Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 24
 15. JANÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● lh hestar Feðgarnir Herbert Ólafsson og Ásgeir Herbertsson hafa opnað hestavörubúð á höfuð- borgarsvæðinu. Mikil samkeppni er á hestavöru- markaði á höfuðborgarsvæðinu. Reiðtygja- og hestavöruframleið- andinn Top Reiter opnaði nýja smásöluverslun í Ögurhvarfi 4 í desember og nú eru starfandi fimm hestavörubúðir í Reykja- vík. Feðgarnir Herbert Ólason og Ásgeir Herbertsson hafa fram- leitt reiðtygi undir vörumerkinu Top Reiter í 22 ár. Þeir eru báðir búsettir í Þýskalandi en fram- leiðslan fer nær öll fram í Pól- landi. Top Reiter er þekktast fyrir hnakka og önnur reiðtygi og lík- lega framleiða þeir meira af reið- tygjum fyrir íslenska hesta en nokkurt annað fyrirtæki í heim- inum. Á síðari árum hafa þeir feðgar bætt við fleiri vörutegund- um í framleiðsluna, til að mynda vönduðum reiðfatnaði. „Við töldum að það væri pláss fyrir okkur hérna heima,“ segir Ásgeir. „Það gefur auga leið að það vantaði ekki nýja verslun á þennan markað, en við teljum að okkar vörur eigi fullt erindi. Við höfum lagt áherslu á það síðari ár að auka gæði framleiðsl- unnar en halda verðinu niðri eins og kostur er. Við kaupum nær allt leður af þekktum framleiðendum í Þýska- landi og Bretlandi. Efni í reiðfatn- aðinn kaupum við meðal annars frá Scholler í Austurríki, svokall- að Softshell, sem er frábært efni í reiðbuxur og annan reiðfatnað. Það er mjög létt, hrindir frá sér vatni og óhreinindi tolla illa við það. Einnig erum við með áspenntu hlífarnar okkar í stöðugri þróun og erum komnir með frábært efni, sem bæði er níðsterkt og situr mjög vel. En við erum með mörg fleiri vörumerki en okkar eigin. En aðalmarkmið okkar er að selja gæðavöru á sanngjörnu verði.“ Framkvæmdir eru hafnar á reiðhöll á Flúðum sem mun rúma 150 manns í áhorfenda- bekki. Fyrsta skóflustungan að reiðhöll á Flúðum var tekin hinn 6. jan- úar. Reiðhöllin er á svokölluðum Lambatanga, sem er skammt frá verksmiðju Límtrés. Reiðhöllin er 22 sinnum 50 metrar að flatarmáli og áhorfendabekkir verða fyrir 150 manns. Einnig verður í höllinni hesthús fyrir um tíu til tólf hesta og félagsaðstaða á efri hæð. Gert er ráð fyrir löglegum keppnisvelli með beinni braut við reiðhöllina ásamt æfingavelli. Það er því ljóst að hér er um mikið framfaraskref að ræða fyrir Smárafélaga og aðra hestamenn á svæðinu. Að byggingunni standa Hesta- mannafélagið Smári, Hrossarækt- arfélag Hrunamanna og Búnað- arfélag Hrunamanna ásamt sveit- arfélögum Hreppa og Skeiða. Um verkið sjá Límtré og Yleiningar ásamt Gröfutækni ehf. sem sér um jarðvinnu. Þorsteinn Loftsson húsa- smíðameistari mun sjá um vinnu við sökkla og aðra steypuvinnu. Bjarni Þór Sigurðsson verslunarmaður og Ásgeir Herbertsson í hinni nýju verslun Top Reiter í Ögurhvarfi 4. MYND/JENS EINARSSON Orðið gan er notað um hesta sem eru ofreistir, með „snoppuna upp í loftið“. Slíkur höfuðburður á hesti er orðinn sjaldgæfur samhliða fram- förum í tamningu og þjálfun. Í ís- lenskri orðabók merkir gan flan eða æðibunugangur. Er það ná- skylt kvenkynsorðinu gönur, sem merkir afskeiðisflan, villigötur eða ógöngur; að láta hlaupa með sig í gönur. Að hugtakið hafi verið yfirfært á hesta í áðurnefndu sam- hengi er líklegast vegna þess að þegar hross hlaupa „gönuhlaup“ frjáls í náttúrunni, óttaslegin í æði- bunugangi, reisa þau gjarnan háls- inn og teygja höfuðið upp og fram (gana), meðal annars til að sjá og heyra betur. Orðið yfirlína er ekki til í íslenskri orðabók, en er notað yfir tiltölulega nýtt hugtak í hestamennsku. Þegar talað er um yfirlínu hests er átt við form hestsins: frá lend, um bak, makka, og fram á snoppu; hvernig hann ber eigin þunga og knap- ans uppi. Talað er um að hestur hafi sterka yfirlínu þegar hann er orð- inn það þjálfaður að hann getur lækkað lendina með því að færa meiri þunga á afturfætur og kreppt þá um hækilinn, spennt bak- og kviðvöðva og haldið bakinu uppi (og látið það fjaðra undir knapan- um), hvelft makkann og lyft fram- hlutanum (gengið upp í herðum og aukið hreyfingar framfóta). Burður er tískuorð í hestamennsk- unni. Sagt er að hestur sé kominn í burð. Er þá átt við að hann sé orð- inn nægilega þjálfaður til að forma sterka yfirlínu. Í hefðbundinni merkingunni er orðið burður oftast notað um að bera eitthvað: Þetta er mikill burður. Burðardýr hefur bæði gamla og nýja merkingu. Hestburður er það magn sem einn hestur getur borið (af heyi, koff- ortum, og svo framvegis). Burður á líka við um það þegar spendýr (mörg hver, kvendýr) fæða af sér af- kvæmi: sauðburður, Krists burð- ur. Orðið er einnig notað í fleir- tölu: Að hafa burði (til að bera mikið). Hestamenn hafa hins vegar fært orðið í eintölu til að túlka um- rætt hugtak og hljóma setning- arnar gjarnan á þessa leið: Hann er bara ekki kominn í neinn burð, eða: Hann er kominn í svo ofboðs- legan burð. Væri kannski réttara að segja: Hesturinn hefur enga burði..., eða, hesturinn hefur burði...? Ferskir vindar blása nú hjá Hesta- mannafélaginu Stormi á Vest- fjörðum. Félagið vígði nýja reið- höll í mars síðastliðnum, en það er fyrsta reiðhöllin í „reiðhallarverk- efni Guðna Ágústssonar“, sem tekin var í notkun. Höllin var reist á félagssvæði Storms, á Söndum í Dýrafirði, sem er í um fimm mín- útna akstri frá Þingeyri. „Reiðhöllin hefur blásið nýju lífi í félagslífið, á því leikur eng- inn vafi,“ segir Sigþór Gunnars- son, formaður Storms. „Aðstaða sem þessi gjörbreytir öllu lands- lagi í félagsstarfi þar sem iðkun áhugamálsins er eins háð veðri og vindum og raunin er í hesta- mennskunni. Nú er loks hægt að setja upp dagskrá sem er nokk- uð öruggt að stenst. Við höfum þegar haldið nokkur reiðnámskeið í reiðhöllinni og önnur eru á dag- skrá í vetur. Einnig er á dagskrá að halda þar mót og sýningar, sem er vel framkvæmanlegt, því höllin er 20 sinnum 40 metrar að flatar- máli, jafn stór og tamningagerði.“ Um áttatíu félagsmenn eru nú í Stormi og eru þeir dreifðir um Vestfirði, flestir á Bolungarvík en líka á Tálknafirði, í Arnarfirði, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Ferskir vindar í Stormi Ungir Stormsfélagar á reiðnámskeiði í nýju reiðhöllinni á Söndum. MYND/SIGÞÓR GUNNARSSON Heiðursfélagar Hestamannafélagsins Smára tóku fyrstu skóflustunguna að reiðhöllinni. Frá vinstri: Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, Haraldur Sveinsson, Rosemarie Þorleifsdóttir, Þorsteinn Vigfússon og Magnús Gunnlaugsson. MYND/SIGURÐUR SIGMUNDSSON Reiðhöll rís á Flúðum Top Reiter opnar verslun Hafrar & bygg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.