Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Atli Freyr Steinþórsson útvarpsþulur hefur náð góðum tökum á vetrarakstri með því að nota snör handtök og innsæi í beygjum eins og fram kemur í eftirfarandi símaviðtali. Atli, hvernig bíl átt þú? „Ha? (Þögn) Hann er nú ekkert voða glæsilegur. Þetta er smaragðsgræn Toyota Avensis sem ég keypti í fyrra. Þá þurfti ég að skipta um bíl eftir að hafa eyðilagt gamla bílinn minn af vangá. Það var Volkswagen.“ Ertu tilbúinn til að tjá þig meira um það? „Ja, ég bara kann ekki nógu mikið á bíla. Það er ekki flóknara en það.“ Hann hefur sem sagt brætt úr sér. „Já, vegna vanhirðu af hálfu minnar persónu.“ Það getur verið víti til varnaðar fyrir einhverja. „Já, ég lærði það af þessu kjaftshöggi að það er ekkert gagnslaust að fara með bíl á smurstöðvar öðru hverju.“ Góður punktur. „Ég yrði mjög glaður ef einhverjir værukærir bókabéusar og menntamenn sem kunna ekkert á vélar tækju þetta til athugunar.“ Þú ferð þá trúlega vel með þína smaragðsgrænu Toyotu? „Já, í kjölfar þessara hremminga hef ég ákveðið að gera það.“ Er hún ekki mörgum góðum kostum búin? „Jú, það vantar að vísu geislaspilara í hana. En ég er með útvarp. Þá get ég farið á mónitorútsendingu Rásar 1. Alltaf.“ Ertu á snjódekkjum? „Ég er á heilsársdekkjum. Hef náð ansi mikilli leikni í að skauta á hringtorgum og víðar svo ég veit ekki alveg hversu mikil heilsársdekk þau eru. En þetta hefur gengið ágætlega með snörum handtökum og innsæi í beygjunum.“ Af hvaða árgerð er bíllinn? „Ég er bara ekki viss.“ Spáðirðu ekkert í það þegar þú keyptir hann hvort þú værir að kaupa nýjan eða gamlan? „Hann er innan við tíu ára, get ég fullyrt. Meira get ég ekki sagt þér, því miður. En ég ber fullt traust til hans.“ gun@frettabladid.is Innsæi í beygjunum Atli Freyr ber fullt traust til Toyotunnar sinnar þótt hann viti ekki alveg um aldurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍSLENSKT Í VOGUE Kápa eftir Védísi Jónsdótt- ur, hönnuð hjá Ístexi, birtist á forsíðu Vogue- knitting fyrir stuttu. TÍSKA 4 SÓTT Á BRATTANN Kirkjufell í Grundarfirði þykir bratt og erfitt uppgöngu en það er einn af áfangastöð- um Ferðafélags Íslands á árinu. FERÐIR 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.