Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 24
24 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR Ú r glugga borgarstjórans blasir frosin Tjörnin við en inni í Ráðhúsinu sjálfu hefur verið heldur heitt í kolunum að und- anförnu. Enginn verður óbarinn borgarstjóri og að undanförnu hafa höggin dunið á þeim nýjasta. Á fundi borgarstjórnarinnar þegar Ólafur F. Magnússon var settur í emb- ættið fór fundarhald úr böndunum. Gert var hlé á því meðan áhorfenda- pallar voru rýmdir en þaðan komu hávær óp frá borgarbúum sem hugnað- ist illa hvernig staðið var að myndun nýrrar borgarstjórnar. Ólafur F. virðist kunna vel við sig á skrifstofunni þótt leiðin þangað hafi verið þungfarinn. Hann tekur þétt- ingsfast í hönd blaðamanns en lítur svo um á skrifstofunni. „Þessi mynd hefur verið máluð eftir 1930 því þarna er Landspítalinn kominn til sögunnar,“ segir hann meðan hann bendir á mál- verk af Reykjavík á veggnum gegnt skrifborðinu. Það er ekki að furða að hann sem vill varðveita 19. aldar götu- mynd Reykjavíkur sé hrifinn af þess- ari gömlu, rómantísku mynd. „Við stöndum ekki við orðin tóm. Nýi meirihlutinn hefur nú þegar hafist handa og búið þannig um hnútana að húsin við Laugaveg 4 og 6 fari hvergi.“ Borgin keypti húsin sem Ólafur F. segir að hefði verið mun happasælla en að friða húsin og fara svo í gegnum skaðabótamál. Hann gefur hins vegar ekkert upp um verðið að svo stöddu. Hans mesta stolt er þó ekki að finna í Ráðhúsinu en Ólafur F. er fjögurra barna faðir og daginn sem tilkynnt var um nýjan meirihluta eignaðist hann sitt annað barnabarn. Markheppinn miðherji En hver er þessi maður sem kominn er í æðstu stöðu borgarinnar? „Ég er fæddur á Akureyri í húsi afa og ömmu á Oddeyrargötu 24 en faðir minn var þá langt kominn í læknanámi þannig að fjölskyldan flutti næst til Reykja- víkur en síðan til Wasington D.C., höf- uðborgar Bandaríkjanna, þar sem faðir minn stundaði framhaldsnám í lyflækningum. Ég kom svo aftur til Reykjavíkur 6 ára gamall en þá flutt- umst við í Hlíðarnar.“ Borgarstjórinn tekst á loft þegar blaðamaður skýtur því inn að þetta hljóti að þýða það að hann sé Valsari. „Já, ég er það fram í fingurgóma enda spilaði ég fótbolta með félaginu sem strákur og var reyndar markheppinn miðherji. Mér er minnisstæður minn fyrsti leikur en þá lékum við gegn Vík- ingi þegar ég var 10 ára gamall. Ég hafði reyndar sagt eitthvað við þjálfarann sem fór illa í hann svo ég var tekinn út af sakramentinu. Ég mætti því án þess að hafa með mér takkaskóna en svo vildi það til að það vantaði í liðið svo ég fékk lánaða skó hjá félaga mínum sem reyndar voru of stórir. Þeir dugðu þó það vel að ég skoraði þrennu í þeim leik sem við og unnum með fimm mörkum gegn engu. En svo verð ég líka að segja frá því að ég lét mikið til mín taka í næsta leik sem var á móti Fram á gamla Háskóla- vellinum en hann endaði 2-2 og gerði ég öll mörkin nema eitt en ekki orð um það meir.“ Tækifæri til að efna kosningaloforð Nú er gamla kempan úr Val búinn að finna skóna sína og orðinn fyrirliðinn í Ráðhúsinu. Margir hafa þó látið í ljós þá skoðun að hann hafi skorað sjálfs- mark þegar hann sleit samstarfinu með fyrrum meirihluta og hóf sam- starf með Sjálfstæðisflokki. „Nei, ég hef ekki skorað sjálfsmark. Ég er reyndar búinn að skora tvö mörk frá því ég tók við,“ segir hann og á þá við framgang sinn í málefnum húsanna tveggja á Laugavegi og lækkun fast- eignaskatts sem þegar hafa verið ákveðnar. „En varðandi stjórnarmyndunina þá mat ég það þannig að með því að hefja þetta samstarf næði ég fram meira af mínum málefnum en ég hefði látið mig dreyma um. Þannig gafst mér tæki- færi á að efna það sem við hétum kjós- endum okkar.“ Enginn efast um að málefnasamn- ingurinn sé nýja borgarstjóranum sér- lega hagstæður en Margrét Sverris- dóttir er þó ekki ein af þeim sem fylkja sér um hann. En hafði Ólafur samband við Margréti þegar hann sá að alvara var komin í samræður hans við sjálf- stæðismenn? „Ég gerði það, það var reyndar mjög erfitt að ná til hennar en ég talaði við hana áður en þetta var um garð gengið. Það kom í ljós að hún var neikvæð gagnvart þessum hugmynd- um og sagðist hún þá einnig tala fyrir munn Guðrúnar Ásmundsdóttur en það hefði hún varla getað gert nema ef hún hefði vitað að einhverjar þreifing- ar væru í gangi. En ég trúði aldrei öðru en að Mar- grét myndi fylkja sér á bak við þá stefnuskrá sem var í meginatriðum eins og sú sem við vorum kosin fyrir að fylgja. Enda hefur það komið í ljós að allir aðrir sem voru starfandi fyrir F-listann í fráfarandi meirihluta studdu þessa ákvörðun. “ Að jafna sig eftir veikindin tók meiri tíma en vonir stóðu til Sú var tíðin að Ólafur F. þurfti að lesa fjölmiðlafólki pistilinn fyrir að veita F-listanum ekki næga athygli. Nú er öldin önnur og kastljósið hefur étið upp skuggann og jafnvel skinið svo skært að stundum hefur Ólafi F. sviðið undan. „Mér hefur þótt afar leitt að lesa ummæli Margrétar, og einnig skrif föður hennar sem jafnframt er hennar helsti ráðgjafi. Þetta eru þykja mér heldur kaldar kveðjur eftir langt samstarf.“ Einnig þykir honum að sér vegið þegar veikindi hans ber á góma. „Sú spurning hvort ég sé tilbúinn til starf- ans vegna veikinda minna er borinn upp í öllum viðtölum en þá er jafnvel ekkert rætt um það hver ég er, fyrir hvað ég stend og hvað kjósendur mínir Vill vera dæmdur af verkum sínum en ekki veikindum Mikill styr hefur staðið um Ólaf F. Magnússon borgarstjóra sem áður fann sig knúinn til að fanga athygli fjölmiðlanna en hefur nú verið baðaður í sviðsljósinu. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður spjallaði við gömlu kempuna úr Val um atburði síðustu daga, veikindin og þá glampa kastljóssins sem svíður undan. Honum þykja kveðjurnar kaldar frá fyrrum samherja til margra ára. Ég vona aðeins að þeir sem hvað óvægileg- ast hafa reynt að vega að mér geri sér grein fyrir því að þessar ósæmilegu persónu- legu árásir særa alla fjölskyldu mína. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Þótt Tjörnin sé frosin þessa dagana er hitinn mikill inni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það gengur mikið á hjá nýjum borgarstjóra, en daginn sem tilkynnt var um nýjan meirihluta eignaðist hann sitt annað barnabarn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN vildu ná fram með því að kjósa mig. Og það var áberandi hversu mikið menn reyndu að gera mig tortryggilegan eftir að ég kom úr mínu veikindaleyfi. Veikindi eins og mín hafa hrjáð marga stjórnmálamenn án þess að þeir yrðu lagðir í einelti sem er nánast það sem ég hef orðið fyrir þar sem illgirni og ósannindi ráða ríkjum. En það er einfaldlega þannig að við erfiðar aðstæður getur það hent fólk að það verði fyrir andlegu álagi og jafnvel orðið niðurdregið um skeið en það á ekki að koma í veg fyrir að menn séu fullgildir þegnar í sínu samfélagi eins og aðrir sem hafa lent í veikindum og orðið óvinnufærir um tíma. Ég hef öðlast vinnufærni á ný og mun vafa- laust sanna það með mínum verkum. Þetta tók meiri tíma hjá mér en vonir stóðu til en það var vegna mikils mót- lætis sem ég varð fyrir en þau voru slík að enginn gæti siglt í gegnum þau án þess að bogna tímabundið. En ég legg áherslu á það að ég hef alla tíð verið heiðarlegur stjórnmálamaður, haldið sannfæringu minni og aldrei fengið á mig spillingarstimpil þau 18 ár sem ég hef staðið í stjórnmálum. Það væri eflaust réttara að dæma mig frekar af því. En ég get líka verið mannlegur og ég held að einmitt þess vegna hef ég verið farsæll í mínum læknisstörfum og unnið langvarandi traust skjólstæðinga minna.“ Vilja ekki missa heimilislækninn Þegar hér er komið sögu hringir sím- inn og þótt blaðamaður leggi það ekki í vana sinn að hlýða á símtöl annarra kemst hann ekki hjá því að heyra að viðmælandinn tengist umræðuefninu sem hann átti við heimilislækninn sem sestur er í stól borgarstjóra. Að sam- tali loknu sest Ólafur F. niður gegnt blaðamanni og segir eins og til að útskýra þessa stuttu fjarveru sína: „Þetta var sjúklingur hjá mér sem var að lýsa óánægju sinni með það að ég skyldi þurfa að hverfa frá heimilis- lækningunum,“ segir hann. „Ég hef fengið mörg símtöl frá skjólstæðing- um mínum sem hafa áhyggjur af því að ég láti af störfum sem heimilislækn- ir. Ég verð vitanlega í leyfi meðan ég gegni starfi borgarstjóra. Mér finnst þó satt að segja alltaf að ég sé læknir þótt ég gegni nú starfi borgarstjóra enda er læknisstarfið samofið sjálfs- ímynd minni. Ég tel nokkuð víst að ég muni snúa mér aftur að lækningum þegar ég lýk stjórnmálastarfinu.“ Því næst berst talið aftur að veikind- um hans og umtalinu sem þeim fylgdu. „Ég vona aðeins að þeir sem hvað óvægilegast hafa reynt að vega að mér geri sér grein fyrir því að þessar ósæmilegu persónulegu árásir særa alla fjölskyldu mína. Það er öllu skemmtilegra að segja frá því að fólk sem hefur gengið í gegn- um svipuð veikindi og ég hefur haft samband við mig og komið á framfæri þakklæti því ég er baráttumaður og ætla mér að sýna það að þótt sitthvað bjáti á um hríð getur maður komið til baka og jafnvel sigrað að lokum.“ Miður að fá ekki að tala En hvernig var Ólafi F. innanbrjósts þegar allt ætlaði um koll að keyra á borgarstjórnarfundinum síðastliðinn fimmtudag? „Það var aðallega tvennt sem mér þótti afar miður. Í fyrsta lagi að tveir fundarmenn voru settir á mæl- endaskrá áður en nýsettur borgarstjóri fékk að halda sína innsetningarræðu en það varð síðan til þess að ég fékk ekki að tala og það er afar óvenjulegt. Svo frétti ég það að kennarar hefðu gefið nemendum sínum frí til að fara að mót- mæla á áheyrendapöllunum. Ég hefði sjálfur frekar farið í Ráðhúsið væri ég ungur piltur og mótmælt þar ef ég fengi frí út á það en þá er það spurning hversu mikið býr á bak við slík mótmæli.“ En nú getur forvitinn gestur ekki dvalið lengur við á kontórnum því gamli Valsarinn er farinn að bretta upp ermarnar og hnýta á sig skot- skóna. Mörkin tvö verða ekki látin nægja því málefnasamningurinn kveð- ur á um ein sautján áður en kjörtíma- bilinu lýkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.