Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 22
22 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Stofnfundur Myndlistarfélagsins verður haldinn í Deiglunni á Akureyri klukkan 17 í dag, en á undirbúnings- fundi í nóvember mættu þrjátíu norð- lenskir myndlistarmenn til skrafs og ráðagerða. „Myndlistarfélagið hefur verið í undirbúningi lengi, en það voru prakt- ísk mál sem ýttu á eftir okkur núna. Nokkrir myndlistarmenn voru í leit að húsnæði undir vinnustofur en þeir sem áttu húsnæði til þess arna vildu frekar leigja félagasamtökum en einstakling- um. Við ákváðum því að stofna félagið strax sem sækja mun að aðild að Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna, en á stofnfundinum verða drög að lögum félagsins kynnt, kosin stjórn og rætt um hagsmunamál myndlistarfólks,“ segir Hlynur Hallsson myndlistar- maður sem er einn af þeim sem eru í forsvari fyrir undirbúningshópinn. Þegar Hlynur er spurður út í hið gamaldags en traustvekjandi nafn Myndlistarfélagsins segir hann félaga þess ekki hafa viljað binda sig niður við ákveðinn landshluta. „Við ræddum lengi um nöfnin Mynd- listarfélagið á Akureyri eða Norður- lands, en á endanum fannst okkur skemmtilegast að hafa þetta opið með ákveðnum greini. Þannig útilokum við ekki norðlenska myndlistarmenn með búsetu utan Akureyrar, en við skil- greinum okkar svæði sem allt Norður- land, þótt við neitum auðvitað engum um inngöngu í félagið þótt þeir séu frá Selfossi,“ segir Hlynur sposkur og hamingjusamur sem myndlistarmað- ur í norðrinu. „Það er að mörgu leyti afar gott að vera myndlistarmaður á Akureyri, en maður má ekki lokast inni í þessum heimi. Það er líka nauðsynlegt að kom- ast út fyrir og þá ekki bara til höfuð- staðarins heldur einnig til útlanda. Við njótum þess líka að hér er gestavinnu- stofa þar sem erlendir listamenn koma til mánaðardvalar og hittum þá til að bera saman bækur, en dvölin endar með sýningu í einu af galleríum bæj- arins,“ segir Hlynur sem viðurkennir að norðlensk náttúra og andrúmsloft sé ríkuleg andagift meðlimum Mynd- listarfélagsins. „Það er reyndar aðeins meiri reyk- mengun hér nyrðra en syðra, en allt í góðu samkomulagi og hæfilegri sam- keppni; sem betur fer enginn hasar á milli okkar. Í félaginu verður vett- vangur til samfunda því myndlistar- menn vinna oftast hver í sínu horni og bæði nauðsynlegt og gaman að koma saman því þá verða oft til skemmti- legar hugmyndir til að vinna úr,“ segir Hlynur kátur og bætir við að engin hætta verði á hugmyndastuldi manna í millum þar sem búið sé að gera allt í myndlist áður. „Myndlistarfélagið verður lifandi þrýstihópur en einnig með fyrir- lestra, sýningar og kynningu á mynd- list. Listalíf á Akureyri verður sífellt blómlegra en okkur finnst að bær- inn ætti að nýta sér það meira. Hér er mikill áhugi á myndlist og alls opnuðu átta sýningar hér um síðustu helgi, en þá var Gilið troðfullt af fólki,“ segir Hlynur og hlær að þeirri klisju að listamenn hangi bara á kaffihúsum. „Við erum alla vega ekki búin að skipuleggja þaulsetu á kaffihúsum og bara lítið brot listamanna sem gerir það að vana sínum. Vonandi getum við þó sett svip okkar á bæinn og sýnt öðrum að það er ekki bara í höfuðborg- inni sem allt gerist.“ thordis@frettabladid.is MYNDLISTARFÉLAGIÐ: STOFNAÐ Í DEIGLUNNI Á AKUREYRI Í DAG Selfyssingar velkomnir líka Í MYNDLISTARFÉLAGINU Hlynur Hallsson myndlistarmaður er einn af stofnfélögum Myndlistarfélagsins en félagið verður stofnað með pompi og prakt í Deiglunni í dag. MYND/ÞÓRIR TRYGGVASON MERKISATBURÐIR 1340 Eðvarð III Englandskon- ungur lýstur konungur Frakklands. 1790 Mozart frumflytur óper- una Cosi Fan Tutte í Vín. 1838 Tennessee-ríki bannar áfengi fyrst Bandaríkja. 1866 Ísafjörður fær kaupstaðar- réttindi. 1894 Hið íslenska kvenfélag stofnað í Reykjavík. 1906 Verkamannafélagið Dags- brún stofnað. 1940 Nasistar banna pólsk- um gyðingum að ferðast með lestum. 1968 Breski togarinn Kings- ton Peridot ferst með 20 manns út af Öxarfirði. 1998 Bill Clinton neitar opin- berlega að hafa átt í kyn- ferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky. PAUL NEWMAN LEIKARI ER 83 ÁRA Í DAG. „Ég get ekki lengur unnið sem leikari á þeim styrkleika sem ég gæti unað við. Ég er farinn að tapa minni, missa sjálfs- traust og allan frumleika. Því tel ég kvikmyndaleik búið gaman fyrir mig.“ Bandaríski stórleikarinn Paul New- man er maðurinn á bak við Paul Newman-poppkornsveldið. Hann fékk Óskarsverðlaun fyrir The Color of Money árið 1987 og heiðurs- verðlaun Óskarsins 1986. Það var þennan dag fyrir 53 árum að togarinn Egill rauði strandaði við Grænuhlíð við Ísafjarðardjúp með 34 manna áhöfn. Togarinn hafði verið við veiðar á Halamiðum þegar fárviðri skall á að morgni og sigldi beint í var við Grænuhlíð þar sem fyrir var fjöldi togara. Yfirmenn voru allir íslenskir en nítján af áhöfninni Færeyingar. Síðdegis skipaði skipstjóri einum af færeysku hásetunum að stýra togaranum innst undir hlíð- ina þar sem lagst skyldi við akkeri. Skömmu síðar strandaði Egill rauði skammt frá landi og sat þar fastur. Mikið brim gekk yfir togarann og fór fremri hluti hans brátt á kaf. Áhöfn var öll kölluð á stjórnpall en á leiðinni þangað hrifu brimskafl- ar þrjá Íslendinga og einn Færeying fyrir borð. Í kjölfarið var sent út neyðarkall og hófu togarar í vari að leita á strandstað. Varðskipið Ægir kom einnig fljótlega á staðinn en eng- inn fékk neitt að gert vegna brims á staðnum. Þótti ljóst að eina vonin væri að bjarga mönn- unum úr landi og þurftu björg- unarmenn að ganga margra klukkustunda leið frá Hesteyri. Eftir mikla erfiðleika tókst að bjarga öllum úr Agli rauða nema einum sem féll úr björgunarstól þegar verið var að ferja hann í land. Sama dag fórust bresku togararnir Lorella og Rodrigo úti af Vestfjörðum með allri áhöfn, alls 40 manns. Lorella lagðist á hliðina og Rodrigo sigldi því til hjálpar, en hafið gleypti bæði skipin án þess að frekar spyrðist til þeirra. ÞETTA GERÐIST 26. JANÚAR 1955 45 sjómenn drukkna á Vestfjörðum FRÁ ÍSAFIRÐI Japanskt talmál verður kennt í fyrsta sinn hjá Málaskólanum Lingva á næst- unni. Í málaskól- anum er lögð sér- stök áhersla á að þjálfa talmál en kennsla í skólan- um er hugsuð fyrir algjöra byrjendur í tungumálanámi. Talmál er kennt á öllum stigum en ekki er þörf á að kunna neitt áður en menn byrja. Kennarar beita nýstárlegum aðferð- um til að leyfa öllum að taka þátt í samræðum með lestri einfaldra texta og orðalista sem nemendur læra að nota strax frá fyrsta tíma. Um er að ræða kennslu fyrir alla þá sem hafa hvorki tíma né vilja til að þurfa að læra alla mál- fræði sem liggur að baki málinu. Í næstu viku hefst kennsla í japönsku sem miðar að því að læra að bjarga sér á japanskri grundu með ein- földum setn- ingum í dagleg- um samskiptum fólks. Kennsla er þegar hafin í spænsku, ít- ölsku, ensku og íslensku fyrir nýja Íslendinga, en bráðum hefst nám í þýsku, frönsku og einmitt jap- önsku undir leiðsögn Chi haru Kawai, sem er jap- önsk en hefur verið búsett hér á landi um nokkurra ára skeið. Japanska á nokkrum vikum CHIHARU KAWAI Kennir Íslendingum að tala japönsku á nokkrum vikum. Ferðaáætlun FÍ 2008 er komin út. Í ferðaáætluninni er að finna á annað hundrað gönguferðir um náttúru Ís- lands. Ferðum í áætluninni er skipt í dagsferðir, helgar- ferðir, sumarleyfisferðir og svo er einnig að finna jeppa- ferðir og skíðaferðir. Páll Guðmundsson fram- kvæmdastjóri segir að í ferðaáætluninni sé mikið úrval af gönguferða, bæði léttum gönguferðum sem og krefjandi fjallgöngum á hæstu tinda landsins. Páll segir jafnframt fé- lagið vera að auka framboð af dagsferðum og um leið er meira framboð af krefjandi fjallgöngum. Léttar gönguferðir eru einnig í boði þannig að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Í ferðum FÍ er að sögn Páls ávallt lögð áhersla á trausta og góða fararstjórn þar sem fararstjórar félags- ins miðla af þekkingu sinni og reynslu, tildæmis um sögu, menningu og náttúru landsins. Hann segir að sem fyrr í ferðum FÍ sé sögu og menningu gerð góð skil þegar gengið um ákveðið svæði, auk þess sem þátt- takendur séu fræddir um náttúruna. Hefðbundin sumarleyfis- ferð FÍ er 4–8 daga göngu- ferð í náttúru landsins þar sem gist er í skálum eða tjöldum, farangur fluttur á milli staða og þátttakend- ur bera léttan dagpoka með nesti og hlífðarfatnaði. Gönguferðir FÍ um ís- lenskar óbyggðir njóta vax- andi vinsælda og sífellt fleiri sem stunda fjalla- mennsku. Allir eru velkomnir í ferð- ir með FÍ en félagsmenn njóta sérkjara. Ferðaáætl- unni er dreift í 66.000 ein- tökum, meðal annars í pósti til allra félagsmanna. Ferðaáætlunin er einnig á heimasíðu Ferðafélagsins www.fi.is Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands GÖNGUFERÐIR VINSÆLAR Ferðafélag Íslands býður upp á fjölda ferða á nýbyrjuðu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.