Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 78
50 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. blikk 6. klafi 8. leyfi 9. hrós 11. hljóm 12. kortabók 14. blóm 16. skammstöfun 17. á móti 18. rotnun 20. til dæmis 21. stefna. LÓÐRÉTT 1. gunga 3. hvort 4. hundraðshluti 5. festing 7. kotbær 10. skordýr 13. fæða 15. brýna 16. vafi 19. ryk. LAUSN LÁRÉTT: 2. depl, 6. ok, 8. frí, 9. lof, 11. óm, 12. atlas, 14. sóley, 16. eh, 17. and, 18. fúi, 20. td, 21. ismi. LÓÐRÉTT: 1. rola, 3. ef, 4. prósent, 5. lím, 7. kotshús, 10. fló, 13. ala, 15. ydda, 16. efi, 19. im. „Við erum nú bara með hann Ólaf Efff á náttslopp hérna. Og bíðum átekta. Ég í Villa-gervinu með heilu hnífasettin í bakinu,“ segir Pálmi Gestsson, upplýsingafull- trúi Spaugstofunnar. Þáttur þeirra í kvöld verður með þeim hætti að vara verður viðkvæmar sálir við honum. Þegar Fréttablaðið mætti á tökustað til Spaugstofunnar á fimmtudag, þar sem hópurinn hafði hreiðrað um sig á Kringlu- kránni, mátti greina mikla óvissu. Menn fylgdust agndofa með vend- ingum í málefnum borgarinnar – og var ekki skemmt. Enginn þeirra Spaugstofumanna vildi ráðast í það viðsjárverða verk með Rögnu Fossberg förðunarmeistara að þróa gervi Ólafs F. Magnússonar. „Við töldum rétt að láta gesta- leikara fara með þetta hlutverk. Þeir skipta svo ört. Erlendur Eiríksson er verulega góður borg- arstjóri. En við sjáum ekki fyrir okkur að þurfa að kalla hann til mjög oft,“ segir Pálmi. Hann telur ófaragleðinni takmörk sett. Meðan þessu fer fram eru gerð hróp að nýjum borgarstjóra sem tekur við lyklavöldum í ráðhúsinu. „Þetta fer fram úr okkur. Við af öllum mönnum stöndum eftir sem „stabíl“ stofnun í þjóðfélaginu. En borgarstjórn situr fram að hádegi og önnur tekur við eftir hádegi. Okkur er lítill greiði gerður með þessu. Við erum óþarfir í svona ástandi,“ segir Pálmi. Spaugstofumenn gera út á að ýkja ástandið, líkt og flestir þekkja, en Pálmi segir að atburðir vikunnar séu miklu farsakenndari en þeir hafi á færi sínu. Að sögn Pálma hefur ekki verið gengið frá samningum þess efnis að þeir haldi úti sínum vikulegu þáttum næsta haust. Sem er reynd- ar hefðbundið. Þannig hafi þetta verið allt frá árinu 1989. Samið til eins árs í senn. En Pálmi gerir frekar ráð fyrir því að áframhald verði á þáttagerðinni. jakob@frettabladid.is PÁLMI GESTSSON: VIÐ ERUM ÓÞARFIR Í SVONA ÁSTANDI Borgarstjóri Spaugstofunn- ar í viðbragðsstöðu MEÐ HEILU HNÍFASETTIN Í BAKINU Lykilpersónur í dramatískum vendingum en þáttur Spaugstofunnar í kvöld verður með þeim hætti að vara verður viðkvæma við honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SEX ÞÚSUND OG FIMM HUNDRUÐ ATKVÆÐI Ellert Eiríksson, borgarstjóri Spaugstofunnar, hefur helst til málanna að leggja setninguna „sex þúsund og fimm hundruð atkvæði.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Meiðyrðamál upplýsingafulltrúans Ómars R. Valdimarssonar gegn leikstjóra Silvíu Nætur-fyrirbærisins, Gauki Úlfarssyni, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Gaukur sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig neitt frekar um málið en á sínum tíma efaðist Gaukur um að einhver lögfræðingur hefði tíma og ráð í að sinna svona hlutum. Málið snýst um færslu á bloggsíðu Gauks þar sem hann kallaði upplýsingafulltrúann rasista. „Ég hef rætt töluvert um rasisma hér og bent á nokkra frambjóðendur Frjálslynda flokksins sem hika ekki við að bera útlendingahatur sitt á borð hér í bloggheimum. Nú hef ég fundið einn til, svæsnari en hinir lagðir saman, talsmann Impregilo á Íslandi,“ skrifaði Gaukur á heimasíðu sína í apríl á síðasta ári. Ómar hafði þá skrifað mikið um núverandi þingmann vinstri grænna, Paul Nikolov, í aðdraganda alþingiskosninganna. Ómar krefst þess að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur. „Ég kýs að tjá mig ekki um málið á meðan það er fyrir dómstól- um,“ sagði Ómar í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst Ómar ekki taka við fjárhæðinni sjálfur ef sigur vinnst heldur ánafna upphæðinni til lögfræð- ings síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. - fgg Talsmaður Impregilo krefst tveggja milljóna TJÁ SIG EKKI Hvorki Ómar né Gaukur vildu tjá sig um málið og ætluðu að bíða eftir úrskurði héraðsdóms. „Kostnaðurinn við Skaupið var á áætlun, kostaði þrjátíu milljónir og var heldur ódýrara en í fyrra og mörg undanfarin ár,“ segir Þór- hallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV. Eins og Fréttablaðið greindi frá á síðasta ári var kostnaðurinn við áramótaskaupið 2006 tæpar fjörutíu milljónir en þá gekk held- ur verr að fá upplýsingar um kostnaðinn hjá hæstráðendum í Efstaleitinu og þurfti meðal ann- ars að leggja fram stjórnsýslu- kæru til að fá þær upplýsingar. Nú stóð hins vegar ekki á svar- inu frá dagskrárstjóranum Þór- halli, sem segir hverri krónu vel eytt í þetta vinsælasta sjónvarps- efni Íslandssögunnar. Hann hafði ekki fengið áhorfstölurnar frá Gallup en reikna má með að þær verði eitthvað í líkingu við undan- farin ár, að 95 prósent þjóðarinnar hafi notað síðustu klukkustundina á gamla árinu til að horfa á þennan spéspegil. Eins og kom fram í fjölmiðlum var mikil ásókn hjá stórfyrirtækj- um að auglýsa skömmu fyrir Skaup og má áætla að tæplega átta milljónir hafi komið í kassann í dýrasta auglýsingatímanum í íslensku sjónvarpi. Þá má ekki gleyma framlagi fasteignarisans Remax sem keypti auglýsinga- plássið í miðju Skaupsins fyrir þrjár milljónir. - fgg Skaupið kostaði þrjátíu milljónir ERFITT VERKEFNI Ragnar Bragasyn leikstýrði Skaupinu í ár og fékk, eins og við mátti búast, misjafna dóma. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Anna Pála Sverrisdóttir Aldur: 24 ára. Starf: Mastersnemi í lögfræði. Fjölskylda: Einhleyp. Foreldrar: Sverrir Þórisson og Hel- ena Pálsdóttir. Bæði skólafólk. Búseta: Vesturbærinn í Reykjavík. Stjörnumerki: Meyja. Anna Pála Sverrisdóttir var áber- andi á ráðhúspöllunum á fimmtu- daginn. Hún er formaður ungra jafnaðarmanna. Handknattleiksáhugamenn syrgja margir hverjir brotthvarf Alfreðs Gíslasonar enda hefur landsliðsþjálfarinn unnið hug og hjörtu þjóðarinnar og varla hefur nokkur maður þorað að styggja fyrrum stór- skyttuna. Fjölmiðla- menn hafa líka tekið miklu ástfóstri við Alla og það kom kannski hvað best í ljós þegar það sást í útsendingu RÚV að Adolf Ingi Erlingsson faðmaði þjálfarann í kveðjuskyni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íþróttafrétta- menn RÚV sýna hug sinn í verki því eins og mörgum er enn í fersku minni smellti Ingólfur Hannesson kossi á Guðjón Þórðar- son eftir jafnteflið gegn heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli fyrir nokkrum árum. Stjarna Hugleiks Dagssonar skín skærar en nokkru sinni og nú er höfund- urinn snjalli við það að leggja undir sig sjálft Frakkland. Hinar umdeildu bækur hans, með teikningum þar sem öllum tabúum er sagt stríð á hendur, eru á metsölulistum víða um Evrópu. Og nú berast þær fregnir frá útgefanda hans, Forlaginu, að Hugleikur hafi nýverið gengið til samninga við eitt stærsta bókaforlag Frakka sem heitir Sonatine Editions. Mikael Torfason, fyrrum aðalrit- stjóri Birtings, er að endurnýja ágæt- an rithöfundaferil sinn eftir nokkur ár í blaðamennsku og situr nú við skriftir. Mikael sótti um í launasjóð rithöfunda, meira formsins vegna en annars og kom það honum ánægju- lega á óvart að fá úthlutað þremur mánuðum. Dregur hann þá ályktun að mönnum sé það í mun að halda honum fremur innan þeirrar stéttar en að hann sé að láta til sín taka í fjölmiðlum. Mikael fór í sjálfskipaða blaða- mennskuútlegð eftir að dómur féll Jónínu Ben í hag gegn DV. - fgg/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.