betri og heilsteyptari en á sunnudag og það er full ástæða til bjartsýni fyrir EM þrátt fyrir áföll síðustu daga. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur í gær hafi verið mun betri en á sunnudag. Strax frá upp- hafi var sóknarleikurinn mun hrað- ari, ákveðnari og markvissari. Fyrri hálfleikur var frekar kaflaskiptur, Ísland leiddi lengst- um en missti forskotið niður jafn- harðan. Illa gekk eins og oft áður að nýta sér liðsmuninn er Tékkar fengu brottvísanir. Það var í raun ekki fyrr en Jaliesky Garcia Padron datt í gír- inn sem Ísland náði þriggja marka forskoti sem liðið hélt til hálfleiks, en staðan var 15-12 í leikhléi. Birkir Ívar stóð í markinu og varði ágætlega. 5-1 vörnin með Guðjón fremstan gekk ágætlega en Íslend- ingar gáfu of mörg mörk með því að vera seinir til baka. Íslenska landsliðið byrjaði síð- ari hálfleikinn af gríðarlegum krafti, komst fljótt í 19-13 og Tékkar tóku leikhlé. Þeir skoruðu í kjölfarið þrjú mörk í röð og maður trúði því vart að liðið ætlaði enn og aftur að klúðra niður forystu. Þá kom Hannes Jón Jónsson og raðaði inn mörkum og sá til þess að for- skotið varð aftur drjúgt. Eftir það leit íslenska liðið aldrei til baka og landaði öruggum sigri, 33-28. Hreiðar kom inn í markið, stóð sig vel líkt og Birkir en það ánægjulegasta við síðustu leiki er hvað „aukaleikararnir“ eru að koma sterkir inn. Í gær voru það Vignir og Bjarni og núna kom Hannes sterkur inn en hann átti ótrúlega innkomu. Ásgeir Örn er líka að leika vel og sérstaklega gaman að sjá hann svona öflugan í varnarleiknum þar sem hann skilar hlutverki sínu vel. Batamerki voru á leik Garcia og er það vel. Breiddin er lífsnauð- synleg ætli liðið sér að ná mark- miðum sínum á EM. Strákarnir fengu svo sannar- lega byr í seglin í gær og það er gott að fara utan með fínt sjálfs- traust og tvo sigra í farteskinu. Vonandi verður framhald á næst- komandi fimmtudag er alvaran byrjar gegn Svíum. henry@frettabladid.is Strákarnir okkar eru á réttri leið Íslenska handboltalandsliðið fékk byr í seglin fyrir Noregsförina er það vann góðan fimm marka sigur á Tékkum í Höllinni í gær í síðasta æfingaleiknum fyrir Evrópumótið. Liðið heldur utan til Noregs í dag. LIFÐI SIG INN Í LEIKINN Alfreð Gíslason sýndi nokkur tilþrif á hliðarlínunni þó að ekki hafi verið mikið undir í gær, svona til þess að hita líka upp fyrir EM. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÁBÆR INNKOMA Hannes Jón Jónsson kom inn í seinni hálfleik og stal senunni en hann skoraði þá 7 mörk úr 8 skotum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞRUMUSKOT Snorri Steinn Guðjónsson skorar hér eitt af þremur mörkum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.