Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 18
18 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR Trúarbrögð nútímans FÖSTUDAGUR, 18. JANÚAR. Andri bauð bekkjarsystkinum sínum úr Landakotsskóla heim til síðdegisdrykkju ef nota má það orð um sprellfjörugt tíu ára afmæli þar sem veitingar eru bornar fram síð- degis. Því miður varð ég að yfirgefa samkvæmið þegar hæst stóð í stönginni til að flytja fyrirlestur hjá fyrirtækjagreiningardeild Kaupþings. Það var tilboð sem ég gat ekki hafnað þegar bankafólk á starfs- námskeiði bað mig að koma og spjalla um sjálfvalið efni. Að sjálfsögðu valdi ég að tala um efni sem mikill hluti ævi minnar hefur farið í að hugsa um – pen- inga. Sumir segja að peningar og markaðir séu trúarbrögð nútímans. Ef að er gáð eiga þessi trúarbrögð jafnlanga og jafnæsispennandi sögu og önnur trúarbrögð mann- kynsins. Bankamenn og banka- stjórar eru innvígðir hofgoðar og æðstuprestar nútímans sem standa – að eigin sögn – í nánu persónulegu sambandi við yfirskilvitleg dul- mögn sem ráða árferði og afkomu þjóða og stjórna stríði og friði í ver- öldinni. Í sjálfu sér er enginn munur á því að trúa á dýrlingakjúkur og almáttka guði eða stafræna pen- inga og kenjar markaðarins – nema tímamunur. Einvera í margmenni LAUGARDAGUR, 19. JANÚAR. Á morgun legg ég af stað til Prag til fundar við hálfskrifaða bók. Hún heitir í augnablikinu „Ýmiss konar ég“. Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir þessari fimm vikna dvöl í einveru og margmenni. Einvera er góð fyrir einbeitinguna og hvergi er auðveld- ara að vera einn en í margmenni. Heimskreppa? SUNNUDAGUR, 20. JANÚAR. Ferðalagið til Prag var eins þægi- legt og nokkurt ferðalag getur verið sem byrjar á því að maður er vakinn klukkan fjögur um nótt til að mæta í gegnumlýsingu og vopna- leit. Í Prag var tíu stiga hiti. Mér var tekið með kostum og kynjum af vinum mínum sem af greiðasemi leigja mér litla íbúð í miðborginni. Það eru þrjú ár síðan ég var hérna síðast. Prag er einhver fallegasta borg í heimi vegna þess að þar hefur engum dottið í hug að til þess að byggja ný hús þurfi endilega að rífa þau gömlu. Mér fannst samt eitthvað hafa breyst og það tók dálitla stund að átta sig á því í hverju breytingin felst. Hér eru eiginlega engir túr- istar á sveimi. Venjulega rennur þykkur og seigfljótandi ferða- mannastraumur gegnum borgina frá Vatnsláks-torgi, yfir Moldá um Karlsbrúna, og upp í Hradcany eða Borgarvirki. Núna er ferðamannaelfan upp- þornuð að mestu eða orðin að lækj- arsprænu. Trúlega hefur heimsbyggðin frétt af gangtruflunum í íslenska efnahagsundrinu og nú óttast menn að heimskreppan sé á næsta leiti. Þá er skynsamlegra að halda sig heima við og geyma spariféð undir koddanum en að svífa áhyggjulaus um veröldina á kreditkortinu. Vonandi gerir heimskreppan stuttan stans hérna í Prag svo að Tékkar neyðist ekki til að ákalla Impregilo að virkja Moldá og breyta Borgarkastalanum í álver. Snúningshurð handa borgarstjórum MÁNUDAGUR, 21. JANÚAR. Eyddi mestöllum deginum á netinu að fylgjast með fréttum að heiman. Það eru dapurleg tíðindi hvað starfsöryggi borgarstjóra Reykja- víkur virðist vera lítið. Sundabraut- in er greinilega ekki forgangsverk- efni miðað við það þjóðþrifamál að setja upp snúningshurð til að auð- velda nýjum og nýjum borgarstjór- um aðgang að kontórnum sínum. Gegnum slitrótt netsamband komst ég að því að það er kominn nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík. Og nýr borgarstjóri að sjálfsögðu. Á myndum er ekki annað að sjá en Ólafur læknir sé kátur og glaður eins og Rauðhetta litla var þegar hún valhoppaði áhyggjulaus gegn- um skóginn til fundar við ömmu sína. Á bak við tré stendur gamli góði Villi sem stígur allt í einu fram og kynnir sig með nafni: Góðan dag, stúlka litla. Ég heiti Vilhjálmur sig- urvegari. Fyrir litlar pólitískar Rauðhettur er ekki hættulaust að vera á ferli um borgarskóginn í skammdeginu. Það er Deginum ljósara. Pólitísk andlátsfregn! MIÐVIKUDAGUR, 23. JANÚAR. Björn Ingi hættir í pólitík! Nú dámar mér ekki. Maður má ekki bregða sér af bæ þá verður allt vitlaust heima fyrir. Sem betur fer eru pólitískar and- látsfregnir ekki jafn sorglegar og raunverulegar dánartilkynningar. Ástæðan fyrir því að flestir stjórnmálamenn eru eins og útfar- arstjórar á svipinn og gretta sig þegar venjulegt fólk brosir eða hlær er sú að starf stjórnmála- mannsins er bæði hættulegt og óþrifalegt þótt það sé þokkalega borgað og eftirlaunakjörin viðun- andi. Þrátt fyrir að nokkrar framfarir hafi orðið í stjórnmálum síðan í fornöld eins og á flestum öðrum sviðum er munurinn á siðmenntuð- um stjórnmálamönnum og frum- stæðum helst sá að frumstæðir stjórnmálamenn reyna að drepa andstæðinga sína en siðmenntaðir stjórnmálamenn vilja helst ganga milli bols og höfuðs á samherjum sínum. Það sér hver heilvita maður að andstæðingar manns eru aðeins manneskjur sem eru manni ósam- mála um einhverja hluti – og ekkert getur verið eðlilegra. Samherjar eru hins vegar lífs- hættulegir og nauðsynlegt að ryðja þeim úr vegi með öllum tiltækum ráðum svo að þeir skáki manni ekki út úr pólitíkinni. Þessa uppgötvun virðast íslensk- ir stjórnmálamenn vera að gera um þessar mundir. Nokkuð seint mundu sumir segja. Næsti kafli í lýðræðiskennslu- bókinni fjallar svo um að nútíma stjórnmálamenn megi ekki einu sinni ganga milli bols og höfuðs á samflokksmönnum sínum – af sið- ferðilegum ástæðum. Sá kafli fjall- ar reyndar um siðferði í pólitík og er oft sleppt til prófs. Persónulega finnst mér að stjórn- málin setji ofan þegar öflugir og ástríðufullir stjórnmálamenn eins og Björn Ingi taka pokann sinn og róa á önnur mið. Ég skil hann vel að nenna ekki að sitja undir spillingar- talinu lengur. Enda kemur það fljót- lega í ljós hvort hann er spilltur eða ekki. Ef hann er spilltur verður hann orðinn að seðlabankastjóra eftir nokkra daga eða sendiherra – eða að minnsta kosti að héraðsdóm- ara einhvers staðar úti á landi. Það er þó huggun harmi gegn fyrir Framsóknarflokkinn að Guð- jón Ólafur skuli enn hafa áhuga á að láta gott af sér leiða í pólitík. Blíðviðrið hérna í Prag heldur áfram. Og ég veit ekki einu sinni hvað borgarstjórinn hérna heitir. Fréttir af Marsbúum FIMMTUDAGUR, 24. JANÚAR. Fjör er hlaupið í umræðuna um hvort líf sé á Mars eða ekki. Mynd- ir sem geimfar bandarísku geim- vísindastofnunarinnar sendi frá sér í gær sýna að því er virðist styttu af manneskju í miðri sand- auðninni á Mars. Það sem vekur athygli er að stytt- an á Mars er sláandi lík styttunni af Litlu hafmeyjunni í Kaupmanna- höfn sem er Íslendingum vel kunn. Þessi mynd kemur mér ekki á óvart því að ég hef lengi gert ráð fyrir því að Marsbúar séu jafn- margir og Íslendingar – ef ekki fleiri. Ég hef það fyrir satt að miklar huldufólksbyggðir séu á Mars og gífurlegur efnahagslegur uppgang- ur þótt gengi hlutabréfa sé ótryggt í augnablikinu. Á Mars eins og víða annars stað- ar sjá tröllin um viðskiptalífið, dvergar um iðnaðarframleiðslu og handverk, ljósálfar vinna hvers konar launavinnu og svartálfarnir reka banka og fjármálaþjónustu en jólasveinar stjórna landinu. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Rauðhetta og Vilhjálmur Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um dýrlingabein, hálfskrifaða bók, heimskreppuna, gegnumlýsingu og vopnaleit. Einnig er minnst á snúningshurð á skrifstofu borgarstjóra og ævintýrið sígilda um Rauðhettu og Vilhjálm í skóginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.