Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 21
ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar Hestamiðstöðin á Grænhóli í Ölfusi er án efa ein sú glæsileg- asta á landinu. Hún var vígð með pompi og prakt laugardaginn 29. janúar síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Gunnar Arnarson og Krist- björg Eyvindsdóttir létu til skar- ar skríða á síðastliðnu ári og reistu glæsilega reiðhöll á búi sínu á Grænhóli í Ölfusi. Einnig stækkuðu þau hesthúsið og nú er hægt að hafa fjörutíu hross á járnum á Grænhóli, þar af tuttugu stóðhesta. Fyrir þá sem ekki til þekkja er rétt að geta þess að hross fjöl- skyldunnar eru kennd við Auðs- holtshjáleigu í sömu sveit, en sú jörð er einnig í þeirra eigu. Hrossaræktarbúið Auðsholtshjá- leiga hefur átta sinnum verið til- nefnt til ræktunarverðlauna árs- ins og þrisvar hlotið þann titil. Nýja reiðhöllin er límtréshús frá BM Vallá, klætt með hvítum yleiningum. Þessi hús eru mjög björt og hlýleg. Gólfflöturinn er 20 sinnum 50 metrar og lítil áhorfendastúka í öðrum enda hallarinnar. „Þetta mun gjörbreyta vinnu- aðstöðunni,“ segir Gunnar. „Þetta þýðir einfaldlega að það er hægt að taka upp reglulegan vinnutíma, óháð veðri og vind- um. Það næst ekki sambærileg- ur árangur í tamningum þegar vinna þarf utan dyra í misjöfn- um veðrum, til dæmis eins og tíðin er búin að vera í haust, rok og rigning flesta daga.“ Fram- kvæmdir við reiðhöllina á Græn- hóli hófust í apríl á síðasta ári og ljóst að ekki hefur verið slegið slöku við. Gunnar segir kostnað- inn viðráðan legan. „Við höfum verið heppin. Hrossin hafa byggt þetta yfir sig sjálf.“ Þórdís Erla og Eyvindur Hrannar, Gunnarsbörn, vígðu höllina á glæstum gæðingum. Hér eru þau ásamt foreldrum sínum, Gunnari og Kristbjörgu. MYND/JENS EINARSSON Glæsileg reiðhöll á Grænhóli Hin danska Samantha Leidesdorff setti heimsmet í 150 metra skeiði á Mondrian vom Lucahof síðast- liðið sumar, 13,75 sekúndur. Fyrra metið átti Guðmundur Björgvins- son á Redda frá Lykkegarden, 13,8 sekúndur. Samantha er bú- sett í Þýskalandi og er kona hins kunna hestamanns og reiðtygja- framleiðanda Herberts Ólasonar (Kóka). Hún á að baki glæsileg- an keppnisferil, einkum í fimm- gangi og skeiði. Mondrian er ell- efu vetra geldingur, undan Glitni (Andra) frá Stóra-Hofi og Móniku frá Keldudal. Íslandsmetið í 150 metra skeiði er 13.62 sekúndur. Það setti Logi Laxdal á Þormóði Ramma á Meistaramóti Andvara 2001. Svo virðist sem aldrei hafi verið sótt um staðfestingu til FEIF á því meti sem heimsmeti. Heimsmet í 150 m skeiði Óvenju margir stóðhestar standa nú vel hvað afkvæmi varðar. Landsmótið 2008 verður mót af- kvæmahesta ef fram fer sem horfir. Að vísu er aðeins einn hestur sem þegar hefur áunnið sér rétt til heið- ursverðlauna fyrir afkvæmi, Kor- mákur frá Flugumýri, sem einnig átti þann rétt á LM2006 og er nú með 119 stig og 61 dæmt afkvæmi. En hvorki fleiri né færri en fimm hestar eiga möguleika á vori kom- anda, þar af eru fjórir synir Orra frá Þúfu. Heitastur er Hróður frá Refs- stöðum, sem nú er með 125 stig í kynbótamati og 46 dæmd afkvæmi; hann vantar aðeins fjögur og er hátt yfir mörkum. Roði frá Múla er rétt yfir lágmörkum með 119 stig en vantar ekki nema fimm af- kvæmi, á 45 dæmd. Sær frá Bakka- koti er með 129 stig og 36 afkvæmi og Markús frá Langholtsparti 127 stig og 37 afkvæmi. Sveinn-Herv- ar frá Þúfu á einnig möguleika, er með 119 stig og 36 dæmd afkvæmi. Þá má ekki gleyma Dyn frá Hvammi, með 118 stig og 46 dæmd afkvæmi, en hann hefur ekki verið sýndur til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi og frekar er reiknað með að eigendur hestsins velji þá leið fyrst. Sex stóðhestar hafa áunnið sér rétt til fyrstu verðlauna fyrir af- kvæmi eins og staðan er núna í kynbótamatinu. Dynur hefur verið nefndur en síðan eru þeir Huginn frá Haga, 119 - 16, Víkingur frá Voðmúlastöðum, 118 - 36, Töfri frá Kjartansstöðum, 118 - 25, Smári frá Skagaströnd, 114 til 30, og Tývar frá Kjartansstöðum, 113 - 41. Þá eru nokkrir yngri stóð- hestar heitir í fyrstu verðlaunin. Aron frá Strandarhöfði er með 122 stig og 11 dæmd afkvæmi, vantar aðeins fjögur, Þyrnir frá Þórodds- stöðum, 117 - 19, Stæll frá Miðkoti, 117 - 13, og Asi frá Kálfholti, 112 - 30. Landsmót afkvæmahesta Glúmur frá Stóra-Ási, sonur Hróðurs frá Refsstöðum. Hróður hefur sannað sig sem afburða kynbótahestur. MYND/JENS EINARSSON Samantha Leidesdorff heimsmethafi í 150 m skeiði. MYND/EIRÍKUR JÓNSSONEINARSS Ný stjórn var kjörin á framhalds- aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Austurlands á dögunum. Nýja stjórn skipa þeir Jósef Valgarð Þorvaldsson formaður, Gunnar Jónsson varaformaður, Jónas Hallgrímsson gjaldkeri, Ragnar Magnússon ritari og Sigurhans Jónsson meðstjórnandi. Jósef Val- garð, eða Valli á Víðivöllum eins og hann er kallaður, var lengst af formaður HrAust en formanna- skipti urðu í hittifyrra þegar Guð- röður Ágústsson á Hryggstekk bauð sig fram gegn honum. Á síð- asta aðalfundi hafði Jósef Valgarð betur með einu atkvæði. Jósef Valgarð formaður á ný Magnús Kjartansson hefur tekið að sér að stjórna Brokkkórnum næsta eina og hálfa árið í fjarveru Gróu Hreinsdóttur sem stjórnað hefur kórnum um árabil. Fyrsta æfing með Magga er annað kvöld kl 20.00 í Fáksheimilinu. Mikil og stór verkefni eru fram undan hjá kórnum og má þar nefna söng á Landsmóti hestamanna næsta sumar. Í Brokkkórnum er hresst fólk af báðum kynjum og á öllum aldri, en ennþá er pláss fyrir góðar raddir. Sjá www.123.is/brokk Maggi Kjart- ans stjórnar Brokkkórnum „Ég hefði sett Þórarin Eymunds- son í topp tíu ef ég hefði tekið þátt í valinu,“ segir Samúel Örn Er- lingsson, íþróttafréttamaður með meiru.“ Margir hestamenn voru ósáttir við val á íþróttamanni árs- ins og þeim finnst hestaíþrótt- irnar fá litla athygli. Samúel Örn bendir á að flest íþróttafólk upp- lifi það að finnast „sín grein“ snið- gengin. Það séu hins vegar marg- ir að standa sig mjög vel og barátt- an sé hörð. „Þórarinn lenti í tólfta sæti, sem er mjög gott. Stigagjöf- in er þess eðlis að það getur verið tilviljun háð hvort menn lenda í topp tíu eða fyrir utan.“ Sjá frétt á bls. 2 Hefði sett Þór- arin í topp tíu Íslandsmót í hestaíþróttum verð- ur haldið í tvennu lagi á þessu ári eins og undanfarin ár. Hesta- mannafélagið Fákur tók að sér að halda bæði mótin og fyrsta áætlun var sú að halda þau á sömu helgi, en á hvort á sínum velli. Stjórn LH sendi fyrirspurn til Fáks og bað um rökstuðning fyrir breyttu fyrirkomulagi. Eftir að hafa farið yfir málið aftur var tekin sú ákvörðun að halda mótið í tvennu lagi. Íslandsmót fullorðinna verð- ur því haldið 24. til 27. júlí, eins og til stóð, en Íslandsmót barna 14. til 17. ágúst. Stjórn LH hefur stað- fest beiðni frá Fáki um nýja dag- setningu. Íslandsmótið í tvennu lagi Sýningin Æskan og hesturinn er ein stærsta og best sótta reiðhall- arsýningin á hverju ári. Sýningin er haldin í mars ár hvert. Að sýn- ingunni standa hestamannafélög- in á suðvesturhorni landsins: Máni í Keflavík, Sörli í Hafnarfirði, Sóti á Álftanesi, Andvari í Garðabæ, Gustur í Kópavogi, Fákur í Reykja- vík og Hörður í Mosfellsbæ. Nú hefur verið gefinn út DVD- diskur frá sýningunni 2007. Öll sautján sýningaratriðin sem voru á sýningunni eru á diskinum, sem er rúmlega klukkustundar langur. Hagnaður af sölu hans rennur til æskulýðsstarfa félaganna. Disk- urinn kostar þúsund krónur og meðal annars er hægt að nálgast hann á skrifstofu hestamannafé- lagsins Fáks (sími 898-8445). Æskan og hesturinn á DVD-disk ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 Sjónvarpskonan Brynja Þorgeirs sér um Meistaradeild VÍS BLS. 6 Samúel Örn Erlingsson. MYND/JENS EINARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.