Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 16
16 15. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Framsóknarflokkurinn Við áramót tíðkast að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Árið 2007 rann upp fyrir mér að ég hef verið flokks- bundinn Framsóknarmaður í 40 ár. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ spyr skáldið. Því miður á það ekki við okkur, Framsóknarmenn, því í síðustu kosning- um upplifðum við mestu niðurlægingu í 90 ára sögu flokksins. Flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi í þéttbýli eða á þeim svæðum þar sem um 70% þjóðarinnar búa. Við töldum jafnan að Framsóknarflokkurinn hefði um 20% kjörfylgi að jafnaði. Það er greinilega ekki svo lengur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég las bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Guðni af lífi og sál, og óska ég þeim félögum til hamingju með gott verk. Bókin er afar vel skrifuð. Persóna Guðna kemur vel fram og ljóðskáldið Sigmundur Ernir hefur djúpa tilfinningu og skilning á manninum Guðna. Að mínu mati er fyrri hluti bókarinnar bestur, þar sem Guðni lýsir æsku sinni og fyrstu árum sínum í stjórnmálum. Guðni ber öllum vel söguna og sleppur meira að segja Halldór Ásgrímsson fyrir horn. Eftir lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér að það var miður að Guðni Ágústsson hefði ekki haft tök á því að stunda langskólanám, því Guðni er góðum gáfum gæddur. Í bók þeirra félaga fjallar Guðni ekkert um erfiðleika Framsóknarflokksins eða hvað þurfi að gera til að byggja flokkinn aftur upp. Líklegast er það skiljanlegt, mögulega gerir Guðni það síðar, í öðru bindi æviminninga sinna. Um áramót tíðkast einnig að hugsa fram á veginn um komandi tíma. Eftir 40 ára starf innan Fram- sóknarflokksins tel ég mig búa yfir talsverðri reynslu. Þess vegna tel ég mig megnugan þess að veita Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknar- flokksins, eftirfarandi ábendingu: Ef þú ert sammála skoðunum Bjarna Harðarsonar alþingismanns, og ef þær eru ný stefna flokks- forystunnar, eru engar líkur á að Framsóknarflokk- urinn muni ná neinni fótfestu hér í Reykjavík eða í þéttbýlinu þar sem um 70% þjóðarinnar býr. Höfundur er framsóknarmaður til 40 ára. Góður Guðni Morgunblaðið hefur undan farið gengið fram fyrir skjöldu til að réttlæta skipun dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands sem dómnefnd skv. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla hafði talið standa verulega að baki þremur öðrum umsækjendum. Í leiðara Morgunblaðsins 10. janúar sl. er þeim ummælum dómnefndarinnar hafnað, að tilvist nefndarinnar setji veitingarvaldinu einhver takmörk. Þetta sé einfaldlega rangt, enda komi það hvergi fram í neinum lagatexta, nefndin sé að draga til sín vald sem hún hafi ekki. Nærtækast væri að líta á þessi orð sem merkingarlaust rugl, en ef taka á mark á þeim eru lög ekki annað en tæki valds sem lýtur engum takmörkunum. Hér skín í taumlausa vildarhyggju þar sem einungis er áskilið að lög séu sett með formlega réttum hætti og þeim beri að framfylgja með valdi hvert svo sem efni þeirra er. Valdboðið er sett í öndvegi; annað látið víkja. Með þetta að leiðar- ljósi er alræði og geðþótta opnuð leið og eru nærtækust dæmin frá Þýzkalandi eftir 1930. Eftir bitra reynslu á fyrri hluta 20. aldar hefur áherzlan í lögspeki á síðari hluta aldarinnar færzt sífellt meira í þá átt að gefa gaum grunngildum þeim sem búa að baki lögskipaninni og eru orðuð í mannréttindaákvæðum stjórn- skipunarlaga, í almennri löggjöf og óskráðum meginreglum. Þetta, ásamt því að skipta valdi milli stofnana, miðar að því að tak- marka vald, enda hefur reynslan sýnt að fulltrúalýðræðið eitt veitir ekki aðhald sem skyldi. Þessi skipan mála er undirstaða réttar ríkisins og í eðli þess felst þar af leiðandi, að vald er takmarkað hvað sem bókstaf einstakra laga líður. Með því að setja ákvæði um dómnefnd til að meta sérstaklega hæfni umsækjenda um héraðs- dómaraembætti umfram hin venjulegu lágmarksskilyrði um aldur, menntun, starfsreynslu, óflekkað mannorð o. s. frv. hefur löggjafinn leitazt við að tryggja sjálfstæði dómsvaldsins og með sérstöku óháðu hæfnismati reist valdi ráðherra skorður þótt hún bindi það ekki. Svigrúm ráðherra merkir hins vegar ekki að hann geti hundsað álit dómnefndar gersamlega eins og settur dómsmálaráðherra hefur gert, enda missir ákvæðið þá marks og verður dauður bókstafur. Meðal þeirra grunngilda sem móta eiga lög í réttarríki eru að mælt sé fyrir um fyrirsjáanlegt ferli sem þegnarnir geti treyst. Vandaðir stjórnsýsluhættir eiga síðan að vernda þær lögmætu væntingar sem lögin vekja. Hér merkir þetta að umsækjendur um héraðsdómaraembætti mega vænta þess að áliti dómnefndar sé fyllsti gaumur gefinn, eða að minnsta kosti, að það sé ekki gersamlega hundsað eins settur dómsmálaráðherra hefur gert. Mér hefur hingað til skilizt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji standa vörð um réttarríkið, reisa ríkisvaldi skorður og tryggja frelsi manna. Það hlýtur að merkja, að því sé hafnað að lögin séu ekki annað en tæki hins óskoraða valds. Að vísu eru innan flokksins ofsatrúarhópar sem vandi er að skilgreina, en hafa bersýnilega hreiðrað um sig í ritstjórnarskrifstofu Morgun- blaðsins. Þar er valdboðið eitt haft að leiðarljósi ef það þjónar æskilegum öflum innan þjóð- félagsins að mati blaðsins. Ég hélt reyndar að þessi ofstækisöfl hefðu ekki náð til forystu flokksins í Valhöll, en hér hefur mér skjátlazt. Varaformaður flokksins hefur lýst eindregnum stuðningi við geðþóttaákvörðun setts dómsmálaráðherra. Rök- semdirnar láta reyndar á sér standa því að hún kýs að ræða ætterni þess umsækjanda sem skipaður var gegn hæfnismati dómnefndarinnar. Þegar gengið er jafn gróflega í berhögg við álit nefndarinnar og naumast liggur annað fyrir frá settum dómsmála- ráðherra en orðafar sem hæfir götustrákum er eðlilegt að menn leiti skýringa á háttsemi ráðherr- ans jafnt sennilegum sem ósenni legum. Varaformaðurinn er rökþrota og reynir að drepa máli á dreif í því skyni að vekja samúð með hinum nýskipaða dómara. Kjarni málsins snýst ekki um persónu hans, þótt reynt sé að beina umræðunni þangað, heldur röksemdir dómnefndarinnar og lagaskilning í anda réttarríkisins. Dómnefndin hefur kosið að starfa áfram í von um betri tíð og uppsker fyrir það háðsglósur í áðurnefndum leiðara Morgun- blaðsins. „Nefndin hefur engin rök fyrir máli sínu“ segir þar „og framganga hennar er nefndar- mönnum ekki til sóma. En þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir ætla þeir ekki að segja af sér!“ Þetta er til marks um að ofsatrúaröfl Morgunblaðsins telji sig nú hafa náð tökum á Sjálfstæðisflokknum og engra breytinga sé að vænta, enda muni núverandi og upprenn- andi forystumenn í hlýðni standa. Einu sinni var kjörorð Sjálfstæðis- flokksins: „Gjör rétt – þol ei órétt.“ Er kjörorðið nú: Gjör rangt – þol órétt? Höfundur er lagaprófessor. Gjör rangt − þol órétt? SIGMAR B. HAUKSSON SIGURÐUR LÍNDAL Í DAG | Skipun héraðsdómara Meirihluti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þeirri skoðun að takmörkuð eignarréttindi á veiðiheimildum með frjálsu framsali séu andstæð mannréttindum. Sú niðurstaða stangast á við stjórnar- skrá Íslands. Mikilvægt er að ræða þetta álit og bregðast við því. Verði álit meirihlutans túlkað á þann veg að breyta þurfi fiskveiðistjórnun í grundvallaratriðum blasa við alvarlegar efnahagslegar og félags- legar þrengingar. Ýmsir hafa óttast um hagsmuni sjávarútvegsins ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu. Ef taka ætti mark á meirihluta mann- réttindanefndarinnar fæli það í sér að við hefðum undirgengist mun meira framsal á sjálfsákvörðunarrétti en þar er um að tefla. Aðildin að Sameinuðu þjóðunum hefði þannig mun alvarlegri og víðtækari áhrif á sjávarútveginn og sjávarplássin en Evrópusam- bandsaðild. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi með takmörkuðum eignar- réttindum og frjálsu framsali var samþykkt á Alþingi 1991 af Framsóknarflokknum, Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Borgaraflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Nú hagar hins vegar svo til að Sjálfstæðisflokkurinn einn er til varnar fyrir kerfið. Allir aðrir flokkar hafa mismunandi og afar ólík mótrök. Þar af leiðir að enginn hefur fengið hljómgrunn fyrir öðrum lausnum sem nytu meirihlutastuðnings. Þau einu úr hópi ráðherranna sem knúðu málið fram á sínum tíma og eru enn í pól- itískum áhrifastöðum eru: Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson. Breski fulltrúinn í mannréttindanefndinni, Sir Nigel Rodley, bendir réttilega á í séráliti sínu að meirihlutinn virðist fyrst og fremst byggja röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu sam- kvæmt íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu að fella svokallað sameignarákvæði út. Málsreifun breska fulltrúans bendir þannig til að meirihlutinn byggi niðurstöðu sína á lögfræðilegri rökleysu. Hún vekur einnig spurningu um hvort nefndin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að túlka samspil íslenskra lagaákvæða í stað þess að meta það eitt hvort þau samræmist sáttmálanum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem greint hefur frá útfærðum tillögum um viðbrögð. Einn helsti forystumaður hennar lýsti af þessu tilefni í sjónvarpi á sunnudag tillögu um að svipta alla aflahlutdeild í þorski til þess að úthluta hugsanlegri aukningu í tonnum þegar þar að kemur til annarra en þeirra sem stunda veiðar í dag. Sviptingin tæki til smábátasjómanna sem keypt hafa þorskveiðiheimildir til að bjarga atvinnu í litlum plássum. Aflahlutdeildin er undirstaða lánstrausts í sjávarútvegi, ekki síst hjá trillukörlum og minni útgerðum. Stærri útgerðir hafa breiðari undirstöðu og eiga í einhverjum tilvikum hægara með að bjarga sér. En víst er að margir munu ekki lifa þorskveiðiskerð- inguna af nema á grundvelli þessa lánstrausts. Samfylkingin vill nú kippa þessu lánstrausti undan smábátasjómönnum jafnt sem öðrum. Afleiðingunum þarf ekki að lýsa. Það gæti hins vegar reynst utanríkisráðherra þrautin þyngri að skýra út fyrir mannréttindanefndinni að ráðstafanir af þessu tagi feli í sér aukin mannréttindi. Ástæða er því til að hvetja til yfir- vegaðri og ígrundaðri viðbragða. Fiskveiðiréttindi og mannréttindi: Þörf á yfirvegun ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Svarti bletturinn Mikið var rætt um símhleranir á dögum kalda stríðsins fyrir ári eða svo. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hóf til dæmis utandagskrárumræðu um málið á þingi og sagði meðal annars: „Þetta er svartur blettur á sögu þjóðar innar […] sem verður að upplýsa.“ Eftir að hún komst í ríkis- stjórn virðist hins vegar hafa sljákkað í áhuga Samfylkingarinnar að upp- lýsa þennan „svarta blett á sögu þjóðarinnar“. Ekki hefur verið minnst á símhleranir það sem af er þingi. Og það þótt einn þingmanna Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, gruni að hann hafi sjálfur sætt hlerunum á tímabili. Ys og þys á Bessastöðum Það var annríki á Bessastöðum á laugardag. Hvorki fleiri né færri en fimm erlendir sendiherrar lögðu leið sína þangað og afhentu forseta lýðveldisins, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf. Fyrstur reið á vaðið Abdou Abarry, sendi- herra Níger, fast á hæla hans fylgdi Lubos Novi frá Tékklandi, Denis Feldmeyer frá Sviss var næstur í röðinni, þá var röðin komin að Erwin Kubesch frá Austurríki og Hubert Wurtm, sendi- herra Lúxemborgar, rak lestina. Ólafur Ragnar hefur getað sofið út á sunnudag með góðri samvisku. Engin innistæða Kortafyrirtækin viðurkenndu ólöglegt samráð fyrir helgi. Eftir húsleit Samkeppniseftirlitsins í júní 2006 ræddi Halldór Guðbjarnason, sem þá var forstjóri VISA, við fjölmiðla og mótmælti: „Mér fannst ég vera staddur í ríki sem hefði eitthvað annað réttarfar en við […] Við erum sakaðir um að hafa misnotað mark- aðsráðandi stöðu okkar á þessum færsluhirðingarmarkaði. Hvernig, hef ég ekki hugmynd um.“ Ljóst er að engin innistæða var fyrir þessum orðum Halldórs. Fyrir- tækið játaði brot og greiddi 385 milljónir króna í sekt. bergsteinn@frettabladid.is KÓPAVOGS- BÚAR! TIL HAMINGJU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.