Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 29
][ Ísveiði getur verið gaman að stunda. Þá skiptir miklu máli að vera vel útbúinn og hafa með sér það sem við á eins og íssög, veiðigræjur, hlýjan fatnað og nesti. Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2008 er komin í dreif- ingu. Hún vekur jákvæð við- brögð að sögn framkvæmda- stjórans Páls Guðmundssonar. Úrvalið af gönguferðum er mikið hjá Ferðafélaginu þetta ár eins og Páll lýsir. „Við bjóðum léttar gönguferðir en aukum líka úrvalið af erfiðari ferðum á fjöll landsins, Hvannadalshnjúk og Hrútfjalls- tinda í Öræfajökli og Helgrindur og Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ferð- ir fyrir fólk í góðu formi og með fjallareynslu. Síðan verðum við með ferðir fyrir byrjendur, meðal annars hér í nágrenni Reykjavík- ur, á fjöll eins og Vífilfell, Úlfars- fell, Helgafell og Esjuna. Einnig reynum við að ná til unglinganna og bjóðum sérstakar ferðir fyrir þá, til dæmis um Laugaveginn.“ Einstök ferð fyrir afa og ömmur með barnabörnin er á dagskrá. „Þetta er fjögurra daga ferð um Laugaveginn þar sem sem ömmur og afar eru með fararstjóra frá okkur og ganga á milli skála með barnabörnin með sér,“ segir Páll. „Okkur finnst þetta skemmtileg hugmynd og það verður gaman að sjá viðbrögðin við henni.“ Hornstrandir skipa alltaf stóran sess hjá Ferðafélaginu. „Þar leggj- um við áherslu á söguna um byggð- ina, búsetuna, menninguna á Hornströndum fyrr á tímum,“ lýsir Páll. Hann nefnir líka nýj- ungar eins og matarferðir. „Við verðum með sérstakar ferðir þar sem áhersla er lögð á að smakka mat úr heimabyggð. Slík ferð er á Snæfellsnesið. Þar verðum við fjóra daga og heimsækjum gott fólk í sveitinni sem opnar mat- ar kistur sínar fyrir þátttakendum. Bæði eyjabændur og fólk á fasta landinu.“ gun@frettabladid.is Kynslóðirnar saman www.visitakureyri.is er nýr ferða- og upplýsingavefur fyrir Akureyri. Nýlega kynnti Akureyrarstofa nýjan ferða- og upplýsingavef. Hann er á íslensku og ensku og þar er að finna allar helstu upplýs- ingar fyrir þá sem ferðast til bæj- arins. Má þar nefna hótel og gisti- staði, veitingastaði, afþreyingu og samgöngur. Eins og flestir Íslendingar vita er Hlíðarfjall einn af bestu skíða- stöðum landsins. Þar er til dæmis boðið upp á einkakennslu á skíði og bretti fyrir alla aldurshópa, alla daga vikunnar. Þá þjónustu þarf að panta með að minnsta kosti dags fyrirvara eða í síðasta lagi upp úr hádegi samdægurs. Menningarlífið er fjölskrúðugt á Akureyri allt árið og eru söfn, sönglist og leiksýningar í boði. Nefna má að Fló á skinni, einn vin- sælasti og fyndnasti farsi allra tíma, verður frumsýndur 8. febrú- ar. Ljóst er að gríðarlegur áhugi er á sýningunni. Þegar er uppselt á 15 sýningar en miðasala er í full- um gangi því bætt hefur verið inn aukasýningum. - gun Akureyrskur ferðavefur Hlíðarfjall er vetrarperla Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/STÍGUR HELGASON Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, lítur bjartsýnn fram á nýbyrjað ár. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Fjölbreytt gisting í boði! Vegna mikillar eftirspurnar bjóðum við aukaferðir til Kan- aríeyja um páskana. Í boði eru 2 ferðir, 12. mars í 17 nætur og 19. mars í 10 nætur. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sæti í frábæra páskaferð. Ath. mjög takmarkað- ur fjöldi sæta og gistingar í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.