Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 12
12 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hott hott hjá framsókn Komið hefur í ljós að framsóknar- menn keyptu fleira en herraföt fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu. Þeir keyptu nefnilega hnakk sem fékk þó ekki að liggja undir frambjóðendum því hann var hafður sem happdrættis- vinningur í happdrætti sem flokkurinn hélt í Reiðhöll- inni. Þar réðust heldur ekki örlög hnakksins því enginn hreppti vinninginn. Þótti framsóknarmönnum það afar óheppilegt, að sögn Óskars Bergssonar, svo ákveðið var að gefa hann Fáksmönnum. Hnakkrifist Nú hefur Björn Ingi Hrafnsson sagt af sér sem borgarfulltrúi framsókn- armanna. Óskar Bergsson tekur við af honum. Það er spurning hvort Óskar þyrfti ekki góðan hnakk því hann ríður mun feitari hesti en eftir prófkjör flokksins þar sem hann hafnaði í þriðja sæti og þurfti að velta vöngum yfir því hvort hann ætti að taka það sæti. Síðan þá hafa framsóknarmenn hnakkrifist og nokkrir dottið af baki svo skyndilega ríður Óskar fremstur í flokki. Brynja fyrir næstu kosn- ingar Guðjón Ólafur Jónsson hóf lokabar- dagann í þessari framsóknarrimmu með bréfaskrifum um misnotkun frambjóðenda flokksins. Svo sagðist hann vera með marga hnífa í bakinu eftir Björn Inga. Það væri því senni- legast við hæfi að riddararnir keyptu brynju fyrir næstu kosn- ingar. Og þar sem framsóknar- menn hafa meiri þörf fyrir hana en Fáksmenn væri við hæfi að þeir hirtu hana sjálfir gangi hún ekki út í happdrættinu. jse@ frettabla- did.is Ráðhúslætin UMRÆÐAN Mótmæli í ráðhúsi Það var sannarlega hryggilegt að horfa upp á framgöngu ungra vinstri- manna í ráðhúsi Reykjavíkur þegar meirihlutaskipti fóru fram. Þeir stöðv- uðu fundarhöld lýðræðislega kjörinna fulltrúa okkar með ofbeldisfullum hætti. Flestir hafa eflaust séð skrílslætin í sjónvarpinu, en ég efast um að sjón- varpsfólkið hafi náð að fanga heiftina sem réði ríkjum. Ungt fólk gerði hróp og köll að fullorðnu fólki sem komið var til að fylgjast með fundinum og var vinstrimönnunum ekki sammála. Eldri kona var kölluð fasisti og eldri manni tilkynnt að það eina sem stæði í vegi fyrir því að hann yrði beittur líkamlegu ofbeldi væri að mótmælendur væru friðar sinnar. Fólki var hrint og ýtt. Ef fólk vill að skoðanir þess séu virtar og hlustað sé á það, verður það að sýna öðrum sömu virðingu. Það er ábyrgðarhluti að efna til mótmæla eins og þessara. Mótmælin verða að fara fram með þeim hætti að fólk æsist ekki upp eins og gerðist á áhorf- endapöllum ráðhússins. Skipuleggjendur þessara mótmæla virtust ekki finna til þessarar ábyrgðar. Formaður Ungra jafnaðar- manna, Anna Pála Sverrisdóttir, stóð fremst í flokki og magnaði upp hópinn eins og hún gat. Ég skil vel að vinstrimenn séu nú sárir og reiðir yfir að hafa misst meirihluta sinn. En það voru ungir sjálfstæðismenn líka á sínum tíma. Við höfðum mörg hver lagt mikið í að vinna borgina úr höndum vinstrimanna, og það var sann- arlega mikið áfall þegar Björn Ingi Hrafnsson sveik okkar fulltrúa. Okkur kom hins vegar ekki til hugar að storma í ráðhúsið eins og byltingarsveit og stöðva lýðræðislega kjörna fulltrúa í fundarhöldum sínum. Vilji átta borgarfull- trúar starfa saman í meirihluta, er þeim heimilt að stofna til hans. Það gerðist fyrir þremur mánuðum, og það gerðist núna. Fólk verður að sætta sig við að svona virkar fulltrúalýðræðið. Vinstrimenn lýsa oft með aðdáun mótmæla- og verkfallsaðgerðum á meginlandi Evrópu sem lama samfélögin þar. Þeir segja að Íslendingar kunni ekki að mótmæla. Höfundur er varaformaður Heimdallar. SÆVAR GUÐMUNDSSON Tvöfaldir Vildarpunktar T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 9 08 00 68 Á mánudagskvöldið var borgarbúum boðið upp á skemmtidagskrá í beinni útsend- ingu, til að lyfta þeim upp á milli tapleikjanna á EM í handbolta. Fyrrverandi og afturverðandi borgarstjóri sagðist hafa fundið nýjan borgarstjóra. Sá steig síðan fram og fór með drauma- verk sín: Nítjándu aldar götu- mynd varðveitt við Laugaveg en tuttugusta aldar götumynd reist við Kringluna, og skyndifriðun á flugvellinum í Vatnsmýri. Kurrinn í stofum landsmanna barst alla leið niður á Kjarvals- staði og fréttamaður fann sig knúinn til að spyrja Ólaf hvort hann væri maður í þetta, nýkom- inn úr löngu veikindaleyfi. Villi greip fram í og fullyrti að Óli væri „alveg jafn vel í stakk búinn og ég var á sínum tíma til að setjast í stól borgarstjóra“. Kurr breytist í hlátur. Á bakvið stóðu sexmenning- arnir frægu, misvandræðalegir, og minntu helst á meðvirka ættingja í misráðnu boði þar sem fulli frændinn tilkynnir að hann sé búinn að bjarga gamla ættaróðalinu; hann hafi slegið lán hjá góðum manni, sem í staðinn fær reyndar að búa í húsinu í eitt ár. Smám saman kemur svo í ljós að nýi íbúinn er búinn að fá leyfi til að gjör- breyta garðinum og setja þyrlupall á þakið, enda áhuga- maður um flugvelli. Bíræfin flétta Var nokkur munur á þessum meirihlutaskiptum og þeim síðustu? Sumir segja ekki. Þó má benda á að síðast fór Björn Ingi á bakvið samstarfsflokkinn og tók upp viðræður við hina flokkana en nú sótti Sjálfstæðis- flokkurinn inn í meirihlutann og tókst að ginna óánægðan hlekk út úr keðjunni með gylliboðum um borgarstjórastól með þeim orðum að Svandís væri að máta hann „as we speak“. Munurinn er eins og á manni sem hættir með kærustunni að morgni og byrjar með annarri um kvöldið og manni sem brýst viljandi inn í hjónaband og tekst að sprengja það upp. Þá er nýi meirihlutinn mun tæpari (veltur á heilsu borgar- stjóra — flensa eða ekki flensa?) en sá gamli sem hafði stuðning varamanna. Hér er því teflt á tæpasta vað. Allt reynt til að komast aftur til valda. Flýtirinn svo mikill að jafnvel hinn nýi borgarstjóri taldi sig eiga stuðning varamanna. „Ja... ég geri ráð fyrir að Margrét verði með okkur.“ Kannski verður þetta mottó nýja meirihlutans. „Ég geri ráð fyrir því að manneklan verði minni í haust.“ „Ég geri ráð fyrir því að borgin hafi efni á þessum kjarasamn- ingi.“ Þetta var bíræfin flétta hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Einsöngur hans við undirleik Kjartans Magnússonar, undir handleiðslu söngkennarans Júlíusar Vífils, var auðvitað falskur en skilaði flokknum samt í meirihluta. Hætt er þó við að kjósendur skipi honum í minnihluta í næstu kosningum. Líklega er það þess vegna sem maður hefur enn ekki rekist á þann sjálfstæðismann utan ráðhúss sem styður þennan skollaleik. Þeir telja hann afleik er til lengri tíma lítur. Strax daginn eftir var stærsti flokkur borgarinnar orðinn sá næsts- tærsti í könnunum og forsætis- ráðherra var sýnilega bumbult þegar hann „fagnaði“ tíðindun- um. Ofmetnaður Vandræði Sjálfstæðisflokks í borginni má rekja til prófkjör- súrslita haustið 2005, þegar Villi sigraði Gísla Martein, mér og fleirum að óvörum. REI-máls- farsinn á liðnu hausti afhjúpaði mann sem réð ekki við embætti borgarstjóra. Að ætla að bjóða borgarbúum upp á sjálfan sig eftir þá sorglegu uppákomu er enn meiri bíræfni. Ef flokkur- inn ætlar að halda sig við þennan mjög svo veika meiri- hluta ætti hann að sýna borgar- búum þá kurteisi að bjóða upp á nýjan og betri borgarstjóra. Í „Ráðhússlagnum“ síðastliðinn fimmtudag sýndi Hanna Birna Kristjánsdóttir sannkallaða foringjatakta. Ólafur F. Magnússon sýnir ofmetnað með því að setjast í stól borgarstjóra. Myndi Guðjón Arnar Kristjánsson einhvern- tíma heimta forsætisráðherra- stólinn í stjórnarmyndunarvið- ræðum við Sjálfstæðisflokkinn? Þegar hátt er seilst verður fallið hátt. „Skrílslætin“ á pöllum ráðhússins daginn sem hann tók við embætti voru skiljanlegur toppur á reiðiöldu sem reis úr ÖLLUM flokkum og gerðu engum illt nema þremur leiðarahöfundum úr sama flokki. Setningin „Þú ert enginn fokking borgarstjóri!“ náði að kristalla ástandið. Ofmetnaður- inn átti hana skilið. Og þegar pallarnir síðan púuðu borgar- stjórann út af fundi minnti það bara á púið sem elti sama mann út af landsfundi Sjálfstæðis- flokksins fyrir nokkrum árum, hvar sömu þrír leiðarahöfundar sátu saman við borð. Púað á plottið Borgarstjórn HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | U ndanfarnar vikur hafa átt sér stað atburðir sem varpa ljósi á ónotalegt hugarfar sem þrífst í ákveðn- um kreðsum innan Sjálfstæðisflokksins. Ætla má að báðir atburðir eigi eftir að fylgja flokknum lengi og reynast honum þungbærir. Sá fyrri varð 21. desem- ber þegar Árni Mathiesen skipaði dómara við Héraðsdóm Norð- urlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Sá síðari varð núna á mánudaginn, hinn 21. janúar, þegar sjálfstæðismenn náðu völd- um í borgarstjórn Reykjavíkur á nýjan leik með fulltingi Ólafs F. Magnússonar. Þessir tveir ólíku atburðir eiga það sameiginlegt að í báðum tilvikum afhjúpast sérgæska sem gengur lengra en áður hefur þekkst í íslenskum stjórnmálum. Hafa stjórnmálaflokkarnir þó sannarlega ekki kallað allt ömmu sína í þeim efnum hingað til. Er þar enginn flokkur undanskilinn. Þegar á móti blæs er gamalt trikk í stjórnmálum að setja undir sig höfuðið og bíða eftir að óveðrinu sloti. Svo er líka hægt að vona að stórhríð bresti á annars staðar og athyglin færist þang- að. Þetta ætlar ekki að verða raunin með dómaraskipun Árna Mathiesen. Þótt fimm vikur séu liðnar frá þeim gjörningi vill ekki fenna yfir málið. Enda engin ástæða til. Í þessu tilviki er ekki hægt að draga víglínuna pólitískt. Málið er alvarlegra en svo að það snúist um átök gagnstæðra fylkinga. Auðvitað hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins deilt hart á dómaraskipun Árna. Þau orð kafna þó gjörsamlega í þrumugný gagnrýni Dómarafélags Íslands, Péturs Kr. Hafstein og Sigurðar Líndal. Þessa aðila getur Árni Mathiesen ekki slegið út af borð- inu með því að segja að hann hafi víst rétt fyrir sér, eins og hann þráast við studdur af sumum flokkssystkinum sínum. Í borginni létu sjálfstæðismenn sig hafa það að kaupa Ólaf F. Magnússon út úr sitjandi meirihluta með því að afhenda honum borgarstjórastólinn og skrifa upp á málefnaskrá sem er sjötíu prósent hans; manns sem er þó svotil án pólitísks baklands. Seint í gær kom svo í ljós að hið rétta kaupverð fyrir sæti sjálfstæðismanna í meirihlutanum nemur þeim hundruð millj- ónum króna sem á að verja til kaupa á húsunum við Laugavegi 4 og 6. Þetta er makalaus niðurstaða. Ekki síst þegar haft er í huga að innan borgarfulltrúahópsins í Ráðhúsinu eru mun fleiri sem vilja nýjar byggingar við Laugaveg 4 og 6 en friða húsin. Það vill bara svo til að sá sem var á annarri skoðun gat nýtt sér hana sem skiptimynt til að mynda nýjan meirihluta. Kostnaðurinn við þessa aðgerð liggur á bilinu 240 til 550 milljónir króna, eftir því hversu mikið verður borgað fyrir húsin. Sá reikningur verður þó ekki greiddur í Valhöll heldur sendur íbúum Reykjavíkur. Það er sannarlega auðvelt að ráðstafa fé sem er ekki manns eigið. Dómaraskipun Árna Mathiesen og valdatakan í borginni hafa bæði á sér yfirbragð flokks sem fyrst og fremst vill þjóna sjálfum sér en hefur gleymt umbjóðendum sínum. Slíkt getur aldrei verið tilverugrundvöllur stjórnmálaafls. Og er í raun í fullkominni andstöðu við það heilbrigða viðhorf til valda sem fólst í orðum Geirs Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að hann hafi aldrei haft það markmið að halda tilteknum ein- staklingum frá völdum hvað sem það kostar, heldur að tryggja landinu trausta og öfluga stjórn. Að þjóna sjálfum sér og gleyma umbjóðendum sínum: Á rangri leið JÓN KALDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.