Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 66
38 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Listamenn ná oft og tíðum að blása hver öðrum anda í brjóst og hafa mikil áhrif á skapandi ein- staklinga í samtíma sínum og framtíð. Halldór Laxness var einn slíkur listamaður og er næsta víst að verk hans koma til með að lifa með þjóðinni um ókomna tíð. Því er ekki úr vegi að rýna duglega í þau með reglulegu millibili og velta því fyrir sér hvaða þýðingu þau hafa fyrir okkur. Gljúfrasteinn býður upp á röð viðburða þar sem þekktir listamenn, hugsuðir og fræðimenn fjalla um verk skáldsins. Fyrsti slíki viðburðurinn fer fram á morgun kl. 16. Þá mun söngvaskáldið Hörður Torfa fjalla um ljóð Halldórs í tali og tónum. Hörður er sem kunnugt er einn framsæknasti og sjálfstæðasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann ólst upp við skáldskap Halldórs Laxness; sögur hans, leikrit og ljóð. Hörður hefur aldrei farið leynt með dálæti sitt á ljóðagerð Nóbel- skáldsins. Hann hóf til að mynda ungur að aldri að setja saman lög við ljóð Halldórs og eitt þeirra, Kveðið eftir vin minn, var á fyrstu breið- skífu Harðar frá 1970. Það náði miklum vinsæld- um og er sungið víða enn þann dag í dag. Annað ljóð eftir Halldór, Í áfanga, var síðan á annarri breiðskífu Harðar árið 1972. Hörður tileinkaði Halldóri hausttónleika sína í Jónshúsi í Kaupmannahöfn árið 1982 og flutti þar mörg ljóð hans við eigin tónlist. Árið 2002 sendi hann síðan frá sér geisladiskinn Söngvaskáld þar sem hann túlkaði ljóð Halldórs með dyggri aðstoð Vilhjálms Guðjónssonar. Það má því telja næsta víst að viðburðurinn á morgun verði bæði fróðlegur og skemmtilegur, enda er Hörður umfjöllunarefni dagsins vel kunnugur. Ókeypis er inn á viðburðinn og er hann öllum opinn meðan húsrúm leyfir. - vþ Hörður og Halldór HÖRÐUR TORFASON Fjallar um ljóð Halldórs Laxness á Gljúfrasteini á morgun. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins hefur verið boðið á alþjóðlega listahátíð ungs fólks í Aberdeen í Skot- landi sumarið 2009. Hátíðin, sem ber titilinn Aber- deen International Youth Festival, leggur áherslu á aðkomu ungs fólks að klassískri tónlist og öðrum listgreinum. Þar koma fram kórar og hljómsveitir, óperur eru settar upp, þar fara fram dans- og leiksýningar, myndlistarsýningar auk þess sem boðið er upp á fjölda námskeiða í listum og menningu. Hátíðin er virt og því sækjast fjölmargar hljóm- sveitir eftir því að koma fram á henni. Á síðustu hátíð, sem fór fram sumarið 2007, voru það sviss- neska strengjasveitin Orchestra Giovanile D’archi og sinfóníuhljómsveit æskunnar á Spáni, Joven Orqu- esta Nacional de Espana, undir stjórn hins kunna hljómsveitarstjóra José Serebrier, sem urðu fyrir valinu. Það er því Sinfóníuhljómsveit unga fólksins mikill heiður að vera boðin þátttaka sumarið 2009. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð árið 2004 og er skipuð tónlistarnemum af höfuð- borgarsvæðinu. Hún tekst árlega á við þrjú til fjögur verkefni og heldur sex til átta tónleika á ári. Þá tekur hljómsveitin jafnan þátt í Þjóðlagahátíð- inni á Siglufirði. Nú eru nýhafnar æfingar fyrir næstu tónleika hljómsveitarinnar sem haldnir verða 9. og 11. mars í Stykkishólmi og Reykjavík. Einleikari með hljómsveitinni verður Freyja Gunn- laugsdóttir klarinettuleikari. Stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar unga fólksins er Gunnsteinn Ólafs- son. - vþ Ungfóníu boðið á hátíð SINFÓNÍA UNGA FÓLKSINS Hefur verið boðið á alþjóðlega listahátíð í Aberdeen. Auglýsingasími – Mest lesið ÞORRADANSLEIKUR í kvöld frá kl. 22:00 í Lionssalnum Auðbrekku 25-27 Kópavogi Harmonikufélag Reykjavíkur SUN 27. JANÚAR KL. 20 TÍBRÁ: MUSIC FOR A WHILE JÓHANNA HALLDÓRS OG BAROKKSVEIT. SÖNGVAR OG DANSAR FRÁ 16.ÖLD Miðaverð 2000 kr LAU 2. FEBRÚAR KL. 13 TÓNLEIKAR TKTK MYNDIR Á SÝNINGU ÚR HNOTUBRJÓTNUM PÉTUR OG ÚLFURINN MYRKIR MÚSÍKDAGAR VIKUNA 3. – 10. FEB 08 www.salurinn.is 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar Kl. 22 Þorradansleikur Harmonikufélags Reykjavíkur fer fram í Lionssaln- um, Auðbrekku 25-27 í Kópavogi, í kvöld kl. 22. Þar geta unnendur harmónikutónlistar komið saman og skemmt sér með öðrum við undirleik ljúfra og fjörlegra tóna. Nýtt íslenskt gamanleikrit sem ber titilinn Halla og Kári verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Höfundur leikritsins er Hávar Sigurjónsson og leikstjóri er Hilmar Jóns- son. Viðfangsefni verksins hljómar kunnuglega í eyrum þeirra sem fylgjast náið með fréttum; í von um skjótfenginn gróða tekur par, þau Halla og Kári, upp á því að smygla eiturlyfjum. Inn í ráðabruggið flétt- ast atburðir og persónur sem gera sitt til að flækja málin. Halla og Kári eru þó bjartsýn, láta ekki bug- ast og trúa því að ástin vinni þrautir allar þrátt fyrir mótlæti. Erling Jóhannesson fer með hlut- verk Kára, en segir ekki hlaupið að því að lýsa persónunni. „Í byrjun æfingatímabilsins hefði ég átt auð- velt með að setja Kára á einhvern bás, en ég er farinn að þekkja hann svo vel að ég á orðið erfitt með það. Ætli það sé ekki best að segja að hann er Íslendingur með öllu sem því fylgir. Hann sækist eftir viður- kenningu umhverfis síns og ríki- dæmi og er tilbúinn að ganga ansi langt í leit sinni, en er þó ekki alger- lega samviskulaus. Hann er því dálítið tvöfaldur, eins og íslenska þjóðin almennt. Við erum til að mynda afar trúuð, en förum aldrei í kirkju. Við viljum líka velferðar- þjóðfélag, en finnst samt í lagi að svíkja undan skatti. Þannig er þjóð- in upp til hópa og þannig er Kári.“ Leikritið tekst á við málefni sem verða að teljast áleitin. Eiturlyfja- váin, neyslusamfélagið, græðgi og, ekki síst, innflytjendamál eru dæmi um viðkvæm mál sem ofin eru inn í söguþráðinn. Því vekur nokkra athygli að verkið teljist til gaman- leikrita. „Grínið getur gert umræðu um erfið málefni aðgengilegri. Þó verður ávallt að fara varlega og passa að grínið verði ekki rætið eða bitni á þeim sem síst skyldi. Inn- flytjendamálin eru sérlega vanda- söm; umræðan um þau er afar skammt á veg komin hér á landi, enda málið tiltölulega nýtt af nál- inni. Það er erfitt að fjalla um slíkt án þess að verða pólitískri rétt- hugsun að bráð, en hún er andstæð- ingur skapandi hugarfars og ber því að forðast í listum. Við reynum okkar besta til þess að takast á við málin á þann hátt að við náum að skemmta leikhúsgestum en jafn- framt að vekja þau til umhugsunar um samfélagið sem við búum í,“ segir Erling. Með önnur hlutverk í sýningunni fara María Pálsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Hjálmar Hjálmars son og Þorsteinn Bach- mann. Um tónlistina sér enginn annar en Benedikt Hermann Her- mannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm, sem er þekkt- ur fyrir ljúfa en jafnframt nútíma- lega tónlist sína. vigdis@frettabladid.is Ástir og eiturlyfjasmygl LAGT Á RÁÐIN Frá æfingu á leikritinu Halla og Kári. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Listsmiðja fyrir börn fer fram á morgun í Ásmundarsafni á milli kl. 13 og 16. Listamaðurinn Ásmundur Sveinsson hafði mikið yndi af börn- um og tók þeim opnum örmum þegar þau vildu fá að skoða eða leika sér í stóru höggmyndunum hans. Enn þann dag í dag sækjast börn eftir því að heimsækja Ásmundarsafn og ævintýragarðinn í kringum safnið. Hugmyndin með listsmiðjunni í Ásmundarsafni á sunnudaginn er að fá börn og fullorðna til að vinna saman. Byrjað verður á stuttri yfir- ferð um sýningu safnsins en að því loknu verður sest niður í vinnu- stofu með leir og viðeigandi verk- færi og leirinn mótaður undir áhrif- um frá Ásmundi. Umsjón með listsmiðjunni hefur Sigríður Ólafs- dóttir myndlistarmaður. Aðgangur að listsmiðjunni er ókeypis og öllum opinn. - vþ Leirað og leikið ÁSMUNDARSAFN Býður upp á listsmiðju á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.