Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 26
● lh hestar 15. JANÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Meistaradeild í hestaíþróttum hefur verið starfrækt í nokkur ár í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Um er að ræða röð móta sem dreifist á vetrarmánuðina. Hin kunna sjónvarpskona Brynja Þorgeirsdóttir mun sjá um að koma Meistaradeild VÍS á skjáinn í Ríkis sjónvarpinu í vetur. Þættirnir verða sýndir að loknu hverju móti deildarinnar, sem verða sjö talsins og haldin með tveggja vikna milli- bili. Í þáttunum verður fjallað um undirbúning keppninnar, keppnina sjálfa og umræður eftir hvert mót. Fyrsta mótið fer fram fimmtudag- inn 31. janúar í Ölfushöllinni og verður keppt í fjórgangi. Margir af fremstu knöp- um landsins etja kappi í deild- inni líkt og undanfarin ár. Má þar nefna sigurvegarana frá í fyrra og hittifyrra, Viðar Ingólfsson og Atla Guðmundsson, en einnig eru á meðal keppenda Sigurbjörn Bárðar son, Hinrik Bragason, Hulda Gústafs dóttir, Sigurður V. Matthías son, Sigurður Sigurðarson og Þorvaldur Árni Þorvaldsson. Keppendur eru tuttugu og fjórir og fyrir utan að keppa hver við annan taka allir þátt í liðakeppni undir merkjum sex fyrirtækja. Þau eru Blend, Frumherji, IB ehf., Málning hf., Skúfslækur og Top Reiter. Það er Örn Karlsson, eigandi og staðarhaldari Ölfushallarinn- ar, sem er höfundur Meistara- deildarinnar. Hann hefur meðal annars þróað nýjar keppnis- greinar sem hafa náð vinsæld- um, Smala, þar sem reynir á hraða og fimi hests og knapa, og gæð- ingafimi, sem er sambland af fimi- æfingum og gangtegundakeppni. Að öðru leyti er keppt í hefðbundn- um greinum hestaíþrótta. Brynja í Meistaradeild VÍS Brynja Þorgeirsdóttir, sjónvarpskona á RÚV. MYND/JENS EINARSSON Enginn bilbugur er á hestamönnum á landsbyggðinni, þrátt fyrir misjafnt gengi í kauphöllinni í Reykjavík. Hrossabændur, félagasamtök og einstaklingar líta greini- lega björtum augum til framtíðarinnar. Á Varmalæk í Skagafirði er nú að rísa 1.100 fermetra hesthús og reiðhöll og gert er ráð fyrir að hún verði komin undir þak í mars á þessu ári. Húsið er byggt úr steinsteyptum einingum frá Loftorku en þakið er frá Lím- tré. Á Varmalæk búa þau Björn Sveinsson og Magnea K. Guðmundsdóttir. Þar hefur lengi verið rekin hestatengd ferðaþjónusta, en einnig er bærinn þekktur fyrir góð hross sem þaðan hafa komið. Má þar nefna stóðhestinn Mökk frá Varmalæk, sem er einn af farsæl- ustu stóðhestum í ræktun íslenskra hrossa. Hann var seldur til Svíþjóðar ungur að árum. Frægasti gæðingurinn sem alið hefur aldur sinn á Varmalæk er þó án efa Hrímnir frá Hrafnagili í Eyjafirði, en hann féll síðastliðið haust. Magnea segir að markmiðið með byggingu hússins sé að efla enn frekar þann rekstur sem fyrir er á Varmalæk, ferðaþjónustuna og hrossaræktina, og skapa aðstöðu fyrir öfluga hestamiðstöð. „Í húsinu verður reiðhöll og pláss fyrir 20 reiðhross. Skammt frá húsinu er hringvöllur og næst á dagskrá er að útbúa það sem við kjósum að kalla þjálfunarlaug, en þar verður aðstaða til að láta hross synda, en við höfum einnig í hyggju að nýta laugina með fjölbreyttari hætti. Það er nóg af heitu vatni á Varmalæk og upplagt að nýta sér það.“ Varmalækur er einn af mörgum bæjum á Íslandi þar sem ábúendur hafa lagt niður hefðbundinn búskap og snúið sér alfarið að hrossabúskap. „Já, við erum ekki með neinn annan búskap, bara nokkrar kindur sem við köllum „spariféð“ okkar,“ segir Magnea. Uppbygging á Varmalæk Verð á spónum hefur rokið upp úr öllu valdi síðastlið- in misseri og eru spænir orðnir verulegur kostnaðar- liður í hestahaldi. Guðmundur Böðvarsson á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi hefur brugðist við þessu með eigin húsráði, ef svo má að orði komast. Hann einfaldlega viðar að sér pappír frá nágrönnum sínum og rífur hann svo niður í höndunum og notar síðan rifrildið í undirburð. „Ég geri þetta nú bara til þess að hafa eitthvað að gera. Ég er hættur búskap og heilsan ekki upp á marga fiska,“ segir Guðmundur. „Það er svo óhemju- mikið af pappír sem berst inn á öll heimili í dag. En ég fæ líka dagblöð úr versluninni á Flúðum og síðan kemur vinur minn Sigurður Sigmundsson með papp- ír til mín. Ég er með fimm til sex folöld í stíu og nota þetta undir þau, en moka undan þeim á hverjum degi. Pappírinn þurrkar mjög vel og ég þarf engan spæni meðan ég hef pappírinn,“ segir Guðmundur. Hann neitar því þó ekki að vissulega væri gott að hafa handhæga vél til að tæta niður pappírinn. Mörg heimili og fyrirtæki gætu framleitt mikið af „rifr- ildi“ með svoleiðis tæki. Er þeirri hugmynd hér með komið á framfæri. Rifrildi undir folöldin Guðmundur setur einn kassa á dag af pappírsrifrildi undir sex folöld og þarf engan spæni. MYND/JENS EINARSSON Hertar kröfur til kynbótarhrossa Ákveðin hafa verið einkunna- lágmörk kynbótahrossa fyrir Landsmót 2008. Kröfurnar hafa verið hertar talsvert frá því fyrir Landsmót 2006, eða um fimm stig í hverjum flokki einstaklingssýndra kynbóta- hrossa. Einnig hafa lágmörk af- kvæmasýndra stóðhesta verið hækkuð um tvö stig í aðalein- kunn í kynbótamati. Engar kyn- bótahryssur verða sýndar með afkvæmum á Landsmóti 2008. Á síðastliðnu ári var tekin sú ákvörðun í fagráði hrossarækt- ar að leggja þær af. Lágmörk einstaklingssýndra kynbótahrossa: Stóðhestar 4 vetra 8,00. Stóðhestar 5 vetra 8,15. Stóðhestar 6 vetra 8,25. Stóðhestar 7 vetra og eldri 8,30. Hryssur 4 vetra 7,90. Hryssur 5 vetra 8,05. Hryssur 6 vetra 8,15. Hryssur 7 vetra og eldri 8,20. Lágmörk fyrir afkvæmasýnda stóðhesta eru: Heiðursverðlaun: 118 stig í kyn- bótamati og 50 dæmd afkvæmi eða fleiri. Fyrstu verðlaun: 118 stig í kynbóta- mati og 15 dæmd afkvæmi eða fleiri/eða: 113 stig í kynbótamati og 30 dæmd afkvæmi eða fleiri. Björn Sveinsson og Magnea K. Guðmundsdóttir á skagfirskum gæðingum. FRÉTTAMIÐLAR: www.eidfaxi.is www.hestafrettir.is www.847.is www.horse.is STOFNANIR: www.feif.org www.lhhestar.is www.holar.is www.worldfengur.is www.tamningamenn.is www.fhb.is HROSSABÚ SÝNISHORN: www.blesastadir.is www.dalur.is www.hest.is www.fet.is www.flagbjarnarholt.is Hestamenn á netinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.